Morgunblaðið - 15.07.1993, Page 18

Morgunblaðið - 15.07.1993, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993 Mikil þátt- taka í þjóð- minjadegi MJÖG MIKIL aðsókn var að Minjasafninu á Akureyri á þjóð- minjadegi siðastliðinn sunnudag og fjöldi manna tók þátt í göngu- ferð um Fjöruna og Innbæinn. Sérsýningar sem settar voru upp meðai annars að þessu tilefni verða opnar fram á haust. Að sögn Guðnýjar Gerðar Gunn- arsdóttur á Minjasafninu á Akur- eyri tókst þjóðminjadagurinn afar vel hér á Akureyri. Mjög góð þátt- taka var í gönguferð frá Laxdals- húsi um Fjöruna og Innbæinn og að Minjasafninu og gestir á safninu urðu rúmlega 340 þennan dag en ella þykir gott á venjulegum sunnu- degi að þeir séu um 100. Mest Akureyringar Guðný Gerður sagðí að það hefði verið gleðilegt að meirihluti gesta á þessum degi hefðu verið Akur- eyringar, en hún hefði lengi saknað þess að þeir legðu leið sína í safn- ið. Að jafnaði væru gestir á sumrin ferðafólk, erlent og innlent. Hún sagðist vonast til að framhald yrði á og Akureyringar og nærsveitar- menn kæmu í heimsókn þótt ekki væri blásið til sérstaks tilefnis. Hins vegar væri hún fylgjandi því að þjóðminjadagur yrði árlegur við- burður á íslenskum söfnum. Við Minjasafnið á Akureyri starfa tveir fastráðnir starfsmenn og auk þeirra hefur einn safnvörður verið í sérverkefnum um árs skeið. Á sumrin sagði Guðný Gerður að við bættust ijórir starfsmenn við gæslu. Auk þess hefðu um sinn verið við safnið 4-5 starfsmenn vegna atvinnuátaksverkefnisins og það hefði gefið góða raun. Kraftar þeirra hefðu nýst saftiinu afar vel, meðal annars við skráningu á Ijós- myndasafninu, sem hefði verið mjög aðkallandi. Sérsýningar Minjasafnsins verða opnar fram á haust, húsvemdarsýn- ingin í Laxdalshúsi til 1. september en sýningamar í Minjasafnshúsinu sjálfu til 15. september. -----» ♦ ♦ Þriðju sum- artónleikar á Norðurlandi ÞRIÐJA tónleikaröð Sumartón- leika á Norðurlandi verður í kirkjunum á Húsavík, í Reykja- hlíð og á Akureyri dagana 16.-18. júlí. Tónlistarmennirnir Gunnar Kvaran og Öm Falkner koma fram á tónleikunum en fresta verður um sinn tónleikum söng- hópsins Hljómeykis, sem fyrir- hugað var að kæmi fram í þess- ari röð tónleikanna. Á efnisskrá Gunnars og Arnar eru verk eftir Bach, César Franck, Vivaldi, Pál ísólfsson og Mascagni. Tónleikamir í Húsavíkurkirkju verða á föstudagskvöld klukkan 20.30. í Reýkjahlíðarkirkju í Mý- vatnssveit verða tónleikarnir klukk- an 21 á laugardagskvöld. Tónleik- amir í Akureyrarkirkju verða klukkan 17 á sunnudag. Fylgst með framkvæmdum FÉLAGARNIR Heimir og Daði fylgdust með þegar verið var að rífa gömlu steinbryggjuna í höfninni í Ólafsfirði, en það verk er hið fyrsta sem unnið er á vegum nýstofnaðs Hafnasamlags Eyjafjarðar. Í Hafna- samlagi Eyjafjarðar em, auk OlafsQarðar, Dalvíkurbær og Árskógshreppur. í stað gömlu steinbryggjunn- ar sem hverfur af sjónarsviðinu á næstu dögum verður síðar í sumar eða haust hafist handa við stækkun annarrar bryggju í höfninni. Tónleikar Yið Pollinn Á VEITINGASTAÐNUM Við Pollinn á Akureyri verða í kvöld tónleikar Aðalsteins Ásbergs og Onnu Pálínu ásamt djasstríóinu Skipað þeim. Tríóið Skipað þeim er skipað þeim Gunnari Gunnarssyni píanó- leikara, Jóni Rafnssyni bassaleik- ara og Árna Katli Friðrikssyni trommuleikara. Þeir félagar hafa átt töluvert samstarf við Aðalstein og Önnu Pálínu og haldið tónleika á Akureyri og í Hafnarfirði í sam- bandi við vinabæjamót og Listahá- tíð. Tónlistin er að mestu af hljóm- diski Aðalsteins og Önnu Pálínu, Á einu máli, en einnig verða á efnisskránni lög m.a. eftir Jón Múla Árnason. Tónleikamir eru liður í Lista- sumri á Akureyri og hefjast Við Pollinn stundvíslega klukkan 22. (Fréttatilkynning.) Iðnþróunarfélagið metur skinnaiðnaðinn Ahersla er á að hraða verkinu IÐNÞRÓUNARFÉLAG Eyjafjarðar vinnur þessa dagana að athugun á málefnum skinnaiðnaðar á Akureyri. Niðurstöður athugana eða tillögur til úrbóta eru ekki enn tilbúnar en lögð er áhersla á að hraða verki eins og hægt er. Að sögn Ásgeirs Magnússonar hjá Iðnþróunarfélaginu eru mál- efni skinnaiðnaðarins þar til at- hugunar og verið að athuga hvern- ig þau líta út og hvaða möguleikar kunna að vera til frambúðar á þeim grundvelli. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að flýta verki sem unnt væri, en á þessu stigi hefðu menn engin svör á reiðum höndum. Afskaplega þýðingarmikil fyrirtæki Ásgeir sagði að skinnaiðnaður- inn og fleiri iðnfyrirtæki, hér á Akureyri og annars staðar í þjóð- félaginu, ættu við ákveðna erfið- leika að etja, sumpart fortíðar- vanda og sumpart vanda vegna erfiðrar stöðu á markaði nú. „Það sem við erum að fást við hér núna eru fyrirtæki sem lengi hafa skap- að mörgu fólki atvinnu og eru afskaplega þýðingarmikil í bæjar- félaginu og þýðingarmikil í þjóð- hagslegu tilliti. Hlutverk okkar er að reyna að draga upp sem sann- asta og réttasta mynd af þessu og koma henni áfram eins og hægt er,“ sagði Ásgeir. Hann kvaðst ennfremur vona að ekki liði langur tími þar til unnt væri að segja frekar til um niðurstöður athugananna. Baldur Kárason er trúlega fyrsti íslendingurinn sem hefur háskóla- próf sem bruggmeistari, en hann tók við starfí bruggmeistara hjá Viking-Bruggi á Akureyri nú um mánaðamótin. Baldur sagðist hafa lokið stúd- entsprófí úr eðlisfræðideild Menntaskólans á Akureyri og haldið þaðan í nám í matvæla- fræði við Háskóla íslands. Að því loknu sagðist hann hafa farið í eins árs framhaldsnám við brugg- deild Heriot-Watt háskólans í Ed- inborg í Skotlandi. Þar sagði hann vera einu bruggdeild við háskóla á Bretlandseyjum, en tvær viðlíka deildir væru auk þess til í Þýska- landi. Við skóla þennan sagði Baldur að menntaðir væru ölgerðarmeist- arar breskra brugghúsa og auk þeirra hefðu nemendur verið þarna víða að, meðal annars frá Ástral- íu, Nýja Sjálandi, Möltu, Japan og meira að segja Þýskalandi. Nám við skólann tæki fjögur ár en matvælafræðinám sitt heima hefði reiknast jafngildi þriggja fyrstu áranna. Áhugamál verður atvinna Baldur sagðist lengi hafa haft áhuga á bruggi, raunar mætti orða það svo að margra ára áhugamál væri orðið að atvinnu hjá sér. Hann kvaðst hafa unnið hjá Vik- ing-Bruggi í hálft annað ár, þar af um árs skeið með Alfred Teu- fel, fráfarandi bruggmeistara fyr- irtækisins. Hann sagði engra stór- breytinga að vænta þótt hann tæki við störfum en ýmislegt væri þó í bígerð af nýjungum í fram- leiðslunni. Morgunblaðið/Golli Bruggmeistari að störfum BALDUR Kárason, hinn nýi bruggmeistari Viking-Bruggs fylgist hér með gæðum mjaðar síns. Viking-Brugg ölgerðin á Akureyri Islenskur brugg- meistari til starfa UM mánaðamótin tók til starfa hjá ölgerðinni Viking-Bruggi á Akureyri nýr bruggmeistari, en hann hefur lokið prófi frá bruggdeild háskóla í Skotlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.