Morgunblaðið - 26.08.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. AGUST 1993
Morgunblaðið/Þorkell
Fornleifafundur á Arnarhóli
ÝMSIR hlutir hafa fundist í fornleifagreftri á Arnarhóli og að sögn
Ragnars Edvardssonar, verkstjóra framkvæmdanna, er gröfturinn
líklega kominn niður í tóftir bæjarins sem var á Arnarhóli og því
séu hlutirnir líklega úr bænum sjálfum. Hann segir að ekki hafi enn
náðst niður á gólf bæjarins en vonast til að komast að því áður en
þurfi að hætta að grafa, en aðeins megi grafa um 30 sentímetra til
viðbótar. Á myndinni má sjá nokkra af þeim hlutum sem fundust í
gær, m.a. postulínsbrot, hnapp og það sem Ragnar segist halda að
sé beltissylgja.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um SVR hf.
Ekkí er tryggt að kjör
starfsfólks verði óskert
EKKI er forsenda fyrir því að leggja fram tillögu um breytingu SVR
í hlutafélag á fundi borgarstjórnar í dag, að mati Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar. Félagið segir að fyrirheit sem Sveinn Andri
Sveinsson stjórnarformaður SVR og Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri gáfu starfsmönnum SVR þess efnis að þeim byðist starf hjá
SVR hf. eða Reykjavíkurborg á sömu kjörum og þeir höfðu fyrir
breytingu séu ekki tryggð. Helsti ásteytingarsteinninn í tillögum
meirihluta Sjálfstæðisflokksins og fulltrúa starfsmanna SVR í sam-
ráðshópi um breytinguna er afnám biðlaunaréttinda starfsmanna
og breyting á lífeyrisréttindum þeirra.
Skipaður var samráðshópur til
að fjalla um tillögu meirihluta sjálf-
stæðismanna í borgarstjóm og lauk
því starfí í júlí með erindi til borgar-
ráðs. Skömmu síðar sendi Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar
borgarstjóra bréf þar sem STRV
telur sig ekki mega treysta því að
við undirbúning málsins hafí verið
unnið út frá þeirri grundvallarfor-
seridu að „allir starfsmenn SVR
haldi launum sínum og laun og rétt-
VEÐUR
IDAGkl. 12.00
Heímild: Veðurstofa Islands
(Byggt é veðurspá kl. 16.15-í g»r)
VEÐURHORFUR I DAG. 26. AGUST
YFIRLIT: Á Grænlandshafi er smálægo og önnur álíka við Hvarf, en
suður í hafi er vaxandi 1.006 mb lægö, sem hreyfist fyr^t austur og síð-
an norður og verður skammt suðvestur af iandinu í fyrramálið.
SPÁ: Allhvöss sunnan- og suðaustanátt og rigning sunnan og vestan-
lands, en mun hægara og stundum úrkomulaust í öðrum landshlutum.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg austlæg átt og fremur
hlýtt í veðri. Skýjað en þurrt að mestu um austanvert landið en víöa
léttskýjað um vestanvert landiö.
HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg breytileg eða norðlæg átt og léttskýjað
um sunnan- og vestanvert landið en skýjað norðaustanlands. Hiti 7 til
17 stig, hlýjast suöaustanlands.
Nýir veðurfregnatfmar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.46, 16.30, 18.30,
22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 890600.
ö
Heiöskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
-M
Léttskýjað
* r *
* r
r * r
Siydda
&
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
A
Skýjað
Alskýjað
v ^ ý
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörín sýnir vindstefnu
og fjaörimar vindstyrií,
heil fjööurer2 vindstig.^
10° Hitastig
v Súld
= Þoka
stig..
FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær)
Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiöfærir. Viða
er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam-
kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabflum, Gæsavatna-
og Dyngjufjallaleiðir eru ennþá ófærar vegna snjóa, sama er að segja um
Hrafntinnusker.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í slma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðln.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 ígær að ísl. tíma
hiti vefitir
Akureyrl 18 léttskýjaó
Reykjavfk 10 súld
Bergen 14 léttskýjað
Helsinkl 14 skýjað
Kaupmannahöfn 18 léttskýjað
Narssaraauaq 7 ringlnásíö.kls.
Nuuk 3 skýjað
Oetó 18 úrkomalgrend
Stokkhólmur 14 skýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Algarve 22 léttskýjað
Amsterdam 16 skúr
Barcelona 26 alskýjað
Berlín 17 skýjað
Chicago 22 þokumóða
Feneyjar 27 þokumóða
Franklurt 17 skýjað
Glasgow 16 léttskýjað
Hamborg 16 skýjað
London 16 akýjað
LosAngeles vantar
Lúxemborg 16 léttskýjað
Madríd 21 skýjað
Malaga 26 skýjað
Mallorca 20 hálfskýjað
Montreal 22 Iétt8kýjað
NewYork 24 mistur
Orlando 26 þokumóða
Paría 10 léttskýjað
Madelra 23 hálfekýjað
Róm 32 hélfskýjað
Vfn 15 rigning á síð.kls.
Washington 24 mistur
Wlnnlpeg 16 þrumuvcður
indi verði þau sömu fyrir og eftir
breytingar". Bent var á að þetta
bréf hefði enga umfjöllun fengið í
bprgarráði. í bréfínu segir að full-
trúi Reykjavíkurborgar í samráðs-
hópnum, Hjörleifur B. Kvaran,
byggi niðurstöður sínar um lítinn
mun á lífeyrissjóðsréttindum starfs-
manna Reykjavíkurborgar og rétt-
indum sem fást í almennum lífeyris-
sjóðum, á áliti frá VÍB, sem stjórn
Starfsmannafélagsins dregur í efa
að sé rétt. Nauðsynlegt sé að kanna
þennan þátt málsins mun betur.
í öðru lagi segir í bréfínu að
starfsmenn SVR sem biðlaunarétt
eigi geti farið á biðlaun kjósi þeir
það en með því fyrirgeri þeir rétti
sínum til starfa hjá hinu nýja fyrir-
tæki.
Mikið samráð haft
Sveinn Andri Sveinsson, formað-
ur stjórnar SVR, segir að sjaldan
eða aldrei hafí formbreyting á fyrir-
tæki verið undirbúin jafnvel og nú
og jafnmikið samráð haft við starfs-
menn. Hann segir niðurstöðu út-
tektar Sigurðar B. Stefánssonar hjá
VÍB þá að lífeyrissjóðsréttindi
starfsmanna verði meiri eftir þessa
breytingu. Starfsmenn sem hafi
skemmstan starfstíma komi þó lítil-
lega verf út úr breytingunni en
komið verði til móts við þann hóp
starfsmanna. Hann segir að Starfs-
mannafélagið hafí valið að reyna
að tortryggja höfund skýrslunnar.
Starfsmannafélaginu sé frjálst að
láta aðra aðila gera fyrir sig trygg-
ingafræðilega úttekt á lífeyrissjóðs-
málunum.
Biðlaun ekki forsvaranleg
Varðandi biðlaunaréttindin sagði
Sveinn Andri: „Ég held að það sé
ekki forsvaranlegt í þessu þjóðfé-
lagi að menn sem ganga í nákvæm-
lega sömu störf á nákvæmlega
sömu launum og áður fái tvöföld
laun í heilt ár. Ég held að mörgum
atvinnulausum manninum þætti
það súrt í brotið að á þessum tím-
um, þægju ákveðnir starfshópar
tvöföld laun er þeir hætta sem opin-
berir starfsmenn. Þeim aðilum sem
hafa biðlaunarétt verður tryggður
hann áfram hjá hlutafélaginu, en
þeir eru aðeins 18 manns af 153,“
sagði Sveinn Andri.
Útboð ríkisvíxla hjá Lánasýslu ríkisins
Meðalávöxtun hefur lækk-
að stöðugt frá áramótum
MEÐALÁVÖXTUN ríkisvíxla til 6 og 12 mánaða hefur lækkað stöðugt
frá áramótum. Meðalávöxtun tilboða sem tekið var í gær eftir útboð
var 10,14% á bréfum til 6 mánaða og 11,21% á 12 mánaða bréfum.
Til samanburðar má geta þess, að í útboði 26. maí var meðalávöxtun á
6 mánaða bréfum 10,85% og á 12 mánaða bréfum 12,01%. í útboði 27.
janúar var meðalávöxtun á 6 mánaða bréfum 12,47% og hefur hún því
lækkað um 2,33 prósentustig.
Samkvæmt upplýsingum frá
Lánasýslu ríkisins bárust 84 gild til-
boð í útboðinu, samtals að ijárhæð
1.615 milljónir króna. Alls var tekið
tilboðum að fjárhæð 995 milljónir
króna frá 80 aðilum. Þar af var tek-
ið tilboðum frá Seðlabanka íslands
að fjárhæð 120 milljónir króna á
meðalverði samþykktra tilboða.
Hæsta ávöxtun samkvæmt tilboð-
um nú var 10,35% á ríkisvíxlum til
6 mánaða og 11,30% á ríkisvíxlum
til 12 mánaða. Lægsta ávöxtun var
9,80% á 6 mánaða bréfum en 11,14%
á 12 mánaða bréfum. Meðalávöxtun
var sem fyrr segir 10,14% og 11,21%.
Bréf 5 lögmanna til dómsmálaráðherra
Prófessor og læknar
sakaðir um vanhæfi
Vísa þessu á bug, segir Arnljótur Bjömsson
FIMM lögmenn hafa sent dómsmálaráðherra bréf þar sem gagn-
rýndur er þáttur Arnljóts Björnssonar prófessors við Háskóla ís-
lands í mótun frumvarps til skaðabótalaga og skipun læknanna
Bryryólfs Mogensen og Gísla Einarssonar í örorkunefnd. í svari
læknanna tveggja til dómsmálaráðherra segir að hér sé um alvar-
legan rógburð að ræða. „Ég vísa þeim ásökunum sem koma fram
- í þessu bréfí á bug sem tilhæfulausum og mun senda greinargerð
til dómsmálaráðherra um málið,“ sagði Amijótur Björnsson í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Lögmennirnir telja útreikninga í
greinargerð sem Amljótur lagði
fyrir allsheijamefnd Alþingis ranga
og ætlaða til að sannfæra þingmenn
um að örorkubætur hækki með lög-
unum, þegar hið rétta sé að þær
muni lækka. Benda bréfritarar á
að Amljótur hafí verið starfsmaður
Sjóvátryggingafélags íslands og
gegni enn hlutastarfi fyrir íslenska
endurtryggingu. Brynjólfur Mogen-
sen hafí verið trúnaðarlæknir Vá-
tryggingafélags íslands þegar hann
var skipaður í örorkunefnd, en Gísli
Einarsson varamaður hafí starfað
fyrir Tryggingaskólann sem rekinn
er af vátryggingafélögunum.
Hæstaréttarlögmennimir Jón
Steinar Gunnlaugsson, Viðar Már
Matthíasson, Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson, Átli Gíslason og Sigurð-
ur G. Guðjónsson undirrita bréfíð
til dómsmálaráðherra, sem dagsett
er 5. ágúst. í samtali við Morgun-
blaðið sagði Atli Gíslason að lög-
mennimir hefðu um sex ára skeið
átt óformlegt samstarf um ýmis
atriði er lytu að tryggingamálum.
Með bréfínu væri ekki verið að fínna
að hæfni læknanna tveggja, Brynj-
ólfs Mogensen og Gísla Einarsson-
ar, né Arnljóts Björnssonar prófess-
ors, heldur væri hæfi í þeim störfum
er um ræddi dregin í efa.