Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 17
B 17
MORGUNBLAÐIÐ
MENNINGARSTRAUMAR
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993
Nýjasta mynd Tim Burtons.
MNorræn heimildar- og
stuttmyndahátíð hefst í
Kristianstad í Svíþjóð nk.
miðvikudag og taka íslensk-
ir kvikmyndagerðarmenn
þátt í keppni um bestu
myndir. Þau eru: Sigur-
björn Aðalsteinsson og
Baldur Hrafnkell Jónsson
með heimildarmyndina Hið
frábæra undur, Sæmund-
ur Norðfjörð með heimild-
armynd um Króatíu, Inga
Lísa Middleton með hreyfi-
myndina Ævintýri á okkar
tímum og Sigurður Örn
Brynjólfsson með teikni-
myndina Jólatréið okkar.
Hátíðin stendur frá 22.-26.
sept. og er Árni Þórarins-
son fulltrúi íslands í dóm-
nefnd. Norðurlöndin skipt-
ast á um að halda hátíðina
og verður hún á Islandi í
september að ári.
MÁstralski leikstjórinn
Peter Weir, sem á að baki
myndir eins og Gallipoli,
Vitnið og „Dead Poets
Society11, hefur gert nýja
mynd sem heitir „Fearless"
eða Ottalaus og verður hún
frumsýnd í Bandaríkjunum
í haust. Segir hún af manni
sem lifað hefur af flugslys
og hvernig hann tekst á við
lífið eftir þá reynslu. Með
aðalhlutverkið fer Jeff
Bridges en önnur hlutverk
eru í höndum Rosie Perez,
John Turturro, Tom
Hulce og Isabellu Rossell-
ini.
■ / síðustu viku misritaðist
hér nafnið á leikriti Neil
Simons, „Lost in Yonkers“,
en það heitir Heima hjá
ömmu og er bíóútgáfa þess
væntanleg í Stjörnubíó.
MNýjasta mynd Tim Burt-
ons (Batman 1 og 2) heitir
„Nightmare Before
Christmas“ eða Martröð
undir jólin og segir af
Hrekkjarvökupúka sem
hyggst spreyta sig á jólun-
um. Þetta er teiknimynd
sem kostar um 30 milljónir
dollara og verður hún frum-
sýnd vestra í haust. Það
fylgir sögunni að Burton
hafi lengi verið með þessa
mynd í huga en ekki fengið
ijármagn í hana fyrr en
Batman gerði hann frægan.
MHollenski leikstjórinn
Paul Verhoeven kvik-
myndar nú 65 milljón doll-
ara sjóræningjamynd um
alræmda sjóræningjakonu
og fer Geena Davis með
hlutverk hennar. Verhoev-
en, sem síðast gerði Ógnar-
eðli, bauð Sharon Stone
hlutverkið en hún afþakk-
aði.
60.000 A
JÚRAGAREHNN
Alls höfðu um 60.000 manns séð ævintýra-
myndina Júragarð Stevens Spielbergs eftir
síðustu helgi.
Þá höfðu 13.000 manns séð „Sliver“ með
Sharon Stone. í Háskólabíói höfðu tæp
6.000 séð Við árbakkann eftir Robert Red-
ford, um 2.500 Eld á himni og kínverska
myndin Rauði lampinn byijaði vel um síðustu
helgi samkvæmt upplýsingum frá bíóinu.
Háskólabíó hóf sýningar á frönsku mynd-
inni Indókína eftir Régis Wargnier með Cat-
herine Deneuve í aðalhlutverki nú fyrir helgi.
Á eftir henni mun bíóið sýna „School Ties“
og svo „Benny & Joon“ með Johnny Depp og
Mary Stuart Masterson en síðan verður Kvik-
myndahátíð Listahátíðar haldin í Háskólabíói
frá byijun næsta mánaðar og fram í hann
miðjan. Þann 15. október verður spennumynd-
in„The Firm“ eða Firmað frumsýnd í bíóinu
og Sambíóunum einnig. Þar á eftir má búast
við nýju Shakespeare-mynd Kenneths Bra-
naghs, Ys og þys út af engu. Þá má nefna
að Háskólabíó hefur sýningarréttinn á Harvey
Keitel-myndinni „Young Americans" en eitt
af lögunum í henni er „Play Dead“ eftir Björku
Guðmundsdóttur.
Tannfé mikið; T. rex ánægð með sinn hlut.
Góð ráð dýr; Áifrún Ornólfsdóttir og Björn
Karlsson í Ráðagóðu stelpunni.
RÁDAGÓDA
STELPAN
TÖKUR á Ráðagóðu stelpunni, 30 mín-
útna kvikmynd fyrir böm,'stóðu yfir í
sumar en er nú lokið. Leiksijóri er Sigur-
bjöm Aðalsteinsson sem áður hefur gert
stuttmyndimar Ókunn dufl og Hundur
hundur, en hann gerir einnig handritið
ásamt Jóni Ásgeiri Hreinssyni.
Myndin segir frá tíu ára stúlku í Hafnar-
firði sem heldur í ferðalag að freista
þess að losa föður sinn úr álögum, en hann
hefur orðið að gijóti eftir að hafa espað upp
álfa í Hellisgerði. Hún fær álfastrák sér til
hjálpar og heldur í tröllabyggðir. Þau hitta
fyrir sex mánaða og tveggja metra hátt
tröllabarn og stela frá því fjöreggi sem hjálp-
að getur pabbanum, en trölli eltir þau í bæinn.
Með aðalhlutverkið fer Álfrún Omólfsdótt-
ir, sem lék í Svo á jörðu sem á himni, Jó-
hann Ari Lárusson leikur álfastrákinn, Jó-
hann Sigurðarsson leikur tröllabamið og
Bjöm Karlsson leikur pabbann.
Tónlist við myndina semur Eyþór Arnalds,
kvikmyndatökumaður og framleiðandi er
Baldur Hrafnkell Jónsson og leikmyndahönn-
uður er Þór Vigfússon.
í BÍÓ
Næstkomandi
fimmtudag munu
Sambíóin hefja kvik-
myndahátíð á eigin veg-
um þar sem sýndar verða
á milli 10 og 12 bíómynd-
ir sem Sambíóin eiga á
lager. Þær em allt upp í
þriggja ára gamlar en
líka glænýjar eins og
myndin Örlando eftir
Sally Potter, sem mikta
athygli hefur fengið er-
lendis upp á síðkastið.
Kvikmyndahátíðin
mun standa í tíu daga eða
svo og verður hún haldin
í Bíóborginni. Á meðal
mynda sem sýndar verða
mánefna„„Mountains of
the Moon“ eftir Bob Ra-
felson með Patrick Berg-
in í aðalhlutverki, „Music
Box“ eftir Costa-Gavras
með Jessica Lange í aðal-
hlutverki, „The Power of
One“ með Morgan Free-
man í aðalhlutverki,
„Mississippi Masala“ með
Denzel Washington eftir
Mira Nair, indverska leik-
stjórann sem gerði „Sala-
am Bombay!", Sagaþern-
unnar eða „The Handma-
id’s Tale“ eftir þýska leik-
stjórann Volker Schlond-
orff með NataSha Ric-
hardson, Robert Duvall
og Fay Dunaway í aðal-
hlutverkum og „City of
Hope“ eftir John Sayles.
Sýningum á vinsæl-
ustu myndunum mun
haldið áfram eftir að há-
tíðinni lýkur en hún kem-
ur rétt í þann mund sem
Kvikmyndahátíð Listahá-
tíðar hefst í Háskólabíói.
3
<i>
fl
-o
3 s
«
O, g
3 OT
O ~
o s-
c 1§
2 5o
O.'B
So
^ ÖjD
■* o
Sönnást
Nýjasta mynd breska leik-
stjórans Tony Scotts í
Bandaríkjunum er ólík öðr-
um myndum hans eins og
„Top Gun“ eða „Beverly
Hills Cop 11“ eða „The Last
Boy Scout". Hún heitir
„True Romance" og hefur
vakið talsverða athygli
enda er handritshöfundur-
inn Quentin Tarantion sem
gerði hina ofbeldisfullu
mynd „Reservoir Dogs“.
Með aðalhlutverkin fara
Patricia Arquette og
Christian Slater en fjöldi ann-
arra þekktra leikara fer með
smærri hlutverk eins og Gary
Oldman . „Ég hef ekki lesið
handritið,” sagði Oldman
þegar Scott hringdi í hann
að falast eftir honum í hlut-
verk, „segðu mér bara
fjárans söguþráðinn". Svo
Scott sagði: „Þú ert hvítur
maður sem heldur að hann
sé svartur og þú ert mellu-
dólgur.“ „Reiknaðu með
mér,“ sagði Oldman.
Eins og við má búast frá
hendi Tarantions er myndin
ofbeldisfull í meira lagi og
segir af nýgiftum hjónum
sem flytja dóp frá Detroit til
Los Angeles með mafíuna á
hælunum.
KVIKMYNDIR
Leitadi Allen á nábir gamanmyndarinnar?
Mordgáta
áManhattan
Woody Allen átti ekki sjö dagana sæla síðasta sumar,
ekki frekar en Mia Farrow og börn þeirra, fjölskylda
og vinir, en mitt í öllum látunum byrjaði Allen á mynd
um morðgátu á Manhattan og hóaði í gamla vini til
að gleyma sér í nokkru sem hann hafði ekki fengist við
í næstum tíu ár eða frá því hann gerði „Broadway
Danny Rose“ árið 1984, nefnilega gamanmynd.
Nýja myndin hans heitir
Morðgáta á Manhatt-
an eða „Manhattan Murder
Mystery“ og fer gömul
kærasta Allens, Diane Kea-
ton, með aðalkvenhlutverk-
ið í stað
fyrrum
kærustu
hans, Miu
Farrow.
Aðrir leik-
arar eru
Allen
sjálfur og
Ánjelica
Huston og Alan Alda sem
léku með honum í einni
bestu mynd hans síðustu
árin, „Crimes and Mis-
demeanors". „Ég held það
hafi verið meiriháttar átak
fyrir hann að byija að vinna
með skilnaðarmálið á bak-
inu,“ er haft eftir Robert
Eftir Arnald
Indriðason
Greenhut, vini Allens til
margra ára og framleið-
anda mynda hans. „Ég held
það hafi gert honum lífið
léttara að fást við gaman-
mynd.“
Morðgáta, sem er 23.
bíómynd leikstjórans og
væntanleg í Stjörnubíó
fljótlega eftir áramótin,
segir frá því þegar íbúi í
fjölbýlishúsi finnst látinn
en nágrannar hans, mennt-
að miðstéttarfólk eins og í
öllum Allen-myndum, taka
að rannsaka málið og fyll-
ast grunsemdum um að
ekki sé allt með felldu,
hvorki í máli íbúans látna
né ýmsu öðru sem kemur
líkinu ekkert við. Keaton,
matargerðarlistakona er
dreymir um að opna veit-
ingastað, tekur rannsókn
málsins í sínar hendur en
Gamla efnasambandið; Allen og Keaton í nýju gaman-
myndinni.
Hver gerði það? Allen og Alan Alda greiða úr flækjunni.
í myndinni er hún gift Al-
len, útgáfustjóra bókafor-
lags, sem vill ekkert hafa
með ansvítans málið að
gera. Alda leikur vin þeirra
og Huston leikur rithöfund,
sem gefur góð ráð.
Keaton var aðalleikkona
Allens til margra ára eða
frá því hann gerði sínar
fyrstu óborganlegu gaman-
myndir í byijun áttunda
áratugarins. Hún hefur
ekki leikið í mynd eftir
hann síðan í Manhattan
árið 1979 ef frá er talið
örstutt söngatriði í „Radio
Days“. Árið 1977 hreppti
hún Óskarsverðlaunin fyrir
bestan leik í Allen-mynd-
inni Annie Hall, sem var
ævisöguleg í meira lagi og
var ekki síst um samband
þeirra tveggja. Eftir þessar
myndir slitnaði uppúr sam-
bandi þeirra og Farrow
varð aðalleikkona Allens
allan níunda áratuginn. Er
sagt að dreifingaraðilar
Morðgátunnar, sem er
TriStar, treysti á að gamla
efnasambandið milli Allens
og Keatons virki eins vel
og forðum en Annie Hall
og „Love and Death“ eru á
meðal bestu og vinsælustu
mynda Allens fyrr og síðar.
Það fór a.m.k. vel á með
þeim tveimur á meðan á
upptökum stóð eftir því
sem fregnir herma.
En það eru fleiri góðir
samstarfsmenn Allens til
margra ára viðriðnir mynd-
ina. Að fráslepptum þeim
framleiðendum Greenhut,
Jack Rollins og Charles H.
Joffe, má nefna kvik-
myndatökumanninn Carlo
Di Palma, sem skapað hef-
ur rétta andrúmsloftið í
flölda mynda leikstjórans,
klipparann Susan E. Morse,
sem unnið hefur með hon
um í mörg herrans ár og
handritshöfundinn Mars
hall Brickman, sem skrifar
handritið ásamt Allen, en
hann skrifaði m.a. handrit
ið að Annie Hall og Man-
hattan með honum.