Morgunblaðið - 15.07.1993, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JUU 1993
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Áfengi og einkasala
Fréttir af því að lögregla víðs
vegar um landið hafi lókað
umsvifamiklurd bruggverksmiðjum
eru farnar að verða daglegt brauð.
Þó að ávallt hafi verið bruggað á
íslandi í töluverðum mæli virðist
sem þessi iðja sé að færast í aukana.
í fyrra var 36 bruggverksmiðjum
lokað af lögreglu. Það sem af er
þessu ári hefur mun færri verk-
smiðjum verið lokað en hald lagt á
meira magn af bruggi en allt síð-
asta ár. Þróunin virðist vera í átt
til stærri og afkastameiri brugg-
verksmiðja.
í nýlegri fréttaskýringu í Morg-
unblaðinu kemur fram, að áætlað
sé að 10-20 þúsund lítrar af svo-
nefndum landa séu settir á markað-
inn í hverjum mánuði. Var haft eft-
ir lögreglumanni að þetta gæti þýtt,
að veltan á landamarkaðinum næmi
allt að 300 milljónum króna á ári.
Höskuldur Jónsson, forstjóri Áfeng-
is- og tóbaksverslunar ríkisins, seg-
ir í Morgunblaðinu í gær að hann
telji að milli 9 og 10% af því áfengi,
sem neytt sé á Islandi, talið í hrein-
um vínanda, sé framleitt í brugg-
verksmiðjum. Ef þetta sama magn
væri selt í verslunum ÁTVR myndu
skatttekjur ríkisins aúkast um
800-900 milljónir króna á ári.
Þetta eru tölur sem hljóta að
vekja menn til umhugsunar. Það er
eitthvað að, þegar myndast hefur
neðanjarðarhagkerfí fyrir áfengi
sem veltir mörg hundruð milljónum
króna á ári. Við þetta bætist að
töluverðu magni af áfengi er vafa-
laust smyglað hingað til lands á ári
hveiju. Hvorki brugg né smygl virð-
ist særa réttarvitund almennings.
Þá kaupa íslendingar að auki mikið
magn af áfengi í fríhöfnum jafnt
hér á landi sem erlendis. Sá hluti
áfengisneyslunnar, sem fer ekki í
gegnum hið opinbera einkasölu-
kerfí, er því verulegur.
Þetta ætti í sjálfu sér ekki að
koma á óvart. Áfengi hefur fylgt
manninum frá upphafi og í mann-
kynssögunni er að finna ógrynni
dæma um hve útsmogin mann-
skepnan getur verið, er kemur að
því að fara í kringum reglur, sem
eiga að hefta áfengisneyslu. Nær-
tækasta dæmið er þegar reynt var
að koma á allsheijarbanni á áfengis-
sölu í mörgum vestrænum ríkjum á
fyrstu áratugum aldarinnar. Áfleið-
ingin varð síður en svo sú að sala
á áfengi hætti heldur færðist hún í
hendur glæpamanna. í Bandaríkj-
unum til dæmis varð gróði vegna
ólöglegrar sölu á áfengi til að leggja
grunninn að umsvifamikilli skipu-
lagðri glæpastarfsemi.
Hér á landi var einnig eitthvað
um smygl og svartamarkaðsbrask
og mjög deildar meiningar um ágæti
bannlaganna. í júnímánuði 1917
sendi hópur 100 þjóðkunnra manna,
sem nefndi sig Andbanningafélagið,
frá sér áskorun, þar sem sagði
meðal annars: „Þótt áfengisnautn
hafi ef til vill minnkað eitthvað til
sveita, en þar var drykkjuskapur
þegar að mestu leyti úr sögunni,
þá hefur hann ekki minnkað í kaup-
stöðum og sjávarþorpum, en hefur
aftur á móti orðið miklu skaðlegri
heilsu manna vegna neyslu allskon-
ar ódrykkja, sem allir vita, að marg-
ir leggja sér til munns, þegar hörg-
ull verður á ómenguðu áfengi, og
allt eru það sterkustu brenndir
drykkir, sem til landsins flytjast
nú.“ Umræðan er því ekki ný af
nálinni.
Norðurlöndin hafa haft ákveðna
sérstöðu í Evrópu þegar kemur að
sölu á áfengi allt frá því að áfengis-
sölubanni var aflétt á þriðja áratug
aldarinnar. Hér hefur verið byggt
upp ríkisrekið einkasölukerfí með
það að markmiði annars vegar að
draga úr áfengisneyslu en hins veg-
ar hámarka tekjur ríkisins af þess-
ari sömu neyslu. í ljósi reynsiunnar
má hins vegar spyija hvort rökin
fýrir einkasölu séu að veikjast. Hös-
kuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR,
hefur bent á, að þótt áfengisverð
sé hækkað hafí það ekki endilega í
för með sér að neysla á áfengi drag-
ist saman. Það Ieiði ekki síst til
þess að fólk leiti ódýrari lausna.
„Það er ekki alveg gefið, að menn
drekki minna, heldur reyna þeir að
ná í svipað magn fyrir minni pen-
ing,“ segir Höskuldur. Þetta er ein-
mitt það sem virðist vera að gerast
nú.
Staðan er áþekk annars staðar á
Norðurlöndunum þó að þar hafi
menn brugðist við nánari tengslum
við önnur ríki með því að lækka
verð á áfengi töluvert upp á síðkast-
ið. Svíar, Norðmenn og Finnar
leggja allir mikla áherslu á það, í
aðildarviðræðum sínum við Evrópu-
bandalagið, að fá að viðhalda einka-
sölu á áfengi. Það virðist hins vegar
ætla að verða torsótt. Fram-
kvæmdastjóm EB hefur lýst því
yfir að einkasala stríði gegn ákvæð-
um Rómarsáttmálans, stofnsátt-
mála bandalagsins, um samkeppni.
Þá hafa þau rök verið dregin stór-
Iega f efa af hálfu bandalagsins að
einkasala sé réttlætanleg út frá
heilbrigðisjónarmiðum. Segir
bandalagið ekkert benda til þess að
einkasala hafi orðið til að minnka
áfengisneyslu. Þvert á móti hefur
EB bent á nýlega sænska könnun
þar sem fram kemur að rúmlega
40% af því áfengi sem Svíar neyta
koma ekki úr hinni ríkisreknu einka-
sölu heldur eru keypt í fríhöfnum
eða frá bruggurum og smyglurum.
Ríkisrekin sölustarfsemi heyrir
sögunni til á flestum sviðum. Það
er því orðið tímabært að ræða á
opinskáan og fordómalausan hátt
hvort til greina komi að afnema þá
einokun sem hingað til hefur verið
við lýði í áfengissölu á íslandi. Ef
öðrum en ríkinu yrði leyft að selja
áfengi yrði sú saia auðvitað að lúta
ströngum reglum og hörðu eftirliti.
Þá má spyija hvort gengið hafi
verið of langt f því að hækka verð
á áfengi úr því að jafn stór hluti
áfengisneyslunnar og raun ber vitni
fer í gegnum óopinberar leiðir. Með
þessu er ekki verið að hvetja til
aukinnar áfengisneyslu. Þvert á
móti. Neyslan er þegar til staðar
þó að hún komi ekki íram í opinber-
um tölum. Raunhæft verð yrði því
fyrst og fremst til að gera neysluna
opinbera og tryggja að hún sé háð
eðlilegu eftirliti og að af henni séu
greidd tilskilin opinber gjöld. Ef
sýna má fram á með rökum að
núverandi kerfí uppfyllir ekki þau
markmið sem réttlæta tilveru þess
ber að breyta kerfinu.
' * J*-'' -
<Tí , a 5' &
■
Á slysstað
MYND Morgunblaðsins með fréttinni í gærdag af hinu alvarlega slysi.
Drengurinn á batavegi eftir slysið við smábátahöfnina í Kópavogi
Báturinn er ekki
skoðunarskyldur
SLYSIÐ sem varð við smábátahöfnina í Kópavogi á þriðjudag, er 9 ára
drengur lenti í skrúfu hraðbáts á siglinganámskeiði hjá siglingaklúbbn-
um Ymi, hefur vakið umræðu um öryggismál á slíkum námskeiðum.
Sjö börn voru um borð í bátnum ásamt leiðbeinanda. Báturinn er ekki
skoðunarskyldur og ekki eru til sérstakar reglur um starfsemi sem
þessa. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hefur ákveðið að endur-
skoða sérstaklega öryggismál varðandi alla starfsemi sína í ljósi þessa
máls. Drengurinn mun vera á batavegi og líðan hans eftir atvikum góð.
Að sögn formanns Siglingaklúbbs-
ins Ýmis í Kópavogi, Hjördísar Andr-
ésdóttur, er fyllstu öryggiskröfum
framfylgt á öllum kennslu- og æfing-
arsiglingum þar. Hún sagði að þeir
þrír aðilar sém annast kennslu í sjó-
mennsku fyrir klúbbinn séu allir van-
ir starfsmenn og beri hún fyllsta
traust til þeirra. Hjördís sagði að það
væri brýnt fyrir bömunum að þau
héldu sér og hreyfðu sig ekki til í
bátunum meðan þeir væru á ferð.
Slysið á þriðjudag hefði verið óhapp
sem orið hefði þrátt fyrir að farið
hefði verið eftir öryggisreglum í hvl-
vetna.
„Mér sýnast þessi mál hvergi nærri
í lagi,“ sagði Svanhvít Ingólfsdóttir
hjá lögreglunni í Kópavogi í samtali
við Morgunblaðið. „Vegna þess að
báturinn er undir 6 metrum virðast
engar sérstakar reglur gilda um hann
eða kennsluna sem þarna fer fram.
Þá hlýtur það að teljast gáleysi að
engin handföng eða handfesta er
framantil í bátnum. því slíku væri
auðvelt að koma fyrir.“ Hún benti
einnig á að hlíf umhverfís skrúfuna
hefði getað dregið úr hættunni.
Ekki skoðunarskyldur
Að sögn Benedikts Guðmundsson-
ar siglingamálastjóra eru bátar und-
' ir 6 metrum ekki_ skoðaðir af Sigl-
ingamálastofnun. í lögum um skipa-
skoðun frá 30. apríl 1993 segir að
eftirlit skuli hafa með öllum skipum
lengri en sex metrar, svo og öllum
farþegaskipum. Benedikt sagði að
lögin hefðu verið túlkuð þannig að
bátar sem þessir teljist ekki til far-
þegaskipa og starfsemi sem þessi
því utan starfssviðs Siglingamála-
stofnunar. Hann sagði að atburður-
inn vekti menn að sjálfsögðu til
umhugsunar. Gera yrði kröfur um
búnað og hæfni þeirra sem fengjust
við kennslu af þessu tagi og óeðli-
legt virtist að starfsemi sem þessi
væri óháð öllum reglugerðum um
öryggismál. Benedikt sagði að slysið
væri í rannsókn hjá Siglingamála-
stofnun og yrði áliti skilað að henni
lokinni.
Áhersla á öryggismál
Sigríður Ólafsdóttir hefur kennt
hjá siglingaklúbbnum Ými í 8 ár.
Hún sagði að ekki væru til skráðar
öryggisreglur um kennsluna um borð
í bátunum en áhersla væri lögð á
öryggismál og börnin ávallt höfð í
björgunarvestum. Sigríður sagði að
hJíf sem var fremst á bátnum, sem
slysið varð á, hefði verið tekin af
vegna viðgerða og ekki sett á aftur.
Hún sagði að það væri vinnuregla
að börnin væru ekki í stafni bátanna
þegar þeir væru á ferð og þess vegna
hefði ekki verið komið þar fyrir hand-
föngum eða annarri handfestu.
Endurskoða öryggisreglur
„Við höfum afráðið að fara yfir
allar öryggisreglur varðandi nám-
skeiðahald og æfíngar hjá okkur í
ljósi þessa atburðar," sagði Jónas
Kristjánsson hjá íþrótta-.og tóm-
stundaráði Reykjavíkurborgar. Hann
sagði að slysið væri alvarleg áminn-
ing um að sífelit þyrfti að kanna hlut-
ina að nýju og gera betur, ekki að-
eins í sambandi við kennslu á sjó
heldur alla starfsemi á vegum
íþrótta- og tómstundaráðs. Regluleg-
ir fundir væru í starfshópum um ör-
yggismál og reynt að bæta úr jafn-
óðum og eitthvað kæmi upp.
„Báturinn sem slysið var á í Kópa-
vogi á þriðjudag var ekki skoðunar-
skyldur og starfsemin utan reglu-
gerða, það sem gerist virðist því á
ábyrgð þess sem bátnum stýrir. Mér
finnst það lélegt að þeir sem eiga að
setja reglumar geti fríað sig frá
ábyrgð sinni með svo auðveldum
hætti. Það ættu að vera til reglur um
starfsemi sem þessa,“ sagði Jónas.
*
Skýrsla OECD um umhverfismál á Islandi
Veiðleyfagjald til
hafrannsókna og
mengunarvarna
ÖSSUR Skarphéðinsson umhverfisráðherra kynnti í gær skýrslu Efna-
hagssamvinnu- og þróunarstofnunarinnar, OECD, um stöðu og fram-
kvæmd umhverfismála á Islandi. OECD virðist svo að þótt fiskveiði-
stjórnun íslendinga hafa náð megintilgangi sínum megi enn bæta hana.
Huga þurfi að erfiðleikum sjávarútvegsins við að laga sig að breyttum
aðstæðum og neikvæðum áhrifum kvótakerfisins. „Gjald sem fæst fyr-
ir veiðileyfi og kvóta rnætti nota í auknum mæli til að fjármagna ha-
frannsóknir til að styðja þjóðfélagshópa og sveitarfélög sem bera skarð-
an hlut frá borði til að laga sig að breyttum aðstæður,“ segir í niður-
stöðum skýrslunnar.
Umhverfisráðherra, Össur Skarp-
héðinsson, boðaði fréttmenn til fund-
ar í gær í garðskála Grasagarðins í
Laugardal. Þar var kynnt skýrsla
OECD um mat og stöðu og fram-
kvæmd umhverfismála á íslandi.
OECD hefur ákveðið að vinna skýrsl-
ur um framkvæmd þessara mála í
aðildarlöndum og eru ísland og
Þýskaland fyrstu löndin sem samtök-
in athuga. Skýrslan er unnin af sér-
fræðingum frá Kanada, Noregi og
Sviss í samstarfi við starfsmenn
umhverfisráðuneytis.
Umhverfisvöktun
Umhverfisráðherra vakti athygli á
ýmsu sem fram kæmi í skýrslunni.
Það væri sérstaklega jákvætt að
vatnsmengun væri sáralítil en hins
vegar væri bent á að einungis 6%
landsmanna nytu enn þjónustu
skolphreinsistöðva. Landsmenn
veittu ennþá óhreinsuðu skolpi í haf-
ið og rannsaka þyrfti áhrif þessa á
strandsjóinn. Höfundar skýrslunnar
leggðu mikla áherslu á hversu
óheillavænlegar afleiðingar umtals-
verð mengun gæti haft fyrir fiskút-
flutning okkar, eða jafnvel einungis
grunur um mengun. Það væri því
ljóst að Islendingar yrðu að vera vel
á verði í sinni „umhverfisvöktun",
þ.e. að fylgjast með menguninni og
snúast til varnar í tíma. Ossur taldi
þarft að vekja athygli á þessu því
að honum og fleirum þætti á stund-
um að skilningur fjárveitingavalds
og þeirra sem yfir fé réðu, væri ekki
nægjanlegur. í skýrslunni eru íslend-
ingar hvattir til að taka upp um-
hverfísvæna búskaparhætti í ríkara
mæli. T.a.m. talin mikil þörf á því
að stemma stigu við gríðarlegri fjölg-
un hrossa.
Sumtjákvætt
Össuri var þó gleðiefni að benda
á að skýrsluhöfundar teldu tnargt
jákvætt hér á landi, t.d. að við hefð-
um dregið úr styrkveitingum til að
ræsa fram mýrar, og Island fengi
jákvæða umsögn fyrir ýmsar stjórn-
valdsaðgerðir, t.d. gjald á einnota
plastpoka. Össur vakti einnig at-
hygli á því að vikið væri að fískveiði-
stjóminni og m.a. hvatt til þess að
skattlagning kvóta eða afla yrði at-
huguð hugsanlega í tengslum við
lækkun á öðrum álögum. „Með því
móti gæti stjómunarkerfi fískveiða
staðið undir sér í auknum mæli,
meira fjármagn fengist til rannsókna
á lífríki sjávar og til varnaraðgerða
gegn mengun í sjó,“ segir m.a. í
skýrslunni.
-----»■■ ♦ ♦-
Tíu manns í bíl-
veltu í Álftafirði
Þrennt á
slysadeild
STÓR tíu manna bíll, fullur af
fólki, valt í Álftafirði í gærmorgun
um 25 km suður af Djúpavogi.
Þrennt slasaðist í veltunni og var
flutt á heilsugæslusstöðina á Höfn
í Hornafirði. Meiðsli fólksins
munu ekki alvarleg.
Að sögn lögreglunnar á Fáskrúðs-
firði er talið að sprungið hafí á öðm
framhjóli bílsins og við það hafi öku-
maður misst stjórn á honum þannig
að bíllinn valt niður í skurð. Tilkynnt
var um slysið um kl. 11 um morgun-
inn og var þrennt, ein kona og tveir
drengir, flutt á sjúkrahús en hinir
sjö farþegamir sluppu með skrámur.
Meiðli þeirra þriggja sem flutt vom
til Hafnar munu þó ekki alvarleg.
Bíllinn er talinn ónýtur eftir óhappið.
70 króna munur á ódýr-
asta og dýrasta ísnum
ÞAÐ fylgir gjarnan sumarblíð-
unni að fá sér ís. Ekki skemmir
að hægt er að fá ýmis konar góð-
gæti með ísnum svo sem hrískúl-
ur, hnetur og lakkrísbita, svo eitt-
hvað sé nefnt. Verð á ísnum er
hins vegar verulega mismunandi
eins og blaðamaður Morgunblaðs-
ins komst að er gerð var lausleg
verðkönnun í nokkrum ísbúðum í
bænum. Is með dýfu fyrir hjón
með þijú börn getur kostað frá
350 krónum ef miðað er við ódýr-
asta ísinn og upp í 685 krónur þar
sem verðið er hæst.
I þessari könnun kom I Ijós að
mikill munur getur verið á lægsta
og hæsta verði á stórum ís í brauð-
formi með dýfu. Ódýrasti ísinn kost-
ar 100 krónur í Isbúðinni við Lauga-
læk, og er hann frá Rjómaísgerð-
inni, en dýrasti 170 krónur bæði í
íshöllinni í Skalla í Lækjargötu og
í Dairy Queen í Aðalstræti og á báð-
É) ís með dýfu Ýffl venju- barna- \) legur kr. ís kr.
1 Bónus ís 109 691
PÓIÍS 110 75
j Dairv Queen 170 1101
íshöllin á Skalla 170 115
1 ísbúðin í Álfheimum 105 701
Skalli í Laugalæk 110 75
I ísbúðin Lauaalæk 100 501
um stöðum er um að ræða Emmess-
ís. Þetta er 70% verðmunur.
í ísbúðinni við Álfheima er boðið
upp á tvær stærðir af ís, fyrir utan
barnaís, og er miðstærð þar svipuð
hefðbundinni stærð annars staðar.
Þar kostar miðstærðin 105 krónur
sem er næstlægsta verð, sem fannst
og selur verslunin Kjörís. Þá kemur
Bónusís í Ármúla. Þar kostar ísinn
109 krónur og er það einnig ís frá
Kjörís.
Pólís í Skipholti selur ísinn frá
Kjörís á 110 krónur og í Skalla í
Laugalæk kostar Emmessís með
dýfu einnig 110 krónur.
Barnaís
Barnaís með dýfu er einnig ódýr-
astur í Isbúðinni í Laugalæk og kost-
ar þar 50 krónur. Þá kostar hann
69 krónur í Bónusís. í ísbúðinni í
Álfheimum er hann á 70 krónur og
á Skalla í Laugalæk og Pólís kostar
hann 75 krónur. í Dairy Queen ís-
búðinni kostar sambærilegur ís 110
krónur, en í íshöllinni í Skalla kostar
hann 115 krónur. Verðmunur á ódýr-
asta og dýrasta barnaísnum er því
65 krónur.
Minni álagning
Helga Friðriksdóttir, verslunar-
Morgunblaðið/Þorkell
Ódýr ís
HELGA Friðriksdóttir í ísbúðinni
í Laugalæk selur ódýran ís og
segir að álagning fyrirtækisins
hafi verið minnkuð til að lækka
verð.
stjóri ísbúðarinnar í Laugalæk, segir
að álagning sé almennt of há á ís.
Hins vegar hafi ísbúðin minnkað
álagningu sína og selji því ódýrari
ís en oft. gerist og gengur.
Hilmir Sigurðsson, eigandi ísbúð-
arinnar I Álfheimum, segist ekki
hafa hækkað verðið í versluninni
sinni í um tvö ár og ástæðan fýrir
því að hann selji ís í ódýrara lagi
sé að hann sætti sig hreinlega við
minni álagningu.
Morgunblaðið/Þorkell
Minnisvarði um Odd Ólafsson
BJÖRN Ástmundsson, forstjóri Reykjalundar, Ragnheiður Jóhannes-
dóttir ekkja Odds Olafssonar yfirlæknis og Haukur Þórðarson yfir-
læknir á Reykjalundi við minnisvarða um Odd, sem Ragnheiður
afhjúpaði í gær. Minnisvarðinn, Lífsnautn, er eftir Sigurjón Ólafs-
son myndhöggvara. Sigurjón dvaldist um tíma á Reykjalundi og
þar hóf hann listsköpun í málmi.
Löndun á Þórshöfn
140 tonn af
ísfiski úr
Barentshafi
Þórshöfn
ÁFRAMHALD er á kaupum frysti-
húsanna á Norð-austurlandi á ís-
fiski úr Barentshafi. Síðastliðinn
sunnudag kom hingað MS Atlantic
Margaret, færeyskt skip, skráð í
dóminíkanska lýðveldinu, og hófst
löndun á 140 tonnum af þorski á
Þórshöfn á þriðjudag.
Sem fyrr eru það frystihúsin frá
Húsavík til Vopnafjarðar, sem kaupa
aflann og er honum ekið á milli. Fisk-
urinn, sem er vænn, er flakaður á
Bandaríkjamarkað og er hann uninn
eins í öllum frystihúsunum fjórum.
Hér eru menn brattir á meðan
mikil vinna er í frystihúsinu en það
er stærsti atvinnurekandinn á svæð-
inu. Ný flæðilína er í húsinu sem
eykur afkastagetu þess og gæði físks-
ins. Heimamenn munu standa saman
að því að áframhald verði á kaupum
á erlendu hráefni og hér verða menn
ekki ánægðir ef stoðum verður kippt
undan þessum kaupum á fiski úr
Barentshafi. - L.S.
♦ ■ ♦ ♦
Eldur laus í
Alfheimum
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var
kallað út að blokk í Álfheimum í
gærmorgun en þá lagði mikinn
reyk út úr einni íbúðinni. Móðir
og þrjú börn höfðu verið inni í
ibúðinni er elds varð vart en öll
komust þau út.
Að sögn slökkviliðsins var lítill eld-
ur í íbúðinni en kveiknaði hafði í út
frá mat á eldavél. Börnin voru flutt
á slysadeild til skoðunar en ekkert
reyndist ama að þeim.
Sumarferð Landsmálafélagsins Varðar
Farið verður norður um
Kjöl o g að Blönduvirkjun
SUMARFERÐ Landsmálafélagsins
Varðar verður farin næstkomandi
laugardag. Farið verður norður um
Kjöl að Blönduvirkjun og síðan
suður til Reykjavíkur eftir þjóðvegi
nr. 1. Áð verður að Gullfossi, á
Hveravöllum og við Blönduvirkjun
og flytja þeir Davið Oddsson for-
sætisráðherra og Markús Öm Ant-
onsson borgarstjóri ávörp.
Aðalfararstjóri í sumarferðinni
verður Höskuldur Jónsson, forseti
Ferðafélags íslands. Hann sagði í
samtali við Morgunblaðið, að farið
yrði af stað klukkan 7.45 að morgni,
enda væri leiðin löng og því mikilvægt
að halda stundvíslega af stað. Haldið
verði frá Valhöll að Háaleitisbraut og
ekið sem leið liggur austur að Gull-
fossi. Þar verði áð og skoðaðar þær
framkvæmdir sem Ferðamálaráð og
Náttúruvemdarráð hefðu unnið að til
að bæta ^ðstöðu ferðamanna. Þar
myndi Markús Öm Antonsson borgar-
sljóri einnig ávarpa ferðafólkið.
Fjallasýn skoðuð og sagnir
rifjaðar upp
Höskuldur segir að búast megi við
að staldrað verði við hjá Gullfossi í
um hálfa klukkustund. Þaðan verði
síðan haldið til Hveravalla og fjalla-
hringurinn skoðaður á leiðinni. Víða
sjáist vel til fjalla, vatna og jökla,
ekki síst af Bláfellshálsi. Þegar komið
sé austur fyrir Hvítá verði kominn
tími til að rifja upp ýmsar sagnir af
Kjalarsvæðinu. Þær séu fjölskrúðug-
ar, og megi nefna þá trú sumra, að
reimt sé í skála Ferðafélagsins í Hvít-
ámesi. Einnig verði minnst á sögu
svæðisins, en þar hafí farið um her-
flokkar á Sturlungaöld, útilegumenn
hafí búið þar og ýmsir mannskaðar
orðið. Allir þekki til dæmis söguna
Áð við Gullfoss
ÁÐ VERÐUR við Gullfoss og meðal annars skoðaðar þær framkvæmd-
ir, sem Ferðamálaráð og Náttúruverndarráð hafa unnið að til að
bæta aðstöðu ferðamanna þar.
um örlög Reynistaðabræðra, sem
þama bám beinin.
Ávarp forsætisráðherra á
Hveravöllum
Að sögn Höskuldar er gert ráð fyr-
ir að snæddur verði hádegisverður á
Hveravöllum. Það verði hverasvæðið
skoðað, sem og minjar um vem Fjalla-
Eyvindar og Höllu, og Davíð Oddsson
forsætisráðherra muni flytja ávarþ
sitt.
Næsti áfangastaður ferðarinnar
verður Blönduvirkjun. Höskuldur seg-
ir að tækifæri gefíst til þess að skoða
stöðvarhúsið, sem sé undrastórt, en
þó aðeins brot af þeirri miklu mann-
virkjagerð, sem fram hafí farið í
tengslum við gerð virkjunarinnar.
Minnast megi þess, að vatnasvið henn-
ar nái yfir 1.520 ferkílómetra og stífl-
ur rísi í allt að 44 metra hæð. Veitu-
skurðir séu á annan tug kílómetra að
lengd.
Húnvetningar bætast í hópinn
Leið Varðarfélaga mun að þessu
loknu liggja eftir þjóðveginum vestur
Húnavatnssýslu. Höskuldur segir að
þar muni Húnvetningar bætast í hóp-
inn til að greina frá staðháttum og
mannlífi í héraðinu. Hann segir að
það hafi jafnan verið til gildisauka
hverri ferð Varðar þegar heimamenn
komi til liðs við ferðafólkið. Húnvetn-
ingar verði hins vegar kvaddir við Brú
og eftir það muni för verða hraðað
til Reykjavíkur. Áætlað sé að komið
verði þangað um klukkan 23 um
kvöldið.
Höskuldur Jónsson sagðist að lok-
um vilja leggja áherslu á, að nauðsyn-
legt væri fyrir þátttakendur að hafa
með sér nægt nesti til dagsins og vera
í hlýjum, skjólgóðum fötum og góðum
skóm. Þá væri ástæða til að hvetja
fólk til fararinnar, enda væri hér far-
ið um stórt svæði, sem bæði byggi
yfír mikilli náttúrufegurð og athyglis-
verðri sögu.