Morgunblaðið - 26.08.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.08.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Framundan er tími betri afkasta í vinnunni. Þótt dómgreind þín sé góð geta fyrirætlanir farið úr skorð- um af óvæntum ástæðum. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú hefur meiri tíma aflögu á komandi vikum til að sinna einkamálum, en í dag þarft þú að ljúka áríðandi verk- efni. Tvíburar [21. maí - 20. júní) Mörg verkefni bíða lausnar heima á næstunni. Makar axla sameiginlega ábyrgð. Þú nýtur heimilisfriðarins í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HI6 Þú kemur mestu í verk fyrri hluta dags. Makar taka mik- ilvæga ákvörðun. Hug- myndir þínar fá góðar undir- tektir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú leitar nýrra leiða til tekjuöflunar. Dagurinn fær- ir þér velgengni í viðskiptum og góða aðstoð ættingja. Meyja (23. ágúst - 22. september) Sjálfstraust þitt fer vax- andi. Þér er ljóst hvað þú vilt og hvemig þú nærð settu marki. Þú ert á réttri leið. y* ^ (23. sept. - 22. október) & Þú færð tíma út af fyrir þig til að íhuga gang mála. Við- ræður við vini verða gagn- legar. Sinntu fjölskyldunni í kvöld. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú tekur aukinn þátt í vinnu samstarfshóps næstu vik- urnar. í dag er heppilegt að ljúka innkaupum fyrir helg- ina. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Þú þarft að sinna mikilvæg- um viðskiptum á komandi vikum. í dag tekst þér að gera það sem þú ætlaðir þér og afkastar miklu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þegar þú hefur lokið þeim verkefnum sem bíða gefst þér tími til að sinna einka- málunum og horfa til fram- tíðarinnar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Þú ert með hugann við við- skipti og íhugar fjárfest- ingu. Þú unir þér vel í sam- kvæmislífinu með ástvini í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Gott samkomulag ríkir milli þín og einhvers nákomins. Gamalt viðfangsefni skýtur upp kollinum á ný. Þú ferð á vinafund. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindategra staóreynda. DYRAGLENS E(S A1/AIOAPI L\KA HUNANSí A HANN OG STAICK HAUSHUM A , HONUM ©FýAN j' i VQ TOMMI OG JENNI | l/Sci/A ... -? V 'ð LJUoKA FERDINAND ^MTTmTffTTTlHlllllllllHnlllllllllMuHl’liiÍT 6UE55 UOHAT, MARCIE. I'VE BEEN POIN6 A LITTLE SUMMER. REAPIN6. MAYBE YOU CAN NELP ME„ WHY PID VANNA WHITE TAKE THE CARAMELEP APPLE FROM THE UJITCH ? ''SNOUJ'1 UJHITE, 5IR.. ANP IT UJA5 A PLAIN APPLE.. ttr PKETTY PROFOUNP 5T0RY, HUH, MARCIE ? Gettu hvað, Magga ... ég hef verið að lesa svolítið í sumar. Kannski geturðu hjálpað mér ... af hverju tók Náhvít við kara- mellueplinu af norninni? Mjallhvít, herra... og það var venjulegt epli... Fremur djúphugsuð saga, ha, Magga? BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson ,,Við eigum 110.“ Abótinn í klaustri breska brids- höfundarins David Birds hefur litla ánægju af því að dvelja lengi við eigin mistök. Hann hafði tapað slemmu í spilinu hér að neðan, sem arídstæðingur hans og minni spá- maður hafði unnið fyrirhafnarlaust á hinu borðinu. Eftir að sveitarfélagi ábótans, bróðir Lucius, hafði rakið vinningsleið sagnhafa á sínu borði, vildi hann vita hvað hafði gerst hjá ábótanum. Og fékk þá „svarið": „Við eigum 110.“ Það var í næsta spili, auðvitað. Norður gefur; allir á hættu. " Norður ♦ K3 V KD10 Vestur J íH44 Austur ♦ D1094 * A7542 ♦ G65 ▼ G762 IIIIH T 4 ♦ 98 111111 ♦ G10653 ♦ G106 Suður + K983 ♦ A982 ♦ Á9853 ♦ Á72 ♦ D Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 spaðar *Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass * tvö lykilspil af fimm og tromp- drottning. Útspil: laufgosi. Hvemig myndi lesandinn spila? Áætlun ábótans fólst í því að trompa spaða í borðinu. Hann drap á laufás, tók tvo efstu í spaða og stakk spaða með tíu blinds. Fór síð- an heim á tígulás og trompaði síð- asta spaðann með drottningu. Hann tók næst trompkónginn og reyndi að taka tvo slagi á tígul. En vestur trompaði og fékk síðan annan slag á hjartagosa. Ábótinn er engu bætt- ari þótt hann trompi sig heim á lauf til að spila hjartaás og meira hjarta. Vestur spilar þá laufi og helstyttir suður í trompi. „Minni spámaðurinn“ spilaði þannig: Hann drap á laufás og trompaði strax lauf. Fór síðan inn í borð á trompkóng og stakk annað lauf. Næst var blindum spilað inn á tígulkóng og þriðja laufið trompað með níu. Vestur gat ekkert grætt á því að yfirtrompa, svo hann henti tígli. Sagnhafi tók þá hjartaás, spil- aði blindum inn á spaðakóng, tók hjartadrottningu og spilaði frílaufi. Vestur gat trompað þegar hann vildi, en fleiri gátu slagir varnarinnar ekki orðið. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opna alþjóðlega mótinu í Gausdal í Noregi, fyrri hluta ág- ústmánaðar, kom þessi staða upp í viðureign rússneska stórmeistar- ans Naums Rashkovskís (2.530) og Helga Áss Grétarssonar (2.365), sem hafði svart og átti leik. I 'W s 1 |H||| ^ Wfffjt K~\Wfffff> 'ffffffff, 1—” fcS IIIYliIII Rússinn hafði byggt upp góða stöðu eftir byrjunina, en gaf nú höggstað á sér sem Helgi var ekki seinn á sér að nýta. Þar með var þó ekki öll sagan sögð: 33. - Rxg4l, 34. Rxg4 - h5 (svartur vinnur manninn til baka með yfirburðastöðu) 35. Hg3 - hxg4, 36. Rf4 - Bf5! (Sterkara en 36. - Bd7, 37. e6!) 37. Hxc6 - Dh4, 38. f3 - exf3, 39. Dxf3 - Bc4? (Einfaldasta vinningsleið- in var 39. - Dxh2+, 40. Kfl - Hbc8) 40. Df2 - Hbc8?? (ótrúleg skákblinda, jafnvel í tímahraki) 41. Hxc8 - Hxc8, 42. Hxg6+ - fxg6, 43. Dxh4 og Helgi Áss gafst upp. Það er merkilegt að hann skuli hafa náð áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þrátt fyrir mikla óheppni, ekki síst í þessari skák.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.