Morgunblaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR FOSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1993 B 15 Hefóbundnar byggmga- aófferóir halda sildi síim segir Örn Isebarn byggingameistari ÍSLENZKA steinsteypan er gott byggingarefni, en svo hefur ekki alltaf verið. Fyrst eftir að tekið var að nota innlenda sementið og sjávarsandinn úr Hvalfirði, var steypan mun lélegri. Það er aftur á móti full ástæða til þess að ætla, að sú steypa, sem notuð hefur verið undanfarin fimmtán ár, sé ekki lakari að gæðum en sú steypa, sem notuð var í hús í gamla bænum í Reykjavík á árunum 1920- 1940, sem var mjög góð steypa. Þannig komst Örn Isebarn bygg- ingameistari og fyrrverandi formaður Meistarafélags húsasmiða að orði í viðtali við Morgunblaðið. — Við verðum því að varast að festast í því viðhorfi, að steypan okkar þoli ekki íslenzkar að- stæður og íslenzkt verðurfar, ein- göngu vegna þess að hún var ekki . nægilega góð á ettir Magnus tímabili, segir Sigurðsson hann. - Sem dæmi get ég nefnt hús, sem ég byggði árið 1979 fyrir fatlaða í Fossvogi. Útlit þessara húsa er mjög gott og á þeim sjást engar steypuskemmdir. Sum þessara húsa er búið að mála einu sinni á þessum fjórtán árum, sum aldrei. Eg fullyrði því, að steyp- an í þessum húsum hafi reynzt mjög vel. Öm er nú með fjórtán íbúðir í smíðum í fjölbýlishúsi við Rauð- hamra 12-14 1 Grafarvogi. Þetta eru tvö stigahús með sjö íbúðum hvort. Hönnuður var Eðvarð Guðmundsson arkitekt, sem nú er látinn. — Sú tækni og vinnubrögð, sem ég nota hér eru mjög svipuð því og var við lýði, þegar ég hóf byggingastarf- semi 1965, segir Öm. — Það er sleg- ið upp fyrir því með hefðbundnum hætti. Ég tel þetta ágætt bygging- arlag. Verð á íbúðum, sem byggðar eru á þennnan hátt, er mjög svipað og verð á þeim húsum, þar sem nýrri aðferðum er beitt. Fæddur inn í greinina Örn Isebam er fæddur 1940 og gekk ég í Meistarafélag húsasmiða og hefur starfað sjálfstætt við húsa- smíðar síðan. — Ég sækist eftir því að nota innlenda framleiðslu. Þannig hef ég keypt innréttingar af HB-innrétt- ingum í Kópavogi í tuttugu ár og Morgunblaðið/Kristinn Örn Isebarn fyrir framan 14 íbúða fjölbýlishús, sem hann er með í smíðum við Rauðhamra í Grafarvogi. Þessar íbúðir eru 122 ferm fyrir utan bílskúr og kosta 11,5 millj. kr. fullfrágengnar. Húsið er byggt á hefðbundinn hátt, einangrað að innan og fínpússað. Að utan er húsið sléttpússað. — Með þeim hætti verður til kápa utan um húsið, sem hlífir því ágætlega, segir Örn Isebarn. - Eg tel þetta næga vörn gagnvart íslenzka slagregninu og frostþíðunni, enda hefur þetta reynzt mjög vel. alinn upp í Reykjavík. — Ég er nán- ast fæddur inn í þessa grein, því að faðir minn, Ingólfur Isebarn, var einnig byggingameistari, segir hann. — Tólf ára gamall byijaði ég að vinna í Vöiundi, en langafi minni, Sveinn Jónsson, stofnaði það fyrir- tæki. Hjá Völundi lærði ég húsa- smíði og tók sveinspróf 1960, þá tvítugur að aldri. Síðan vann ég hjá ýmsum ágætum byggingameistur- um í fimm ár, en 25 ára gamall geri það enn, heldur Örn áfram. — Eg flef einnig alltaf keypt íslenzkar hurðir, fyrst hjá Völundi, á meðan það fyrirtæki var starfrækt, síðan hjá Tréex í Keflavík og nú hjá Selko. Ég nota einnig innlenda málningu. Ástæðurnar fyrir þessu er fleiri en ein. í fyrsta lagi er það viss hugsjón að kaupa innlenda fram- leiðslu og verzla við mína gömlu félaga í Meistarafélagi húsasmiða. í öðru lagi tel ég innlendar iðnaðar- vörur vera að minnsta kosti jafn góðar og oft betri en innfluttar. Ég nota t. d. málningu frá Málningu hf. á þetta hús, sem ég' er með í smíðum við Rauðhamra. Þessi máln- ing nefnist Steinvari 2000. Þetta er dýr málning, en ég hef tröllatrú á henni og þess vegna nota ég hana. Fjölbýlishúsið við Rauðhamra er byggt á hefðbundinn hátt. Það er einangrað að innan með 4ra tommu einangrun og síðan pússað á venju- legan liátt og loks fínpússað. Að utan er húsið slettpússað. — Með þeim hætti verður til kápa utan um húsið, sem hlífir því ágætlega, segir Örn. - Ég tel þetta vera næga vörn gagnvart íslenzka slagregninu og frostþíðunni, enda hefur þetta reynzt mjög vel að mínu mati. Örn skilar íbúðunum fullfrá- gengnum til kaupenda. Þær eru 122 fermetrar fyrir utan bílskúr og er þá miðað við utanmál hverrar íbúð- ar ásamt helming af stigahúsi. Til viðbótar koma stórar svalir á móti suðri, en útsýni er til Bláíjalla og meðfram öllum Reykjanesíjallgarð- inum. — Stórar svalir á móti suðri er eitt af því, sem fólk leggur hvað mest áherzlu á varðandi íbúðir í fjöl- býlishúsum, segir Örn. Örn skilar íbúðunum fullfrá- gengnum, í samræmi við óskir kaup- enda. — Margir telja það mikinn kost að geta breytt stofunni, segir hann. — Hugsum okkur hjón, sem þurfa á .einu herbergi að halda til viðbótar vegna unglings á skóla- aldri. Þá má bæta hér við þessu herbergi. Svo kemur að því, að ungi maðurinn flytur í burtu. Þá má stækka stofuna á ný, sem því plássi nemur, sem var hans herbergi. Kaupandinn velur allar innrétt- ingar sjálfur, bæði skápa og eldhús- innréttingu. Hann fær litaspjald frá Málningu og velur lit á íbúð sína eftir því. Allt er þetta innifalið í verðinu. Ef kaupandinn vill hin veg- ar velja sér eitthvað alveg sérstakt, t. d. postulínsflísar á baðherbergi, þá kostar það aukalega. — Hamrahverfið er mjög vel skipulagt hverfi, segir Örn Isebarn. — Það er rúmt um húsin og góðar gönguleiðir neðfram sjónum. I miðju hverfinu er ágætt leiksvæði og leikskóli fyrir börnin. Þau þurfa því lítið að fara út á umferðargöturnar. Fastir milliveggir eru hlaðnir úr þungum steini, þannig að lítið heyr- ist á milli herbergja, en lausir vegg- ir eru úr timbri og steinull. — Þess er gætt að hafa plöturnar á milli hæða þykkar, segir Örn. — Mörgum finnst það miður, þegar mjög mikið heyrist á milli íbúða. í sumum fjöl- býlishúsum er jafnvel hægt að fylgj- ast með öllum athöfnum nágrann- ana, vegna þess að allt of hljóðbært er á milli íbúðanna. Hverri íbúð fylgir 10 fermetra geymsla í kjallara. Síðan er sameig- irrleg hjólageymsla og safngeymsla og sérstakt herbergi. Alls er sam- eignin um 17 fermetrar með hverri íbúð. Þessar Ibúðir kosta 11,5 millj. kr. fullfrágengnar. — Það er um 70.000 kr á fermetra, ef með er tekinn bílskúr og sameign, segir Örn. Efstu íbúðirnar með 60 ferm risi Ibúðirnar á efstu hæðinni eru að því leyti frábrugðnar, að rýmið uppi í risinu er nýtt. Þakinu er lyft um 70-80 sentimetra miðað við það sem venjulegt er. Á þennan hátt fæst um 60 ferm pláss til viðbótar. — Þarna gæti verið aðstaða til þess að hafa píanó eða vefstól, svo að nokkuð sé nefnt, segir Örn. Frárennslið frá húsinu er notað til þess að hita upp alla göngustíga og heldur þannig burt snjó á veturn- ar og bleytu á sumrin. Stéttamar verða þurrari og minna berst af óhreinindum inn í húsið. — Hamrahverfið er mjög vel skipulagt hverfi, segir Örn. — Það er rúmt um húsin og góðar göngu- leiðir neðfram sjónum. Það eru fá ný hverfi, sem tekizt hefur jafn vel að skipuleggja. Þegar fólk kaupir nýjar íbúðir, á það að fara á staðinn og skoða umhverfið og bera saman verð og gæði. Hér í miðju Hamra- hverfinu er t. d. ágætt leiksvæði og leikskóli fyrir börnin. Þau þurfa því lítið að fara út á umferðargöturnar. Örn var formaður í Meistarafélagi húsasmiða í sjö ár eða frá 1985- 1992 og býr þar að auki yfir langri reynslu sem húsasmiður. — Það er stundum sagt um okkur iðnaðar- menn, að við séum tregir til þess að taka upp nýjungar, segir hann. — En ástæðan er einmitt sú, að við viljum fá reynslu af þeim aðferðum og efnum, sem við notum, áður en við bjóðum smíðina til sölu. Að mínu mati þarf fólk að fara varlega. Það eru alltaf að koma fram alis konar nýjungar. Þær eru góðra gjalda verða, en þær verða að sanna ágæti sitt. Það skiptir mjög miklu máli, að ekki sé skorið á gamlar hefðir í húsasmíðinni. Ég tel, að gamla fyr- irkomulagið, þar sem vinna saman meistari, sveinn og lærlingur, hafi skilað mjög góðum árangri. Þar lærir hver af öðrum. Þetta á ekki bara við hér. Ég hef haft af því margar spurnir, að vel sé látið af íslenzkum iðnaðarmönnum, þegar þeir taka að sér verkefni erlendis. Þeir þykja kunna vel til verka og eru álitnir fjölhæfir iðnaðarmenn. Ég vil benda hér á, að Þjóðveijar byggja á svipuðum grunni og ná- grannar þeirra tala gjarnan um, að þeir standi sig vel í samkeppninni af þeim sökum. Þetta á ekki bara við í byggingariðnaði, heldur í mörg- um greinum öðrum. Þegar kreppir að á nýbygginga- markaðnum eins og nú, þá lækkar íbúðarverð og sumir freistast til þess að kaupa inn lélegri bygging- arefni og vanda ekki eins til-verks- ins í heild til þess að vera réttu megin við strikið. Þetta verður að sjálfsögðu að varast. Bygginga- menn mega ekki láta slíkan hugsun- arhátt ná tökum á sér. Örn kveðst halda, að veturinn verði erfiður fyrir byggingariðnað- inn og segir: — Sala á nýjum íbúðum er treg og verkefnaleysi blasir við mörgum. Þegar kaupmátturinn rýrnar jafp mikið og verið hefur undanfarin ár, þá setur það mark sitt á allt og neikvæð umræða í þjóð- félaginu bætir ekki úr og smitar út frá sér. Fólk heldur að sér höndum og enginn þorir að gera neitt. Fleiri eignist sína eigin íbúð Að mati Arnar er of mikið hlaðið undir félagslega íbúðakerfið og það verði til þess að draga úr sjálfsbjarg- arviðleitni fólks. — Auðvitað þarf að hjálpa því fólki, sem á mjög erf- itt uppdráttar, segir hann. — Ég tel hins vegar, að nota eigi hluta af því fé, sem varið er í félagslega íbúðar- kerfið til þess að gefa sem flestum tækifæri til þess að eignast íbúð. Það er mjög uppörvandi fvrir ungt fólk sem aðra að eignast sína eigin íbúð í stað þess að eiga allt komið undir einhvetju kerfi og mönnum, sem kosnir eru þangað af stjórn- málamönnum og þurfa þá að hugsa um sjálfa sig og þá menn, sem þeir eru kosnir af. Vegna samdráttar og minni eftir- spurnar hefur verð á nýsmíðinni lækkað. Að mati Arnar eru því samt takmörk sett, hvað verðið getur lækkað. — Það getur ekkert bygg- ingarfyrirtæki borgað með íbúðum sínum til lengdar, segir hann. — Þess vegna fer verðið aldrei langt niður fyrir kostnaðarverð. Þeir sem eiga stór hús og vilja selja til þess að komast í minna húsnæði, bíða með að selja, ef verðið er orðið mjög lágt. Bankarnir, sem veita lán út á íbúðirnar, eiga sennilega margar íbúðir, sem þeir hafa neyðzt til þess að yfirtaka vegna vanskila lántak- endanna. Þeir bíða líka með að selja, unz verðið hækkar, þannig að þeir nái sínu til baka. Lækjartún - Mosfellsbæ Nýkomið í sölu vel staðsett 130 fm parhús á þessum eftirsótta stað. Eignin skiptist í stofu og 2-3 herbergi og hentar vel fyrir eldri borgara. Góð, frágengin lóð og bílastæði. Laust fljótlega. Fasteignasalan Stakfell, Suðurlandsbraut 6, sími687633. Opiö laugardag kl. 12-14 íf BORGAREIGN fasteignasala - Suðurlandsbraut 14 678221 fax: 678289 Glæsil. ca 146 fm efri sérh. Hlíðarvegur - Kóp. - sérh. í nýl. tvíbhúsi. Góðar stofur. 3-4 svefnh. Tvennar svalir. Allt fullfrág. og vandað. Gott útsýni. Áhv. ca 2,4 millj. Laus fljótl. Verð 12,9 millj. Sólheimar - sérh. Ca 130 fm neðri sérh. auk ca 25 fm bílsk. Góð- ar stofur. 4-5 svefnh. Góð eign á vinsælum stað. Getur losnað fljótl. Verð 11,3 millj. Kópavogsbraut. Til sölu skemmtil. ca 110 fm íb. á tveimur hæð- um. Allt sér. Á neðri hæð góðar stofur, eldh. og snyrting. Efri hæð 3 herb. og bað. Stór lóð. Verö 8,9 millj. Langabrekka - sérhæð. Sórl. falleg og mikið endurn. ca 92 fm efri hæð í fjórb. Eign í mjög góðu ástandi. Verð 7,9 millj. Krummahólar. 4ra herb. íb. meö bílsk. ca 92 fm endaíb. ásamt góðum ca 25 fm bílsk. Glæsil. útsýni. Blokk og sameign í góðu ástandi. Áhv. góð lán ca 4,1 millj. Verð 7,5 millj. Klapparstígur 1 - háhýsi við Skúlagötu. Glæsil. ca 120 fm íb. tilb. u. trév. Einstakt útsýni. Verð 8,2 millj. Hraunteigur - 3ja-4ra. Glæsil. ca 125 fm íb. á jarðh. Vandaðar innr. Parket og flisar. íb. hefur öll verið endurn. og er í toppástandi. Sérinng. Áhv. húsbréf ca 2,9 millj. Verð 7,6 millj. Hamraborg - 3ja herb. Góð ca 77 fm íb. á 2. hæð. M.a. nýl. eldhús og bað. Suðursvalir. Áhv. hagst. lán ca 3,7 millj. Verð 6,9 millj. Alftamýri. 3ja herb. ca 70 fm endaíb. á 3. hæð. Verð 6,6 millj. Astún - Kóp. - 3ja 80 fm íb. á 1. hæð. Gott útsýni. Áhv. ca 1,4 millj. Verð 7,5 millj. Rauðarárstígur - 3ja. Falleg ca 60 fm vel skipul. íb. á 1. hæð. Mikið endurn. Áhv. 2,4 millj. Verð 5,3 millj. Vallargerði - Kóp. 2ja herb. sérbýli, ca 65 fm á jarðh. Sérinng. íb. er mikið endurn. Fallegur garður. Friðsæll staður. Verð 5,9 millj. Vantar allar gerðir eigna á söluskrá Skoðum og verðmetum eignir samdægurs Karl Gunnarsson, sölustjóri, Kjartan Ragnars hrl. Opið laugardag kl. 12-14 Túnhvammur — skipti Fallegt fulib. 180 fm raðh. á tveimur hæð- um auk 29 fm bílsk. Arinn. Vönduð eign. Fallegt útsýni. Skipti mögul. á minni eign. Strandgötu 33 SÍMI 652790 Furuberg. f einkasölu fallegt fullb. 150 fm endaraöh. á einni hæð ásamt 25 fm bílsk. Vandaðar innr. 4 svefnherb. Gróin lóð. Áhv. veðdeild ca 3,0 millj. Klausturhvammur — skipti. Gott 202 fm endaraðh. m. innb. bílsk. 4 svefnh., sólskáli. Falleg gróin hornlóö,- Skipti mögul. á minni eign. Áhv. góð lán. Verð 13,9 millj. Stuðlaberg. Fallegt 142 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt bilsk. Áhv. ca 5,0 miilj. húsnlán. Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. ib. Verð 11,4 millj. Breiðvangur. I einkasölu falleg 140 fm efri sérhæð ásamt 33 fm bílsk. í góðu tvíb. 4 svefnherb. Stutt í skóla. Stór gróin lóð. Verð 12,2 millj. Fagrakinn. Vönduð eftlr sér- h«ð í tvíb. ésamt bílsk. Parket. Kamina f atofu. Laus fljótf. Básendi — Rvik. 4ra herb. miðb. f þrfb. á ról. og góðum stað. Verð 7,6 millj. Erum meö fjölda eigna á söluskrá sem ekki eru auglýstar. Póst- og símsendum söluskrár um land allt. Einbýli — raðhús Smyrlahraun — skipti. Gott talsv. endurn. 144 fm raöh. á tveimur hæðum ásamt nýjum 30 fm bílsk. Nýtt þak, gler o.fl. Áhv. góð lán ca 3,6 millj. Verð 11,9 millj. Lindarberg — skipti. í einka- sölu 221 fm parh. á tveimur hæðum ásamt innb. bílsk. Neðri hæð er íbúðar- hæf. Á efri hæð er kominn hiti og gler í glugga. Áhv. húsbr. ca 4 millj. Skipti mögul. á minni eign. Hlíðarbyggö - Gbæ - skipti Fallegt 250 fm raðh. á tveimur hæðum m. innb. bílsk. Vandaöar innr. 6 svefnh. Mögul. séríb. á jarðh. Skipti mögul. Eskiholt - Gbæ - skipti í einkasölu þetta glæsil. einbhús sem er á tveimur hæðum ásamt tvöf. bílsk. Vand- aðar innr. Parket. Meiriháttar útsýni. Ve- rönd m. heitum potti o.fl. Skipti á ódýrari eign kemur til greina. Fallegt 219 fm einb. á tveimur hæðum auk 60 fm bílsk. Eignin er að mestu fullb. 5 góð svefnh. Góð staðs. Áhv. byggsj. 3,4 millj. Verð 16,9 millj. Norðurtún — Álft. — skipti Fallegt 142 fm einb. á einni hæð auk 42 fm bílsk. 4 góð svefnh. Suðurverönd. Falleg eign. Áhv. góð lán 4,2 millj. Verð 12,5 millj. Hnotuberg — skipti Fallegt fullb. 177 fm einb. m. innb. bílsk. 4 góð svefnherb., vandaðar innr,, falleg gróin lóð. Steinfl. á gólfum. Skipti mögul. á minni eign. Svöluhraun. Gott 164 fm raðh. á einni hæó ásamt innb. bílsk. á þessum fráb. stað. Skipti mögul. á góðri ib. í Suð- urbæ Flfj. Öldugata. Gott talsv. endurn. litið einb. hæð og kj. Mögul. á stækkun m. hækkun á risi. Bílskréttur. Áhv. húsbr. 3,1 millj. Verð 7,0 millj. Vesturvangur. í einkasölu glæsil. 248 fm einb. ásamt 60 fm tvöf. bílsk. Vandaðar innr. Falleg gróin lóð. Vönduð og falleg eign. Verð 17,9 millj. Garðabær — Flatir. Gott tals- vert endurn. 193 tm einb. á einni hæö ásamt 46 fm tvöf. bílsk. Áhv. góð lán. Skipti mögul. Furuberg. Fallegtfullb. 143fmparh. ásamt 23 fm bílsk. 4 svefnherb. Góðar innr. Parket og flisar. Gróinn garður. Verð 13,8 miilj. Burknaberg. Fallegt einb. að mestu fullb. alls ca 300 fm á tveimur hæðum. Mögul. aukaíb. á jarðhæð. Breiðvangur — skipti. Fallegt 172 fm raðh. á einni hæð m. innb. bílsk. Fallegt hús á góðum stað. Sauna. Skipti mögul. á minni eign. Brattakinn. Lítlö, snoturt endum. 84 fm einb. á ról. og góðum stað. Endurn. gluggar, glar, raf- magn, híti, ktæðning að gtan o.fl. Verð 6,8 millj. 4ra herb. og stærri Hverfisgata. 113 fm 5 herb. sérh. á tveimur. hæðum í eldra timburh. Allt sér. Áhv. húsbr. 2,7 millj. Verð 6,9 millj. Sléttahraun. Falleg endurn. 4ra herb. íb. á 2. hæð í nýviðg. og máluðu fjölb. Nýjar innr., skápar, innihurðar, allt nýtt é baði. Parket og flísar á gólfum. Toppeign. Áhv. húsbréf 3,7 millj. Verð 7,6 millj. Klukkuberg. Falleg ný og fullb. 4ra-5 herb. séríb. á tveimur hæöum ásamt 26 fm bílsk. Vandaðar innr. Parket og flísar. Sórinng. Frábært útsýni. Áhv. góð lán 5,9 millj. Verð 11,5 millj. Hvammabr./„Penthouse“ Falleg fullb. 109 fm íb. á tveimur hæöum. Vandaðar innr. Parket. Aöeins 4 íb. á stigagangi. Áhv. góð lán. Verð 9,5 millj. Langeyrarvegur Falleg talsv. endurn. 122 fm neðri sórh. í góðu tvíb. Allt sér. Nýl. eldhinnr. Allt nýtt á baöi. Parket. Útsýni út á sjóinn. Áhv. húsbróf 4,4 millj. Verð 8,9 millj. Reykjavíkurvegur. Góð ca 100 fm 4ra herb. sérhæð í góðu þríb. Suður- lóð. Verönd. Áhv. húsbr. ca 4,0 millj. Verð 6,8 millj. Arnarhraun. Falleg, talsv. endurn., 122 fm 4ra herb. neöri sérhæð í þríb. Nýl. eldhinnr., parket o.fl. Góð áhv. lán ca 3,9 millj. Verð 7,9 millj. Kvíholt — skipti. Góð 142 fm neðri sérhæð í góðu tvíb. ásamt 26 fm bílsk. 4 svefnherb. Góð áhv. lán. Skipti mögul. á ódýrari eign. Verð 10,9 millj. Miðvangur — skipti. Efri sór- hæö í tvíb. ásamt bílsk. Laus strax. Áhv. veðdeild 4,2 millj. Skipti mögul. á 2ja-3ja herb. íb. Verð 10,9 millj. 3ja herb. Hvammabraut — skipti. Fal- leg 91 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð í góöu fjölb. Góðar innr. Parket. Stórar svalir. Gott útsýni. Áhv. byggsj. ca 3,2 millj. Verð 7,9 millj. Suðurbraut. Góö 91 fm 3ja herb. íb. á efstu hæð í fjölb. Þvottah. og búr innaf eldh. Suðursv. Fallegt útsýni. Verð 6,8 millj. Miðvangur. Góð 97 fm 3ja herb. íb. á 2. hæð. Þvottah. og búr innaf eldh. Parket og flísar á gólfum. Verö 7,4 millj. Háakinn. Góð, talsv. endurn., 3ja herb. íb. á jarðhæð í þríb. ásamt 15 fm vinnuaðst. í skúr á lóð. Áhv. góð lán 2,7 millj. Verð 5,5 millj. Krókahraun. Falleg 94 fm 3ja herb. íb. á 1. hæð í keöjuhúsi. Þvhús og búr innaf eldh. Fráb. staösetn. Suðursv. Björt og falleg eign. Áhv. góö lán ca 3,5 millj. Verö 7,8 millj. Grænakinn. Góð 3ja herb. íb. í kj. Áhv. húsnstjlán ca 2,6 millj. Verð 5,7 millj. Álfholt. Ný, falleg 75 fm neöri sérhæð í litlu fjölb. Góðar innr. Parket, flísar. Sór- lóð. Falleg eign. Verð 7,2 millj. 2ja herb. Lyngmóar — Gbæ. 2ja herb. íb. á efstu hæð í litlu fjölb. ásamt bílsk. Stór- ar suðursvalir. Verð 6,9 millj. I smíðum Traðarberg — tvær íbúöir. Ný 4ra herb. 125 fm íb. á 1. hæð í litlu fjölb. tilb. u. trév. íb. fylgir 56 fm íb. á jarðhæð m. sérinng. (tilb. u. trév.). Verð 11,0 millj. Álfholt - skipti. 3ja-4ra herb. atórar íb. Aukaherb. í kj. fylgir öllum íb. Afh. tilb. u. trév. eða fullb. Sameign fráb. Gott útsýni. Skipti möguleg á ódýrari eignum. Verð frá 7,5 millj. Úr þrotabúi steypu- stöðvarinnar ÓSS hf. Álfholt: 150 fm hæð og ris. Afh. strax fullb. að utan og fokh. að Innan. Klukkuberg: 4ra-5 hqrb. sérib. Afh. strax fullb. aö utan og tilb. u. trév að innan. Hagamelur - Rvík. Góð 82 fm 3ja herb. íb. á jarðhæö í góðu, litlu fjölb. Parket. Suður- verönd og lóð. Verð 7,0 millj. Álfaskeið — laus. Falleg talsv. endurn. 3ja herb. 87 fm íb. ásamt 24 fm bílsk. Nýjar huröar. Parket. Allt á baði. Nýtt gler. Laus strax. Verð 7,5 millj. Hörgsholt — tvær sérhæð- ir. í einkasölu 144 fm efri sérhæð ásamt bílsk. og 105 fm neðri sérhæð ásamt . bílsk. Áhv. húsbr. á báðum íb. ca 5,6-5,8 millj. Afh. straxtilb. u. tróv., fullb. að utan. Klukkuberg. 4-5 herb íb. á tveimur hæðum. Tilb. u. trév. Til afh. strax. Úthlíð. Falleg einnar hæöar raöhús á fráb. stað. Húsin eru 107 fm ásamt 34 fm bílskúr. Skilast fullb. að utan og frá fokh. uppí tilb. að innan. Verð frá 8,1 millj. Fagrahlíð. 3ja herb. íbúðir í fjölb. tilb. u. trév. Verð 6,9 millj. Klapparholt - „Golfara- húsið“. Vandaðar 112-132 fm íb. með eöa án lyftu. Mögul. á bílsk. Tvennar svalir. Klapparholt — parhús Atvinnuhúsnæði Skútahraun - laust. 60 fm fullb. bil með innkdyrum. Mögul. á milli- lofti. Áhv. góð lán, 1250 þús. Verö 3,0 millj. INGVAR GUÐMUNDSS0N lögg. fasteignas., heimas. 50992 JÓNAS HÓLMGEIRSS0N sölumaður, heimas. 641152. Opið kl. 9-18 Laugardaga kl. 11-13 VALHÚS FASTEIGNASALA Reykjavíkurvegi 62 Vegna aukinnar sölu vantar all- ar gerðir eigna á skrá þó sér- staklega 2ja og 3ja herb. ibúðir með langtímalánum. Einbýli — raðhús SÆVANGUR - EINBYLI Vorum aö fá í einkasölu mjög vandað einb. ásamt tvöf. bílsk. á einum stað í hverfinu. Skipti mögu. ó seljanl. eign. TÚNHVAMMUR - RAÐH. Vandað og vel staðsett raðh. á tveimur hæöum, ásamt bílskúr. Góð útiverönd. Til greina kemur að taka 2ja-4ra herb. íb. uppí. STEKKJARHV. - LAUS Vorum að fá 4ra herb. 112 fm hæð og ris ásamt bílsk. Allt sér. Góð lán. Verð 10,5 millj. Laus fljótl. Til greina kemur að taka 2ja-3ja herb. íb. uppí. LJÓSABERG - PARH. Vorum að fá parhús á tveimur hæðum. Á efri hæð er 4ra herb. íb. ásamt innb. bílsk. Neðri hæð er innréttuð sem tvær 2ja herb. ósamþ. íb. m. sérinng. Áhv. góð langtlán. Eignin getur losnað fljótl. FURUBERG - EINBÝLI Vandað 7 herb. 222 fm einbýli á einni hæð. Bílskúr. Góð áhv. lán. BREKKUHVAMMUR - HF. 5 herb. einbýli á einni hæð ásamt sólstofu. Bílskúr. Verð 12,5 millj. SMÁRAHVAMMUR - HF. Nýtt og vandað einb. á einni hæð ásamt rúmg. bílskúr. Góð staðsetn. REYKJAVÍKURVEGUR - HF. Vorum að fá 5-6 herb. 115 fm einbýli sem skiptist í kjallara, hæð og ris. Húsið er mjög mikið endurn. að utan sem innan. ÁLFATÚN - KÓP.- LAUS Vorum að fá 4ra-5 herb. fb. á 2. haeð ásamt Innb. bdsk. f þessum vinsælu húsum. Gaeti losneð fljótl. HVAMMABRAUT Vorum að fá til sölu 4ra-5 herb. „penthouse“-íbúð f þessu vtnsæla fjölþýli. Rúmgóðar svalir i suður. HRAUNBRUN - HF. Góð 5 herb. fb. á 1. hæð ásamt innb. bilskur. HJALLABRAUT - HF. 5 herb. 122 fm íbúð á 1. hæð. Lækkað verð. FLÓKAGATA - HF. Góð 4ra-5 herb. neðri hæð í tvíbýli. Bílskúr. MIÐVANGUR - SÉRHÆÐ 6 herb. 134 fm efri hæð í tvíb. Bílskúr. Góð áhv. lán. SUÐURGATA - HF. Vorum að fá í einkas. 6 herb. 132 fm íb. Fullbúin gullfalleg eign. á 1. hæð ásamt bíl- skúr. 3ja herb. FANNBORG - SERINNG. Góð 3ja herb. íb. á 1. hæð í hjarta bæjar- ins. Aðstaða fyrir aldraða s.s. bókasafn og heilsugæsla. Verð 5,9 millj. OFANLEITI - SÉRINNG. Vorum eð fá 3ja herb. íb. á 1. hæð. Sérinng. Sérlóð. Stæðl í bltskýll. Mjög góð staðsetn. BOÐAHLEIN V. HRAFNISTU í HAFN. Vorum aö fé til sölu íb. I þessu vin- sæla hverfi f. eldri borgara. Bílskúr fyfgir. Eígnin er laus nú þegar. BREIÐVANGUR - LAUS Vorum að fá mjög góða 4ra-5 herb. 112 fm (b. á 2. hæð f góðu fjölbýli. Nýjar innr. i eldhúsi, þvottahúsi. Flís- ar. Fullfrág. bílskúr. HOLTSBUÐ - GBÆ - EINB./TVÍB. Vorum að fé mjög vel staðsett hús sem skiptlst í 2 Ib. og tvöf. bflsk. Upplýsingar á skrifst. HNOTUBERG - EINB. Vorum að fá 6-7 herb. 186 fm einb. Rúmg. bílsk. Skipti mögul. á ódýrari eign. HRAUNTUNGA - HF. 6 hb. einb. á einni hæð. Bílsk. Góð staðsetn. HÁABERG - EINBÝLI KLAUSTURHVAMMUR RAÐHÚS LYNGBARÐ - EINBÝLI HEIÐVANGUR - EINBÝLI MIÐVANGUR - RAÐHÚS STEKKJAHVAMMUR RAÐHÚS SMYRLAHRAUN - RAÐHÚS SMYRLAHRAUN - EINBÝLI VESTURVANGUR - EINBÝLI ÁLFTANES - EINBÝLI 4ra—6 herb. ARNARHRAUN - SKIPTI 5 herb. 122 fm sérhæð. Björt og falleg íb. Allt sér. Tjl greina kemur að taka 2ja-3ja herb. íb. uppí. ALFASKEIÐ - 4RA 4ra-5 herb. 110 fm (b. á 3. hæð, enda. Bílskúr. Áhv. húsbr. 4,7 millj. Verð 8,2 millj. LAUFVANGUR - 4RA-5 Góð 4ra-5 herb. endaíb. á 3. hæð í vin- sælu fjölb. Gott útsýni. ÁLFASKEIÐ - SÉRH. 4ra-5 herb. 109 fm hæð. Góð áhv. lán. Verö 8,8 millj. SUÐURGATA - HF. Vorum 3Ö fá 4ro-5 herb. nýja nær fullb. og fallega íb. á 1. hæð m. sér- inng. Áhv. ca 6,0 miflj. húsbr. Laus fljótl. BREIÐVANGUR - 4RA Góð 4ra herb. íb. á 2. hæð I góðu fjölb. Verð 7,6 millj. NORÐURBRAUT - SKIPTI Gullfalleg 4ra herb. íb. í nýl. tvíb. Vönduð eign. Skipti mögul. á 3ja herb. íb. í Hf. HJALLABRAUT - 3JA Talsvert endurnýjuð 92 fm ib. á 3. hæð í vinsælu fjölb. ÁLFASKEIÐ - BfLSKÚR Vorum að fá 3ja horb. 90 fm ib. á 3. hæð ásamt bflskúr. Verð 7,2 millj. MIÐVANGUR - 3JA 3ja herb. endaíbúð á 6. hæð í lyftuhúsi. Verð 6,7 millj. SKÚLASKEIÐ - 3JA Vorum að fá 3ja herb. íb. á 2. hæð á falleg- um stað v. Hellisgerði. LAUFVANGUR - 3JA Góð 3ja herb. íb. á 1. hæð/jarðh. i vinsælu fjölb. HRAUNHVAMMUR - HF. Góð 3ja herb. neðri hæö I tvibýli. Allt end- urnýjað að utan sem innan. 2ja herb. BREIÐVANGUR - SER Rúmg. 2ja herb. íb. á jarðh. Gæti verið 3ja. ÖLDUGATA - HF. 2ja herb. efri hæð (ris) í tvíb. Verð 4,9 millj. SUÐURVANGUR ~ 2JA Vorum að fá mjög góöa 2ja herb.ib. á 1. hæð í góðu fjölb. Góð lón. HOLTSGATA — HF. Góð 2ja herb. 52 fm miðhæð í þríbýli. Verð 4,2 millj. LANGAMÝRI - GBÆ Rúmg.. 2ja-3ja herb. íb. á 2. hæð ásamt bílskúr. GUNNARSSUND - HF. 2ja-3ja herb. ósamþ. risíb. Verð 3,6 millj. I byggingu SUÐURHV. - BÍLSK. 3ja herb. íb. Til afh. nú þegar tilb. u. trév. FURUHLÍÐ - RAÐH. Eigum aðeins eftir 1 hús af þessum vin- sælu raðh. Teikn. á skrifst. ÚTHLfÐ - RAÐH. Til afh. nú þegar frág. að utan, fokh. að innan. BÆJARHOLT - 2JA OG 4RA ÁLFHOLT - 4RA-5 HERB. ÁLFHOLT - 3JA-4RA HERB. Annað HVALEYRARBRAUT Vorum að fá verslunar- og iðnaðarhúsn. 554 fm ósamt 104 fm skrifsthúsn. Nýtt og að mestu frág. hús. Mikil lofthæð og góðar dyr. Húsið stendur á mjög góðum stað. Teikn. á skrifst. SKÚTAHRAUN Vorum að fá 60 fm iðnhúsn. á einni hæð. DALSHRAUN 120 fm iðnaðarhúsn. á einni hæð. SUMARBÚSTAÐUR Sumarbústaður i nágr. Borgarness, nær fullbúin eign. SUMARBÚSTAÐUR 40 fm sumarbústaður á eignarlandi í nágr. Laugarvatns. Góð kjör. SUMARBÚSTAÐALÓÐIR Til sölu 5 eignarlóðir undir sumarbústað í nágr. Laugarvatns. Uppl. á skrifst. Gjörið svo vel að lita inn! _ Sveinn Sigurjónsson sölustj. Jp Valgeir Kristinsson hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.