Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.09.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 B 5 HEILBRIGDISMAL Nýir ávextir: vörn gegn magakrabba Koma má í veg fyrir þúsundir dauðsfalla árlega Hvorki meira né minna en 26 fjölþjóða rannsóknir staðfesta að reglubundin neyzla nýrra ávaxta minnkar mjög hættuna á krabbameini í maga. Nýir ávextir gera maganum sama gagn og tóbaksleysi ger- ir lungunum, segja sérfræð- ingamir. Þessi niðurstaða var kynnt á þingi krabbameinssérfræð- inga í London í febrúar. í ræðu sinni á þinginu sagði dr. David Forman frá Oxford- háskóla að breytt mataræði og aukin neyzla nýrra ávaxta gæti minnkað tíðni maga- krabbameins um 35%. Það var dr. Forman sem kynnti niðurstöður þessara 26 fjölþjóða rannsókna á tíðni magakrabba. Þeir sem borða hóflegan skammt af ávöxtum - til dæmis einn ávöxt á dag - minnka líkumar á að fá magakrabba um 30-50%, segir hann. Það þýðir að ef hver íbúi Bretlandseyja borðaði einn ávöxt á hveijum morgni væri unnt að koma í veg fyrir allt að þriðjung þeirra 9.000 dauðsfalia sem skráð eru ár- lega í Bretlandi af völdum krabbameins í maga. Sérfræðingurinn frá Oxford sagði að líta mætti á matar- æði flestra Breta sem jafn áhrifamikinn þátt í útbreiðslu krabbameins og tóbak. Hins- vegar liggi ekki enn fyrir nægileg rök til að unnt sé að skipuleggja opinberar aðgerðir til heilsuvemdar. Engu að síður segir dr. Forman að eitt sé alveg ljóst: neyzla á trefjaríkum mat er vörn gegn krabbameini í melt- ingarfæmm. (Heimild: Europe today) Neytendasamtökin Vísitölubind- ingu lána verði hætt STJÓRN Neytendasamtak- anna hefur samþykkt ályktun um að nauðsynlegt sé að hætta að miða lán við lánskjaravísi- tölu eðá að útreikningi lán- skjaravísitölunnar verði breytt þannig að hún mæli allar breytingar, lækkanir jafnt sem hækkanir á mark- aðnum. í ályktuninni er bent á að á undanförnum árum hafi lánskjára- vísitala hækkað meira en meðal- gengi erlendra gjaldmiðla. Sterk- ustu gjaldmiðlar heims hafi ekki haldið í við lánskjaravísitöluna sem sýni best þann gerviheim sem vísi- talan byggi á. I ályktuninni eru færð ýmis fleiri rök fyrir afnámi vísitölubind- inar lána, m.a. þau að á sama tíma og fasteignaverð lækki og dragi úr hagvexti samfara kjararýrnun, hækki lánskjaravísitalan. Það stafí af því að við útreikning vísitölunn- ar séu undanskyldir mikilvægir þættir, svo sem verðbreytingar á fasteignum. Rétt og rangt um íslenskan landbúnað — nr.8 af 8 íslendingar hafa tekjur langt umfram gjöld af íslenskum landbúnaði... Fullyrt er: Hið rétta er: Það borgar sig ekki að stunda landbúnað á Islandi. Það er ódýrast að leggja landbúnaðinn niður. Landbúnaðurinn er rekinn með stórtapi. Islendingar hafa þrjár meginuppsprettur verðmætasköpunar; Sjávarútveg, iðnað og landbúnað. I eyrum landsmanna glymja látlaust fréttir um stórtap í sjávarútvegi, vonleysi í íslenskum iðnaði og endalausan' kostnað af landbúnaði. Samkvæmt kenn- ingunum um að best sé að leysa landbúnaðarvandann með því að leggja hann af má væntanlega segja hið sama um sjávarútveg og iðnað, þ.e. „vinnum ekki við það sem er taprekstur á — gerum bara eitthvað annað!“ I þessum efnum er nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina og þá er t.d. jafn auðvelt að sýna fram á að íslensk þjóð hefur tekjur langt umfram gjöld af íslenskum land- búnaði eins og það er einfalt að rökstyðja það að Islendingar eigi áfram að stunda sjávarútveg sem mest þeir mega! Með því að sýna fram á umtalsverðar tekjur umfram gjöld við núverandi aðstæður er auðvitað búið að hnekkja þessum mál- flutningi. Ef litið er hins vegar á kostnaðinn við að leggja land- búnaðinn niður verður mikilvægi þess að stunda búrekstur á íslandi enn augljósara. Nokkrir þættir sem skipta máli eru t.d. sá kostnaður sem hlytist af atvinnuleysisbótum til 10-15.000 manns, alls kyns kostnaður vegna húsbygginga, vegagerðar, þjónustu o.fl. við þá sem flyttust úr sveitunum til þéttbýlisins, kostnaður vegna aukins viðskiptahalla með tilheyrandi erlendum lántökum vegna innflutnings á öllum landbúnaðar- vörum o.s.frv. Miðað við eðlilegar launagreiðslur til bænda má vafalaust komast að þeirri niðurstöðu að flest sveitaheimili landsins séu rekin með tapi. Hið sama gildir hins vegar ekki um rekstur þjóðfélagsins á landbúnaði í sinni víðustu mynd — niðurstaðan úr því reikningsdæmi er sem betur fer jákvæð og mun vonandi batna enn frekar á næstu árum. Nokkrar lykiltölur í þessum efnum eru t.d. þær að framleiðsluverðmæti landbúnaðarvara, þ.e. greiðslur til bænda, nema um 13-15 milljörðum króna á ári. Þetta fé fer m.a. í laun til 7-8 þúsund íslendinga sem vinna við landbúnað og að sjálfsögðu í almennan rekstur sveitaheimila. Þegar við bætast þúsundir starfa við úrvinnsluiðnað, heildsölu, smásölu og þjónustu, skatttekjur o.s.frv. má æda að verðmæta- sköpun í landbúnaðinum sé a.m.k. 20-25 milljarðar — og þá á eftir að telja t.d. tekjur af ferðamannaiðnaði o.fl. sem nátengt er heilbrigðu lífi í sveitum landsins. Á móti þessari verðmæta- sköpun koma 7 milljarða króna útgjöld ríkisins til landbúnaðar en af þeirri tölu fara 4 milljarðar í beingreiðslur til þess að lækka vöruverð til neytenda og 3 milljarðar í ýmsan opinberan rekstur, s.s. skóla, landgræðslu o.fl. Þetta köllum við að sjálfsögðu tekjur umfram gjöld - og með sívaxandi kröfum umheintsins um gæði og hreinleika matvælanna, umhverfisvænar framleiðsluaðferðir o.s.frv. getum við stóraukið þær tekjur á komandi árum! og sá hagnaður getnr hæglega stóraukist í náinni framtíð! ISLENSKIR BÆNDUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.