Morgunblaðið - 15.07.1993, Page 40

Morgunblaðið - 15.07.1993, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 15. JÚLI 1993 IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA Lyngby leikur hér á landi UNGLINGALiÐ frá danska fé- laginu Lyngby B.K. kom hingað til lands f gær en liðið mun dvelj- ast hér á landi í tíu daga og leika þrjá leiki við íslenska jafn- aldra sfna. I knattspyrnu sex stundir á hverjum degi Stór hluti af þeim drengjum sem eru í Knattspymuskóla Fram æfa einnig með sjötta flokki félagsins og óhætt er að segja að lítið komist að annað yfir sumar- tímann heldur en knattspyrna. Félagarnir Kristinn sem er til hægri á myndinni og Hannes sem báðir eru á tíunda aldursári eru i þeirra hópi. Báðir leika þeir knattspyrnu frá klukkan 10-16 ef matartími er undanskilinn. „Það er mjög skemmtilegt bæði á æfingum hjá sjötta flokki og í knattspyrnuskólanum," sögðu þeir en knattspyrnan er í fyrirrúmi hjá þeim og skemmtilegasta íþróttin að mati beggja. Lið Lyngby er skipað leikmönnum sautján ára og yngri og mun Íað leika gegn FH í Kaplakrikanum 1. 17 í dag. Á sunnudaginn kl. 14 mun liðið mæta U-18 ára landslið íslands í Laugardalnum og verður annað hvort leikið á Valbjarnarvelli eða á gervigrasinu. Síðasti leikur liðsins hér á landi verður gegn ÍA á Akranesi nk. miðvikudagskvöld. Lyngby er eitt af þekktari félög- um Danmerkur. HANDBOLTI Töphjá stúlkunum Islenska unglingalandsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, hefur tapað tveimur fyrstu leikj- um sínum í opna Norðurlanda- mótinu, sem stendur yfir í Dan- mörku. Fyrst tapaði liðið stórt, 15:27, fyrir Noregi, en síðan með einu marki, 19:20, fyrir Litháen. Geysilegur áhugi - segir Guðmundur Páll Gíslason hjá Knattspyrnuskóla Fram „ÁHUGINN er geysilega mikill hjá þessum krökkum. Margir þeirra eru mættir klukkan nfu á morgnanan og eru hér til klukkan fjögur þegar við hætt- um,“ segir Guðmundur Páll Gfslason, leiðbeinandi hjá Knattspyrnuskóla Fram í Safa- mýrinni þegar Morgunblaðið leit inn á æfingu ífyrradag. Allflest knattspyrnufélögin bjóða upp á Knattspyrnu- skóla. Námskeiðin hjá Fram hafa verið vinsæl og upp undir 200 þátt- takendur hafa verið á þeim fjórum námskeiðum sem félagið hefur staðið fyrir í sumar. Skólinn stend- ur frá klukkan 13 til 16 alla virka daga en stór kjarni af eldri drengj- unum mætir einnig á æfingar hjá sjötta flokki félagsins fyrir hádegi. „Þroskinn er mjög mismunandi hjá þátttakendum enda eru krakk- arnir allt frá fjögurra til ellefu ára. „Við höfum því skipt þeim í tvo hópa. Meira er um leiki hjá yngri hópnum og þar eru „stórfiskaleik- ur“ og „skallað og gripið" mjög vinsælir. í eldri hópnum eru margir strákar sem eru farnir að læra mun meira um knattspyrnu. Þeir eru orðnir það góðir að það er hægt að kenna þeim skot og ýmis atriði sem koma fyrir í leikjum," sagði Ágúst Ólafsson sem í sumar starfar sem leiðbeinandi hjá Fram ásamt þeim Guðmundi Páli, Rúnari Sig- mundssyni og Steinari Guðgeirssyni sem allir æfa með meistaraflokki Fram en þeir fá reyndar góða hjálp frá piltunum úr þriðja flokki. „Starfið er skemmtilegt. Við er- um á knattspymuvellinum frá klukkan tíu til fjögur og á kvöldin förum við á æfingar. Þá má því segja að við séum í knattspyrnu frá morgni til kvölds," sagði Guðmund- ur og bætti við að kennslan gengi vel og að það væri ekki vandamál að stjórna þessum hópi. „Sumir drengjanna hlusta aldrei á okkur en langflestir reyna að gera sitt besta. Strákar eru í miklum meiri- hluta en þó eru fjórar fimm stelpur mjög góðar.“ Þátttakendur hafa verið á bilinu fjörtíu til fimmtíu á hveiju nám- skeiði en mikið er um að sömu krakkarnir komi hingað aftur og aftur. Morgu nblaðið/Frosti Yngri hópurinn sem mætti á æfmguna i fyrradag_ ásamt leiðbeinendum. Á minni myndinni má sjá þá eldri og reyndari ásamt Ágústi Ólafssyni. HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið / Frosti Fimmtán ára landsliðhópurinn i í handknattleik stúlkna. Aftari röð frá vinstri: Anna Margrét Guðjónsdóttir þjálf- ari, Valdís Pjölnisdóttir (KR, Björg Fenger (Gróttu), Anna Blöndal (KA), Sæunn Stefánsdóttir (KR), Helga Ormsdóttir (KR), Kristín Guðmundsdóttir (Víkingi), Ólöf Indriðadóttir (KR), Edda Garðarsdóttir (KR) og Inga Björgvinsdóttir (Stjömunni). Fremri röð frá vinstri: Svava Jónsdóttir (Fram), Hrafnhildur Guðjónsdóttir (Val), Tinna Halldórsdóttir (ÍR), Ragnheiður Ásgeirsdóttir (ÍR), Jóhanna Indriðadóttir (KR), Alda Guðmundsdóttir (KR), Birgitta Björnsdóttir (Fram), Lilja Þórðardóttir (Stjömunni), Eva Halldórsdóttir (Víkingi) og Eva Jónsdóttir (Fram). Á myndina vantar Sólveigu 'Smáradóttur KA. Landslið myndad fyrir misskilning YNGSTA stúlknalandsliðið í handknattleik, fimmtán ára liðið var myndað vegna misskilning. Landsliðsnefndarmenn töldu að lið skipað stúlkum sem fæddar eru 1978 væri löglegt í Norður- landamótið í sumar. Svo reynd- ist ekki vera heldur var NM ætl- að stúlkum fæddum 1977. Til að gera gott úr málinu hafa stúlkurnar æft og keppt í mótum hér á landi enda munu margar úr þessum hópi verða í eldlín- unni fyrir íslands hönd næsta haust. Hópurinn kom fyrst saman í maí- lok þegar það keppti á móti á Akureyri. I sumar hefur hópurinn verið í æfingum auk þess sem liðið tók þátt í móti sem Sjóvá/ Almennar gekkst fyrir í Valsheimilinu fyrir skömmu. Tók lið sitt af velli Hópnum var skipt í A- og B-lið ? mótinu. A-liðið sigraði B-liðið örugg- lega í úrslitaleik 21:11. KR sigraði Víking 13:10 í leik um þriðja sætið. Stjarnan hlaut fimmta sætið með sigri á Val 15:9. Stjarnan kom inn í mótið í stað IR sem hætti keppni í miðjum leik í kjölfar þess að einni stúlku úr liðinu var sýnt rauða spjald- ið. Fyrr í leiknum höfðu dómarar stöðvað leikinn í fjórgang vegna meiðsla stúlkunnar sem haltraði. Þjálfari IR, Hlynur Jóhannsson vildi hins vegar ekki taka hana af velli og dómarar brugðu þá til þess að gefa henni rauða spjaldið og útiloka frá frekari þátttöku. Það sætti þjálf- arinn sig ekki við og dró lið sitt af leikvelli og út úr mótinu. Veitt voru verðlaun til leikmanna fyrir góða frammistöðu í mótinu. Besti markvörður var valinn Sólveig Smáradóttir, Olöf Indriðadóttir besti sóknarmaðurinn, Sæunn Stefáns- dóttir besti varnarmaður og besti leikmaðurinn var valinn Inga Björg- vinsdóttir. Ofangreindar stúlkur eru allar í landsliðshópnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.