Morgunblaðið - 15.07.1993, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.07.1993, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JUU 1993 29 Vonin felst í sáttargjörð Munib Younan frá luthersku kirkj- unni í Palestínu segir kirkjuna vinna mikið hjálpar- og skólastarf KRISTIN kirkja í Palestínu vinnur að sáttargjörð ólíkra kynþátta og trúarbragða. Kirkjan stundar viðamikið líknar- og skólastarf meðal þurfandi Palestínuaraba. Nýlega heimsótti Island séra Munib Younan, lútherskur prestur í Ramallah, skammt frá Jerúsal- em. Séra Younan er í stjórn Lútherska heimssambandsins og situr í kirkjuráði Mið-Austurlanda. Meðal erinda séra Younans hingað til lands var að leita stuðnings Þjóðkirkjunnar og Hjálparstofnun- ar kirkjunnar við mannúðarstarfið í Palestínu. „Kristnir menn hafa búið við botn Miðjarðarhafsins allt frá frumkristni. Arabar eru nefndir í Postulasögunni á meðal þeirra sem tóku við heilögum anda á hvíta- sunnudag forðum,“ segir séra Yo- unan. Flestir arabar aðhyllast isl- am, en hvernig er að vera kristinn meðal múslimskra araba? „Kristnir Palestínuarabar eru minnihluti meðal minnihluta, en hafa þó ekki neina minnimáttarkennd,“ segir séra Younan. „Við erum súrdeig og eigum að sýra mjölið, iíkt og Jesús Kristur sagði. Við höfum hlutverki að gegna í þjóðfélagi okkar og erum hluti samfélagsins." Helstu kirkjudeildir kristinna í Palestínu eru kaþólska kirkjan, gríska rétttrúnaðarkirkjan, aust- urlenska kirkjan og evangelískar kirkjur. Lútherska kirkjan í Palest- ínu telur um 2.000 meðlimi og rekur mjög umfangsmikið starf. A vegum kirkjunnar er skóli fyrir tæplega 3.000 palestínska nem- endur sem tekur við nemendum án tillits til trúar eða uppruna. í skólanum er veitt almenn menntun á grunnskólastigi og biblíufræðsla, hjálparstofnanir og einstaklingar greiða skólagjöld fátækra nem- enda. Séra Younan segir menntun þjóðar sinnar mikilvæga og ekki síður siðferðilega fræðsla, sem lögð er áhersla á í skólanum. Auk almennrar kennslu innrætir skól- inn nemendum sínum umburðar- lyndi og kennir þeim að umgang- ast annað fólk sem jafningja, jafn- vel þótt það sé af öðrum uppruna, hafi aðrar skoðanir eða aðra trú. Kirkjan rekur einnig viðamikið líknarstarf, meðal annars matar- gjafir til aldraðra í Ramallah. „Við hjálpum öllum sem eru í þörf. Til dæmis er enginn matarþega í lút- herska söfnuðinum. Þeir eru mú- slimar og úr öðrum kristnum kirkj- um,“ segir séra Younan. „Það er ekki gerður greinarmunur á fólki eftir uppruna eða trúarbrögðum.“ Kirkjan í Palestínu hefur notið stuðnings frá Norðurlöndum og Þýskalandi, en hin síðari ár hafa þær kirkjur í auknum mæli beint hjálparstarfi sínu til Austur-Evr- ópu og gengi norrænna gjaldmiðla hefur lækkað. Þarfirnar í Palestínu hafa þó síður en svo minnkað. Meðal erinda séra Younans hér á landi var einmitt að leita eftir stuðningi Hjálparstofnunar kirkj- unnar við líknar- og skólastarf Morgunblaðið/Sverrir Séra Munib Younan heimsótti forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, meðan harin dvaldi hér á landi. Lúthersku kirkjunnar í Palestínu. Heimabær séra Younans, Ram- allah á Vesturbakka Jórdanár, hefur oft verið í fréttum vegna uppþota og óeirða. „Pólitískt ástand er mjög erfitt í Palestínu,“ segir séra Younan. „Jerúsalem er einangruð frá Vesturbakka Jórd- anar og við þurfum sérstakt leyfi til að heimsækja borgina. Þar er miðstöð athafnalífsins, helstu heil- brigðisstofnanir og menntastofn- anir að ekki sé minnst á helga staði.“ Jerúsalem er heilög borg þriggja eingyðistrúarbragða, krist- indóms, gyðingdóms og islam. — Hvert er hlutverk kirkjunnar í landi þar sem hatur og óvild virð- ist hafa fest svo djúpar rætur? „Hlutverk okkar er að byggja brýr milli manna,“ segir séra Yo- unan. „Við sem kirkja biðjum þess að þjóðirnar tvær fái búið saman og að eingyðistrúarbrögðin þrjú geti einnig búið saman í sátt og réttlæti. Sem kristin kirkja erum við á móti ofbeldi og vinnum að friðsamlegum lausnum." Fulltrúar trúarbragðanna þriggja hafa tvisv- ar hist til samræðna, fyrst í Sví- þjóð og nú síðast í Sviss. Séra Younan bindur einnig vonir við friðarviðræðurnar sem staðið hafa milli Palestínumanna og Israela þótt árangur háfi ekki sýnt sig til þessa. En séra Younan dregur ekki dul á að ástandið sé óviðun- andi og erfitt að búa við langvar- andi óréttlæti. Séra Younan segist geta talað um vandamálin í ísraei á opinská- an hátt úr ræðustóli kirkjunnar. Hann leggur mikla áherslu á þátt sáttar og fyrirgefningar í boðskap sínum. „Ég þrái að sjá hringrás illskunnar enda, að hatrið hverfi. Að allir íbúarnir læri að lifa í sátt og samlyndi. Það er ekki auðvelt að fyrirgefa, því hatrið stendur svo djúpt, en við vinnum að sáttar- gjörð og hún getur farið fram. Þetta er mín framtíðarsýn. Fyrir- gefningin fylgir svo í kjölfar sátt- argjörðarinnar. Við verðum að læra að lifa saman í sátt á þessu landsvæði, það er engin önnur lausn til. Meirihluti fólks á þessu svæði viil farsæla og friðsæla lausn á vandamálunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. Samt er margt að ótt- ast og ég er hræddur um að póli- tísk vandamál kunni alveg eins að vaxa í framtíðinni. Það eru til öfga- menn með öfgaskoðanir bæði í ísrael, á íslandi og meðal Palest- ínumanna. Oft njóta þeir athygli fjölmiðla, en meirihlutinn er á ann- arri skoðun. Fyrirgefningin og kærleikurinn megna ein að bæta ástandið." — En hvað um framtíð Palest- ínuþjóðarinnar, sem búið hefur á hernumdu svæði áratugum saman? „Þjóð mín hefur gengið um hríð veg þjáningarinnar, Via Dolorosa, en við vitum að þeirri göngu lýkur með upprisu. Þjóð mín mun rísa upp.“ ____________Brids____________________ Arnór Ragnarsson Mánudaginn 5. júlí mættu 50 pör til leiks í Sumarbrids. Spilaður var tölvureiknaður Mitchell með tölvugefnum spilum. Miðlungur var 420. Efstu pör voru: Norður/Suður: Dúa Ólafsdóttir - Eggert Bergsson 474 Ragnar Hermannsson - Matthías Þorvaldsson 472 Erla Siguijónsdóttir - Sigurður Siguijónsson 470 Hjördís Eyþórsdóttir - Lindsay Scandrett 458 Austur/Vestur: Erlendur Jónsson - Jón Viðar Jónmundsson 502 Þórður Sigurðsson - Valtýr Pálsson 488 Siguijón Harðarson - Óðinn Þórarinsson 487 Árnína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 47 Þriðjudaginn 6. júlí mættu 34 pör til leiks. Spiluð voru 30 spil og miðlungur var 420. Efstu pör voru: Norður/Suður: Guðmundur Eiríksson - Bjöm Theodórsson 570 Jón Steinar Ingólfsson - Sigurleifur Guðjónsson 510 Jón Ingólfsson - Aron Þorfinnsson 476 Austur/Vestur: Ragnheiður Nielsen - Helgi Samúelsson 509 Guðlaugur Sveinsson - Lárus Hermannsson 498 Sigfús Þórðarson - Þórður Sigurðsson 490 Miðvikudaginn 7. júlí mættu 40 pör. Spilaður var tölvureiknaður Mitchell. Meðalskor var 420. Efstu pör: Norður/Suðun ÞórðurBjömsson-KjartanJóhannsson 521 Alfreð Kristjánsson - Gylfí Guðnason 489 Þórður Sigurðsson - V^týr Pálsson 475 Austur/Vestur: Guðmundur Páll Amarss. - SverrirÁrmannsson534 Hermann Friðriksson - Vignir Hauksson 516 Oskar Karlsson - Þórir Leifsson 490 TÆLENSKUR MATUR TÆLENSKT UMHVERFI Sumarbridge er spilaður alla daga nema laugardaga og byijar stundvíslega kl. 19.00. Allir spilar- ar eru velkomnir. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' gtóum Moggans! Sumarútsalan hefst í dag Allt að afsláttur s 'W ■ IZITÍ’ Kringlunni, sími 689811 & Hverafold, sími 676511 j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.