Morgunblaðið - 26.08.1993, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
3
Einar Bollason, sem er með hóp útlendinga i hestaferð um landiö
Höfum sannað að íslenski
hesturinn er undraskepna
Vaðbrekku, Jökuldal.
„FERÐIN hefur enn einu sinni sannað hvílík undraskepna íslenski
hesturinn er,“ sagði Einar Bollason þegar fréttaritari hitti hann að
máli á Aðalbóli en þar var hann staddur ásamt rúmlega tuttugu og
fimm manna hópi ferðalanga og starfsmanna og hópurinn langt að
kominn alla leið vestan af Snæfellsnesi á hestum. Sagði Einar að
gott væri að vera komin á Jökuldal og í Hrafnkelsdal og njóta anná-
laðrar gestrisni. Ferðinni lýkur á Reyðarfirði í dag.
Hópurinn var búinn að vera á
ferð í tuttugu og tvo daga eftir
endilöngu miðhálendinu. og riðið
norðan jökla. Alls hafa verið notað-
ir um 270 hestar í ferðinni en fjór-
ir hestar sem Einar á sjálfur hafa
verið með nær allan tímann og einn
hestur, átján vetra og aldursforseti
hestanna, hefur verið með alla leið-
ina og lætur ekki á sjá.
Fólkið í ferðinni kemur víða að,
ellefu Þjóðveijar, fimm Austurríkis-
menn, tveir Svisslendingar, einn
Englendingur, einn Skoti og einn
Norðmaður. Hópurinn hefur fengið
með afbrigðum gott veður í ferðinni
ef frá er talinn snjókomudagurinn
við Ingólfsskála undir Hofsjökli sem
að vísu jók enn á ævintýrablæ ferð-
arinnar. Annars var sólskin alla
daga eins og fréttaritari sá glöggt
á ferðalöngunum sem voru útitekn-
ir eins og verið hefðu í sólarlöndum
svo mánuðum skipti.
' - Sig. Að.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
í hreppstjórafrakkanum
Ekki hafði Einar Bollason þurft að fara í regnföt í ferðinni, hrepp-
stjórafrakkinn hans dugði vel allan tímann.
30 smið-
ir eruán
atvinnu
ÞRJÁTIU smiðir eru á atvinnu-
leysisskrá um þessar mundir að
sögn Grétars Þorsteinssonar.
Hann segir að atvinnuhorfur
fyrir næsta vetur séu dökkar
og allt bendi til þess að smiðum
fjölgi með haustinu á atvinnu-
leysisskrá. Síðasta vetur urðu
þeir flestir 150 á skránni og
Grétar óttast að þeir verði enn
fleiri næsta vetur ef ekki rofi
til i atvinnumálum stéttarinnar.
„Það er einkennandi fyrir ráðn-
ingar, sem við vitum um í sumar,
að þær eru flestar til skamms
tíma,“ segir Grétar. „Við óttumst
því að mjög margir þeirra, sem
fengu vinnu í sumar, komi inn á
skrána aftur strax í september eða
í október.“ Hann segir að félaginu
sé kunnugt um fjölmargar fyrir-
hugaðar uppsagnir í haust og í
byrjun vetrar. „Við vonum auðvit-
að og höfum ástæðu til að ætla
að ekki komi til flestra þeirra. Það
er samt sem áður margt, sem bend-
ir til þess, að smiðum fari fjölg-
andi á atvinnuleysisskránni með
haustinu,“ segir hann.
Meira atvinnuleysi en á síðasta
vetri?
„Jafnframt óttumst við að á
komandi vetri verði atvinnuástand
mun lakara en síðastliðinn vetur
en þá voru, þegar verst lét, um
150 smiðir atvinnulausir. Að vísu
sjáum við ekki alveg fyrir hvaða
áhrif verkefnin, sem fjármagna á
með hluta af „milljarðanum"
margumtalaða, hafa. Þegar þau
verða boðin út þýðir það aftur á
móti augljósan ávinning fyrir fé-
lagsmenn okkar.“
Hann segir að aðeins eitt verk-
efni hafi þegar verið boðið út. „Af
þeim sökum vonumst við til að
verkefnin verði boðin út hið
fyrsta,“ segir hann.
Fjölskyldu-
garðurinn
lokar í vetur
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að frá og með 1. sept-
ember verði einungis selt
inn í Húsdýragarðinn og
jafnframt að rekstri tækja
og búnaðar í Fjölskyldu-
garðinum verði hætt til vors.
í tillögu íþrótta- og tóm-
stundaráðs sem borgarráð
samþykkti er gert ráð fyrir að
athugað verði með að hafa
opið um helgar ef vel viðrar.
Garðurinn verður opinn að
öðru leyti.
agnadeild Hallarmi
íími. 813211 og 8135'