Morgunblaðið - 26.08.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
13
Sparnaður í heilbrigðiskerfínu?
Opið bréf til Guðmundar Arna Stefánssonar heilbrigðis- ogtryggingaráðherra
eftir Svein
Aðalsteinsson
Að gömlum og góðum íslensk-
um sið vil ég bjóða þig velkominn
til nýrra starfa fyrir samfélagið.
Ég varð satt að segja nokkuð
hissa, þegar ég frétti, að þú hefð-
ir tekið þetta embætti að þér.
Fyrst varð mér til að hugsa, hvort
ekki væri mikil hætta á, eins og
nú árar í okkar ágæta þjóðfélagi,
að þú fremdir þar með pólitískt
„harakiri". Eftir úokkrar vanga-
veltur taldi ég að þetta væri að
öllum líkindum alrangt stöðumat
hjá mér. Forveri þinn, blóðugur
upp að öxlum, væri þegar búinn
að höggva það mikið og skera í
þessum málaflokki, að nú væri
komið að þér að binda um og líkna.
Hjúkrunarheimilið Eir
Það urðu mér því ekki lítil von-
brigði, þegar ég hlýddi á viðtal við
þig nú á dögunum, þar sem þú
kvaðst upp úr með það, að alls
óvíst væri að viðbótarhjúkrunar-
rými fyrir aldraða yrði tekið í notk-
un hinn 1. október nk., eins og til
hefur staðið.
Til að upplýsa lesendur, um
hvað málið snýst, þá var opnuð
25 rúma deild fyrir aldraða á
Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafar-
vogi 1. mars sl. Til hefur staðið
að bæta við 25 rúma deild á sömu
hæð hússins hinn 1. október nk.
og er húsnæðið því nú þegar til-
búið. Fjármunir til rekstrar þrjá
síðustu mánuði ársins, munu vera
tryggðir á fjárlögum þessa árs.
Þegar talað er um „sparnað“ í
þessu sambandi, er því sá viðbótar
rekstrarkostnaður, sem til fellur á
næsta ári, vegna "fjölgunar úr 25
í 50 rúm. R'ekstur 50 rúma deild-
ar, er sagður kosta u.þ.b. 150
milljónir kr. á ári. Því má ætla að
þessi 25 rúma aukning kosti
50-60 milljónir kr. á ári, þ.e. gera
verður ráð fyrir að nokkur hag-
ræðing náist með fjölgun rúma.
Þegar ég heyrði um þessa við-
leitni til „sparnaðar", var mér fyrst
fyrir að hugsa til móður minnar.
Hún er á 83T aldursári og í mik-
illi þörf fyrir vist á hjúkrunar-
rými. Hún lenti i því óláni á Spáni
1981, að á hana var ráðist og eft-
ir það fór heilsu hennar áberandi
að hnigna.
Oryggiskallkerfi fyrir
heimahús
í kjölfar lærbrots, 1986, fór ég
fram á við Tryggingastofnun ríkis-
ins, að þar eð hún bjó (og býr
ennþá) ein fengi hún styrk til að
kaupa og reka öryggiskerfi, tengt
öryggisþjónustunni Vara. Þeirri
beiðni var synjað, með þeim rök-
um, að ástand hennar teldist ekki
nægilega alvarlegt.
Einokun Securitas
Það sem vakti athygli mína þá
var, að Tryggingastofnun ríkisins
styrkti einungis kaup á búnaði frá
Securitas. Sá búnaður var tvöfalt
dýrari (ca 90 þús. kr.) en búnaður
sá, er Vari bauð (ca 45 þús. kr.).
I þeim tilvikum, að Trygginga-
stofnun ríkisins styrki öryggisbún-
aðarkaup, nemur styrkur 90%
verðs. Rekstrarkostnaður á mán-
uði var samsvarandi tvöfalt hærri
hjá Securitas og ef styrkur fékkst,
greiddi Tryggingastofnunin 80%
þar af. Ástæða þessa mikla verð-
munar var þá sögð meira rekstrar-
öryggi í Securitasbúnaðinum, sem
fólst í því, að ef bilun varð í við-
komandi símalínu, kom það fram
í stjórnstöð Securitas. Þessi tvö-
faldi kostnaður, sem Trygginga-
stofnun var reiðubúin að greiða
að langstærstum hluta, var þannig
greiðsla fyrir sjálfvirkt eftirlit á
hugsanlegri línubilun. Þetta eftirlit
hefði að sjálfsögðu mátt koma á
eftir öðrum leiðum, án þess að af
því hlytist tvöfaldur stofn- og
rekstrarkostnaður! Sá búnaður,
sem Vari bauð, var þá þegar í
notkun hjá hundruðum þúsunda
sjúklinga um alla Evrópu og víðar
og ljóst er, séu allir þættir málsins
skoðaðir, að kerfi Securitas hafði
ekki praktíska yfirburði.
Góð þjónusta Vara
Þrátt fyrir synjun Trygginga-
stofnunar, taldi ég ástandi móður
minnar þannig farið, að ekki væri
veijandi annað en að setja upp
öryggiskallkerfi, sem tengt var
öryggisþjónustu Vara. Reyndist
það í alla staði mjög öruggt og
hefur þjónustan hjá Vara verið til
fyrirmyndar. Árið 1991 varð móð-
ir mín enn fyrir áfalli, við að detta.
Þá setti Vari upp enn fullkomnara
öryggiskerfi, þar sem ná má sam-
bandi við hana frá stjórnstöð hvar
sem er í íbúðinni, án þess að hún
noti símtæki. Þá var ítrekað sótt
um styrk til Tryggingastofnunar
ríkisins, sem samþykkti umsókn-
ina, að fyrrgreindu skilyrði
óbreyttu, þ.e. að einungis þjónusta
frá Securitas væri styrkt! — Mjög
áþekkur mismunur var þá enn á
stofnkostnaði og rekstri kerfa frá
þessum tveimur fyrirtækjum, þ.e.
verðið hjá Securitas var u.þ.b. tvö-
falt hærra!
Sparnaður í ríkisrekstri
. Benda má á ýmsar raunhæfar
leiðir til að ná fram verulegum
sparnaði í ríkiskerfinu og ekki síð-
ur til þess að auka tekjur ríkisins.
- Rýmið leyfir því miður ekki að
það sé gert hér en 4-5 dæmi gæti
ég nefnt sem færðu ríkinu sam-
tals a.m.k. á annan milljarð kr. á
ári.
Fullyrt er, að með því að bjóða
út þá öryggisvaktþjónustu, sem
Securitas með samningum við
Tryggingastofnun ríkisins hefur
náð að einoka og þar sem Trygg-
ingastofnun greiðir 90% stofn-
kostnaðar og 80% rekstrarkostn-
aðar, megi með eðlilegri sam-
keppni ná 20-30 milljón kr. sparn-
aði á ári! Þannig hefur ríkið með
samningum við Securitas um sjö
ára skeið tapað samtals 150-200
milljónum kr.!
Full nauðsyn er á, Guðmundur
Ámi, að þú kynnir þér þetta mál
til hlítar og látir nú ekki þá opin-
beru embættismenn, sem tengst
hafa því á fyrri stigum, eða sem
Sveinn Aðalsteinsson
„Full nauðsyn er á,
Guðmundur Arni, að þú
kynnir þér þetta mál til
hlítar og látir nú ekki
þá opinberu embættis-
menn, sem tengst hafa
því á fyrri stigum, eða
sem hlífa þurfa „kolleg-
um“, sjá um að grafast
fyrir um grundvöll og
ástæður samninganna
við Securitas.“
hlífa þurfa „kollegum“, sjá um að
grafast fyrir um grundvöll og
ástæður samninganna við Securit-
as. Margt fleira er við þessa samn-
ingagerð alla að athuga, t.d. hvað
réði því að í hasti var ráðist í að
gera nýjan, víðtækari og óhag-
kvæmari samning við Securitas
ári áður en upprunalegi samning-
urinn rann út.
Hjúkrunarrými fyrir aldraða
Ég trúi því ekki að óreyndu, að
þú látir hafa þig í að fresta að
taka í notkun hjúkrunarþjónustu
fyrir aldraða, þá þegna sem þjónað
hafa þjóðfélaginu lengst og best.
Okkur, sem yngri erum, ber skylda
til að sjá til þess að elstu samborg-
ararnir séu ekki meðhöndlaðir sem
vandamál, eða líkt og hrepþsó-
magar áður fyrr, undir lok æviske-
iðs.
Það eru takmörk fyrir því,
hversu lengi er veijandi að hafa
aldrað fólk búandi eitt og sér. Það
á við um móður mína, sem lær-
brotnaði aftur á þessu ári og telst
hún því nú til þess hóps aldraðra,
sem nauðsynlega þarf á hjúkr-
unarþjónustu að halda.
Að hika við að taka í notkun
fullbúna deild, með sparnað í huga,
er reginskyssa, sem leiðir einungis
til aukins kostnaðar og vandamála
annars staðar í heilbrigðiskerfinu,
auk óvissu og þjáninga okkar elstu
samborgara, sem sannarlega voru
ekki aldir upp sem hávær þrýsfci-
hópur.
Sparnaðarhugmyndir
embættismanna
Þegar embættismennirnir sækja
að þér, hlaðnir „sparnaðarhug-
myndum" sem þessum, skaltu
hafa á hraðbergi, hvernig hver
frámkvæmdin á fætur annarri,
sem lagt hefur verið af stað með
sem öldrunarlækningadeild, hefur
verið tekin undir annað. Sem dæmi
má nefna Grensásdeild, sem upp-
haflega var byggð sem öldrunar-
lækningadeild, en hefur árum
saman verið nýtt sem almenn end-
urhæfingardeild. Annað lýsandi
dæmi er hin margfræga B-álma
Borgarspítalans, sem á að nýta til
alls annars en öldrunarlækninga.
B-álman var að stórum hluta fjár-
mögnuð af framkvæmdasjóði aldr-
aðra. í þann sjóð runnu ákveðnir
nefskattar, ætlaðir til málefna
aldraðra.
Lokaorð
Stattu þig í erfiðu verkefni,
Guðmundur Árni! Láttu ekki mis-
vitra embættismenn ráða of miklu
um val sparnaðarleiða sem leitt
gætu til pólitiskra endaloka þinna.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Hver er velkominn?
eftir Njörð P.
Njarðvík
Margir hafa fundið hjá sér
hvöt til að mótmæla heimsókn
Símonar Peres, utanríkis- og
aðstoðarforsætisráðherra ísra-
els, jafnvel á útifundi - og ekki
að ástæðulausu. Það er að vísu
hægt að skilja heiftrækni ísraels-
manna og miskunnarlausa
grimmd í framgöngu, en það er
ekki hægt að réttlæta hana.
Gyðingar bera innra með sér
flakandi sár aldalangra ofsókna
samfara þeirri trúarsannfæringu
að vera Guðs útvalin þjóð. Þetta
tvennt held ég að menn verði
að muna, þegar þeir meta stöðu
ísraelsríkis. Helförin skelfilega,
þegar gyðingar voru leiddir í
sláturhús mannhaturs nasista,
er enn svo nýlega afstaðin, að
hún er öllum í fersku minni, sem
komnir eru yfir miðjan aldur.
Gyðingum hefur með réttu fund-
ist að þjóðir heimsins sýndu þeim
ofsóknum undarlegt tómlæti.
Ráðamenn íslensku þjóðarinnar
voru ekki heldur með öllu sak-
lausir af þeim skorti á samúðar-
kennd. Og dapurlegt er að minn-
ast þeirrar staðreyndar, að héðan
voru gyðingar flæmdir á örvænt-
ingarflótta sínum undan nasist-
um.
Það er því ekki undarlegt þótt
gyðingar ríghaldi sér í þann land-
skika, sem þeim tókst að ná á
vald sitt til að stofna eigið ríki.
Og það er líka auðvelt að skilja
þá kennd þeirra, að þeir verði
að standa einir og óstuddir með
þá sálarkvöl í veganesti, að aldr-
ei skuli þeir á ný beittir ofríki,
ofsóknum og hatri. Þetta er allt
saman hægt að skilja. En um
leið verður að bæta við, að engu
er líkara en hið sára veganesti
sé orðið að hreinu ofsóknaræði.
Að þeir hafi tekið sér sína eigin
ofsóknara til fyrirmyndar. Og er
þá hægt að sýna þeim samúð
lengur?
Palestínumenn eru lika þjóð
með langa og merkilega sögu,
og þeir eiga líka rétt á eigin ríki.
Og þeim var ýtt til hliðar við
stofnun Israelsríkis, trúlega
vegna þess að þjóðir heimsins
fundu fyrir sáru samviskubiti
vegna harmsögu gyðinga. Og nú
er samviskubitið að snúast við,
vegna ofsókna ísraelsmanna á
hendur Palestínumönnum.
Blendin siðferðiskennd
Það er í því ljósi sem menn
fínna hjá sér hvöt til að mót-
mæla heimsókn Símonar Peres.
Menn sjá hann sem opinberan
fulltrúa ofsóknarstefnu ísraels-
manna. Þess geldur hann sem
einstaklingur, þó ef til vill væri
nú rétt að láta hann í einhveiju
njóta þess, að hann hefur alla
tíð verið í hópi hinna hófsamari
og sáttfúsari ísraelsmanna, og
jafnvel í forystu þar.
Með réttu finnst mörgum
einnig ótækt að ísraelsmenn
komist upp með að hunsa sam-
þykktir Sameinuðu þjóðanna,
þegar ráðist er með hervaldi á
aðrar þjóðir (írak) fyrir sams
konar brot. Því er auðvitað sjálf-
sagt að mótmæla. Og-það er
gert með mótmælum við heim-
sókn utanríkisráðherrans.
En í þeim efnum rekumst við
einmitt og enn á ný á hina ein-
kennilega blöndnu siðferðis-
kennd heimsins. Það er nefnilega
ekki sama hver gerir hvað. Það
eru víst hvorki ný né óvænt sann-
indi.
Færum okkur í norðvestur til
þess svæðis sem til skamms tíma
hét Júgóslavía. Hvernig ýtir það
svæði við samvisku heimsins?
Við munum eftir nauðsyn þess
að frelsa Kúveit frá Hússein og
koma því ríki aftur undir fyrri
einræðisstjóm: Eða ættum við
kannski að tala um nauðsyn þess
að réttir menn ráði olíulindum?
Vantar ef til vill olíu í Bosníu?
Af hveiju má murka lífið úr
múslimum í Bosníu? Er það af
því að þeir eru múslimar? I þessu
tilviki hefur að vísu skotið upp
kollinum sú einkennilega hug-
mynd, að setja upp dómstól sem
kveða skyldi upp dóma fyrir
stríðsglæpi. En þá vaknar sú
áleitna spurning hveijir séu í
raun stríðsglæpamenn, og hana
vil ég geyma ögn.
Bregðum okkur til Kúrdistan.
Ef við viðurkennum rétt Palest-
ínumanna til eigin ríkis, hvað þá
um rétt þjóðar Kúrda, sem telur
um 25 milljónir? Hvað segir sam-
viska heimsins við því?
Hvernig velja skal gesti
Gallinn er ævinlega sá sami:
Það vantar sameiginlegan
grundvöll, eins konar allsheijar
réttlætiskennd sem krefst þess
að allir séu dæmdir eins fyrir
sams konar brot. Og gallinn við
dómstóla af tagi dómstólsins í
Nurnberg er að hann er skipaður
sigurvegurum. Ef nasistar hefðu
unnið heimsstyijöldina síðari, þá
er hætt við að slíkur dómstóll
hefði verið öðru vísi skipaður.
Og ef við viljum ekki taka á
móti Símoni Peres sem gesti (og
ég hef ákveðna samúð með þeirri
afstöðu), þá vil ég benda mönn-
um á, að þeir verða að vera sjálf-
um sér samkvæmir. Viljum við
taka á móti gestum sem sýna
yfirgang og ofsóknir, sem gerast
sekir um dráp á saklausu fólki?
Við megum ekki gleyma blóðug-
um ferli ærið margra þjóða: Þjóð-
veija, Breta, Frakka, Rússa,
Bandaríkjamanna, Japana, Port-
úgala, ítala - á að halda upptaln-
ingunni áfram?
Menn vildu ekki umgangast
Kurt Waldheim, forseta Austur-
ríkis, af því að hann hafði gerst
sekur um að senda menn í opinn
dauðann. Gott og vel.
En lítum okkur nær. Bill Clint-
on hefur verið forseti Bandaríkj-
anna í liðlega hálft ár. Hann
fyrirskipaði loftárás á Bagdad
til að hefna fyrir þá fyrirætlun
leyniþjónustunnar í írak að ætla
að ráða Georg Bush af dögum.
Það var kallað fyrirætlun. í þess-
ari loftárás fórust óbreyttir borg-
arar, saklaust fólk. Og þá vaknar
þessi spurning: Hvað er það sem
gefur forseta Bandaríkjanna,
vinaþjóðar okkar, heimild til þess
að láta drepa saklaust fólk í
Bagdad? Hefur hann heimild til
þess? Menn segja að ísraelar
hafi ekki heimild til þess að láta
drepa saklaust fólk í Líbanon.
En hver er munurinn? Og í fram-
haldi af því: Hvernig ætlum við
að velja okkur gesti?
Höfundur er rithöfundur og
dósent í íslenskum bóknwnntum
við Háskóla íslands.