Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 07.09.1993, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1993 55 Einvígi einvíganna Skák_______________ Margeir Pétursson ÁÐUR ókunn staða er komin upp í skákheiminum nú þegar tvö einvígi um heimsmeistaratitilinn eru að hefjast á sama tíma. Keppnin á milli þeirra Kasp- arovs og Shorts í London virðist vera sú eina rétta, en þeir hafa sagt sig úr lögum við alþjóða- skáksambandið FH)E og það átti ekki annarra kosta völ en að fara eftir eigin reglum og halda einvígi varamanna um heimsmeistaratitilinn, sem verið hefur undir lögsögu sambands- ins frá því eftir seinni heims- styijöld. Skipuleggjendur þess- ara tveggja einvíga heyja nú hatramma baráttu um athygli fjölmiðlanna. Sigurvegarinn, hvort sem það verður FIDE eða atvinnumannasambandið, getur átt von á auknum auglýsinga- tekjum og stuðningi styrktarað- ila við keppnir sínar í framtíð- inni. FIDE varð um helgina að játa sig sigrað á mikilvægu sviði áróð- ursbaráttunnar. Það kom í ljós að fullyrðingar sambandsins um að verðlaunasjóðurinn hjá þeim Timm- an og Karpov væri hæiri en í ein- víginu í London voru rangar. Ekki tókst að afla neins teljandi verð- launafjár í Hollandi og það er ljóst að Arabaríkið Óman fjármagnar hann allan, en þar verður seinni hlutinn tefldur. Samt verður um himinháa fúlgu að ræða, eða tæp- lega eitt hundrað milljónir íslenskra króna, sem er u.þ.b. helmingi minni en hjá þeim Kasparov og Short. Keppendumir hér í London hafa ekkert sparað í undirbúningi sínum fyrir einvígið. Aðstoðarmenn Kasp- arovs eru allir frá fyrrum Sovétríkj- unum, þeir Zurab Azmaiparashvili frá Georgíu, Alexander Beljavskí frá Úkraínu og Rússinn Sergei Makarisjov, sem á árum áður var hjálparkokkur Karpovs. Auk þess- ara hefur Kasparov m.a. kokk og tvo íþróttaþjálfara í þjónustu sinni. Hann hefur dvalið í æfingabúðum í Króatíu í sumar og m.a. náð að lyfta hundrað kílóa lóðum. Short hefur einnig lagt mikla áherslu á líkamlega þjálfun en eng- ar sögur fara þó af lyftingaafrekum hans, enda maðurinn ekki sérlega kraftalegur, heldur hár og renglu- legur. Hann hefur sett það á odd- inn að auka úthaldið. Aðstoðar- menn hans standa liði Kasparovs síður en svo að baki. Þeir eru Lubomir Kavalek, Tékki sem hefur búið rúm 20 ár í Bandaríkjunum, nágranni hans og félagi úr enska landsliðinu, nærsýna grænmetis- ætan Jonathan Speelman og nýj- asti liðsaukinn er dr. Robert Hubn- er, fremsti skákmaður Þjóðveija um áratuga skeið. Hubner er þekktur fyrir afar fagmannleg og nákvæm vinnubrögð við skákrann- sóknir og hann er sá skákmaður sem síðast sigraði á alþjóðaskák- móti. Skákæðið frá 1972 endurvakið Fram að þessu hefur skáklistin staðið í skugga miklu vinsælli keppnisgreina hér á Englandi, en einvígishaldið virðist þó hafa farið framhjá fáum eins og pistlahöfund- ur staðreyndi strax við komuna til landsins. Eftir að hafa sagt að ég væri að fara á einvígið þurfti ég ekki að svara ferkari spurningum frá starfsmenni útlendingaeftirlits- ins. „Auðvitað veit ég allt um ein- vígið, þetta er nú meira hvað þeim er illa hvorn við annan,“ sagði hún. Lítilsvirðandi ummæli þeirra Kasparovs og Shorts í hvors ann- ars garð höfðu greinilega ekki far- ið framhjá henni. Englendingurinn hefur tekið algera forystu í móðg- unum. Á meðan heimsmeistarinn hefur látið duga að segja að and- stæðingurinn væri ekki verðugur mótheiji hefur Short sakað hann um að hafa notað tengsl sín við leyniþjónustu kommúnista, KGB, sér til framdráttar og að líta út eins og api á sundskýlu. Fjölmiðiar kunna vel að meta þetta. Forsíðan á því kunna viku- blaði Spectator er helguð einvíginu og ritstjóri þess er kominn í tveggja mánaða leyfi frá störfum til að skrifa bók um það. íslands er víða getið í sambandi við einvígishaldið vegna keppni þeirra Fischers og Spasskís í Reykjavík 1972. Dálkahöfundur í stórblaðinu The Times, George Steiner, háskólaprófessor í Genf, lætur ekki nægja að rifja upp Is- landsdvöl sina frá 1972, heldur telur hann upp bókmenntaverk þar sem tafl kemur við sögu og hefur þar íslendingasögurnar efstar á blaði. Tveggja mánaða samfelld skák- hátíð er fyrirhuguð hér í London á meðan á einvíginu stendur. Meira að segja einvígismennirnir sjálfir hafa tekið þátt í uppákomum til að auka áhugann og til styrktar góðgerðarstarfsemi. Stórmeistarar tefla sýningarskákir, teflt er með lifandi mönnum og sérstök áhersla lögð á mót barna og unglinga. Skólameistarar Bandaríkjanna, ungir blökkumenn frá Harlem- hverfmu í New York, eru í borg- inni og kalla sig „Raging rooks“ eða Hrókana hræðilegu. Það vakti athygli á landsvísu í Bandaríkjun- um þegar þessir drengir frá einu ömurlegasta fátækrahverfí Banda- ríkjanna unnu óvæntan sigur á sviði sem nemendur betri skólanna höfðu einokað. Rétt eins og á íslandi 1972 hef- ur ótrúlegasta fólk fengið áhuga á skák. Hingað á einvígið hafa verið Timman og Karpov settust að skákborðinu í gær og Karpov fór með sigur af hólmi í fyrstu einvígisskákinni. sendir blaðamenn sem vita sumir afar lítið um skák. Vinalegur blaða- maður frá ensku sveitablaði vildi vita hvað þeir Kasparov og Short tefldu margar skákir. Hann spurði mig: „Tefla þeir ekki tíu skákir hvor?“ Blaðið hans birtir sinn fyrsta skákþátt á morgun og það er greinilegt að hann verður að læra mikið á stuttum tíma. Raymond Keene, aðalskipuleggj- andi einvígisins í London og skák- dálkahöfundur The Times sem stendur fyrir keppninni ásamt Teleworld í Hollandi sagði í sam- tali við Morgunblaðið að nú væri í gangi „mesta áróðursherferð í sögu skáklistarinnar". The Times hefur látið prenta tvær milljónir skák- korta með reglunum og daglega keppa lesendur blaðsins um þúsund punda verðlaun fyrir að ráða skák- dæmi. Keene sagðist mjög ánægð- ur með viðbrögð almennings og miðar á fyrstu skákina eru uppseld- ir. Fyrsta skák FIDE-einvígisins Anatóli Karpov, sem flestir spá öruggum sigri á Timman, vann fyrstu skákina í gærkvöldi. Hol- lendingurinn tefldi byijunina afar frumlega og fékk hættuleg sóknar- færi. Karpov varðist af nákvæmni, náði að hrinda sókninni eftir æsi- legar sviptingar og fá betra enda- tafl. Það bendir fátt til þess að ein- vígið verði spennandi: Hvítt: Jan Timman Svart: Anatólí Karpov Caro-Kann vörn 1. e4 - c6, 2. d4 - d5, 3. Rd2 — dxe4, 4. Rxe4 — Rd7, 5. Bc4 — Rgf6, 6. Rg5 — e6, 7. De2 — Rb6, 8. Bd3 - h6, 9. R5f3 - c5, 10. dxc5 — Bxc5,11. Re5 — Rbd7, 12. Rgf3 - Dc7, 13. Bf4 - Bb4+, 14. Rd2 - Bxd2+, 15. Kxd2 - 0-0, 16. Hhdl - Db6, 17. Rc4 - Dc6, 18. Df3 - Rd5, 19. g3 - Rc5, 20. Bxh6 - gxh6, 21. Dg4+ - Kh8, 22. Re5 - Da4, 23. Dh5 - Kg7, 24. Rg4 - Hh8, 25. Re5 - Hf8, 26. Rg4 - Hh8, 27. Re5 - De8, 28. Dg4+ - Kf8, 29. Dd4 — Rxd3, 30. Rg6+ — fxg6, 31. Dxh8+ — Ke7, 32. Dxe8+ — Kxe8, 33. Kxd3 - b5, 34. Hel - Ke7, 35. He5 - g5, 36. Hael - Kf6, 37. H5e4 - Bd7, 38. h4 - Hf8, 39. c3 - a5, 40. Kd4 - Hc8, 41. f3 - a4, 42. Hcl - Re7, 43. Kd3 - e5, 44. Ke2 - Be6, 45. Kf2 - Bxa2, 46. Hcel — Hc5, 47. hxg5+ — hxg5, 48. f4 — Rg6, 49. fxe5+ — Rxe5, 50. Hd4 - IId5, 51. Hxd5 - Bxd5, 52. Ke3 - Bc4, 53. Hdl - Kf5, 54. Hd4 - Rd3, 55. g4+ - Ke5, 56. He4n— Kf6 og Timman gafst upp. Harlem Globe- trotters koma í október KÖRFUBOLTALIÐIÐ Harlem Globetrotters kemur til íslands 11. október nk. og keppir tvisvar við landa sína í liðinu Washington Generals. Fyrri leikurinn verður í Reykjavík og sá seinni á Akur- eyri. í fréttatilkynningu kemur fram að leikmenn Harlem Globetrotters séu þekktir fyrir skemmtilegan leik og mikla leiktækni. Liðin tvö hafi oft att kappi, en til þessa hafi Harl- em Globetrotters borið sigur úr býtum. Washington Generals hygg- ist hefna harma sinna hér í október og megi því vænta baráttuleikja. Harlem Globetrotters ferðast víða um heim og hafa sýnt listir sínar í 110 þjóðlöndum. Liðið er að hefja keppnisferð um Evrópu og verður þetta í annað skiptið sem Harlem Globetrotters heimsækja ísland. U nglingaklúbburinn Sporið endurvakinn hjá Hermanni Körfubolti ÆRSLABELGURINN „Sweet“ Lou Dunbar í Harlem Globetrott- ers deilir hér við dómarann. Leikmenn liðsins eru þekktir fyr- jr skemmtileg uppátæki á keppn- isvellinum. Morgunblaðið/Kristinn Nær tvöföldun rýmisins SETBERGSSKÓLA hefur nú bæst við 1.600 fermetra rými, sem meðal annars mun hýsa verkmenntastofur og mötuneyti nemenda. Ný álma við Setbergsskóla NÝ ÁLMA hefur verið tekin í notkun í Setbergsskóla í Hafnar- firði. Viðbótin er um 1.600 fer- metrar að stærð, eða um 40% af heildarrými skólans. Auk þess var í sumar gengið frá skólalóð- inni. Að sögn Lofts Magnússonar skólas^óra hefur skólastarfið gengið vel, en börnin komu hvert úr sinni áttinni í hið nýja hverfi. Setbergsskóli var opnaður árið 1989, en með hinni nýju álmu bætt- ist við skólann mötuneyti nemenda, heimilisfræði-, smíða- og hannyrða- stofur, myndlistarstofa og raun- greinastofa, auk sjö almennra kennslustofa og rýmis fyrir sér- kennslu. í skólanum er boðið upp á að börn geti verið allan daginn í skól- T , , anum, en boðið verður upp á hið EyklílVOlCllIl VGltt sama í haust í Hafnarfirði. Alls INGVAR Viktorsson, bæjarstjóri stunda 475 börn nám við skólann, í Hafnarfirði, veitir hér Lofti á aldrinum 6-16 ára, og kennarar Magnússyni skólastjóra lykla- eru 33. völdin að hinni nýju álmu. DANSSKÓLI Hermanns Ragnars er nú að hefja 36. starfsár sitt. I vetur verður sérstök áhersla lögð á danskennslu unglinga. I því skyni hefur unglingaklúbb- urinn Sporið verið endurvakinn og hefst starfsemi hans með opnu kynningarkvöldi annað kvöld. Sporið er ætlað unglingum á aldrinum 13 til 15 ára. Innan klúbbsins gefst unglingum tækifæri til að æfa dans og njóta leiðsagnar um mannleg samskipti, kurteisi og framkomu þegar skemmtistaðir eru heimsóttir. Klúbburinn er fyrir unglinga sem vilja læra að dansa og skemmta sér án áfengis. Haldin verða tíu klúbbkvöld á skemmti- staðnum Ömmu Lú og verður sér- stakt kynningarkvöld miðvikudag- inn 8. september klukkan 19.30. Aðgangur að kynningarkvöldinu er ókeypis en þátttöku verður að til- kynna í dag. Námskeiðinu lýkur með skemmtiferð í Nesbúð við Nesjavelli. Auk unglingaklúbbsins býður Dansskóli Hermanns Ragnars upp á jassleikskóla fyrir börn, kennslu í barnadönsum, steppi, samkvæm- isdönsum fyrir alla aldurshópa og keppnisdönsum svo nokkuð sé talið. (Úr frcttatilkynningu) 7.9. 1993 Nf. 346 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 4100 0004 0072 4543 3718 0006 3233 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4543 17** 4560 09** 4938 06** 4506 21** kort úr umferö og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr.5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk Slmi 91-671700 4507 46** 4560 08** 4920 07** 4988 31** efþ ú spilar tíl að vinna! 35Jieikvika^^^^eptenib«^99^J Nr. Leikur: Röðin: 1. Assyriska - Luleá 1 - - 2. Spánga - UMEÁ - - 2 3. IFK Sundsvail - OPE 1 - - 4. Elfsborg - Kalmar FF - - 2 5. GAIS - Myresjö 1 - - 6. Gunnilse - Lund - X - 7. Hassleholm - Oddevold 1 - • 8. Landskrona - MjSllby 1 - - 9. Birmingham - Derby 1 - - 10. Bolton - C. Palace - - 2 11. Middlesbro'- Leicester 1 - - 12. Watford - Chariton - X - 13. WBA - Wolves 1 - - HeUdarvinningsupphseðin: 83 milljón krónur 13 réttir: í 12 réttir: 11 rcttir: 10 réttir: 39UI00 5.580 620 ] kr' -I 2kr- 2kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.