Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 t RONALD JAMES WATHEN, lést í St. Bartholomew’s Hospital í London 5. september. Útförin fer fram á írlandi. Ásta Kristinsdóttir, Sunna, Seán. t Elskuleg eiginkona mín, KARITAS HALLDÓRSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur sunnudaginn 5. september. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Helgi Kristjánsson. t Bróðir minn, GUNNAR SVERRISSON, lést í Landspítalanum 5. september. Útförin auglýst síðar. Magnús Sverrisson. t Móðir mín, ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR, Hringbraut 70, áðurtil heimilis á Austurgötu 10, Keflavík, andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur aðfaranótt laugardagsins 4. september. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún S. Helgadóttir. t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR JÓN BJARNASON, málarameistari, Furugrund 66, Kópavogi, lést af slysförum 1. september. Jarðarförin auglýst síðar. Rafn Bjarnason, Svala Bjarnadóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYJÓLFUR TEITSSON, Barmahlið 55, lést 4. september. Soffía Ármannsdóttir, Elín Eyjólfsdóttir, Magnús Stefánsson, Teitur Eyjólfsson, Lovísa Viðarsdóttir, og barnabörn. t Faðir okkar og tengdafaðir, PÁLMI GUÐMUNDSSON, Kumbaravogi, (áður Lönguhlíð 21), lést 3. september. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Pálmason, Garðar Pálmason, Guðrún Árnadóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR PÉTURSSON, Hjallabraut 3, Hafnarfirði, lést í Landspítalanum að kvöldi 5. september sl. Jarðarförin auglýst síðar. Hulda Björgvinsdóttir, Sigrún Hallgrímsdóttir, Ásgeir Þorsteinsson, Stefán Hermanns, barnabörn og barnabarnabörn. Inga Backlund Þór- arinsson — Minning Þeim fer fækkandi sem hafa ver- ið æskuvinir. 0g núna er Inga horf- in. Inga varð bráðkvödd hinn 7. júní sl. eftir nærri hálfrar aldar dvöl hér á landi. Hinn 7. september hefði hún náð 75 ára aldri. Eigin- maður hennar var Sigurður Þórar- insson jarðfræðingur, og áttu þau tvö börn, Snjólaugu og Sven. Inga fæddist 1918, í Stokk- hólmi. Faðir hennar, Sven, féll frá 1953, en móðir hennar, Herta, lést fyrir nokkrum árum í hárri elli. Framan af bjuggu foreldrarnir í París ásamt tveim börnum sínum. Nokkru seinna slitu þau samvistir og ólust systkinin upp .hjá móður sinni í Stokkhólmi. Faðirinn var blaðamaður, heimspekingur og hugsjónamaður. Hann bjó mest all- an starfstíma sinn í Genf, þar sem hann m.a. stofnaði skóla. Einnig fór hann f fyrirlestrarferðir til heima- lands síns og kenndi við lýðháskóla þar. Hann var eldheitur jafnaðar- maður og friðarsinni. Alla ævi var Inga undir sterkum áhrifum af hugsjónum hans og saknaði þess að hafa ekki átt kost á að vera nálægt föður sínum. Sjálf kynntist ég Ingu árin í kringum 1940 í hópi íslenskra námsmanna sem ílentust í Svíþjóð vegna stríðsins. Ég man fyrsta sam- tal mitt við Ingu á stúdentagarði þegar við báðar vorum við nám, hún í frönsku og bókmenntum. Inga var hávaxin og hafði mjög fallegt ljóst hár sem féll eins og tjald yfir annan vangann. „Það er ljóst eins og hveitiakur,“ sagði ég. „Nei, eins og tunglskin," mótmælti Inga. Ekki vissum við þá að við ættum eftir að verða nágrannar í Hlíðunum og leiðrétta hvor aðra um orð og hug- tök árum saman. Það eru einstök örlög að verða að skipta um land eingöngu vegna ástar. Oftast nær er það konan sem yfirgefur allt sitt, þegar hjónabönd eru knýtt á milli þjóða. Hún verður að aðlagast menningu nýja lands- ins, tungumáli, mataræði, náttúru og veðurfari. A árunum eftir stríð lenti smá- hópur sænskra kvenna í Reykjavík. Inga varð fljótlega miðpunktur þess hóps, sem kallaður var „Svenskorna pá Island". Svipað og Islendingar í útlegð stofna með sér félagsskap til þess að vera í eðlilegum sam- skiptum við sína samlanda, þá gáfu okkar fundir möguleika á að rækta minnihlutamenningu okkar. Þetta kom sérstaklega fram á jólum sem byrjuðu með Lúcíuhátíð hinn 13. desember, þegar við hjálpuðumst að við undirbúning á leikriti með sænsk-íslensku börnunum okkar. Þar er frú Estrid Brekkan okkur sérstaklega minnisstæð. Hún tók börnin saman í hring og sagði þeim ævintýri, sænsk og íslensk. Við Inga höfðum oft gaman af minn- ingu um Lúcíuhátíð sem haldin hafði verið í Skipholti. Við þurftum að bera stóran Rassa með dóti úr leikþættinum á milli okkar yfir Miklatún og heim. Það var svo mik- ið rok að við gengum kengbognar og urðum að hafa okkur allar við að halda fast í kassann svo hann fyki ekki. Svo horðum við á sjálfar okkur - utan frá - og fengum hlát- urskast. Tungumálið getur oft valdið erf- t Móðir okkar, GUÐRÚN HALLSDÓTTIR, frá Grishóli, andaðist á Elliheimilinu Grund 4. september. Börnin. t Maðurinn minn og faðir okkar, ÓLAFUR SIGURGEIR GUÐJÓNSSON, húsgagnasmiður og fyrrv. verkstjóri á Reykjalundi, Espigerði 2, lést 3. september. Útförin auglýst síðar. Anna Þóra Steinþórsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Óskar Már Ólafsson. t Móðir okkar og systir, RAGNHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Austurbrún 6, andaðist í Landspítalanum 4. septem- ber. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. september kl. 15.00. Jens Sigurðsson, Ottó Sigurðsson og systkini. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, LÁRA PÁLSDÓTTIR, sem lést 31. ágúst, verður jarðsungin frá Staðarkirkju miðvikudag- inn 8. september kl. 14.00. Jón Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. iðleikum. Inga var ákaflega sænsk. Samtímis þoldi hún ekki að neitt illt væri sagt um ísland, og var hún ákveðin í að búa alla sína tíð hér á landi. En sænska málið var innsti kjarni hennar. Hún skildi íslensku vel, en neitaði að misþyrma henni með sínum sænska hreim nema nauðsynlegt væri. Einu sinni talaði hún við dreng og hann spurði: „Af hveiju talar þú svona?“ „Ég er út- lendingur,“ svaraði Inga. „Ertu fædd svona?" spurði drengurinn. Einhvern tíma forvitnaðist Halldór Laxnes hvernig henni gengi með íslenskuna. „Enginn skilur mig í búðum þegar ég ætla að kaupa egg. Þeir segja bara ha?“ svaraði Inga. Mörgum árum seinna spurði Halldór hana aftur hvort hún gæti keypt egg núorðið. Það hafði ekki batnað. Ofugt við þetta gat fólk ekki borið fram nafn hennar sjálfr- ar eins og það átti að hljóma með mjúkum samhljóða. Þessa raun þekkja allir íslendingar sem fínnst nöfn sín afbökuð í framburði ann- arra þjóða. Þannig talaði Inga alltaf sænsku, skýrt og nákvæmt, við alla sem skildu málið - eða hún fékk þá til að skilja það. Hún hafði góða hljómmikla rödd, enda var hún í æsku sinni oft beðin um að lesa upp kvæði í samkvæmum. Hún gerði það mjög vel og lifandi, man ég. Hún hefði ef til vill getað orðið leikari. Frá upphafi hefði hún viljað nýta betur hæfileika sína og gera meira úr hugsjónum sínum, en þess átti hún ekki kost. Hún las mjög mikið og myndaði sér ákveðnar skoðanir á ýmsum efnum. Við vinir hennar áttum árum saman löng og örvandi samtöl við hana. Við erum margar sem minnumst samveru og sam- ræðna við Ingu með söknuði. Britta Björnsson. MINNINGARKORT SJÁLFSBJARGAR ÉREYm'ÍK OG NÁGRENNISÆL 1 78 68M Innheimt með gíróseðli tumsM ERFIDRYKKJUR frá kr. 850- ími620200 p E u L A N Erfldrykkjnr (»la*silcg kíiíli- hkiðborð iallegir saJir og injög gckð þjðiiustíL Upplýsingar isíma22322
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.