Morgunblaðið - 26.08.1993, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.08.1993, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 > Upplýsinga- o g menningarmiðstöð nýbúa verður opnuð í dag Nýbúar munu hafa áhrif á starfsemina „ÞÖRFIN er mjög mikil, að kynna aðfluttum nýbúum Ís- lands íslenska menningu og siði,“ segir Gyða Björk Hilm- arsdóttir starfsmaður nýstof- naðrar upplýsinga- og menn- ingarmiðstöðvar nýbúa. íþrótta- og tómstundaráð rekur miðstöðina, sem verður form- lega opnuð í dag, og býður Gyða alla nýbúa velkomna á kynningarfund miðstöðvarinn- ar klukkan 14. Gyða leggur áherslu á að miðstöðin sé ekki athvarf heldur samkomustaður þar sem nýbúarnir hafi sjálfir mikil áhrif á starfsemina. „Það er nokkuð langt síðan sú hugmynd, að koma upp aðstöðu fyrir aðflutta útlendinga, kvikn- aði,“ segir Gyða. „Námsflokkar Reykjavíkur hafa lengi gælt við þá hugmynd að koma upp slíkri miðstöð en það var ekki fyrr en í byijun sumars að gangur komst á málin." Að sögn Gyðu barst hugmyndin til íþrótta- og tómstundaráðs og tók það málið upp á sína arma. Hún segir að Kristín Njálsdóttir hafi unnið að uppbyggingu mið- stöðvarinnar og fundið rúmgott húsnæði í Faxafeni. „Loks fékk hún mig til að sjá um miðstöðina og á síðustu dögum höfum við verið að gera húsakynni okkar vistleg.“ Morgunblaðið/Sverrir Sér um miðstöð nýbúa GYÐA Björk Hilmarsdóttir býður alla aðflutta nýbúa á ís- landi velkomna á kynningar- fund Upplýsinga- og menning- armiðstöðvar nýbúa, en hún segist eiga von á að þeir hafi mikil áhrif á starfsemina. „Markmið okkar er að koma íslensku inn á öll heimili nýbúanna og kynna þeim íslenska menn- ingu,“ segir Gyða. „Við leggjum jafnframt ríka áherslu á að að- stoða foreldra, einkum heimavinn- andi mæður, með börn sín. Ég tel t.a.m. mikilvægt að undirbúa skólagöngu bama úr þessum hópi og það munum við gera. Loks munum við sinna upplýsingamiðl- un en hér munu bæklingar liggja frammi og loks verða túlkar á okkar snærum, sem aðstoðað geta hina nýju íbúa landsins." Fjölbreytt starfsemi Að sögn Gyðu verður miðstöðin opin tvisvar í viku; á mánudögum milli kl. 17 og 22 og á fimmtudög- um milli kl. 10 og 16.30. „Við verðum með léttar uppákomur, fólk getur komið með börn sín, en margir hafa þegar gefið mið- stöðinni leikföng. Stofnanir munu koma til með að heimsækja okkur og kynna starfsemi sína. Borgar- bókasafnið hefur lánað okkur bækur en síðast en ekki síst getur fólk einfaldlega komið hingað, fengið sér kaffi og rætt málin.“ Samvinna við nýbúa mikilvæg Það er mjög mikilvægt, að mati Gyðu, að miðstöðin verði starfrækt í nánu samstarfi við nýbúana. „Við munum halda kynningarfund í dag þar sem þau munu geta viðrað skoðanir sínar og hugmyndir. Þeir verða að hafa mikil áhrif á hvað boðið verður upp á hjá okkur í miðstöðinni," segir Gyða að lokum. GÓÐIR LEOURJAKKAR ÞETTA ERU JAKKARNIR SEM GCD OG SSSÓL NQTA. HÆGT ER AQ FÁ JAKKANA MERKTA HLJDMSVEITUNUM. PÓSTSENDUM. SÍMI 3 1- BS 13 35 HANZ KRINGLUNNI PEPSI Veiðimenn með morgunfeng. Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson Borgarfjörður Sífellt fleiri gera skot- veiðar að áhugamáli Reykholtsdal. TIMI gæsaveiðanna er hafinn, mikill áhugi er fyrir fuglaveiði og sífellt fleiri sem gera skotveiðar að áhugamáli og sinna því með því að fara um sveitir landsins og veiða. Misjafnt er hvernig bændur taka á móti veiðimönnum, sumir vilja ekki láta skjóta í landi sínu og aðr- ir eru fengir því að einhver stuggi við gæsum sem sækja hart að ný- ræktum sem gera oft mikinn skaða því gæsin bítur ekki grasið heldur slítur það upp með rót. Það hlýtur þó alltaf að vera lágmarks kurteisi að biðja um leyfi hjá viðkomandi og fá leyfí til að skjóta. Oft hafa komið upp deilur milli veiðimanna og landeigenda um veiðar á afrétta- löndum, úthögum og almenningi. Það væri til góða að félag skotveiði- manna og landeigendur kæmu sér upp merki sem segði til hvort veið- ar væru leyfðar eða ekki og hvort greiða ætti fyrir leyfið. Þetta er hægt að gera með skilti við veginn heim að bænum. Margir landeig- endur eru farnir að búa til aðstöðu fyrir skotveiðimenn og selja þeim aðgang að landi sínu gegn vægu verði. - Bernhard. Sálfræðingur með erindi hjá Nýaldarsamtökunum BANDARÍSKI sálfræðingurinn dr. José Stevens mun starfa á vegum Nýaldarsamtakanna frá 25. ágúst til I. september nk. Dr. Stevens er Islendingum að góðu kunnur fyrir fyrirlestra sína og námskeið á síðustu árum og þá einkum fyrir kennslu sína í svokölluðum Mika- el-fræðum. Föstudaginn 27. ágúst flytur hann svokallað Mikael-erindi og hefst lesturinn kl. 20.30. Laugar- daginn 28. ágúst heldur hann byij- endanámskeið í Mikael-fræðum Dr..José Stevens. og gefst her em- stakt tækifæri til þess að njóta kennslu hans því hann hefur ekki kennt þetta námsefni hér um ára- bil og óvíst hvenær slíkt námskeið verður haldið næst. Sunnudaginn 29. ágúst gengst dr. Stevens fyrir framhaldsnámskeiði fyrir alla þá sem lokið hafa byijendanámskeiði eða þekkja náið til Mikael-fræð- anna. DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Námskeiðin á laugardag og sunnudag hefst kl. 9 og standa -til kl. 17 hvom dag. Fyrirlestrar og námskeið dr. Stevens fer fram í salarkynnum Nýaldarsamtakanna að Laugavegi 66, 2. hæð sem gefur nánari upplýsingar. (Fréttatilkynning) Rccbok VINNINGSNÚMER Vegna útkomu númeraðs myndalista um RGGbok skó, sem dreift var í vor með Sjónvarps- vísi og fyrir Reykjavíkurmaraþon, voru dregin út eftirtalin númer: 203, 534, 1046, 3503, 4127, 5110, 6902, 7226, 8323, 9629,13587,13786, 14304,14709,17498,17785. Handhafar myndalista með þessum númerum hafi samband við OTUR HF. Vjterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! Faxafeni 12. Sími 38 000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.