Morgunblaðið - 26.08.1993, Side 19

Morgunblaðið - 26.08.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 19 VÍKVERJIOG LYFIÐ FONTEX Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Matthíasi Halldórssyni aðstoðar- landlækni: „Víkverji Morgunblaðsins ræðst harkalega að undirrituðum vegna svara hans við spumingum blaða- manns Morgunblaðsins um auka- verkanir af þunglyndislyfinu Fon- tex. Fontex er lyf sem notað er við þunglyndi og hefur verið á markaði í 5-6 ár. Að mati margra geðlækna er hér um að ræða lyf, sem notað hefur verið með góðum árangri og færri aukaverkunum en eldri þung- lyndislyf. Öll lyf hafa einhveijar aukaverk- anir og nægir að benda á Sérlyfja- skrá og íslensku lyfjabókina, sem allir íslendingar hafa aðgang að. Lyfjanefnd fjallar um skráningu lyfja hér á landi, en formaður henn- ar er læknir. Nefndin vegur og metur gagnsemi lyfja og þær auka- verkanir sem lyfin kunna að hafa. Nefndin ákveður hvaða lyf skulu skrásett hér og hvort ástæða sé til að afskrá önnur lyf. Lyfjaeftirlit ríkisins og landlæknir fylgjast að sjálfsögðu einnig með aukaverkun- um lyfja eftir þeim tilkynningum, sem berast frá alþjóðlegum stofn- unum. Öðru hveiju berast hins veg- ar tilkynningar frá vafasamari aðil- um og er þá oft um samkeppnisað- ila viðkomandi lyfja að ræða, enda oft miklir fjármálalegir hagsmunir i veði. Það var einmitt dreifibréf, sem sent var til fjölmiðla frá svokallaðri „Church of Scientology", sem varð tilefni þess að blaðamaður ræddi við undirritaðan um lyfið Fontex. Undirritaður sagði sem var að þetta lyf hefði aukaverkanir eins og önn- ur lyf og bauðst til að kanna málið hjá alþjóðlegu aukaverkanamið- stöðinni í Uppsölum, en þaðan fáum við okkar upplýsingar að verulegu leyti, auk þess sem upplýsingar koma frá öðrum ábyrgum alþjóðleg- um aðilum. Sagði ég blaðamannin- um frá þeim aukaverkunum sem þar hefðu verið skráðar og jafn- framt að enn sem komið er væri ekkert sem benti til þess að lyfið væri hættulegra en önnur lyf, sem notuð eru við þessum þungbæra sjúkdómi. Fór vel á með okkur blaðamanninum og veit ég að hann á engan þátt í fólskulegri árás Vík- veija á persónu undirritaðs, sem birtist í blaðinu í gær og ritstjóri Morgunblaðsins hefur nú beðið und- irritaðan velvirðingar á. Fjöldi aukaverkana af ýmsum lyfjum er tilkynntur árlega frá sér- stökum aukaverkanamiðstöðvum, sem sýnir að lyf eru ekki hættu- laus. Fylgst er grannt með slíkum tilkynningum hér á landi og upplýs- ingum komið til lækna í gegnum fastan dálk í Fréttabréfí lækna ef ástæða þykir til. Lyfið Fontex hefur verið tekið af milljónum manna um allan heim. Það skal endurtekið að enn sem komið er er ekkert sem gefur til- efni til þess að þeir sem nota lyfið Fontex að læknisráði hætti töku þess. Fólk getur fullvissað sig um að komi tilkynningar frá ábyrgum aðilum hingað til lands um að lyfið sé skaðlegra öðrum lyfjum gegn sama sjúkdómi verður snarlega tek- ið í taumana." Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Hvergerðingar borga hitaveitu fyrir bílskúra sem ekki hafa verið byggðir Rætt um lausnir á fundi veitustofnana BÆJARSTJÓRINN í Hveragerði segir óframkvæmanlegt að breyta sölufyrirkomulaginu hjá Hitaveitu Hveragerðis þannig að vatn verði selt eftir mælum. Hins vegar yrði það tekið upp á næsta fundi veitu- stofnana hvernig hægt væri að sníða þá agnúa af kerfinu sem valda því að fólk þarf að greiða hitunarkostnað fyrir óbyggða bílskúra. Hitaveita Hveragerðis innheimtir orkugjald eftir rúmmáli húss og bílskúrs eins og það er á samþykkt- um bygginganefndarteikningum. Notendur annarra hitaveitna lands- ins greiða fyrir vatn samkvæmt orkumælum, eins og til dæmis í Reykjavík, eða samkvæmt hemlum þar sem fólk kaupir ákveðið há- marksvatnsmagn. Fyrirkomulgið í Hveragerði gerir það að verkum að eigendur um það bil þijátíu húsa sem fengið hafa samþykktar teikn- ingar af bílskúrum við húsin en frestað því að byggja skúrana þurfa að greiða fyrir heitavatnsnotkun í hinum óbyggðu bílskúrum. Fram kom hér í blaðinu í gær að einn þeirra, Klara Jóhannesdóttir, telur sig hafa þurft að greiða 80 þúsund krónur vegna þessa undanfarin ár. Komið til móts við fólkið Hallgrímur Guðmundsson bæjar- stjóri í Hveragerði sagði að ekki væri hægt að taka upp mælafyrir- komulag vegna úrfellinga í vatninu. Hins vegar yrði það rætt á næsta fundi veitustofnana hvernig hægt yrði að sníða umrædda agnúa af núverandi fyrirkomulagi. Taldi hann nauðsynlegt að koma til móts við fólkið, til dæmis þannig að gjald- ið yrði innheimt þegar bílskúrarnir kæmust á ákveðið byggingarstig. Morgunblaðið/Golli Síðsumarsæla Það fór aldrei svo að sumarið færi algjörlega fram hjá Akureyringum, síðustu daga hefur veðrið leikið við norðanmenn, sem reyna að nota þessa síðsumardaga af kostgæfni, njóta þess að vera úti í góða veðrinu. Á góðviðrisdögum leggja margir leið sína í Kjarnaskóg, útivistarsvæði Akureyringa sunnan bæjarins og þá hefur Lystigarðurinn ævinlega haft mikið aðdráttarafl, en þar var þessi mynd tekin. Margir hundsa að greiða í stöðumæla Að meðaltali um 50 manns sektaðir á dag STÖÐUMÆLAVERÐIR sem Akureyrarbær réði til starfa fyrir hálfum mánuði hafa haft í nógu að snúast en að jafnaði hafa þeir skrifað 40 til 60 sektarmiða á degi hveijum, þannig að greinilegt er að margir bæjarbúar hafa vanið sig á að greiða ekki fyrir afnot sín af bílastæðum í miðbænum. Þeir sem ekki greiða í stöðumælana á gjaldskyldum tíma þurfa að greiða 300 krónur til Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar sé greitt innan þriggja daga, en 700 krónur ef dregið er í hálfan mánuð að greiða sektina. Guðmundur Guðlaugsson yfir- verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að mjög mikið hefði verið skrif- að út af sektarmiðum frá því stöðu- mælaverðirnir tóku til starfa. „Mér sýnist fljótt á litið að þetta séu um 40 til 60 sektarmiður á hveijum degi,“ sagði hann. 200 þúsund í sektir Á þeim hálfa mánuði sem stöðu- mælaverðir hafa verið að störfum hjá Akureyrarbæ má því gera ráð fyrir að Akureyringar verði að greiða tæplega 200 þúsund krónur í stöðu- mælasektir, þ.e. greiði þeir allir skuldina innan þriggja daga. Guð- mundur sagði að ekki væri ljóst hvað innheimst hefði af þessum stöðumælaskuldum, en bjóst við að fá yfirlit þar um fljótlega. Fjölmælar í næstu viku verða settir upp svo- kallaðir fjölmælar við bílastæði milli Drottningarbrautar og Hafnarstræt- is, sunnan Bautahússins. Þeir virka þannig að peningur er settur í þar til gerðan kassa og greiðandinn fær miða sem koma á fyrir á áberandi stað inni í bílnum, þannig að stöðu- mælaverðir sjái að greitt hefur verið -fyrir afnot af bílastæðinu. ■ TRÍÓIÐ 3/4 leikur á Uppanum annað kvöld, föstudagskvöldið 27. ágúst. Tríóið spilar þægilegan jass og blús og hefur leik kl. 22.00, en byijað er að afgreiða eldbakaðar pizzur kl. 18. í tríóinu eru þeir Þórir Jóhanns- son kontrabassaleikari, Kristján Edelstein gítarleikari, Jóhann Ingvason hljómborðsleikari. Þetta er í síðasta sinn í bili sem þeir félag- ar leikar s.aman. ■ ÞRÍÞRA UT íslandsbanka fyr- ir krakka á aldrinum 7- 12 ára verður haldin sunnudaginn 29. ág- úst næstkomandi. Keppt er í þremur greinum eins og nafnið gefur til kynna, hlaupi, boltakasti og reiðhjólaspyrnu- keppni. Keppnin hefst kl. 13 á sunnudag- inn við útibú íslandsbanka við Hrísalund. Skráning er hafinn í ís- landsbanka við Skipagötu og við Hrísalund, en einnig verður hægt að skrá þátttöku sína í þríþrautinni morgunin fyrir keppnina. Knatt- spyrnufélag Akureyrar, KA, sér um framkvæmd þríþrautarinnar. Fyrirlestur um leturfræði ■Gunnlaugur Briem heldur fyrirlestur með skyggni- myndum í Deiglunni, anriað kvöld, fímmtudagskvöldið 26. ágúst. Hann er einn helsti sérfræðingur íslendinga í let- urfræðum og calligraphíu um þessar mundir og starfar í London. Gunnlaugur er höf- undur að skriftarkennslu í grunskólum hér á landi og hefur m.a. unnið að endur- hönnun á hinu virðulega Tim- es letri fyrir samnefnt blað í Lundúnum. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30. Vivaldi, upplestur og þjóðdansar ■í Laxdalshúsi verður boðið upp á blandaða dagskrá, þau Arnbjörg Sigurðardóttir, þverflauta, Nicole Cariglia, selló og Gunnar Benedikts- son, óbó flytja verkið „Tríó“ eftir Antonio Vivaldi. Aðal- steinn Svanur Sigfússon les eigin ljóð og hópur ungmenna sýnir þjóðdansa. Aðgöngum- iðaverð er 300 krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.