Morgunblaðið - 25.08.1993, Side 2

Morgunblaðið - 25.08.1993, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 E. Ólafsson selur 16 tonn af gaffalbitum til Rússlands Rússi undir færeysku flaggi ■ FÆREYSK yfirvöld hafa heimilað rússneskum togara að sigla undir færeysku flaggi. Tilgangurinn mun vera að þróa samstarf og auka atvinnu. Rússinn á að veiða upfFí færeyska kvóta af kolmunna og mun þá einnig átt við þá kvóta, sem Færeyingar eiga innan lög- sögu Evrópubandalagsins. Þegar er fyrir hendi sam- starf um færeyskan togara, sem er áð veiðum í Barents- hafi. Rússar hafa tekið hann á leigu og skiptist áhöfnin milli þjóðanna, helmingur er Færeyingar og helmingur Rússar. Togarinn er rúss- neskur. Samningar hljóða til um að heimilt sé að leita viðgerða á togurum frá sjáv- arútvegsfyrirtæki í Mur- mansk í Skipasmiðju Fær- eyja og greiða fyrir viðgerð- irnar með fiski. Gaffalbitar síðast framleiddir hér á landi fyrir þremur árum UTFLUTN- INGSFYR- IRTÆKIÐ E. Ólafsson, sem sérhæf- ir sig í sölu á lagmeti, gerði fyrir skömmu samning um beina sölu á gaffalbitum við rússneskt fyrirtæki og fer sendingin væntanlega utan um mánaðamótin. Gaffalbitar voru síðast framleiddir /yrir þremur árum og vonast Eyþór Ólafsson, framkvæmdastjóri E. Ólafs- sonar, til að framhald verði á þessum viðskiptum og íslendingar geti aftur hafið framleiðslu á þeim í stórum stíl. Eyþór Ólafsson segir að samning- urinn nái til sölu á sextán tonnum á bitum og hefur rússneska fyrirtæk- ið greitt fyrir vöruna fyrirfram. E. Ólafsson samdi við Strýtu hf. á Akúreyri um framleiðslu á gaffalbit- unum en þeir hafa ekki verið fram- leiddir á íslandi um þriggja ára skeið. Eyþór segir að of snemmt sé að spá um hvort framhald verði á þessum viðskiptum en Rússarnir hafi lýst yfir áhuga sínum á því. „Það var erfitt að koma þessu af stað en ég sé ekki eftir vinnunni sem hefur farið í þennan samning því það væri afskaplega gaman að geta komið gaffalbitaframleiðslunni á rekspöl að nýju. Vegna efnahags- óreiðu og upplausnar í þjóðlífínu þar gystra er þó ekki hægt að treysta á neitt fyrirfram. Jafnvel þótt okkur takist að koma á föstum viðskipta- tengslum á Rússlandsmarkaði verð- um við ætíð að vera búnir undir það að upp úr slitni," segir Eyþór. E. Ölafsson samdi við Strýtu hf., eignarhaldsfélag Landsbankans, á Akureyri um framleiðslu á gaffalbit- unum og verða þeir framleiddir í verksmiðju sem heyrði áður undir K. Jónsson. Gaffalbitar hafa ekki verið framleiddir á Islandi um þriggja ára skeið og segist Eyþór vera afar ánægður með samstarfið við stjórnendur Strýtu. Þurfum að auka veiðar á vannýttum tegundum Ásamt því að vera framkvæmda- stjóri E. Ólafssonar starfrækir Eyþór fiskverslunarfyrirtækið Menju ásamt Sigurði Björnssyni. Fyrirtæk- ið er alhliða fiskverslunarfyrirtæki en leggur þó megináherslu á útflutn- ing á laxi og öðrum eldisfiski til Bandaríkjanna og Evrópu. Eyþór er mikill áhugamaður um veiði á vannýttum tegundum og tel- ur að íslendingar geti þannig sótt meiri verðmæti í greipar Ægis en nú er gert. „Við gætum veitt miklu fleiri tegundir en við gerum nú og selt þær dýrt á erlendum mörkuðum. Menn verða þó að gera sér grein fyrir því að það kostar mikla vinnu og það kemur ekki neitt upp í hend- urnar á okkur. Leggja þarf út í mik- ið rannsóknastarf áður en skipulagð- ar veiðar á nýjum tegundum hefjast og meta með hvaða vinnsluaðferð mest fáist fyrir vöruna. Þá skiptir höfuðmáli að rétt sé staðið að kynn- ingu og markaðssetningu því annars er allt hitt til einskis.“ Menja hefur meðal annars unnið að því að markaðssetja kúfiskafurðir frá íslandi erlendis og er Eyþór bjartsýnn á framvindu mála. „Nú er kúfiskurinn að hækka í verði vegna aukinnar eftirspurnar. Þá hefur framboðið minnkað á Banda- ríkjamarkaði vegna ofveiði og breyttra umhverfísaðstæðna. Ég tel því að það séu miklir möguleikar í kúfiskveiðum og vinnslu á íslandi." segir Eyþór. Gott í netin ALLGÓÐUR afli hefur fengist í netin að undanförnu á Breiða- firði. Eru nokkrir bátar byijaðir á netaveiðum og hefur aflinn verið góður. Veiðibann netabáta hefur verið undanfarin ár frá I.júiitil 15. ágústeníárvar bannið stytt um hálfan mánuð svo hægt yrði að ná ýsukvótan- um. Því miður hefur ýsan ekki viljað í netin hjá bátunum en mjög gott verð hefur verið á ýsunni vegna lít- ils framboðs og hefur verðið verið allt að 170 krónur fyrir kílóið. „Það er eins og það sé ailt fullt af þorski og ufsa í fírðinum," sagði einn skipstjóri netabáts, „en ýsan virðist forðast netin og ekki er út- lit fyrir að ýsukvótinn náist þetta árið. Ysan virði bara vera tii á pappírum hjá Hafró en þorskurinn sem fræðingamir hjá sömu stofnun segja nánast verða útdauðan er enn í fullu fjöri,“ sagði sami skipstjórinn í samtali við Verið. Morgunblaðið/Alfons Netin dregin á bátnum Petri Jacob SH. í þessari trossu voru rúmlega 22 tonn af stærðar ufsa en verð á ufsanum er í kring um 30 kr. kflóið. Sjö skoðiuiarstofur starfandi mmmmmm^mmmmmma^mm nýjar Ríkið selur líklega ^,Ueft_ hlutabréfsíníRýni J meðferð afla og fiskvinnslu munu koma til fram- kvæmda í auknum mæli um næstu mánaða- mót. Nú þegar hafa sjö skoðunarstofur sem eiga að framfylgja reglunum tekið til starfa og verða öll útflutningsfyrirtæki ásamt veiði- skipum og bátum að hafa gert samning við einhveija þeirra fyrir 1. september til að fá vinnsluleyfi. Hlutverk stofanna er að sjá um að hreinlæti, hollustuhættir, búnaður og hús- næði séu í lagi hjá vinnsluleyfishöfum ásamt því að koma á innra eftirliti innan þeirra. Eins og kunnugt er hefur Rfkismat sjávaraf- urða verið lagt niður og verkefni þess flutt til Fiskistofu og skoðunarstofa sem eiga að sinna gæðaeftirliti í vinnslustöðvum og veita ráðgjöf um gæðastjórnun og uppbyggingu innra eftir- lits. Þessar breytingar má rekja til þess að Islend- ingar standa nú frammi fyrir nýjum kröfum á erlendum mörkuðum vegna væntanlegrar aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu. Til þess að ís- lenskar sjávarafurðir eigi greiða leið inn á mark- aði Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna þurfa þær að standast lágmarkskröfur þessara aðila um gæði og samræmast reglum um neytenda- vemd. Samkvæmt hinum nýju reglum þurfa vinnslu- stöðvar, lagmetisiðjur, veiðiskip, skip sem vinna afla um borð, fískuppboðsmarkaðir, fískgeymsl- ur, fiskimjölsverksmiðjur og þeir sem slátra, vinna og pakka eldisfiski að hafa samning við löggilta skoðunarstofu og er slíkur samningur forsenda vinnsluleyfis. Þeir aðilar sem hafa nú þegar hafið rekstur skoðunarstofu eru Rýni hf., Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna (SH), Islenskar sjávarafurðir (ÍS), Nýja skoðunarstofan, Skoðunarstofa Suðurnesja, Tæknimið h.f., og Fiskmiðlun Norðurlands. Fiski- stofa hefur auk þess heimilað Sölusambandi ís- lenskra fískframleiðenda að reka skoðunarstofu en sú heimild hefur ekki verið nýtt enn sem komið er. Líkur á einkavœðingu Rýnl Þjónusta þeirra skoðunarstöðva sem nú eru við lýði stendur öllum fiskverkendum til boða en áherslurnar eru þó misjafnar. Sumar stofum- ar eru staðbundnar eins og nöfn þeirra gefa til kynna en það er þó ekki algilt. Skoðunarstofa Suðumesja hefur til dæmis sterka stöðu á Aust- fjörðum. Þá leggur skoðunarstofa ÍS mesta áherslu á að þjóna aðilum innan sinna vébanda en hörð samkeppni um viðskiptavini hefur ríkt milli annarra stofa. Fjórar þeirra eru í eigu einka- aðila en ein í eigu ríkisins. Það er Rýni hf. sem var stofnuð á gmndvelli eftirlitsdeildar Ríkis- mats sjávarafurða og er allt hlutafé fyrirtækisins í eigu ríkisins. Að sögn Vilhjálms Guðlaugssonar, fram- kvæmdastjóra Rýni, ákvað ríkið að stofna fyrir- tækið fyrir síðustu áramót þegar ekki var útlit fyrir að neinir fiskframleiðendur og útflytjendur fýrir utan stóm sölusamtökin hefðu áhuga á að koma skoðunarstofu á fót. Stofa Rýni hf. var því hugsuð sem úrræði fyrir smærri aðila en fljót- lega eftir áramót kom í ljós mikill áhugi meðal einkaaðila á að stofna og reka skoðunarstofur. Mikil samkeppni ríkir nú á milli stofanna og á Vilhjálmur von á að ríkið dragi sig út úr rekstri Rýni þegar breytingarnar verða um garð gengn- ar og selji hlutabréf sín í fyrirtækinu. Fréttir vikunnar Rússar búnir með kvótann ■ NORSK stjórnvöld eru að búa sig undir að banna mót- töku á rússneskum þorski í Noregi vegna þess að Rússar eru um það bil að klára þorskkvóta sinn í Barents- hafi á þessu ári. „Haldi Rúss- ar þorskveiðum áfram eftir að hafa klárað kvótann, verður norskum fiskvinnslu- stöðvum bannað að taka við honum,“ segir Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráð- herra Noregs. ------------ Grandi með mestan kvóta ■ GRANDI hf. er með mest- an kvóta íslenzkra útgerða, eða um 3,7% af heildinni. Hlutfall 11 stærstu útgerð- anna minnkar um 2% milli fiskveiðiára, fer úr 25,6% í 23,6%. Því veldur vaxandi hlutfall loðnu í heildinni, en þessi stærstu fyrirtæki eru fyrst og fremst með botn- fiskkvóta. Næstu útgerðir á eftir Granda eru Samhetji með 3,54%,ÚA með 3,42, Vinnsíustöðin 2,48% og H.B. hf. með 1,87%. -----*-*-4-- Sjávarafurðir lækka í verði ■ VERÐVÍSITALAá sjávarafurðum okkar er- lendis er um 1,8% lægri í ágúst en hún var I júlí. Er þá miðað við verð afurða í mynteiningunni SDR. Reiknuð í íslenzkum krónum er lækkunin hins vegar 0,8%. Lækkunin nú stafar fyrst og fremst af verðlækk- unum á rækju. Frá áramót- um hefur verð á íslenzkum sjávarafurðum erlendis lækkað um 10,9% í SDR, en vegna gengislækkunar krónunnar og breytinga á gengi annarra gjaldmiðla, hefur afurðaverð hækkað um 2,1% á umræddu tima- bili taUð í íslenzkum krón- um. -----*-*-*-- Hugðust sigla að Bjamarey ■ AFLABRÖGÐ íslenzku togaranna í Smugunni í Bar- entshafi glæddust verulega í lok vikunnar. Hólmadrang- ur fékk meðal annars 20 tonna hal í flottrollið, en sólarhringsafli þjá togurun- um almennt var kominn upp undir 30 tonn. Áður hafði afli verið mjög tregur og mikið um smáfisk. Höfðu skipstjórar 27 togara ákveð- ið að hætta vciðum i Smug- unni og sigla inn á verndar- svæðið við Bjarnarey og reyna fyrir sér þar. Skotið í lok vikunnar varð til þess að menn hættu við þau áform. Síðan dró aftur úr aflanum á sunnudag, en þá ákváðu menn að bíðaátekta í Smugunni fram yfir samn- ingafund íslendinga og Norðmanna, sem haldinn var í gær. Norðmenn hafa sakað íslenzku skipin um að stunda smáfiskadráp með ólöglegum veiðarfærum. ís- lenzku skipstjórarnir segja þetta lið í ófrægingarher- ferð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.