Morgunblaðið - 15.07.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.07.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993 19 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Aðstaðan bætt NÝBYGGING Guðmundar Tyrfingssonar hf. í endanum fjær er smurstöðin, verkstæðið í miðjunni og skrifstofu- og starfsmannaað- staðan i endanum nær. Guðmundur Tyrf- ingsson hf. flutt í nýtt þjónustuhús Hefur byggt yfir 14 rútur á 20 árum Selfossi. GUÐMUNDUR Tyrfingsson hópferðaleyfishafi á Selfossi flutti starf- semi sína nýlega í nýtt þjónustuhús að Fossnesi við Suðurlandsveg. Húsið er 400 fermetrar að stærð og rúmar verkstæðissal fyrir rútu- bíla, smurstöð, skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu. Guðmundur hóf rekstur rútubif- reiða og hópferðaakstur 1962. Árið 1971 byggði hann bragga við Nón- hóla ofan við Selfoss og hafði þar aðsetur. I þeim bragga smíðaði hann 14 rútubíla til eigin nota á 20 árum auk eins bíls fyrir annan notanda. Fyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson hf. á nú 11 hópferðabíla með 358 sætum. 26 ár í sama hreppnum Hópferðaakstur Guðmundar er af ýmsu tagi, lengri og skemmri ferðir með fólk innan og utan héraðs ásamt flutningum á ferðafólki. Daglegur skólaakstur er á dagskránni á vet- uma en Guðmundur hefur ekið skóla- börnum í einn hreppinn, Gaulvetja- bæjarhrepp, í 26 ár. „Reksturinn gengur vel sem slíkur en við vonumst til að sumarið verði betra en í fyrra þegar hópferðimar drógust saman um 33%,“ sagði Guð- mundur en hann starfar í tengslum við Hópferðamiðstöðina sem er sam- skiptaaðili hópferðahafanna við ferðaskrifstofurnar í landinu. Reksturinn af eldhúsborðinu Guðmundur og kona hans, Sigríð- ur Benediktsdóttir, annast rekstur fyrirtækisins og em með 8 fasta starfsmenn en yfír sumarið bætast við lausráðnir starfsmenn. „Mesta breytingin er að losna við reksturinn af eldhúsborðinu, því hér er öll að- staða fyrir hendi,“ sagði Sigríður. Hún sagði að þrátt fyrir flutninginn svömðu þau hjónin erindum vegna fyrirtækisins heima eins og áður. Með tilkomu nýja hússins er mögu- legt að taka inn fleiri bíla til viðhalds og aðstaðan er mun betri. í öðrum enda hússins er smurstöð til að þjóna bílaflotanum og öllum almenningi sem þarf á slíkri þjónustu að halda. Lítið gert fyrir bilasmíðina Aðspurður um framhald á rútu- smíðinni í nýja húsinu sagði Guð- mundur: „Það er nú eins og það er. Nú eru fluttir inn útkeyrðir bílar, FJAÐRAGORMAR í ÝMSA BÍLA allt niður í ’80-módel. Þetta er auðvit- að aigjörlega fráleitt. Menn halda að þeir séu að gera góð kaup, en svo er ekki. Ferðafólk gefur landinu stimpil eftir þessu meðal annars, að það sé keyrt um landið á gömlum bílum. Ég vil ekki þjóna ferðamann- inum svona. Ef við viljum fá fólkið til að koma aftur eða mæla með ferð- um hingað þurfum við að þjóna fólki með góðum tækjum og lipurri þjón- ustu. Það er of lítið gert fyrir bílasmíð- ina. Það þarf til dæmis að greiða vörugjald af öllu sem keypt er inn til verksins, efni og vinnu. Það var búið að lofa að fella þetta niður en enginn veruleiki komið í það ennþá. Það er sami vandi í þessari grein og í skipasmíðunum. Það hefur enginn áhuga á að gera neitt fyrir þetta. Það eru fáir í þess- ari grein og ráðamenn hlusta ekki á þessar raddir okkar. Svo er það nú þannig að með allri þessari skatt- heimtu sem tíðkast er það sjálfgefið að þetta gangi ekki. Þau hjónin Guðmundur og Sigríð- ur sögðust halda sínu striki og þjón- usta fólk og fyrirtæki með hópferða- bíla. Hin nýja aðstaða gæfí tækifæri til að koma enn betur til móts við þarfir viðskiptavinanna. Sig. Jóns. TAKACOM SÍMSVARAR Japanskt hugvit og taskni sem hentar hvort sem er fyrírtaskjum, stofnunum eða heimilum. Sparar tíma, tyrirhöfn og óþarfa óþæginJi. Hreint út sagt frábær taski. 5íðumúla 37100 Rvk. Sími 607570 Sistc1 ..sérfrasðingar í eímamálum UTSALA -(wra- GARÐURINN Kringlunni Krt þú orðtn(n) féla^l? Ttyggðu þér cinstakt inngöngutilboð og hringdu í síma 688300. * VAKA-HELGAFELL Meðal uppskrifta í júlípakkanum frá Nýjum eftirlætisréttum eru gómsætir grillréttir, nýstárlegir sjávarréttir, girnilegir ábætisréttir og margt, margt fleira! Frábært inngöngulllboð t il nýrra réiaga: • Fyrsti pakklnn með 50% afslætti á 339 kr. •Ókeypis safúmappa (áætlað verðmæti 980 kr.) •Ókeypis taska (áætlað verðmæti 1.270 kr.) SPEJXNANDI JULIPAKKI GOTT F Ó L K / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.