Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 Flokksræði og grunnskólakerfið eftirHelga Viborg Eftir fall kommúnismans í Aust- ur-Evrópu fyrir rúmum þremur árum berast æ meiri upplýsingar um hvernig stjómskipulagi var háttað þar. Innan skólakerfisins voru yfirmenn skóla og annarra fræðslustofnana skipaðir af flokk- unum án tillits til hæfni þeirra til að gegna viðkomandi starfi, flokks- sjónarmið ein voru látin ráða. Af- leiðingarnar voru m.a. þær að í stað þess að sinna og þjóna því hlutverki sem þeim var ætlað sner- ist starf þeirra um að varðveita eigin völd. Flokkshæfir fræðslu- stjórar og skólastjórar stýrðu sín- um stofnunum sem valdsmenn, bönnuðu faglegar umræður, tak- mörkuðu og stýrðu öllu upplýsinga- streymi og réðu til starfa fólk sem þeir töldu að ógnaði ekki þeirra eigin völdum og þeir gátu stýrt að vild. Hart var tekið á allri gagn- rýni og fólk var löngu hættt að þora að segja sína skoðun af hræðslu við að missa starfíð eða lenda í útskúfun af einhverju tagi. Skólasálfræðingar, sem og reyndar ýmsir aðrir menntamenn, voru þessari valdastétt mikill þyrnir í augum. Skólasálfræðingar voru einfaldlega ekki ráðnir inn í skóla- kerfið og í Rúmeníu var öll sálfræð- ingsvinna bönnuð og sálfræðideild- inni við háskólann í Búkarest var lokað 1977. Eftir hrun kommúnismans er verið að reyna að breyta þessu og koma á faglegum og lýðræðislegum vinnubrögðum. Skólasálfræðingar hafa nú víðast verið ráðnir á ný og háskólar eru, þrátt fyrir bágan fjárhag, að byggja upp starfsemi sína að nýju. Þessi kúvending í skólamálum í Austur-Evrópu vekur spurningar um okkar skólakerfí. Þótt ótrúlegt sé held ég að þar sé sumt iíkt og að grunnskólakerfið íslenska þarfn- ist líka lýðræðislegrar andlitsupp- lyftingar. Grunnskólakerfíð er of lokað, miðstýrt kerfí, þar sem utan- aðkomandi gagnrýni eða áhrif eru lítil og innan kerfísins eru umræður takmarkaðar og áhrifalitlar. Meginástæðan fyrir þessu ástandi er sú að helstu ráðamenn grunnskólakerfísins eru ráðnir eftir flokkslínum en ekki eftir hæfni til að gegna viðkomandi starfí. Það sem þó er verst er að þeir eru æviráðnir (skipaðir) og erfitt að koma þeim frá hversu illa sem þeir reynast í starfi. Kröfur um hæfni hvort sem um er að ræða faglegar eða stjórnunarlegar eru afar óljósar t.d. er 3-4 ára menntun eftir gagn- fræðaprófið (gamla kennaraprófíð) talin næg til að stjórna stærstu grunnskólum okkar með yfir 1.000 nemendur og yfir 60 manna starfs- lið eða gegna starfi fræðslustjóra. Flokksræði Þetta kerfí flokkspólitískra ævi- ráðninga innan grunnskólakerfis- ins hefur þróað með sér sérkenni- legt munstur þar sem embætts- mennn hugsa meira um eigin völd en skilvirka faglega vinnu í þágu skólabarna og almennings. Ákveð- in samtrygging virðist hafa þróast þar sem ekki tíðkast að gera fag- legar eða stjórnunarlegar kröfur eða úttektir innan kerfisins. Ætla mætti að embættismenn í ráðnu- neytinu sjái viss þægindi í að hafa óskipulagðan og „linan“ fræðslu- stjóra. Sömuleiðis mæti ætla að margir skólastjórar séu sáttir við að ekki séu gerðar kröfur um að þeir stýri sínum skólum betur bæði faglega og stjómunarlega. Til að vernda þetta kerfi er beitt mjög -afsláttur sem um munar! fyrirtœki, heildsalar og abrir sera hafa áhuga á ab koma á framfœri tilbobum tii lesenda Morgunblabsins í formi kjarabóta viasamlegast hafi samband rib Mörtu loftsdóttnr angiýsingadelid, í síma 691155. fHtrgmmMfifoitir - kjarni málsins! Helgi Viborg „Skólakerfið er fyrir börnin og foreldra þeirra en ekki fyrir embættismennina. “ ólýðræðislegum vinnubrögðum. Við skulum líta annars vegar á fræðslu- skrifstofur og hins vegar á skólana þessu til stuðnings. Fræðslustjórar hafa lagt síaukna áherslu á sín eigin völd yfir þeim málaflokkum sem undir embætti þeirra heyra og þeim fagaðilum sem eiga að sinna sértækum verk- efnum á fræðsluskrifstofunum. Öll stefnumörkum og umræða um hana er unnin af mikill leynd af fræðslustjórum og upplýsinga- streymi haldið í lágmarki. Sérstak- lega hafa sálfræðingar og þeirra vinna farið fyrir brjóstið á fræðslu- stjórum. Sálfræðingar og tillögur þeira eru að mestu hundsaðar og á sumum fræðsluskrifstofum hafa sálfræðingar þurft að sitja undir faglegum og persónulegum árásum og hótunum um brottrekstur. Margir ágætir sálfræðingar hafa flæmst burt og í sumum tilvikum hafa verið ráðnir lítt menntaðir starfskraftar í þeirra stað, sem þá eru fræðslustjóranum þóknanlegir, og borgað hærri laun en sálfræð- ingum. Þess er gætt að sálfræðing- ar séu lítt áberandi og þeim haldið utan við faglega umræðu. Sérstak- lega á þetta við um sérkennslu- mál. Sálfræðingar voru strikaðir út úr sérkennslureglugerð (og reyndar grunnskólalögunum líka) og fá ekkert um þennan málaflokk að segja. Sálfræðileg þekking og rannsóknir eru þannig ekki notaðar varðandi lið sem kostar fimmtung af heildarkostnaði grunhskóla. Eftir fall kommúnismans í Aust- ur-Evrópu erum við sennilega eina þjóðin sem hefur slíkt kerfi í gangi og allt bendir til að fátt verið eftir af sálfræðingum innan skólakerfis- ins eftir nokkur ár ef fræðslustjór- ar eiga að fá að halda sínu striki. Áður fyrr var formleg stjóm fræðsluskrifstofa í höndum fræðsluráðs og fræðslustjóri starf- aði sem framkvæmdastjóri þess. Fyrir nokkrum árum var þessu breytt þannig að fræðslustjórar ráða einir allri starfsemi fræðslu- skrifstofanna og virðast lítil af- skipti vera af hvernig þeir haga henni, t.d. hvernig þeir haga starfs- mannamálum sínum, svo lengi sem þeir halda sig innan ijárhagsáætl- unar. Skólastjórar Skólastjórar eru æviráðnir og ekki óalgengt að sami skólastjóri sitji í sama skólanum í marga ára- tugi. Þegar til þess er litið að flest- ir þeirra em einungis með 3-4 ára menntun eftir gagnfræðapróf (gamla kennaraprófíð) og að fag- legar og stjórnunarlegar kröfur aukast sífellt er ekki að undra þótt misvel gangi. Endurmenntun er lít- Gæruverð - hvernig er sam- anburði háttað eftir Aðalstein * Arnason Tilurð þess að þetta greinarkorn varð til eru skrif Valdimars Einars- sonar í Morgunblaðinu 19. ágúst síðastliðinn, þar sem hann veltir fyrir sér framtíð skinnaiðnaðar í landinu og ekki síður gerir hann verðsamanburð á gæmverði hér heima og í Bretlandi. Hann birtir máli sínu til stuðnings töflu sem inniheldur samanburð á hrágæru verði í þessum tveimur löndum yfir ákveðið tímabil. Þar kemur fram að gæruverð til slátuleyfishafa í Bretlandi er frá 11% lægra til 145% hærra en hér heima. Annað sem vakti athygli mína eru þær miklu verðsveiflur sem virðast vera á Bretlandsmarkað (heimsmarkaði?) á meðan verðið helst nokkuð stöð- ugt hér. Þessi grein vakti margar spurn- ingar hjá okkur sem nú bíðum spennt eftir því að vita hvort sá iðnaður sem við störfum við verður enn við líði eftir að gjörgæslu Landsbankans lýkur, þ.e. 30. sept- ember. Hrágæran er undirstaðan Það er að sjálfsögðu Ijóst að ef hráefnið er ekki til staðar þá verður skinnaiðnaður ekki starfræktur í landinu, það er einnigjafn nauðsyn- legt fyrir seljendur hrágæra að hafa heimamarkaðinn því annars er hætta á að þeir losni ekki við allt það gærumagn sem til fellur. Því er mikilvægt í umræðunni um gæruverð að heiðarlega sé að henni staðið. Ekki má nýta sér þessar aðstæður til þess að tímabundið sé hægt að ná fram hærra verði, (hugsanlega á forsendum sem ekki taka tillit til allra þátta), en láta kyrrt liggja að hugsa um framtíðina og þá möguleika sem í þessari iðn- grein felast. Verðmyndun Sú viðmiðun sem nú er horft til varðandi samanburð á innlendu og erlendu verði er meðal annars til- raun eins sláturhúss sem seinasta haust flutti út um 13.000 gæða gærur. Ég tel að ekki sé raunhæft, og hygg að þeir sem að þessum útflutningi standa hljóti að vera sammála mér, að ætla að allar þær u.þ.b. 500 til 600 þúsund gærur sem til falla á hveiju hausti seljist á sama tíma, þeim tíma sem hagstæð- astur er fyrir sláturleyfishafa og bændur. Þessi samanburður hlýtur alltaf að vera mjög flókinn og marg- ir þættir sem taka verður tillit til. Er búið að taka tillit til geymslu- og vaxtakostnaðar í allt að tíu mánuði? Tekur þessi verðsamanburður til- lit til flutningskostnaðar? Er raunhæft að ætla að það verð sem fékkst í þessum tilraunaút- flutningi muni verða meðalverð heildarframleiðslunnar sem inni- heldur marga mismunandi gæða- flokka? Munu erlendir kaupendur ekki aðeins vilja kaupa fyrsta flokks lambagærur en ekki líta við ærgær- um og því sem tilfellur í lakari gæðaflokkum? Hvað gerist ef skinnaiðnaður verður ekki í landinu og ekki reynist unnt að flytja út þær hrágærur sem til falla? Ef ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.