Morgunblaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIMIR FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1993 Gamia Hamarshúsið stendur á homi Norðurstígs og Tryggva- götu í Reykjavík. Það er byggt 1907 og er samtals um 930 ferm. Á húseignina em settar 25,5 millj. kr., en í boði em góð greiðslu- kjör. 1 húsinu er 320 ferm götu- hæð, 320 ferm miðhæð, en að auki vörugeymsla, rishæð og mjög sérstæður tum. Eigninni fylgir ennfremur vöraport. Efri myndin er af Tryggvagötu um 1917. Gamla Hamarshúsið er yzX, til hægri. (Ljósm. Magnús 01.). Neðri myndin sýnir húsið eins og það lítur út nú. Gamla Hamars- húsiö ttö Norö- urstig til sölu Á horni Norðurstígs og Tryggvagötu í Reykjavík er nú til sölu sögufrægt hús, sem lengi hefur sett svip á umhverfi sitt. Húsið er byggt 1907 og þar var m. a. til húsa fyrsta smiðjan hjá vélsmiðj- unni Hamri. I húsinu er 320 ferm götuhæð, 320 ferm miðhæð, en að auki vörugeymsla, rishæð og mjög sérstæður tum. Eigninni fylgir ennfremur vöraport. Samtals er húseignin um 930 ferm. Á eignina era settar 25,5 millj. kr., en í boði era góð greiðslukjör. essi eign gæti hentað vel und- ir ýmiss konar atvinnurekstur, sagði Þórólfur Halldórsson, fast- eignasali í Eignamiðluninni, sem hefur eignina til sölu. Núverandi eigandi er Steinavör hf., heildsölu- fyrirtæki, sem verzlar með útgerð- arvörur og fatnað. Jarðhæðin er notuð undir lager, á annari hæð eru skrifstofur, en rishæðin og útsýnisturninn eru ekki í notkun eins og er. — Húsnæðinu mætti skipta á marga vegu og nota með ýmsum hætti, sagði Þórólfur. — Það mætti í fyrsta lagi nota húsið með sama hætti og áður, jarðhæðina undir lager en aðra hæðina undir skrif- stofur. í öðru lagi gæti jarðhæðin hentað vel fyrir veitingarekstur og ölstofu og efri hæðin þá sem gistiheimili. í risinu og turninum gætu verið vinnustofur eða íbúðir fyrir listafólk. Við Norðurstíg er geysimikil skemma í efsta hlutan- um og mikil lofthæð. Þar gæti verið ágætis aðstaða fyrir mynd- höggvara. Astand hússins er að sumu leyti gott, en sá hluti, sem ekki hefur verið í notkun, þarfnast þó stand- setningar. — Þetta er mjög heil- steypt hús og verður væntanlega selt í einu lagi, en það væri vel hægt að skipta því upp síðar meir, sagði Þórólfur Halldórsson að lok- um. — Það er mikill sjarmi yfir þessu húsi og ég geri mér vonir um að selja það fljótlega. Nú er verið að færa Geirsgötuna og þá verður aðkoman greiðari og meiri möguleikar á góðum bílastæðum. Lelgjcndasamtökln Æ meiri ásokn í míóbæ Kcykjavíkiir MHCIL eftirspurn er nú eftir leiguhúsnæði og er þar fyrst og fremst yngra fólk á ferðinni. Mikil ásókn er í miðbæ og vesturbæ Reykja- víkur. Þessu veldur m.a. nálægðin við Háskólann og æ fleiri, sem vinna í miðbænum, vilja búa þar til þess að geta sparað sér ferða- kostnað. Ljósmynd/Pétur Á. Óskarsson Þórir Steingrímsson, formaður Hamraborgarráðs, kynnir íbúum í Hamraborg hið nýa sjónvarpskerfi. Kópavogur AuglýsmgasjóiiTarp sett upp lyrir Hamraborgíua Bílageymslan vöktuö allan sól arhringinn á sömu rásinni í Hamraborg í Kópavogi hefur verið komið upp sjónvarpskapal- kerfi, sem nær til 212 íbúða þar og er reiknað með, að um 600 manns geti horft á það að staðaldri. Þjónustuaðilum og verzlunum í miðbæ Kópavogs hefur nú verið boðið að kynna bæði vöru og þjón- ustu í þessu sjónvarpi og era undirtektir þeirra góðar. Kom þetta fram þjá Þóri Steingrímssyni, formanni Hamraborgarráðsins, sem era samtök eigendajafnt íbúðarhúsnæðis ogþjónustuhúsnæðis i etta kom fram hjá Pjetri Haf- stein Lárussyni, fram- kvæmdastjóri leiguþjónustu Leigj- endasamtakanna, þegar hann var spurður um ástandið á leigumark- aðnum. — Það færist í vöxt, að námsfólk, einkum utan af landi, leigi saman stórar íbúðir, sagði Pjetur. — í þessum hópi er bæði háskólastúdentar, nemendur í Iðn- skólanum, Sjómannaskólanum og myndlistamemar. Pjetur kvaðst verða var við til- hneigingu til hækkunar á leigu á minnstu íbúðunum, enda væri mest eftirspurn eftir þeim. Nú væri al- geng mánaðarleiga fyrir 2ja herb íbúðir 30-35 þús. kr, fyrir 3ja herb. íbúðir 35-40 þús. kr. og 4ra herb. íbúðir 40-45 þús. kr. Einbýlishús leigðust gjarnan á 60-65 þús. kr., en ef hærri leigu væri krafizt, væri ekki auðvelt að leigja þau út. Pjetur kvaðst ennfremur verða þess var, að ungt fólk flyttist síðar burt úr föðurgarði nú en áður og það væri greinilega gert til þess að spara sér að borga húsaleigu eða það treysti sér ekki til þess að kaupa eigið húsnæði. Þá væri það líka til, að ungt fólk hygðist fresta því að festa sér kaup á eigin húsnæði, þar sem það gerði sér vonir um, að íbúð- arverð ætti eftir að lækka. — Yfirleitt er ástand á því leigu- húsnæði nokkuð gott, sem við fáum til meðferðar, sagði Pjetur Hafstein Lárusson að lokum. — Leigjendur eru fyrst og fremst láglaunafólk, sem heldur húsaleigu niðri, því að þetta fólk getur ekki borgað háa leigu. Vegna þess að ásóknin er mest í miðbæ og vesturbæ, er húsa- leiga hæst þar. Það er erfiðara að leigja út íbúðir, sem eru fjær mið- bænum og leigan líka lægri þar. Hamraborg. Upphaf þessa máls má rekja til þess, að endurnýja átti loft- netsbúnaðinn á öllum þeim 13 stigahúsum, sem eru í Hamraborg- inni, sagði Þórir. — Þá kom sú hugmynd upp að hafa hér gervi- hnattardisk, en síðan tekin sú ákvörðun að láta hann bíða en setja upp okkar eigið kapalkerfi með samtengingu allra þessara stiga- húsa í eitt stórt loftnet. Síðan var þetta loftnet tengt í stúdíó, sem er í félagsaðstöðu Hamraborgarbúa í 100 fermetra sal. í stúdíóinu er fullkomin skjá- myndatölva ásamt tilheyrandi út- búnaði, videómyndavélum og öðru slíku til þess að taka myndir og þannig er hægt að búa til sambæri- legar auglýsingar og þær sem birt- ast í Ríkissjónvarpinu og Stöð 2. Þessar skjámyndaauglýsingar voru kynntar sl. föstudag og fengu þá mjög góðar undirtektir hjá íbúum Hamraborgarinnar og einnig hjá þeim forráðamönnum verzlana og þjónustuaðila í Hamraborg, sem voru á kynningunni. Hafa ýmsir þeirra þegar óskað eftir birtingu á auglýsingum í þessu sjónvarpi. Einföld textaskjámynd í þessu sjónvarpi kostar 2.000 kr. Inni í þessu verði er falin birting auglýs- ingarinnar tvisvar sinnum á klukku- stund allan sólarhring í hálfan mán- uð. Þess á milli eru lesnar upp upp- lýsingar og fróðleikur til gagns fyr- ir íbúa og húseigendur í Hamra- borginni varðandi framkvæmdir við endurgerð bílageymslu Hamraborg- arinnar, en Hamraborgarráðið gerði samning við Kópavogskaupstað upp á 50 millj. kr um framkvæmdir þar, sem eiga að fara fram á næstu tveimur árum. Á sömu rás verður tenging við 16 öryggismyndavélar, sem settar verða upp í bílageyslunni á næstu dögum. Þá getur hver íbúi í hvaða Mð sem er, horft niður í bflageymsl- una á opinni rás allan sólarhringinn og fylgzt með því, sem þar gerist. Síðan verður öryggiskerfíð tengt inn í stúdióið og allt tekið upp, sem gerist í geymslunni. Ef eitthvað ger- ist þar, sem skoða þarf betur, má einfáldlega snúa spólunni til baka og skoða það, sem þar gerist. Secu- ritas mun annast uppsetninguna á þessu öryggiskerfí á næstunni. — Við hveija innkeyrslu og hvem inngang í bílgeymslunni verð- ur auglýst greinilega, að bíla- geymslumar séu vaktaðar allan sólarhringinn með myndavélum á opinni rás í kapalkerfí Hamraborg- ar, sagði Þórir Steingrímsson að lokum. — Með þessu á að vera kom- ið í veg fyrir, að gengið verði á persónufrelsi fólks. Hjá okkur nýtur þú ávallt hagstæðs verðs og góðrar ráðgjafar í húsbréfaviðskiptum. Vettvangur húsbréfaviðskipta. m LANDSBRÉFHF. löggílt veröbréfafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. Ijndsbréf hf. eru viðskiptavaki húsbrcfa skv. scrstökum samningi við Húsnæðisstofnun ríkisins. L Landsbanki ísiands Bankl allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.