Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 2 B MIKLAR SVEIFLUR í VEÐURFARI yar og 8 tungumál rufu kyrrðina. í hópnum voru 10 konur. Búið var í tjöldum, en þrjú kúluhús voru notuð yfír borinn, fyrir eldshús og verkstæði. Á daginn var jafnan um 16 stiga frost og um 30 stiga frost á nóttunni. „Allt að 10 stiga frost gat verið í tjöldunum. Þetta var þó ekki svo slæmt, því þarna er þurr kuldi. Engin úrkoma var með- an ég dvaldi á jökli, en það gat orðið hvasst og skafrenningur á norðan.“ Bækistöð var niðri í Syðri- Straumsfirði og þangað var haft SJÁ SÍÐU 4 í göngum 7 metrum undir yfirborðinu í jöklinum fékkst vinnuaðstaða með ískjarnann í 20 stiga gaddi. Hér eru Árný Erla og Pálína Kristinsdóttir, kona Sigfúsar J. Johnsens, að ganga frá nýjum ískjarna í þessum niðurgröfnu ísgöngum. eftir Elínu Pólmadóttur/Ljósmyndir: W. Dansgoard, Sigfús J. Johnsen og Ivars Silio Sumarið 1992 lauk þriggja ára borunum á hábungu Græn- landsjökuls, þar sem heitir Summit, sem er í 3.230 m hæð yfir sjávarmáli. Var þá komið niður í gegnum jökulísinn, borkjarninn orðinn 3.030 m á lengd og fyrstu aldursútreikningar benda / til þess að hann gefi samfelldar aldursupplýsingar 250 þúsund ár aftur í tímann. Er talið að þarna hafi fengist élsti ís sem Grænland- sjökullinn geymir. Jafnframt er þarna nánast engin hreyfíng á jökl- inum sem gæti truflað úrvinnslu. Árný Erla var þarna með á loka- sprettinum. Hún segir að verið sé að vinna að nákvæmara aldurs- mati, sem gert er með ýmsum að- ferðum, m.a. með greiningu á ösku- lögum og leiðir Norræna eldfjalla- stöðin þær rannsóknir. Sjálf er hún að rannsaka veðurfarið út frá sam- sætumælingum í kjamanum. Þetta er evrópskt verkefni 8 þjóða. íslendingar koma þar inn í fjárfrekt viðfangsefni, sem greitt er af Vísindasjóði Evrópuráðsins og af vísindasjóðum þátttökuland- anna. Þegar maður furðar sig á hve íslensku vísindamennirnir fá stórt hlutverk í þessum rannsókn- um segir Árný Erla að Sigfús J. Johnsen, sem nú er prófessor við Háskóla íslands hafi frá upphafi verið einn áhrifamesti vísindamað- ur við borframkvæmdir og túlkun gagna frá Grænlandsjökli, var einn af lykilmönnunum hjá Dönum og hefur það stuðlað að því að á Rauh- vísindastofnun Háskólans er nú eftir heimkomu hans ötullega unnið að rannsóknum á fornveðurfari. Sigfús heldur sambandinu við Dani og var einnig yfír þessum síðustu borunum á Grænlandsjökli undan- farin 3 ár. „Við Sigfús eram sam- starfsmenn um rannsóknirnar á kjarnanum hér á landi. Okkar mælingar eru gerðar í samvinnu við Dani og Frakka," segir Ámý Erla. „Það eru svokallaðar sam- sætumælingar, þar sem við mælum þyngdina á ísnum, því hún er svo háð hitastiginu á þeim tíma sem úrkoman fellur. Vatn er misþungt eftir þvf hvar og á hvaða árstíma það myndast. Þannig er hægt að mæla þunga vatns og þar með íss úr iðrum jökla og nota niðurstöð- urnar til að meta með næsta ná- kvæmum hætti meðalhitann þegar vatnið féll sem snjór á jökulinn. Þetta er gert í massagreini sem Alþjóða kjarnorkumálastofnunin í Vín gaf Islendingum 1984 og er eitt af dýrustu rannsóknatækjum landsins." Ámý Erla Sveinbjömsdóttir er jarðfræðingur í sérfræðingsstöðu hjá Raunvísindastofnun. Kom þar til starfa 1986 og fór að vinna með Sigfúsi við massagreininn sem mælir samsætur, en svo eru kallað- ir hinir mismunandi þyngdarflokk- ar sama frumefnis. „Núna erum við mjög upptekin af þessu Græn- landsverkefni, en annars er fleira mælt í þessu tæki. Við erum t.d. að mæla grunnvatn á íslandi og kortleggja grunnvatnsrennsli, sem tengist jarðhitarannsóknum og virkjun fallvatna. “ Ævintýri á hábungn jökulsins Við víkjum að boruninni _efst uppi á Grænlandsjökli og Árný Erla segir það hafa verið heilt ævintýri að fá að taka þátt í því verkefni. „Það er eitthvað heillandi við að vera á jökli. Maður er svo einn í víðáttu jökulsins,“ segir hún. Hópurinn var 40 manns þegar flest metrar 3.000 2.000 Sigfús J. Johnsen prófessor með síðasta ískjarnabútinn í ísgöngun- um. Búturinn sem hann heldur á er af botni jökulsins og því eldri en 250 þúsund ára gamall. Heimild: Brilish Anlarctic Survey Úr ískjörnum á ■ Grænlandsjökli hafa menn nú lesið að hitastigið gat sveifast eins og hendi væri veifað um allt að 10 gráður. Eina stöðuga tímbilið er núverandi hlýskeið. 0 200 400 Þriggja kílómetra langur fskjami boraður gegnum jökulinn Vísindamenn, sem skoða ískjarna úr Grænlandsjökli vara viö þvi aö mengun andrúmsloftsins og gróöurhúsaáhrif geti ytt af staö ógnvænlegum veðurfarsbreytiungum “Celsius Hitabreytingar á Grænlandsjökli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.