Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 33 Auglýsingar Paul Arden á íslandi AUGLÝSINGAMAÐURINN og hugmyndasmiðurinn Paul Arden er væntanlegur hingað til lands í boði auglýsingastofunnar Góðs fólks. Arden mun halda hér fyrirlestur þar sem hann fjallar m.a. um list- ina að gera góða auglýsingu og samstarf auglýsenda og auglýsinga- fólks. Þá mun Arden ræða þá þróun sem hefur átt sér stað í auglýs- ingaheiminum undanfarin ár ásamt því að kynna verk sín, ræða til- urð þeirra og svara fyrirspurnum. Þeir sem starfa að auglýsinga- og markaðsmálum þekkja flestir til Pauls Arden og verka hans, enda einkennast þau af frumleika og ferskum vinnubrögðum eins og seg- ir í frétt frá Góðu fólki. Arden hef- ur samið og stjórnað margverðlaun- uðum herferðum undanfarinn ára- tug og verið í sveit fremstu auglýs- ingamanna í heiminum. Meðal þekktra verka hans má nefna aug- lýsingar um Silk Cut sígarettur, British Rail og British Airways. Paul Arden stjórnaði hugmynda- smíði hjá Saatchi & Saatchi í Lond- on um árabil, en rekur nú sitt eigið fyrirtæki, Arden Sutherland-Dodd.' Fyrirlestur Ardens verður í A-sal á Hótel Sögu, fimmtudaginn 9. september og hefst kl. 13.30. Verð aðgöngumiða er 3.500 krónur og eru innifalin fyrirlestrargögn og léttar veitingar. Fyrirlesturinn er öllum opinn og má panta miða hjá Góðu fólki. Bandarísk ferðaskrifstofa óskar eftir EINUM starfsmanni til að opna útibú á íslandi. Þarf að tala ensku og geta gert greiðslukortasamning við íslenskan banka (Visa, Mastercard). Engrar starfsreynslu krafist, við sjáum um þjálfun. Byrjar smátt - vex hratt. Sendið persónulegar upplýsingar til: Innovative Travels P.O. Box 6, Jackson, Wisconsin, 53037 USA U FYRIRLESARINN - Paul Arden verður með fyrirlest- ur hér á landi fimmtudaginn 9. september nk. Norðurlönd Góð afkoma Skandia afleið- ing verðhækkunar á eignum HAGNAÐUR af rekstri tryggingafélagsins Skandia var um 7,3 millj- arðar króna fyrstu sex mánuði ársins, en á sama tíma í fyrra var tap um 3,4 milljarðar. Stjórnarformaður fyrirtækisins þakkar betri afkomu verðhækkun eigna og hagstæðum gengisbreytingum. Skipasmíði Stálsmiðjan fær 90 milljónir króna til endurlána íRússlandi Tryggingadeild útflutningslána ábyrgist endurgreiðslu FYRSTI rússneski togarinn af þremur er væntanlegur í Stálsmiðj- una innan fárra daga, en fyrirtækið hefur tekið að sér breytingar á þremur skipum. Útflutningslánasjóður hefur lánað 90 milljónir króna til verksins, en Stálsmiðjan endurlánar féð til eigenda togar- anna sem er fyrirtækið Karelrybflot í Múrmansk. Tryggingadeild útflutningslána hefur gert samninga við Iðnlánasjóð um ábyrgð á lánunum, sem nær til vanefnda hvort heldur af pólitiskum eða við- skiptalegum orsökum. Iðnlánasjóður tók við rekstri Út- flutningslánasjóðs í mars, en hann var áður í eigu Landsbanka íslands og Seðlabankans. Meirihluti lána sjóðsins eru samkeppnislán til inn- lendra framleiðenda véla og tækja fyrir íslenskan sjávarútveg. Féð er endurlánað kaupendum í samvinnu við viðskiptabanka lánþega Iðn- lánasjóðs. Heildarútlán Iðnlánasjóðs á árinu eru áætluð um 215 milljónir króna. Á síðasta ári lánaði sjóðurinn 232 milljónir króna. Megin orsök sam- dráttar í útlánum eru minni fjárfest- ingar í sjávarútvegi, ekki síst minni smíði á trefjaplastbátum til trilluút- gerðar. Vextir af útlánum sjóðsins hafa lækkað úr 8,1% í upphafi árs í 7,0% nú. Markaðsvirði fjárfestinga fyrir- tækisins hefur vaxið um 15% frá áramótum, en á sama tíma óx eigic' fé um fjórðung. Bjöm Wolratl stjórnarformaður segir í fréttatil kynningu frá Skandia að mikil verð hækkun eigna hafi stuðlað að þess ari góðu afkomu. „Afkomubatan: má einnig þakka nýrri stefnu rekstri fyrirtækisins og viðleitr okkar til þess að „breyta rétt“ oj nota þá þætti sem við höfum úr a> spila á hagkvæman hátt. Við sjáun greinilegan árangur stefnumótuna fyrirtækisins sem miðar að því ac draga úr áhættu og minnka umsvii á alþj óðavettvangi. “ Tveir stærstu hluthafar í Skan- dia, UNI Storebrand í Noregi og Hafnia Holding í Danmörku, seldu nýlega hlutabréf sín. Hlutur fyrir- tækjanna í Skandia var um 40%. Kaupendur voru um eitt hundrað stórir alþjóðlegir íjárfestingasjóðir. Stjórnendur Skandia lýsa ánægju sinni með þessi viðskipti, þar sem þau hafi eytt þeirri óvissu sem ríkti um eignarhald fyrirtækisins. Hinn frægi breski hugmyndasmiður og auglýsingamaður Paul Arden heldur fyrirlestur á Hótel Sögu fimmtudaginn 9. september nk. Paul Arden hefur samið og stjórnað margverðlaunuðum auglýsingaherferðum undanfarinn áratug og verið í sveit fremstu auglýsingamanna f heiminum. Á fyrirlestrinum mun Paul Arden m.a. fjalla um „listina að gera góða auglýsingu", samstarf auglýsenda og auglýsingagerðafólks, ræða þá þróun sem átt hefur sér stað í auglýsinga- heiminum undanfarin ár, vanda hans, kosti og galla. Þá mun Arden kynna verk sín, ræða tilurð þeirra og svara fyrirspurnum. Verð aðgöngumiða er 3.500 kr. og innifalið eru fyrirlestrargögn og léttar veitingar. Þátttökuskráning á fyrirlesturinn er hjá auglýsingastofunni Góðu fólk í síma 685466. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn, verður í sal A á Hótel Sögu og hefst kl. 13:30. G □ T T F □ L K I FÉLAG ÍSLENSKRA TEIKNARA Flug Samstarf Flugleiða og FN ekki útilokað BÆJARSTJÓRNIR Sauðárkróks og Húsavíkur hafa sent Halldóri Blöndal samgönguráðherra erindi þar sem lýst er yfir megnri óánægju vegna skertrar þjónustu Flugleiða við bæinn. Sömuleiðis hafa fulltrúar Húsavíkurbæjar lýst yfir óánægju með þróun mála. Flugleiðir útiloka ekki að tekið verði upp samstarf á flugleiðinni til Sauðárkróks við Flugfélag Norðurlands. Ráðuneytið hefur ekki tekið af- stöðu til erindisins, að sögn Þór- halls Jósepssonar, deildarstjóra í samgönguráðuneytinu. Flugleiðir hafa sérleyfi á flugleið- inni Reykjavík-Sauðárkrókur- Reykjavík. Félagið hefur átt í við- ræðum við fulltrúa Sauðárkróks- bæjar og kom sú umræða upp á þeim fundi hvort það myndi leiða til betri þjónustu ef svipað fyrir- komulag yrði haft um flug þar og viðgengst á Húsavík þar sem Flug- leiðir og Flugfélag Norðurlands deila með sér flugleiðinni. Þjónustan meginatriðið Kolbeinn Arinbjamarson hjá Flugleiðum segir um vanda Sauð- krækinga að óski bæjarstjórn þess að annar aðili komi til hliðar við Flugleiðir á flugleiðinni muni félag- ið skoða það gaumgæfilega hvort það gangi upp. „Væntanlega yrði það þá aðili úr þessum landsfjórð- ungi,“ segir Kolbeinn. Tæknileg útfærsla á því væri ekki meginatrið- ið heldur þjónustan við svæðið. Hann útilokar hins vegar ekki þann möguleika að Flugleiðir og Flugfé- lag Norðurlands taki upp einhvers konar samstarf á þessari flugleið. # HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSNÆÐISBRÉF 1. FLOKKUR 1993 8. Uppboð - 7. september 1993 Áttunda uppboð húsnæðisbréfa fer fram 7. september n.k. Frestur til þátttöku rennur út kl. 14:00 þann dag og þurfa bindandi tilboð í bréfin að hafa borist Húsnæðis- stofnun ríkisins. Húsnæðisbréf eru gefin út í tveimur einingum, 1 m.kr. og 10 m.kr. að nafnverði. Húsnæðis- bréf eru verðtryggð með lánskjaravísitölu til 20 ára með 39 jöi'num greiðslum vaxta og afborgana. Upplýsingarit ásamt tilboðsgögnunt liggja frammi hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík og nánari upplýsingar um útboðið veitir verðbréfadeild stofnunarinnar. HANQSALJ Z o xhvsonvh HANDSAL H F LÖGGILT VEROBICÉrAFYRIRT/tKl ■ AÐILI AÐ VERDBRf.FAHNGI ÍSLANDS ENGIATEIGI 6 ■ 105 REYKJAVÍK ■ SÍMI 686111 ■ FAX 687611
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.