Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 2

Morgunblaðið - 31.07.1993, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JULI 1993 þeirra í skrautlegum klippimyndaáhrifum, hvort sem bindiefnið er lím eða litir eins og oftast. í lokin bendir Homung á að myndir Errós hafí enga miðju og fjölþættni þeirra geri þær næstum óviðráðanlegar og órýnanlegar, því loftnet Errós virðist taka á móti öllu. En þó að þær virðist næstum þreytandi í myndgnótt sinni, þá séu þær glæsilegar og áhrifamiklar. „Ef nokkur sjming á Charlottenborg hefur átt erindi til unga fólksins, þá er það þessi um Erró, íslendinginn sem yfirgaf fjarlægu eldfjallaeyjuna sína til þess að sökkva sér í listasöguna, stórpólitíkina og afþreyingariðnað- inn, þar til hann gat að lokum vitnað í þetta þrennt í metratali og öllum regnbogans litum. Eins og Erró málar er hvorki hægt að fá yfirlit yfir hann né láta sér sjást yfir hann; það er heimurinn séður úr hringekju og eins og allar sirkusskemmtanir er það að minnsta kosti viðburður, svo lengi sem hjólin snúast og ferðin stendur yfir.. . % Skrásetjari raunveruleikans í Jyllands-Posten talar Bent Irve um listamann- inn sem skrásetjara, en þó að hann skírskoti til raunverulegra atburða skuli enginn halda að sög- uraar í myndunum séu raunverulegar og að hægt sé að draga ákveðnar niðurstöður af þeim. Þannig vinni Erró ekki heldur fái allar þær mótsagna- kenndu upplýsingar, sem felist í myndunum, og eigin hugdettur listamannsins leyfi til að komast að samtímis. Samkvæmt Irve er aðferð Errós mynd-myndimar, myndir af myndum, og það ein- kenni hans að mála ekki einstaka afmarkaða hluti, heldur allt á hreyfingu og flugi, í óreiðu og þrengsl- um, sem gerist samtímis, en geti samt ekki verið í samhengi. Myndir hans beri vott um þá sársauka- fullu byrði að gera marga hluti samtímis. Irve finnst eitthvað uppreisnargjarnt og stríðið við hvemig Erró meðhöndli sögubrotin, hið sprengda samhengi, í myndmáli, sem sé sótt í létt- meti hins staðlaða afþreyingariðnaðar eins og teiknimyndaseríur. En boðskapur og form eiga ekki endilega neitt sameiginlegt og á það spilar Erró, svo tilhneiging áhorfandans sé oft að dæma myndimar jafn grunnfærnar og efnið sem þær byggist á. En þó samhengið sé glatað er það ein- mitt það, sem Erró vill segja í ofgnótt frásagnar sinnar. Þótt hann geri sér mat úr listamönnum og verkum þeirra, þá gerir hann það ekki sem starfsfélagi þeirra, heldur sem aðdáandi þeirra, túlkandi og glettinn fræðari. Yfirþyrmandi í Berlinske Tidende segir Torben Weirup um verkin að þau séu yfirþyrmandi og alveg um of, en um leið einföld og skýr. Erró málar þannig að maður þekkir myndefnið aftur, hvort sem em stjórnmálamenn, þekkt listaverk eða teiknimynda- sögur, sem velta fram á léreftinu, svo halda mætti að Erró fengi á sig kæm fyrir brot á höfundar- rétti. Erró er ekki einn um að mála hetjur úr teikni- myndaseríum og Weirap minnir á Roy Lichten- stein og fleiri, sem hafi tekið einstakar fígúrar og blásið þær upp á léreftið. En meðan Lichtenstein reyni á þennan hátt að tæma þessar afþreyingar- myndir með því að stilla þeim upp sem helgimynd- um popplistarinnar, þá sé Erró evrópskt af- sprengi. Samsetning hans á þúsundum mynda sé bókmenntalegs eðlis, þar sem tími og rúm sé upp- hafínn og óskyldir atburðir gerist samtímis. Um myndaflokkana þrjá á sýningunni segir Weirap: „Vísindaskáldsagnamyndirnar era krökkar af geimveram og teiknimyndafígúram. Pólitísku myndimar, sem kannski eru ekki þær áhugaverð- ustu listrænt séð, en mikilvægar sem tjáning á afstöðu listamannsins. Og svo mynd-myndimar, sem gætu leyst plássvandræði listasfna, því þar málar Erró einfaldlega myndir meistaranna og raðar þeim saman svo út kemur púsluspil af kjama viðkomandi listamanns. Myndir Errós era sprottn- ar upp úr klippimyndum, sem virðast ná sérkenni- legum þrívíddaráhrifum í nýjustu myndunum, með því að láta myndflötinn bylgjast um eins og farið sé um geimtímann." Sýningin er eins og sköpuð fyrir Charlottenborg segir Weirup að lokum. Stöóug efnisleit í Information skrifar Ann Lumbye Sörensen að Erró hafi skapað sér alþjóðlega stöðu með persónu- legum stíl, sem standi popplistinni næst. Stórar og sterklitaðar myndir hans segja frá líkt og í teiknimyndasögu, en á miklu flóknari hátt með áhrifum frá annarri list og listasögunni. Hann ferð- ast um í stöðugri leit að áhrifamiklu efni. Lumbye Sörensen víkur að vinnubrögðum hans og hve áhrifamikið sé að sjá sjálfar klippimyndimar, sem hann vinni eftir, því þær séu ekki síður nánar og ákafar en málverkin. Hún bendir á hve vel mynd- imar fari í salarkynnunum og hve vel þeim sé fyrir komið, svo þær hafí rými og hlé, sem sé nauðsynlegt til að hægt sé að gaumgæfa hveija mynd fyrir sig. Sýningargestir dvelji líka áberandi miklu lengur við hveija mynd, en venjulega á sýn- ingum, segir hún, og það sé aðeins við fyrstu sýn sem málverkin virðist jafn grannfærin og efnið, sem liggur þeim til grundvallar. „Málverkin einkennast af því hve tilvitnanir vísa til margvíslegra sviða, sem leiðir til flöktandi hug- renningatengsla í samanjörvuðum andstæðum myndfrásagnanna, auk þess sem verkin einkenn- ast af brotakenndri myndbyggingu." Aðferð Errós sé líka að blanda saman efni víða að, bæði póli- tísku og listasögulegu, þyrla því saman svo það endar sem yfirmyndir, myndir af myndum, fullar af örtröð og óró. Sigrún Davíðsdóttir. LISTASAFN MARINO MARINI í FLÓRENZ EFTIR SIGRÍÐI INGVARSDÓTTUR í Flórens, hinni gul- brúnu borg, þarsem óin Arnó rennur, er að finna listasafn ítalska höggmyndarans Mar- ino Marini (1 90 1 - 1980). Listasafniðerí hjarta Flórensborgar ogvaropnaðórið 1988. Marino Marini hafði gefið Flórensborg stórfengleg lista- verk með því skil- yrði að þau yrðu sett í viðeigandi húsnæði. Tíminn leið og ekkert gerðist í húsnæðis- málum varðandi listaverkin og þau höfð í geymslu hér og þar um borgina. Það var ekki fyrr en erfingjar hótuðu að taka gjöfina til baka að Flórensborg tók sig til og breytti gamalli kirkju í safn til að hýsa listaverkin. Margvís- legar breytingar voru gerðar á kirkjunni í San Pancrazio og henni breytt í glæsilegt listasafn sem var opnað árið 1988. Það voru þeir Lorenzo Papi og Bruno Sacchi sem hönnuðu safn- ið. Verkin voru sett upp af Carlo Pirovano, sem þykir hafa tekist mjög vel. í safninu eru um 180 listaverk, en það eru höggmyndir, málverk og teikningar frá mis- munandi tímabilum sem Marino Marini ánafnaði Flórensborg. Listamaðurinn Marino Marini leit á birtuna sem kjarnarin í túlk- un verka sinna. I verkunum skynj- ar áhorfandinn ljósið fyrir bein áhrif litanna, það er því stundum eins og hinir ýmsu litir lýsi sjálfir upp form hlutanna. Það hefur svo sannarlega verið tekið tillit til birtunnar í þessu safni. Marino Marini er án efa einn mikilvæg- asti myndhöggvari ítala eftir seinni heimsstyijöldina, hvað varðar nýjungar og frumlegheit. A íjórða áratugnum var hann byijaður að gera tilraunir með uppáhald- sviðfangsefni sitt, Hestinn og ridda.rann, sem átti eftir að verða miðpunktur í verkum hans. Þetta átti líka að tákna ímynd fyrir þjáningar þessa fólks sem var heimilislaust í seinni heimsstyijöldinni. Um 1940 er tals- verð ró yfir þessu viðfangsefni sem varð æ dramatískra þegar leið á fimmta áratuginn. Marino Marini fæddist í Pistoia á Italíu 1901. Sextán ára gamall hóf hann listnám sitt í Flórens. Fljótlega komu fram miklir hæfileikar að mála og teikna. Á fyrstu myndunum skynjar maður mikla hæfileika og mikið litskyn. Hann sagði: „Þegar ég byija á verki_ sé ég það alltaf fyrst fyrir mér í litum. Ég veit aldrei hvort það verð- ur málverk eða teikning.“ Liturinn átti að verða ljós og ljósið form, og hvert um sig óaðskiljanlegt frá hinu. Mikill skýrleiki og rökvísi kom strax fram í fyrstu verkunum. Hann byijaði að vinna við höggmyndalist árið 1922, sama ár gerðst hann nemandi hins fræga listamanns Domencio Trentac- oste. í upphafí var hann undir sterkum áhrifum frá Egyptalandi. Etúra heillaði hann,. „fólkið þama er svo yndislegt, ein- falt en fágað“, sagði hann. Það fer heldur ekkert milli mála að gotneski stíllinn og meistarar endurreisnartímabilsins höfðu talsverð áhrif á hann. Hin mikla listamannsgáfa hans, ásamt miklu og rækilegu námi, hefur skipað verk- um hans svo auðkennilega stílfestu að eng- inn sem nokkuð er kunnugur verkum hans þarf að spyija um höfundinn. Listaverk La comparsa (1952), olía á striga. hans, hvort sem um er að ræða höggmynd- ir eða málverk, eru þannig gerð, að aðeins einn maður getur hafa gert þau, nefnilega Marino Marini. í verkum sínum fylgir hann ekki beinlínis sérstakri listastefnu, tísku eða isma, skóla eða skipun. Til þess var hann of sjálfstæður listamaður. Hann var talinn mikill gáfumaður en hann flangsaði mannviti sínu lítt opinberlega, eins og það er kallað. Árið 1929 flutti hann til Mílanó, þar sem hann hafði verið skipaður prófessor í högg- myndalist við listaháskólann Villa Reale í Monza. Marino Marini virtist fara fyrirhafnar- laust í gegnum breytingar á listferli sínum, eða eins og hann sagði sjálfur: „Ég komst í gegnum þær án umbrota. Það er menning- in og litirnir í náttúrunni sem hafa djúp- stæð áhrif á mig.“ Þarna átti hann við Tuskaní-hérað, sem hann hélt alla tíð tryggð við. Árið 1929 kom fyrsta höggmyndin eftir hann sem vakti verulega athygli. Það var „Popolo" (Fólkið) sem hlaut mikið lof gagn- rýnenda. Tveim árum síðar lauk hann við höggmyndina „Ersila“, sem er til í mörgum litum og unnin úr tré og er eitt af hans meginverkum. Um þetta leyti var hann byijaður að vekja athygli, verk hans voru sýnd í Feneyj- ar Biennalnum, Mílanó Triennalnum og Rómar Quadriennialnum. Árið 1935 sæmdi llnd Quaddriennialinn hann fyrstu verð- launum fyrir höggmyndir sínar. Árið síðar lauk hann við að gera höggmyndina „Ridd- arinn“. Verkið kom út bæði í bronsi og tré. Bæði verkin eru í Vatikaninu í Róma- borg. A þessum árum hafði hann mikla þörf fyrir að kynnast framandi menningu. Hann ferðaðist mikið bæði um og utan Ítalíu. Hann dvaldi um skeið í Berlín og Bam- berg. Árið 1938 kvæntist hann Mercedes Pedrazzini, sem hann kallaði ávallt „Mar- ínu“. Með því vildi hann undirstrika hversu náið samband þeirra var. Árið 1941 var hann gerður að prófessor við Brera-listaháskólann. Stríðið hafði brot- ist út,' íbúð hans í Mílanó var lögð í rúst, þar sem • mörg verka hans eyðilögðust í loftárás. Næsta ár flúði hann ásamt eigin- konu sinni til Sviss. Á þessum árum komst hann í kynni við helstu listamenn í sam- tímalist eins og Giacometti, Wotruba, Otto Banninger, Haller og Richier sem áttu sinn þátt í að dýpka og auðga hann sem lista- mann. Á þessum árum vann hann við högg- myndir sínar samhliða því að teikna og mála. Hann fékkst einnig við litógrafíu og tók þátt í stórri sýningu í Basel árið 1944. Marino Marini kom alkominn til Ítalíu 1947 og settist að í Mílanó. Þar biðu hans margvísleg verkefni. Hann hvarf aftur til kennslunnar og byijaði að starfa í nýju vinnustofunni sinni við Piazza Mirabello. Skömmu síðar lauk hann við höggmyndina „Engil borgarinnar“, en það var Peggy Guggenheim sem keypti verkið. Mörgum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.