Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1993 5 ^ Morgunblaðið/Kristinn í Heiðmörk KONUR í Bandalagi kvenna gróðursettu fyrstu trén við Huldukletta í fyrrakvöld. Fremst standa Sjöfn Signrbjörnsdóttir, formaður Bandalags kvenna í Reykjavík, og Steinunn Armannsdóttir, vernd- ari Bandalagsins og eiginkona borgarsljórans. Konur rækta skóg í Heiðmörk BANDALAG kvenna í Reykjavík hefur fengið reit í friðlandinu Heiðmörk til ræktunar. Steinunn Ármannsdóttir, eiginkona Mark- úsar Arnar Antonssonar borgarstjóra, og Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ir, formaður Bandalags kvenna, gróðursettu fyrstu trén í fyrra- kvöld. Bandalag kvenna í Reykjavík er sameiginlegur vettvangur 26 reykvískra kvenfélaga. Bandalag- ið hefði einkum og sér í lagi beitt sér fyrir umbótum í jafnréttismál- um, menningarmálum og uppeld- is- og skólamálum. í samtali við Morgunblaðið greindi Sjöfn Sigur- björnsdóttir frá því að á banda- lagsþinginu í fyrra hefði komið fram eindreginn vilji þingfulltrúa til að leggja gróðurvernd og skóg- rækt lið. Konunum hefði þótt vel við hæfi að fá reit til ræktunar í friðlandi Reykvíkinga í Heiðmörk. Sjöfn sagði það ékki hafa spillt fyrir staðarvalinu að fjölmargar konur á þinginu hefðu tekið þátt í því að gróðursetja fyrstu trén í Heiðmörk árið 1950 þegar svæðið var gert að sérstöku friðlandi. I fyrrakvöld komu saman um 50 konur í Bandalagi kvenna í Reykjavík í gróðurreit Bandalags- ins í Heiðmörk, ekki ijarri Huldu- klettum í Löngubrekkum. Stein- unn Ármannsdóttir, borgarstjór- afrú og verndari Bandalagsins, og Sjöfn Sigurbjörndóttir gróður- settu fyrstu plöntunurnar. Voru það eins og hálfs metra grenitré. Alls gróðursettu konumar um 500 greni og furutré en konurnar vildu fullvissa Morgunblaðsmann um að tijátegundirnar yrðu fleiri. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir dró enga dul á að henni þætti birkið falleg- ast. Dómsmálaráðherra um strok fanganna Vill fé til öryggis- mála o g flýta bygg- ingu nýs fangelsis ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra hefur fengið greinargerð fangelsismálastofnunar ríkisins vegna stroks þriggja fanga frá Litla- Hrauni í síðustu viku og hefur óskað eftir því að stofnunin geri úttekt á öryggismálum fangelsanna og til hvaða nauðsynlegustu aðgerða þurfi að grípa í því efni. „Það hefur þegar verið ákveðið af fangelsismálastofnun að bæta innra starf fangelsanna varðandi eftirlit og öryggi en ég tel að það þurfi að skoða þessi mál með rækilegri hætti og fangelsismálastofnun hefur þegar verið falið það,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann kvaðst munu beita sér fyrir því að fé verði veitt til úrbóta í fangelsismálum. „Eins og menn vita er í undirbún- ingi bygging nýs fangelsis sem á að bæta verulega úr því aðstöðuleysi sem við búum við í dag,“ sagði Þor- steinn. Hann sagði að nokkuð ljóst væri að annars vegar hefði ófull- nægjandi aðstaða og hins vegar ónóg varðstaða nokkurra starfsmanna gert strokið mögulegt. Réttaröryggi og mannréttindi Aðspurður hvort hann teldi að strokið yrði til að flýta fyrir því að nýtt fangelsi yrði byggt að Litla- Hrauni sagðist Þorsteinn vona að svo yrði. „Það eru nú rúm þijátíu ár síð- an menn komust að þeirri niðurstöðu að óhjákvæmilegt væri að bæta að- stöðu fangelsanna. Á þeim tíma hef- ur ekkert gerst þótt málinu hafi ver- ið hreyft öðru hvoru síðan. Þó að það séu engir þrýstihópar sem standa á bak við úrbætur í þessum málum þá geta menn ekki lokað augunum fyrir því að útfrá réttaröryggi og mann- réttindasjónarmiðum verður ekki dregið lengur að hefjast handa. Við höfum unnið samkvæmt fram- kvæmdaáætlun sem sérstök nefnd gerði á mínum vegum og ég vænti þess að það komist skriður á fram- kvæmdir á næstu ári,“ sagði Þor- steinn Pálsson. -----♦ ♦ «----- Breiðari Bú- staðavegur FRAMKVÆMDIR eru nýhafnar við að breikka Háaleitisbraut á milli Bústaðavegar og Hvassaleit- is. Gerðar verða fjórar akreinar í stað tveggja. Þá er unnið að því að breikka Bústaðaveg á milli Bústaðabrúar og Háaleitisbraut- ar. Sunnan við þann hluta Bústaða- vegar, sem verið er að breikka, á einnig að setja trjágróður til að minnka hávaða fyrir íbúa í blokkun- um þar, að sögn Stefáns Hermanns- sonar, borgarverkfræðings. „Þegar við breikkum Bústaðaveginn notum við uppgröftinn til að mynda hljóðm- ön fyrir sunnan veginn, sem verður græddur með tijám og gróðri til að skerma þessi íbúðarhús' pínulítið frá Bústaðaveginum," segir Stefán. I fllefm* svmœrtiibo&s: Örfá eintök af metsölufjallahjólinu JJkJZZ/TRE tC ár sérfHbodl Wflf gotufjaliahjól 18 og 21 aíra, aomu- og herrastell MJÚKT GEL-SÆTl SMELLIGÍRAR MEÐ HANDFANGSSKIPTINGU HATT S7ÝRI KRÓMÓLÝ lettmálmsstell MEÐ ÆVIUNGRI w ÁBVRÐG 26" hjól (frá 9 ára) á 19.863,- stgr. (ábur kr. 27.888,-) STERKAR ÁLGJARÐIR (áburkr. 33.555 Reiðhj6/avers/un/n SUMARTILBOÐIÐ STENDUR AÐEINS í 10 DAGA SKEIFUNNI V I VERSLUN SÍMI 679890 - VERKSTÆÐI SÍMI 679891 RAÐGREIÐSLUR ALVEG EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST KJORGRIP A TOMBOLUVERÐI ■ 11 ■ 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.