Morgunblaðið - 15.07.1993, Page 20

Morgunblaðið - 15.07.1993, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993 Oddaaðstaða nýrra flokka í Japan Líkur á minni- hlutastjóm LDP Tókýó, Omiya. Reuter. ÞRÍR nýir flokkar, sera klofning-smenn úr stjómarflokknum, Frjálslynda lýðræðisflokknum, stofnuðu, njóta vaxandi stuðn- ings en þó ekki nógu mikils til koma stjórnarflokknum frá völdum í þingkosningunum á sunnudag, samkvæmt skoðana- könnunum sem birtar voru í gær. Formaður Nýja flokksins, sem talið er að gegni lykilhlutverki við myndun nýrrar stjórn- ar eftir kosningar, segir líklegast að LDP myndi minnihluta- stjórn. Ef marka má kannanirnar missir Fijálslyndi lýðræðisflokkurinn þingmeirihluta sinn, fær um 220 þingsæti en þarf 256 sæti af 511. Útlitið er enn nöturlegra hjá sósíal- istum, helsta stjómarandstöðu- flokknum, sem mun eiga í erfiðleik- um með að ná 100 sætum, en hef- ur haft 134 á undangengnu þingi. Þrem nýjum flokkum, sem hafa verið myndaðir af fyrrum félögum frjálslyndra, er spáð talsverðu fylgi, eða frá 10 til 50 sætum hveijum fýrir sig, samtals rúmlega 100 þing- sætum. Næsta stjórn skammlíf Morihiro Hosokawa er formaður eins þessara nýju flokka, Nýja flokksins, sem spáð er um 30 sætum og lykilhlutverki í myndun nýrrar stjórnar. Hosokawa telur að tals- verðar líkur séu á því LDP verði áfram við völd, en þá í minnihluta- stjórn. Sagði hann útilokað að sinn flokkur myndi ganga til samstarfs við LDP, nema frekari klofningur yrði í fiokknum eftir kosningamar á sunnudag. Bæði LDP og sósíalist- ar hafa biðlað til Nýja flokksins um stjórnarsamstarf, en Hosokawa segir að flokkur hans muni ekki starfa í ríkisstjórn á komandi þingi. „Það verða fleiri kosningar á þessu ári,“ sagði hann. „Næsta ríkisstjóm verður ekki langlíf." Þjóðhátíð íFrakklandi Reuter FRAKKAR héldu þjóðhátíð í gær, minntust töku Bastillunnar 1789 með pompi og prakt. Skrautsýn- ing var í París og var myndin tekin er Francois Mitterrand forseti og Guignon hershöfðingi, yfir- maður Parísarheijanna, óku í opnum heijeppa um Champs Elysées breiðgötuna umkringdir hesta- sveitum lýðveldisvarðarins. Sýknudómur í manndráps- niáli gagnrýndur í Bretlandi Lundúnum. Reuter. NÍTJÁN ára breskur unglingur sem játaði að hafa stungið ná- granna til bana var sýknaður af morðákæru og manndráp af gáleysi í gær og sætti úrskurður dómara harðri gagnrýni af hálfu þingmanna, lögreglu og fjölmiðla. Minnsta verðbólga í Bretlandi í 30 ár VERÐBÓLGAN í Bretlandi fór niður í 1,2% á ársgrund- velli í júní. Er það minnsta verðbólga sem mælst hefur í tæp 30 ár. í maí var verðbólg- an 1,3%. Dánartalan í Japan hækkar DÁNARTALAN vegna land- skjálftanna í Japan á mánudag var komin í 102 í gær og 91 manns var enn saknað. Þjóðhollir Frakkar MEIRIHLUTI Frakka, eða 57%, er reiðubúinn að fórna lífí sínu til að veija land sitt komi til innrásar og tæp 70% þeirra eru andvíg því að her- skylda verði lög niður, sam- kvæmt skoðanakönnun Le Figaro. Pilturinn, Joseph Elliott, bar fyrir sig sjálfsvörn er hann særði 41 árs tónlistarmann, Bob Os- bome, til ólífís. Osborne og kona hans sátu úti í garði við heimili sitt í suðurhluta Lundúna og fylgd- ust með tunglmyrkva. Urðu þau þá vitni að því er Elliott skar hjól- barða bifreiða í sundur. Veitti Osborne Elliott eftirför _og hugðist veita honum ráðningu. í stimping- um lagði Elliott til hans með hnífi og gekk eggjárnið gegnum hjart- að. Hné Osborne niður og er hann lá deyjandi lét Elliott spörkin dynja á honum. „Réttarkerfíð virkar ekki eðli- lega,“ sagði Geoffrey Dickens, þingmaður íhaldsflokksins. „Illa gefnir menn fylla kviðdómsbekki í auknum mæli og í mörgum tilvik- um átta þeir sig ekki á því sem fram fer í réttarsalnum," bætti hann við. Ekkja Osbome, Diane, er þriggja barna móðir og gat ekki dulið gremju sína er kviðdómurinn greindi frá niðurstöðu sinni. Tals- maður Verkamannaflokksins í dómsmálum gagnrýndi niðurstöðu kviðdómsins og sagði hryggilegt að svona nokkuð gæti átti sér stað. Eftir að dómur gekk fengu kvið- dómendur loks að vita að Elliott hefði verið forfallinn fíkniefna- neytandi og með langan afbrota- feril að'baki. Hafði hann hlotið dóma fyrir innbrot, íkveikju og bílþjófnað. „Hvers konar réttarfar er við lýði“ sagði í stórri fyrirsögn í Daily Express. „Það er aðeins eitt orð yfír þessa niðurstöðu: glæp- samleg" sagði Daily Star. Loks sagði Daily Mail úrskurðinn vera andstyggilegan. „Ég á ekki orð af undrun og veit satt að segja ekki hvað gera ber. Með þessu erum við að kalla yfir okkur það ástand að menn ráfí um götumar með hnífa og beiti þeim ef þeim er boðinn birgurinn," sagði Frank Sole rannsóknarlögreglustjóri í London. Þjóð í uppnámi Breska þjóðin komst í uppnám í síðasta mánuði og gífurleg reiði braust út er tveir árvakrir menn í ensku þorpi vom dæmdir í fímm ára fangelsi fyrir að lúskra á meintum síbrotatáningi. Áfrýjun- arréttur minnkaði refsinguna síðar í sex mánaða fangelsi. ítalska herlið- ið flutt á brott frá Mogadishu Róm, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÍTÖLSKU hersveitirnar í Mogadishu verða fluttar til annarra svæða í Sómalíu og umdeildur yfirmaður þeirra sendur heim til Rómar, að sögn embættismanns Sameinuðu þjóðanna í gær. Beniamino Adreatta, utanríkisráðherra Ítalíu, kvaðst „hneykslaður" á þessari ákvörðun. VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKAN HJÖRUUDAKROSSAR -LEGUR cARARBRODDI ' FJÖRTÍU ÁR! FAB kúlulegur og rúllulegur TIMKEN keilulegur Eigum á lager flestar gerðir af legum og hjöruliðakrossum í bíla og vinnuvélar. legur fyrir hverskonar leiðsluvélar, iðnaðarvélar og bátagíra. Útvegum allar fáanlegar legur með hraði. Það borgar sig að nota það besta! precision hjöruliðakrossar • Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • Harður ágreiningur kom fram á yfírborðið um aðgerðir friðargæslu- liða Sameinuðu þjóðanna í Mogadis- hu að undanfömu. Beniamino Andreatta sagði að hann hefði farið þess á leit við Boutros Boutros- Ghali, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, að ítölsku hermenn- irnir yrðu fluttir norður fyrir Moga- dishu þar til deilan yrði leyst. Koffi Annan, sem fer með frið- argæslu á vegum Sameinuðu þjóð- anna í höfuðstöðvunum í New York, sagði að ítölsku hermennirnir yrðu fluttir út fyrir Mogadishu, þar sem komið hefur til átaka milli friðar- gæsluliða og stuðningsmanna sóm- alska stríðsherrans Mohammeds Farah Aideeds. Hann sagði að Bruno Loi hershöfðingi, umdeildur yfirmaður ítalska herliðsins, yrði sendur til Rómar en kvaðst ekki líta svo á að hann hefði verið rek- inn, heldur væri hér aðeins um eðli- legar tilfæringar að ræða. Loi hers- höfðingi hefur verið sakaður um að óhlýðnast skipunum frá yfir- stjórn friðargæsluliðsins og fara þess í stað eftir skigunum frá Róm. Þrír flokkar á Ítalíu, þeirra á meðal Norðursambandið, sem er'í mikilli sókn, hafa hvatt stjórnina til að kalla hermennina heim. Alþjóðanefnd Rauða krossins áætlar að 50 manns hafi beðið bana á mánudag þegar bandarískar her- þyrlur gerðu árás á höfuðstöðvar Aideeds í Mogadishu. Talsmaður bresku hjálparstofnunarinnar Björgum börnunum hvatti Samein- uðu þjóðimar til þess að einbeita sér að nýju að því að bjarga nauð- stöddum Sómölum í stað þess að eltast við Aideed.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.