Morgunblaðið - 26.08.1993, Page 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1993
SJÓNVARP
Golf um helgina
Cucci-mótið
GOLF
Sýnir Stöð 2 beint frá NBA?
SJÓNVARPIÐ og Stöð tvö verða að öllum líkindum með beinar
útsendingar frá knattspyrnuleikjum á Englandi og Ítalíu um helg-
ar í vetur líkt og undanfarin ár. Ekki hefur verið endanlega geng-
ið frá samningum hjá Stöð tvö og fjármögnun hjá Sjónvarpinu,
en að sögn framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, Hrafn Gunnlaugs-
sonar, munu málin skýrast í dag, fimmtudag.
Íngólfur Hannesson, yfirmaður
íþróttadeildar Sjónvarpsins,
sagði í samtali við Morgunblaðið
að ekki væri ljóst hvenær útsend-
ingar myndu hefjast, en það yrði
vonandi fljótlega í haust. Aðspurður
sagði hann að þeir myndu stíla inn
á laugardagana eins og venjulega,
en jafnvel væri inn í myndinni að
vera með heinar útsendingar á
sunnudögum, -þegar áhugaverðir
leikir væru á dagskrá. Hrafn Gunn-
laugsson framkvæmdastjóri sagði
að málin myndu skýrast í dag eftir
viðræður við styrktaraðila, en þeir
stefndu að því að hefja útsendingar
fljótlega.
Nær fullvíst er að Stöð tvö verð-
ur með beinar útsendingar frá
ítölsku knattspyrnunni í vetur, en
að sögn Heimis Karlssonar, yfír-
manns íþróttadeildar Stöðvar tvö, á
eftir að ganga endanlega frá samn-
ingum. Aðspurður sagði hann að
þeir myndu líklega ekki byrja að
senda út fyrr en 17. október. Heim-
ir sagði að ekki væri loku fyrir það
skotið að sýnt yrði beint frá körfu-
boltaleikjum í NBA-deildinni í vet-
ur, sem byijar í nóvember, en það
mál væri skemmra á veg komið.
Evrópuleikur í
Stykkishólmi
í fyrsta sinn
Bandaríkjamaðurinn Chip Ent Wistle
kominn til liðs við Snæfell
SNÆFELL frá Stykkishólmi
tekur nú þátt í Evrópukeppni í
fyrsta sinn. Liðið leikur í Evr-
ópukeppni bikarhafa og mætir
Jameson St. Vincent frá Dublin
á írlandi í næsta mánuði.
Fyrri leikur liðanna fer fram í
Dublin laugardaginn 4. sept-
ember og síðari Ieikurinn í Stykkis-
hólmi laugardaginn
Árnj 11. september.
Helgason Snæfell hefur æft
skrifarfrá vel í sumar og frá
Stykkishólmi þv{ um verslunar-
mannahelgi hafa verið ein til tvær
æfingar á dag, alla virka daga.
Nokkrar breytingar hafa verið á
liðinu frá því í fyrra. Það hefur
fengið Bandaríkjamann í sínar rað-
ir og heitir hann Chip Ent Wistle.
Kristinn Einarsson, sem lék með
liðinu í fyrra, hefur tekið við þjálfun
liðsins og Njarðvíkingurinn Hreiðar
Hreiðarsson hefur nýlega gengið til
liðs við Hólmara. Svo hafa heima-
mennimir Hjörleifur Sigurþórsson
og Þorvarður Björgvinsson, sem
léku með Breiðabliki í fýrra, snúið
heim.
Morgunblaðið/Ámi Helgason
Kristlnn Elnarsson, þjálfari Snæfells ásamt Bandaríkjamanninum Chip Ent
Wistle, sem leikur með liðinu í vetur.
Opna Gucci mótið verður haldið hjá GR í
Grafarholti laugardaginn 28. ágúst. Leiknar
verða 18 holur í kvenna og karlaflokki með
forgjöf. Skráning er í Golfverlsun Sigurðar
Péturssonar í síma 682215.
Afmælismót á Fróðárvelli
Á sunnudaginn verður opið afmælismðt á
Fróðárvelli á Snæfellsnesi í tilefni af 20 ára
afmæli GJÓ. Leiknar verða 18 holur með
og án forgjafar. Keppendur geta pantað
rástíma í golfsskálanum í síma 61666,
66604 og 66812.
LEK-mót
Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ verður
með LEK-mót sunnudaginn 29. ágúst.
Ræst verður út frá kl. 9.00.
Opið mót í Stykkishólmi
Opið golfmót, sem Hótel Stykkishólmur sér
um í samráði við Golfklúbbinn Mostra verð-
ur haldið i Stykkishólmi laugardaginn 28.
ágúst. Mótið verður 18 holu höggleikur í
karla og kvennaflokki, með og án forgjaf-
ar. Þátttökutilkynningar f síma 93-81449
eða 93-81225. Ræst veður út frá kl. 08.00.
Heklumótið
Á laugardaginn verður opið hálfforgjafar-
mót, Heklumótið, haldið á Strandarvelli á
vegum Golfklúbbs Hellu. Mótið er fyrir
kylfinga með forgjöf 20 og hærri. Spilað
er einum flokki með og án forgjafar. Skrán-
ing í síma 98-78208.
Sparisjóðsmótið
Opið mót Sparisjóðs Hafnarfjarðar verður
haldið hjá GK á laugardaginn. Leiknar verða
18 holur með og án forgjafar.
Timburmenn
Timburmenn, ijórleikur, verður hjá Golf-
klúbbi Selfoss á sunnudaginn. Leiknar verða
18 holur með og án forgjafar.
Sjóvá-Almennar - mótið
Opið mót - Sjóvá-Almennar - verður haldið
hjá GKG á sunnudaginn. Leiknar verða
átján holur með og án forgafar.
SS - Stóra Suðurnesjamótið
SS - Stóra Suðumesjamótið verður haldið
hjá GS á sunnudaginn. Leiknar verða átján
holur með og án forgjafar.
Landsmót unglinga
Landsmót unglinga hefst föstudaginn 27.
í kvöld
Knattspyrna
1. deild karla:
Valbj.v. 18.30....Víkingur - ÍA
Úrslitakeppni 4. deildar:
Bakkak. 17.30......Hvöt - KBS
Úrslitak. 2. flokks kvenna:
Tungub. 17.00.....ÍA - Stjaman
Tungub. 18.30.......UBK - KR
KORFUKNATTLEIKUR
VÍKINGUR - ÍA
í kvöld kl/1 8.30 á
Laugardalsvelli.
ÍSLENSKAR
EmUNIR
IPRÓTTAMIÐSTÖÐINNI v/sigtun
104 RETKJAVIK SÍMI 68 83 22
/15T TÖLVUR
TIMBURMENN
OPIÐ GOLFMÓT
verður haldið hjá Golfklúbbi Selfoss
laugardaginn 28. ágúst. Leikinn verður
FJÓRLEIKUR - tveir saman, betra skor.
Punktakeppni 7/8 forgjöf.
Glæsileg verðlaun! Aukaverðlaun fyrir að
vera næstur holu á 4./13. og 7./16. braut.
Ræst verður út frá kl. 8.00-10.30 og
13.00-15.30.
Rástíma er hægt að panta frá kl. 17.00
föstudaginn 27. ágúst í golfskálanum eða
í síma 98-23335.
Munið forgjafar- og félagsskírteinin.
Golfklúbbur Selfoss,
Svarfhóli
Lýsandi skot í myrkri
Borgnesingar leika golf í náttmyrkri fyrstir íslendinga
Golfklúbbur Borgarness bryddar
upp á algerri nýjung í golf-
íþróttinni á íslandi á morgun er
haldið verður golfmót á Hamars-
velli í Borgarnesi sem hefst kl.
22.00, eða þegar myrkur er skollið
á. Golfklúbburinn hefur keypt þar
til gerðar golfkúlur og merkingar
til að merkja golfvöllinn. Hægt er
að láta golfkúlurnar og merking-
arnar lýsa eða ljóma þannig að
auðvelt er að sjá kúluna til að slá.
Hægt er að sjá kúluna í yfir 100
metra ijarlægð í myrkri og mun
auðveldara er að finna kúluna utan
vallar t.d. í kafagrasi en venjulega
kúlu.
Maurildi notuð
Hver braut verður merkt með
þessum lýsandi stikum, sem fengið
hafa nafnið „maurildi". Ennfremur
verður stika við hveija holu merkt
rækilega og einnig holan sjálf. Öll
notkun ljósa í mótinu er bönnuð,
nema á milli högga eða til að kom-
ast á teig.
Hér á eftir fara nokkrar ábend-
ingar sem Golfklúbbur Bogarness
hefur látið gera, um hvernig best
er að ná árangri í næturgolfi.
Varast ber að brjóta maurildið
löngu áður en keppni hefst. Maur-
ildið á að lýsa vel í 6 klst., en glóa
mun lengur, eða allt að 24 klst. Því
meira myrkur, þeim mun meiri
ljómun.
1. Maurildið er sveigt þangað til
lítið hylki, sem það inniheldur,
brotnar. Hrista þarf maurildið
rækilega þangað til full ljómun
fæst.
2. Mjórri endinn á maurildinu er
settur inn í stærri holuna á boltan-
um og þrýst inn með höndunum.
Með golftíinu má síðan koma
maurildinu á sinn stað þannig að
endar maurildisins séu jafnir
brúnum boltans. Það gefur auga
leið að miðjun maurildisins hefur
áhrif á flug boltans.
3. Til að taka maurildi úr bolta má
ýta því með enda á golftíi og að
sjálfsögðu út um stærra gatið á
boltanum.
4. Til að fá sem bestu ljómun frá
bolta í höggi, skal snúa honum
þannig að önnur „holan“ snúi
að þér. Kylfan á að lenda sam-
síða maurildinu. Ef kylfingur
er sérlega höggfastur gæti
hann brotið maurildið við
höggið, en það er frekar ólík-
legt. Ef krafturinn er til staðar
er betra að slá í „endann“ á
boltanum þ.e. á aðra holuna.
5. Fylgjast skal með flugi boltans
þegar slegið er yfir 100 metra.
Þótt hann hverfi sjónum er auð-
velt að finna hann þegar nær
er komið ef menn týna ekki átt-
um.
6. Hægt er að ná „hærra“ flugi og
því meiri lengd ef þijútré er not-
að í stað „drivers“.
7. Flestir þurfa að nota einni kylfu
neðar (þyngri) en venjulega þar
sem flug „næturboltans" er um
90%o af flugi venjulegs bolta.
Þetta á sérstaklega við þegar
flatar kylfur eru notaðar.
ÚRSLIT
HM I þríþraut
Manchester, Englandi:
Karlar: klst.
Spencer Smith, Bretlandi.........1:52.20
Simon Lessing, Breltandi.........1:53.02
Hamish Carter, N-Sjálandi........1:53.29
Brad Bevan, Ástralíu.............1:53.55
Ben Bright, Ástraíu..............1:54.20
Konur:
Michellie Jones, Ástralíu........2:07.41
Karen Smyers, Bandarikjunum......2:07.43
Jo-Anne Ritchie, Kanada..........2:08.46
Sopja Krolik, Þýskalandi.........2:09.21
Susanne Nielsen, Danmörku........2:09.26
Finlelkarieild KR
Spennandi vetrarstarf aö hefjast
Kennt í KR-heimili og Ármanns-heimili.
Skráning og upplýsingar 30. og 31. ágúst
nk. í KR heimilinu frá kl. 16.00 til 20.00
báða dagana.
Upplýsingar gefur Sandra, heimasími
611247, vinnusími 628411.
Stjórnin.