Morgunblaðið - 26.08.1993, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. AGUST 1993
ENGAN SAKAÐI í UPPÞOTISEM 40 FANGAR Á LITLA-HRAUNITÓKU ÞÁTT í
• - Morgunblaðið/Þorkell
ÞEIR 8 fangar sem mest höfðu sig í frammi í uppþotunum voru færðir í einangrun í Síðumúlafangelsi
og var myndin tekin þegar lögregla færði þá inn fyrir dyrnar þar.
PAPPAKASSI fullur af vopnum, bareflum og munum sem teknir
voru af föngum þegar öldur á Litla-Hrauni lægði í gær var svo
þungur að botninn í honum gaf sig þegar Jón Ingi Jónsson fanga-
vörður bar hann út fyrir dyr.
1
I
[
f
i
I
Mikið af vopnum fannst við
klefaleit þegar ró var komin á
UPPLAUSNARÁSTAND ríkti í fangauppþoti á Litla-Hrauni frá því
í fyrrakvöld og þar til síðdegis í gær. 40 fangar af 52 tóku þátt í
uppþotinu, að sögn fangelsisyfirvalda og voru átta þeirra færðir úr
fangelsinu og vistaðir í Síðumúlafangelsi eftir að uppþotið var bælt
niður. Ilvorki fanga., fangaverði né lögreglumenn sakaði að heitið
gæti en að sögn Haralds Johannessen fangelsismálastjóra voru fanga-
verðir um tíma í hættu og til stympinga kom milli þeirra og nokk-
urra úr fangahópnum. Að sögn Gústafs Lilliendahls, forstjóra fang-
elsisins á Litla-Hrauni, voru þeir fanganna, sem mest höfðu sig í
frammi, undir áhrifum lyfja eða fíkniefna sem þeir höfðu komist
yfir. Ástæða uppþotanna er talin spenna og óánægja fanganna með
hertar öryggisráðstafanir í fangelsinu í kjölfar tíðra stroka úr því
undanfarið. Mikið af hnífum, eggvopnum og bareflum fannst við
klefaleit í fangelsinu eftir að ró komst á.
Uppþotin hófust á þriðjudag þeg-
ar hópur fanga hindraði þrjá fanga-
verði, Símon Grétarsson, Sigur-
mund Guðmundsson og Þóri Stein-
dórsson, í að handtaka fanga sem
æði hafði runnið á. Fanginn hafði
allan daginn gengið um mjög æstur
og ögrandi og var talið nauðsynlegt
að taka hann úr umferð. Slíkt mun
ekki óvanalegt.
Tóku mann af fangavörðum
Þegar fangaverðir höfðu fært
hann í handjám eftir handalögmál
veittist hópur fanga að þeim með
hótunum og pústrum. Urðu fanga-
verðimir að láta manninn lausan.
Um kvöldið fóm fangamir til klefa
sinna eftir fortölur fangavarða en
í gærmorgun þegar í ljós kom að
færa átti þrjá þeirra sem staðið
höfðu að ólátunum í Síðumúlafang-
elsið hófust mótmæli að nýju. Með-
al annars vom rúður í fangelsinu
brotnar. Fangelsið var þó aldrei á
valdi fanganna heldur gengu 8-10
fangaverðir um meðal fanganna,
töluðu við þá og reyndu að róa þá
en urðu fyrir pústmm og hótunum.
Um hádegisbilið í gær þegar
ekki virtist lát á óeirðunum var
óskað aðstoðar lögreglu í Reykjavík
sem ásamt lögreglu á Selfossi sendi
um þijátíu lögreglumenn austur til
aðstoðar, þar á meðal fjölmarga
víkingasveitarmenn. Einnig var
slökkvilið til taks.
Fóru í klefana þegar
lögregla kom
Eftir að lögregluliðsaukinn kom
á staðinn og kom sér fyrir var föng-
um tilkynnt um nærveru hans í
hátalarakerfi fangelsisins. Fóm þeir
þá til klefa sinna í sama mund og
lögreglumenn og fangaverðir gengu
inn í húsið. Tvær mínútur liðu frá
því að lögregla og fangaverðir
gengu inn í húsið þar til fangar
vom komnir í klefa sína án átaka.
Vopn og barefli
Eftir að fangamir vom farnir til
klefa sinna vom fimm þeirra sem
taldir vom forsprakkar ólátanna
færðir í Síðumúlafangelsið í
Reykjavík og að því loknu gerðu
fangaverðir og lögreglumenn ítar-
lega leit í hveijum einasta klefa í
fangelsinu. Við þá leit fannst tals-
vert af ýmiss konar vopnum, barefl-
um, skæmm og stunguvopnum, þar
á meðal hnífum sem fangamir
höfðu útbúið úr glerbrotum sem
þeir höfðu fengið úr brotnum
glugga.
Á blaðamannafundi sem Harald-
ur Johannessen, forstjóri Fangelsis-
málastofnunar, Gústaf Lilliendahl,
forstjóri fangelsisins á Litla-
Hrauni, Erlendur Baldursson, deild-
arstjóri í Fangelsismálastofnun, og
Ómar Smári Armannsson aðstoðar-
yfirlögregluþjónn efndu til eftir að
ró var komin á í fangelsinu kom
fram að talið væri að óánægja fang-
anna með hertar öryggisráðstafanir
í kjölfar tíðra stroka úr fangelsinu
undanfarið væri unairrót uppþot-
anna.
„Rekið Gústaf“
Fram kom að fangamir hefðu
þó engar sérstakar kröfur sett fram
meðan á uppþotunum stóð og ekki
mótmælt ráðstöfununum sem slík-
um með neinum skipulögðum hætti.
Um það leyti sem lögregla og fjöl-
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
UPPHAF uppþotanna var þegar nokkrir fangar rifu handjárnaðan
félaga sinn úr höndum fangavarðanna Símonar Grétarssonar og
Sigurmunds Guðmundssonar, sem eru á myndinni, og Þóris Stein-
dórssonar.
EFTIR að ró var komin á á Litla-Hrauni heldu lögreglu- og fangels-
isyfirvöld blaðamannafund og greindu frá málinu. Frá vinstri: Gúst-
af Lilliendahl, forstjóri fangelsisins að Litla-Hrauni, Haraldur Jo-
hannessen fangelsismálastjóri, Erlendur Baldursson, deildarsfjóri. í
fangelsismálastofnun, og Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlög-
regluþjónn.
HAFSTEINN Steindórsson varð-
stjóri á Litla-Hrauni með hníf
sem fangi hafði útbúið úr gler-
broti sem tekið var úr rúðu sem
brotin var í fangelsinu.
miðlafólk settist um fangelsið setti
einhver fanganna skilti út um brot-
inn glugga en á það var letrað
„Rekið Gústaf" og var þar væntan-
lega átt við forstjóra fangelsisins.
Gústaf Lilliendahl sagði það ekkert
nýtt að fangar létu óánægju með
aðbúnað bitna á persónu fangelsis-
stjórans. Hins vegar hefðu fangar
ekki mótmælt hinni hertu öryggis-
gæslu með neinum ákveðnum
hætti.
Óánægja með aukið eftirlit
Skv. upplýsingum Morgunblaðs-
ins beinist óánægja fanganna m.a.
að því að nú fær aðeins helmingur
fanganna að vera í útivist á sama
tíma en áður voru allir úti á sama
tíma. Þá hefur verið meira um leit
fangavarða í klefum en fyrr og eft-
irlitsferðir fangavarða tíðari og
meira áberandi, bæði að nóttu og
degi, innan húss og utan. Auka-
vaktir hafa verið settar á innan lóð-
ar fangelsisins og utan við lóðina
eru fangaverðir að næturlagi í bíl.
Meðan á umsátrinu stóð voru um
það bil 25 fangaverðir á vakt, hluti
þeirra hafði verið við störf í allt að
24 tíma þegar ró var komin á. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins setti talsverðan ugg að fanga-
vörðum við að sjá hversu miklu af
vopnum fangamir höfðu sankað að
sér og útbúið sér, m.a. úr billjard-
kjuðum og glerbrotum.
I
t
I
6
I
I
I
I