Morgunblaðið - 15.07.1993, Síða 31

Morgunblaðið - 15.07.1993, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JULI 1993 31 Skapti Askelsson skipasmíðameistari það voru allir með. Gott væri ef þetta lifði áfram; en þá dugir ekki vílmóður eins og nú heyrist í landi, það dugir ekki. Skapti Áskelsson var vörpulegur maður og vasklegur í framgöngu og kippti þannig í kyn móður- frænda. Hann var úr hópi átta systkina sem upp komust. Faðir hans var Áskell Hannesson, smiður og bóndi, móðir Skapta Laufey Jó- hannsdóttir frá Skarði í Dalsmynni. Þau bjuggu í Austari-Krókum á Flateyjardalsheiði, föðurleifð Áskels. Jóhann Bessason á Skarði, afi Skapta, var smiður mikill bæði á tré og járn og þekktur að atgervi og fyrir afls sakir - og eru sögur af honum, bæði hjá Theodór Frið- rikssyni og í Öldinni okkar (Óðni 1907), en verkin standa svo sem Laufásbær, Laufáskirkja og vatns- veitan á Skarði þar sem vatnið rann uppímóti - sýndist fólkinu. Bessi gamli bjó í Skógum í Fnjóskadal, faðir hans var Eiríkur sterki á Steinkirkju, þaðan Steinkirkjuætt. Móðir Laufeyjar, kona Jóhanns, var Sigurlaug dóttir Einars Bjarnason- ar frá Fellsseli, þaðan er Fellssels- ætt. Eru kynkvistir af þessum meiði fjölmennir orðnir bæði nyrðra og syðra. Áskell faðir Skapta var enn smið- ur og sagður gáfumaður, hann var þriðji maður frá Kristjáni á Illuga- stöðum. Hólmfríður móðir Áskels átti ættir um Ljósavatnsskarð og vestur í Svarfaðardal að Sælu. Laufey móðir Skapta var mæt kona, hún varð ekki langlíf. Áskell og Laufey fluttu að Skuggabjörgum í Dalsmynni, síðar að Fagraskógi og Svínárnesi. Eftir dauða Laufeyjar er flutt til Grenivíkur, þar var þorp að verða til. Systkin Skapta voru: Bjarni elst- ur, sjómaður frá -Grenivík, traustur maður og kímniríkur, vísnamaður; Jóhannes, merkur jarðfræðingur, lengi kennari við Menntaskólann í Reykjavík; Þorbjörn, útgerðarmað- ur, afbragð manna; Brynhildur, varð ekki langlíf og mörgum eftir- sjá að; Egill, kennari og bóndi, traustur maður. Eftir lifa Þórir, seglagerðarmaður á Akureyri, öðl- ingur, og Stefanía yngst, drengur góður. Skapti átti hina ágætustu konu, Guðfinnu Hallgrímsdóttur frá Glúmsstöðum í Fljótsdal, hún lést 1979. Þau áttu tvo sonu, Hallgrím sem nú er forstjóri fyrir Skipa- smíðastöðinni Vör hf. og Brynjar skipaverkfræðing á Akureyri, þar eru tveir góðir kynkvistir Skapta á heimaslóð. Hjá Hallgrími og konu hans Hebu Ásgrímsdóttur átti Skapti gott skjól í elli sinni. Og nú er gamli burðarásinn fallinn, sá sem mest lék um hér á árum áður - hann var talsvert fyrirferðarmikill, því er ekki að neita, og verður sjálf- sagt líka handan Iandamæranna. Skapti var ungur tekinn í fóstur að Skarði, þar sem þá bjó móður- kyn hans. Það hafði komið upp kíg- hósti fyrir norðan, drengurinn skyldi vera þar einhverjar vikur. Og ílentist svo þar. Heimilið á Skarði var stórt í sniðum, þótt afinn væri fallinn, gamli Jóhann Bessa- son. Við búinu tók Jón sonur hans, Jón á Skarði, og þar ólst Skapti upp að hálfu. Handan við ána bjuggu þá foreldrar hans, á Skuggabjörgum. Á Skarði fékk Skapti hið besta atlæti. - Á efri árum byggði hann sér sumarbústað efst í Skarðsgili. Sterkar eru rætur í Skarðsskógi. - Bragi Siguijónsson rithöfundur og bankastjóri reit ævi- sögu Skapta fyrir nokkrum árum. Þar segir Skapti frá uppvexti sínum bæði á Skarði og á Skuggabjörgum; þar voru þeir geitasmalar Skapti og Egill bræður, þá var geitabú- skapur eðlileg framfærsla. Sjálfur sá ég ungur hversu vel fór saman fólkið og landið og sagan - og niður Fnjóskár og niður aldanna - hversu vel fólkið fór landinu. Líkt og um Skapta þá ílentust á Skarði margir sem aðstoðar þurftu við - þetta var tryggingakerfi þess tíma, og er falleg saga: allir kom- ust þar til nokkurs þroska. Skapti var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir störf sín. Með föllnum verkmanni þá eiga vel við minningarorð um afa hans Jóhann gamla Bessason sem Ingólfur læknir Gíslason sagði: Nú verða einhverjir aðrir á undan að ganga. Guð veiti bjargráð og blessun byggðinni minni. Valgarður Egilsson. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGVARS GUÐFINNSSONAR fyrrverandi bryta, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 16. júlí kl. 10.30. Steinunn Ingvarsdóttir, Sverrir Halldórsson, Gunnar Ingvarsson, Jófríður Guðjónsdóttir, Hólmfríður Ingvarsdóttir, Stefán Björnsson, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Einar Grétar Björnsson, Anna Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Viðgerðir á Hofskirkju AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið yfir töluverðar viðgerðir á Hofskirkju í Öræfum, en hún er eins og kunnugt er ein af fáum torfkirkjum land- isns. Voru veggir og kampar hlaðnir upp að hluta og burðargrind hússins endurnýjuð. Næsta sumar er svo gert ráð fyrir að ljúka við- gerðum með því að laga stafgólfíð og flejra. Hofskirkja er í umsjá Þjóðminjasafnsins og annast menn frá safninu viðgerðina. S.G. t Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, JÓNÍNA ELFA SVEINSDÓTTIR, Ljósheimum 2, er látin. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ruth Örnólfsdóttir, Örnóifur Örnólfsson, Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Sveinn Guðmundsson. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, Byggðavegi 103, Akureyri, er lést mánudaginn 12. júlí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. júlí kl. 13.30. Guðmundur Jónsson,Lovfsa Ásgeirsdóttir Jón Einar og Birgir Örn Guðmundssynir. t Elskuleg móðir okkar, JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR, sem lést laugardaginn 10. júlí verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. júlí kl. 3 e.h. Blóm afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti líknarstofn- anir njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Jónsson, Guðrún Milburn, Rannveig Sommer. t Móðir okkar, ÓLÖF DAGMAR ÁRNADÓTTIR frá Skútustööum, sem andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands miðvikudaginn 7. júlí, verður jarðsungin frá Kotstrandarkirkju í Ölfusi laugardag- inn 17. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Landgræðslusjóð, Ránargötu 18, Reykjavík, sfmi 13422/18150. Inga Huld Hákonardóttir, Auður Hildur Hákonardóttir, Hjördís Björk Hákonardóttir. ARISTON ARISTON stgr 800/1100 snun 18 þvottakerfi Enginn barki 61,000, stgr. KJOLUR hf Armúla 30 s: 678890 - 678891 ÞV0TTAVÉL 500/850 snún. Regnúðakerfi Síulaus 18 þvottakerfi Magnskynjari ^íQ.a£aGan Plymouth Sundance '89, rauður, 30 þ. km. V. kr. 890 þús. Hyundai Pony GLS, '92, 4 þ. km., álfelgur, topplúga o.fl. Kr. 1.050 þús. Allt lánað. MMC Colt EXE '92, svartur, 19 þ. km. Kr. 850 þús. Daihatsu Charade TX '91, blár, 10 þ. km. Mazda 323 GTX '91, 4x4 turbo, rauður. Dodge Ram 250 '90, blár tvíl., 30 þ. km. Vél 318 EFI. Luxusklassa- vagn. Kr. 2.4 m. Subaru Legacy '92 4x4, 16 þ. km. Kr. 1.690 þ. Benz 1117-D '86, 5 tonna, 99 þ. km., sturtur, veltist. Einstök gæði og útlit. Setlandsbátur, 18 fet, á vagni. Kr. 170 þ. Suzuki Vitara JLXI '91, 4x4, 3ja dyra. Kr. 1.350 þ. Peugeot 405 GR '91, rauður, 18 þ. km. Vandaður vagn og ágætt verð kr. 1,1 m. vít gtfta titq Margirbílarseldir fyrirskuldabréf. Endalaus bílasala. Nýlegir sölubílar óskast. Höfum fjölgað sölumönnum. Elsta bílasala landsins. Höfum selt bíla frá upphafi. v/Miklatorg, símar 17171-15014. Mnfrifr í Kaupmannahöfn ’ FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG A RÁOHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.