Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.08.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 7. ÁGÚ-ST 1993 FOLX ■ EIÐUR Guðjohnsen, leikmað- ur með Val og íslenska drengja- landsliðinu í knattspymu, hefur leikið 17 leiki með drengjalandslið- inu og á góða möguleika á því að bæta met Pálma Haraldssonar sem lék 23 landsleiki með drengja- landsliðinu. ■ EIÐUR, sem eins og flestir vita • er sonur Arnórs Guðjohnsens knattspymumanns sem nú leikur með Hacken í Svíþjóð, leikur sinn átjánda leik með drengjalandsliðinu á Norðurlandamótinu í dag og þann nítjánda væntanlega á morg- un, auk þess sem leikir í Evrópu- keppninni bætast við síðar í sumar. Eiður leikur líka með liðinu á næsta ári ef hann sleppur við meiðsli, en hann byijaði 13 ára gamall að leika með drengjalandsliðinu, sem skipað er leikmönnum 16 ára og yngri. ■ NJÓSNARAR frá ýmsum fé- lagsliðum em á Norðurlandamót- inu, m.a. tveir frá belgíska liðinu Anderlecht. Þeir ráku augun í nafnið Eiður Guðjohnsen á leik- skýrslu hjá íslenska liðinu, og spurðu forsvarsmenn íslenska liðs- ins hvort það gæti nokkuð verið að hann væri bróðir Arnórs, sem lék með liðinu eitt sinn. Þeir nánast misstu andlitið þegar þeim var sagt að Eiður væri sonur Arnórs, og hrósuðu Eiði síðan í hástert. ■ ÍVAR Ingimarsson frá Stöðv- arfirði er fyrsti Stöðfirðingurinn sem leikur með landsliði í knatt- spymu. Hann er kominn með sex leiki með drengjalandsliðinu og hef- ur staðið sig mjög vel. ■ JÓN Freyr Magnússon frá Grindavík og meðlimur í drengja- landsliðinu er hins vegar annar Grindvíkingurinn sem leikur með landsliðinu, en nafni hans Sveins- son hefur leikið einn leik. ■ BAYERN Munchen leikur fyrsta leik sinn í þýsku úrvalsdeild- inni í knattspymu í dag gegn nýlið- unum í Freiburg, og geta ekki stillt upp sínu sterkasta liði, þar sem fímm leikmenn em meiddir og einn er í banni. ■ SÓKNARMAÐURINN Bruno Labbadia er nýkominn úr upp- skurði á hné, og kollegi hans Aurel- iano Mazinho frá Brasilíu er meiddur. Sömu sögu má segja af miðvallarleikmanninum Mehmet Scholl, vamarmanninum Olaf Thon og varamarkverðinum Sven Scheuer. Þá er vamarmaðurinn Oliver Kreuzer í banni. ■ ROLAND Wohlfarth, þýski sóknarmaðurinn sem leikið hefur með Bayern Miinchen, hefur gengið til liðs við franska liðið St Etienne. Wohlfarth skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. ■ ALEN Boksic frá Króatíu virðist ekki vera á leið frá franska liðinu Marseille til ítalska liðsins Lazio, eftir því sem nýjustu fregnir herma. „Alen Boksic er einn af lykilmönnum liðsins, við treystum á hann og hann verður hjá okkur þetta keppnistímabil," sagði Jean- Louis Levreau varaformaður stjómar Marseille í gær, sem bætti því við að Boksic færi hins vegar að öllum líkindum til Lazio fyrir næsta tímabil. ■ PIERLUIGI Casiraghi, leik- maður með Juventus og ítalska landsliðinu, er hins vegar á leið til Lazio, fyrir tæpar 340 milljónir króna. FRJALSIÞROTTIR Einvígi milli FHogHSK BIKARKEPPNI FRÍ verður hald- in í 28. skipti um helgina og fer keppnin fram á Laugardals- velli. FH-ingar hafa titil að verja og er búist við að keppnin um sæmdarheitið Bikarmeistari íslands 1993 standi á milli FH og HSK. Einnig eru margir á því að Ármenningar geti bland- að sér í toppbaráttuna. Ibikarkeppninni er keppt í þremur deildum. í 1. deild keppa FH, HSK, Ármann, UMSE og IR. KR, sem hafnaði í 4. sæti deildarinnar í fyrra, sendir ekki lið til keppni að þessu sinni og fellur því sjálfkrafa niður í 3. deild. Það verða því aðeins fímm lið í 1. deild,að þessu sinni í stað sex áður. Frá því 1973 hefur verið keppt í KNATTSPYRNA sérstakri kvenna og karlakeppni auk samanlagðrar stigakeppni. FH er talið nokkuð öryggt með að vinna karlakeppnina en HSK kvenna- keppnina. Nú verður í fyrsta sinn keppt í þrístökki kvenna. Keppt verð- ur í 35 greinum, 16 kvennagreinum og 19 karlagreinum. Hveiju félagi er aðeins heimiit að senda einn keppanda í hveija grein og hljóta þeir stig þannig að sigur- vegarinn fær 6 stig, annar maður 5 stig og þannig koll af kolli. Síðan eru stigin reiknuð saman úr öllum greinum og þannig fengin lokastiga- tala hvers félags. Friðrik Þór Óskarsson, þrístökk- vari úr ÍR, er sá sem oftast hefur keppt í Bikarkeppni FRÍ. Af þeim 27 skiptum sem keppnin hefur farið fram hefur hann verið með 25 sinn- um og þar af 24 sinnum í 1. deild. Eyjólfur vamartengi liður hjá Stuttgart EYJÓLFUR Sverrisson, miðherji íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu, hefur leikið sem varnar- tengiliður í æfingaleikjum Stuttgart að undanförnu og verður í þeirri stöðu, þegar liðið sækir meistara Werder Bremen heim á sunnudag, en 1. umferð úrvalsdeildarinar hefst á morg- un með þremur leikjum. Christoph Daum, þjálfari Stuttg- art, hefur stillt upp óbreyttu liði í síðustu fímm æfíngaleikjum og Frá Jóni Halldórí Garðarssyni í Þýskalandi tilkynnti að sami hópur byijaði í Bremen á sunnudag. Þýska blaðið Kicker sagði fyrir skömmu að Eyjólfur og Alexander Strehmel væru líklegastir til að missa sæti sín í liðinu á keppnistímabilinu, sem er að heijast, en Stuttgart hefur keypt fjóra leikmenn eftir að síðasta tíma- bili lauk. Strehmel sagði í viðtali við blaðið að ef hann fengi ekki tækifæri til að leika myndi hann fara frá Stuttgart fyrir áramót, en það var aftur á móti enginn uppgjafartónn í Eyjólfi. „Ég hef hingað til verið stimplaður sem varamaður, en hef leikið mikið. Það er minn styrkleiki að geta leikið allar stöður á vellinum. Ég er ekki á þeim buxunum að gefa mitt sæti eftir." Eyjólfur var í 114. sæti á styrk- leikalistanum hjá Kicker yfír þá 306 leikmenn sem leika í 1. deildarkeppn- inni í Þýskalandi. Aðeins fjórir leik- menn Stuttgart, sem léku með liðinu á s.l. keppnistímabili, voru fyrir ofan hann — þeir Eike Immel, markvörð- ur, Gudio Buchwald, Ludwig Kögl og Maurizio Gaudino, sem nú er far- inn til Frankfurt. HANDBOLTI Þorbergur kennir Handknattleiksdeild HK stendur fyrir handbolta- skóla dagana 30. ágúst til 4. september nk., í HK-húsinu Digranesi. Skólinn verður fyrir tvo aldurshópa - 7-10 ára og 11-15 ára. Stjómendur verða ekki af lak- ari endanum; Þorbergur Aðal- steinsson landsliðsþjálfari, Ru- dolf Havlik fyrrv. landsliðsþjálf- ari Tékkóslóvakíu og Gunnlaug- ur Hjálmarsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi dómari munu hafa yfirumsjón með kennslunni auk þess sem fjöimargir leiðbeinendur munu starfa við skólann. Meðal annars Einar Þorvarðarson, Ólafur Stefánsson, Óskar Elvar Ósk- arsson og Jón Bersi Eliingssen. Þátttökugjaldið er 2500 krón- ur. WIISON MISMÚrn 1093 fer fram í íþróttamiðstöðinni við Dalhús 24.-29. ágúst. Skráning á staðnum virka daga kl. 13-21. Skráningu lýkur föstudaginn 13. ágúst. Tennisdeild Fjölnis, sími 683850 og 673455. Norðurlandamót drengjalandsliða: Úrslitaleikurinn innan seilingar ÍSLENSKA drengjalandsliðið í knattspyrnu leikur í dag gegn Færeyingum á Norðurlanda- mótinu sem haldið er í Færeyj- um. Liðið á góða möguleika á því að tryggja sér sigur í sínum riðli, nægir jafntefli gegn Fær- eyingum til þess, og takist það leikur liðið til úrslita á mótinu. Liðið gæti jafnvel orðið Norð- urlandameistari strax í dag; verði Englendingar í efsta sæti í hinum riðlinum og íslendingar efstir f sínum riðli, hafa íslend- ingar þegar tryggt sér Norður- landameistaratitilinn. Líkumar á því að ísland komst í úrslitaleikinn á mótinu verða að teljast mjög góðar. Leikurinn gegn Færeyjum er sá síðasti í riðlin- um en íslendingar hafa unnið fyrstu tvo. Liðið spilaði gegn Færeyjum í fyrra og sigraði þá 11:0, og ætti því ekki að eiga í teljandi vandræð- um þó svo að færeyska liðið sé betra en í fyrra. Þórður Lárusson og Magnús Ein- arsson em þjálfarar liðsins. Þórður sagðist í samtali við Morgunblaðið vera mjög sáttur við útkomuna, þó honum kæmi þetta ekki mikið á óvaR. „Við eram með mjög gott lið í höndunum, þetta eru sterkir strák- ar með mikla reynslu. Við gerðum okkur vonir um að þeir myndu kom- Morgunblaðið/Bjami Það ð eftir að mæða á þeim félögun- um Finnboga Gylfasyni til hægri og Steini Jóhannssyni FH-ingum í Bikar- keppni FRÍ um helgina, í baráttunni um sigur í 1. deild, sem talið er að muni standa milli FH og HSK. Þórður Lárusson til hægri og Magnús Einarsson þjálfarar. ast í úrslitaleikinn og settum í upp- hafí stefnuna á það. Þeir era reynd- ar ekki búnir að tryggja það endan- lega, en það væri meira en slys ef það tækist ekki,“ sagði Þórður. íslendingar era í riðli með Finn- landi, Wales og Færeyjum, en í hin- um riðlinum leika Norðmenn, Dan- ir, Svíar og Englendingar. Eins og áður sagði gæti íslenska liðið tryggt sér Norðurlandameistaratitilinn strax í dag, og það án þess að hafa spilað gegn Dönum, Norðmönnum eða Svium. Þórður viðurkenndi að þessi einkennilega staða gæti kom- ið upp, en svona hefði verið raðað niður í riðla. „Við og Finnar erum alveg í sama klassa og toppliðin í hinum riðlinum. Það má ekki gleyma því að ísland lék um brons- sætið tvö síðustu skipti og vann í bæði skiptin," sagði Þórður. Um helgina Knattspyrna Laugardagur: 4. deild kl. 14: Varmá....Aftureld. - Árvakur Stykkish ..Snæfell - Víkingur Valbj.v......Fjölnir - Léttir Selfoss.....Emir - Njarðvík Kópav....Hvatberar - Hafnir Sigluijörður......KS - SM Dvergast ...Dagsbrún - Neisti Reyðarfj....Valur - Huginn Neskaupst....Austri - Sindri Fáskrúðsfj...KBS - Einheiji Sunnudagur: 1. deild karla: Kaplakriki...FH - Víkingur ■Leikurinn hefst kl. 16. Akureyri kl. 19.Þór - Fram KR-völlurkl. 19....KR - ÍA Mánudagur: 1. deild karla kl. 19: Keflavík.........ÍBK - ÍBV Valsvöllur...Valur - Fylkir Um helgina verður Hnokkamót Stjörnunnar hald- ið í 9. sinn á Stjömuvelli í Garðabæ. Mótið er fyrir leik- menn í 7. flokki, drengi sem fæddir eru 1985 eða síðar. Átján félög hafa skráð lið til þátttöku. Mótið verður sett kl. 9 í dag og því verður slitið kl. 16 á morgun. Fylkir gengst fyrir knatt- spymumóti, Tröllatópasmóti, fyrir 6. flokk á Fylkisvelli í dag, frá klukkan 9-14. Frjálsar Bikarkeppnin í fijálsum verð- ur á Laugardalsvelli um helg- ina. Keppt verður í fyrstu, og annarri deild. Sund Ungmennasamband Borgar- fjarðar stendur fyrir svo- nefndu Helgusundi laugar- daginn 7. ágúst, ef veður leyf- ir. Sundið fer fram í Hvalfírði og verður synt úr Geirshólma í Helguvík. Sundið, sem er um 1600 metra langt, hefst við Geirshólma klukkan 15. Þríþraut íslandsmót í þríþraut verður haldið í Ólafsfírði laugardag- inn 7. ágúst. Keppt verður í fimm flokkum og hefst keppn- in við sundlaug Ólafsfjarðar kl. 10. Syntir verða 750 metr- ar, hjólaðir 20 km og hlaupn- ir 5 km. Unglingaflokkur fer styttra. Mótið fer fram í sund- laug og á götum Ólafsfjarðar og er því mjög gott fyrir áhorfendur að fylgjast með keppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.