Morgunblaðið - 25.08.1993, Qupperneq 7
B 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1993
Hörpudiski landað úr mb. Arnfinni.
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Hörpudiskveiðar hafnar
eftir hlé frá því í marz
HÖRPUDISKVEIÐAR hófust í
Stykkishólmi 9. ágúst eftir árvisst
hlé frá því í mars. Leyfilegt er
nú að veiða 8.500 tonn af hörpu-
diski á Breiðafirði á þessu fisk-
veiðiári. Þar af er landað í Stykk-
ishólmi um 6.500 tonnum. Einnig
eru skelveiðar leyfðar frá Grund-
arfirði og Brjánslæk.
Þegar mest var leyft að veiða af
hörpudiski var heildaraflinn 12.000
tonn en á síðustu árum hafa afla-
heimildir verið skertar. Líkur eru á
að engin skerðing verði á þessum
veiðum næsta ár. Er það von manna
að þetta sé það magn sem stofninn
þolir og að ekki þurfi að skerða
skelkvóta meira en nú er.
í Stykkishólmi eru þrjár skelfisk-
vinnslur starfræktar og níu stórum
bátum og þremur minni úthlutað
skelkvóta. Veiðarnar standa yfir frá
ágúst og fram í febrúar/mars. Eftir
þann tíma er nýting skelfisksins
minni og sölumöguleikar ekki eins
góðir.
í fyrra var skelfiskurinn mest
seldur til Frakklands og fékkst þar
gott verð fyrir henn en eftir áramót
lokaðist sá markaður. Eftir að staða
dollarans hefur styrkst hefur skel-
fiskurinn farið á Bandaríkjamarkað
en hér áður var hann nær eingöngu
seldur þangað.
Hörpudiskveiðarnar skapa mikla
vinnu bæði á sjó á í landi og eru
því þýðingarmiklar fyrir atvinnulífið
í Stykkishólmi.
Standa saman að þróun
hugbunaðar fyrir ótveginn
Framleiða fiskréttí
fyrir McDonald’s
VERKSMIÐJA Icelandic Freezing
Plants Ltd., dótturfyrirtækis SH í
Grimsby í Bretlandi, selur á þessu
ári rúmlega þúsund tonn af sérstök-
um fiskréttum til McDonald’s veit-
ingastaðanna á Bretlandseyjum.
IFPL framleiðir ennfremur inikið
af fiski og fiskréttum fyrir skyndibitastaði og veitingahúsakeðjur á
Bretlandseyjum og hefur þessi þáttur starfseminnar farið vaxandi.
Hærra verð fæst fyrir blokkir sem fara í þessa vinnslu, en hefðbundnar
blokkir.
IFPL í Grimsby
selur McDonald’s
1.000 tonn í ár
„Viðskipti IFPL og McDonald’s í
Englandi, Skotlandi og írlandi hófust
árið 1985. Heildarframleiðsla IFPL
fýrir veitingastaðina hefur farið vax-
andi ár frá ári og verður rúmlega
þúsund tonn á þessu ári. Hvað varð-
ar sölu til hins nýja íslenzka McDon-
ald’s-veitingastaðar er of snemmt að
spá um,“ segir Agnar Friðriksson,
forstjóri IFPL í Grimsby.
„Framleiðsla IFPL fyrir McDon-
ald’s er nokkuð frábrugðin annarri
framleiðslu verksmiðjunnar fyrir
sama markað, þar sem fískrétturinn
er ekki forsteiktur á framleiðslu-
staðnum, eins og venja er, og mjög
lítið deig með raspi er sett utan á
þannig að hlutfall fisks í hveijum
skammti er mjög hátt. Framleiðslu-
ferlið er með þeim hætti að þau
frystihús hér á landi, sem McDon-
ald’s hefur samþykkt að framleiði
fyrir sig, senda bein- og roðlaus flök
í blokkum til IFPL, sem vinnur vör-
una endanlega. McDonald’s gerir
mjög strangar gæðakröfur og sérs-
takir eftirlitsmenn á vegum keðjunn-
ar hafa reglulegt eftirlit með því að
þær séu uppfylltar, bæði í frystihús-
unum hér á landi og hjá IFPL. Það
er því mikil viðurkenning fyrir fram-
leiðendur íslenzkra sjávarafurða að
uppfylla hinar ströngu kröfur
McDonald’s. Blokkirnar eru sér-
sniðnar í þær stærðir, sem McDon-
ald’s velur, en hátt verð blokkarinnar
endurspeglar vörugæðin," segir i'
frétt frá McDonald’s.
DEB með umboð fyrir
tímaritíð „Know How“
DEB-ÞJÓNUSTAN á Akranesi hefur fengið umboð fyrir sjávarútvegs-
tímaritið Know How en það fjallar meðal annars um viðhald, viðgerð-
ir og öryggismál á skipum. Markmið tímaritsins er að kynna nýja
tækni og upplýsa lesendur um það
útgerðarstarfsemi. -
Know How kemur út á ensku Ijórum
sinnum á ári og er gefið út af „ITS
Publications” í Noregi. David Butt
hjá DEB-þjónustunni á Akranesi er
umboðsaðili norsku útgáfunnar hér
á landi og í fréttatilkynningu frá
honum segir að tímaritið sé gefið út
í 4.500 eintökum og dreift til aðila
í sjávarútvegi um allan heim. Af 900
áskrifendum í Noregi séu m.a. yfir-
menn, vélstjórar, innkaupastjórar og
véltæknifræðingar.
íslenskum fiskframleiðendum og
sem er að gerast í skipaiðnaði og
þjónustuaðilum stendur til boða að
kynna þjónustu sína í blaðinu og er
áhugasömum bent á að skila greinum
á ensku til DEB-þjónustunnar á
Akranesi. Mynd af greinarhöfundi
má fylgja greininni ásamt myndum
sem tengjast efni hennar.
Ásamt því að fá umboð fyrir „ITS
Publications" fékk DEB umboð fyrir
önnur fyrirtæki í eigu sömu aðila.
Eitt þeirra útvegar til dæmis vara-
hluti í skip og kemur þeim þangað
sem óskað er.
TÆKNIVAL hf. og Hugur
hf. hafa ákveðið að taka upp
samstarf um þróun hugbún-
aðar fyrir sjávarútveg.
Markmið þessa samstarfs er
að bjóða fyrirtækjum í út-
gerð og fiskvinnslu heildar-
lausn á sviði upplýsingamála, lausn sem bæði nær yfir framleiðslu
og fjárhagslega þætti.
Tæknival og Hugur
þróa hugbúnað fyrir
útgerð og fiskvinnslu
Tæknival hf. er 10 ára gamalt
alhliða tölvufyrirtæki. Hjá fyrirtæk-
inu starfa 58 manns, þar af 8 í hug-
búnaðardeild. Helsti styrkur hug-
búnaðardeildar er hugbúnaður fyrir
sjávarútveg, en auk hans hefur ver-
ið staðið að gerð hugbúnaðar fyrir
sveitarfélög, iðnfyrirtæki, stéttarfé-
lög og fleiri. Þróunarumhverfi hug-
búnaðar heitir Progress, sem er
fjórðu kynslóðar forritunarmál með
eigin gagnagrunni.
Hugbúnaður í stöðugri þröun
Sjávarútvegshugbúnaður Tækni-
vals hf. hefur verið í stöðugri þróun
allt frá því að fyrsti hluti kerfisins,
Agnes, leit dagsins ljós árið 1985.
Mikil þekking og reynsla liggur að
baki hugbúnaðarkerfunum sem nú
er í notkun í hundraðatali um allt
land. Hugbúnaðargerð er aldrei lok-
ið; framundan er þróunarvinna hjá
Tæknivali við að samræma kerfin
innbyrðis til að auðvelda vinnu not-
andans. Þessi vinna er þegar hafin
og munu notendur sjá afrakstur
hennar á næstu misserum.
Ákveðið hefur verið að taka upp
nýtt nafn fyrir allan hugbúnað
Tæknivals fyrir sjávarútveg sem
vinnur samkvæmt þessum nýja
staðli. Hafdís skal heildarkerfið
heita. Öll eldri kerfin Agnes, Torfí,
Birgir, Bergur, Lundi, Prófastur og
Muggur eru hlutar þessa nýja kerfis,
Hafdísar.
Starfsmenn voru í upphafi 5 en eru
nú 14. Fyrirtækið er vafalaust best
þekkt fyrir tímaskráningarkerfi sitt
(Útvörð-Bakvörð). Um 250 fyrirtæki
nota kerfin hérlendis, þar af nokkur
í sjávarútvegi.
Fyrir einu og hálfu ári hóf Hugur
hf. samstarf við danska hugbúnaðar-
fyrirtækið Damgaard Data um
markaðssetningu á Concorde XAL
hugbúnaði hérlendis. Concorde XAL
er staðlaður viðskiptahugbúnaður í
bestu merkingu þeirra orða. Auk
allra almennra verkefna (fjárhags-
bókhald, viðskiptamenn, lánar-
drottnar o.s.frv.) er hugbúnaðurinn
þanhig úr garði gerður að hann má
aðlaga aðstæðum á hveijum stað
eins og þörf krefur. Það gildir jafnt
um skjámyndir, skýrslur og ný verk-
efni.
Á grunni þessara tveggja lausna,
þ.e. Concorde XAL og Hafdísar,
bjóða Hugur og Tæknival fyrirtækj-
um í sjávarútvegi heildarlausn.
Þessa heildarlausn má nota á öllum
helstu stýrikerfum eins og DOS,
OS/2 og Unix. Windows útgáfa er
í vinnslu. Þetta skiptir miklu máli
þegar notendur horfa til framtíðar
og velta fyrir sér hvað verði ofan á
í vaxandi samkeppni á tölvumark-
aði. í allri þessari þróunarvinnu er
haft að leiðarljósi, að gagnvart not-
anda hugbúnaðarins vinni þessar
tvær hugbúnaðarlausnir sem ein.
Samstarf við Dani
Hugur hf. var stofnað árið 1986.
Tæknival og Hugur hafa lokið
samræmingu á gagnaflutningi og
gagnaskilum milli Hafdísar og Conc-
orde XAL bókhaldskerfanna. Það er
notandans að skilgreina á ítarlegan
en þó auðveldan hátt hvaða gögn á
að færa á milli og hvar yfírfærslan
bókast í Concorde XAL. Þetta er
auðvelt í uppsetningu og notandinn
hefur fulla stjórn á því hvaða gögn
færast milli kerfa. Þetta leiðir til
þess að aðeins þarf að skrá upplýs-
ingar einu sinni inn í kerfið, eftir
það er aðeins um úrvinnslu gagna að
ræða.
Hafdís, hugbúnaður í Windows
Hafdís er hugbúnaður í Windows.
Verið er að færa eldri sjávarútveg-
skerfi Tæknivals yfír í Hafdísi.
Windows útgáfa Concorde XAL
verður tilbúin snemma næsta árs.
Hugur og Tæknival munu staðla
notendaskil kerfanna. Ávinningur
staðlaðs hugbúnaðar er mikill, m.a.
eru notendur fljótir að læra á hug-
búnaðinn, yfirfærsla gagna í t.d.
Word eða Excel er leikur einn og
hægt er að senda fax með faxgátt
út úr forritunum beint til viðtakanda.
Microsoft, framleiðandi Windows,
hefur ákveðið að fylgja eftir mikilli
útbreiðslu, Windows og sett fram
staðal fyrir gagnaskil, sem gerir
ólíkum hugbúnaðarkerfum kleift að
vinna með gögn úr ólíkum gagna-
grunnum. Þessi lausn er kölluð
ODBC (Open Data Base Connect-
ivity). Bæði Concorde XAL og Progr-
ess ætla að bjóða þessa lausn. Með
þessu verður allur gagnaflutningur
auðveldur og framkvæmdur í sí-
vinnslu. Með hjálp ODBC verður síð-
asta áfanganum í tengingum Conc-
orde XAL og Hafdísar náð.
Á sjávarútvegssýningunni í sept-
ember nk. munu Tæknival og Hugur
m.a. sýna fyrsta afrakstur samstarfs
fyrirtækjanna.
(Fréttatilkynning)
Vélstjóri óskast
Vélstjóri með 750 kw réttindi óskast á tog-
bát, sem gerður er út frá Vestfjörðum.
Upplýsingar í símum 94-7440 og 94-7441.
Fiskverkendur
- útgerðarmenn
Lifrarsöfnun hefst 1. september nk.
Tökum einnig við lifur í verksmiðju okkar.
Ef áhugi er fyrir hendi getum við útvegað
útgerðum sérbúin lifrarkör.
Frekari upplýsingar veitir verkstjóri eða
verksmiðjustjóri í síma 91-28777.
LYSI
KVttTABANKINN
Tapast kvóti?
Aðstoðum þá sem eru að tapa kvóta
vegna 25% reglunnar.
Aðeins örfáir dagar til stefnu.
Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson.