Morgunblaðið - 19.09.1993, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993
1874 Björn Jónsson hefur út-
gáfu vikublaðsins Isafoldar.
1905 Jökulsá í Axarfirði brú-
uð.
1949 Gengi íslenzku krón-
unnar lækkar um rúmlega
30% eftir gengisfellingu
sterlingspundsins.
1966 Brotizt inn í sovézka
sendiráðið. „Innbrotsmenn í
kvennaleit, en fóru húsavillt."
1967 Fundi norrænna sam-
#
gönguráðherra um Loftleiða-
deiluna lýkur án samkomu-
lags.
1981 Áhöfninni á Tungufossi
bjargað við Land’s End, Eng-
landi.
***
1870 Umsátur Prússa um
París hefst.
1876 James A. Garfield, 20.
forseti Bandaríkjanna, deyr
af skotsárum sem hann hlaut
þegar honum var sýnt bana-
tilræði 2. júlí, fjórum mánuð-
um eftir að hann tók við emb-
ætti.
1888 Fyrsta fegurðarsam-
keppni sögunnar fer fram í
Belgíu. Sigurvegarinn 18 ára
þokkadís frá Guadeloupe,
Bertha Soucaret.
1898 Brezki herforinginn
Kitchener sækir til Fashoda
til að kæfa ásælni Frakka í
Suður-Súdan í fæðingu.
1934 Bruno Hauptmann
handtekinn í New York, gefið
að sök að hafa rænt barni
flugkappans Charles Lind-
berghs.
1941 Þjóðverjar taka Kiev
(Kænugarð).
1944 Finnar undirrita vopna-
hlésskilmála Rússa og „fram-
haldsstríði” þeirra lýkur.
1945 Brezki landráðamaður-
inn William Joyce - öðru nafni
„Lord Haw-Haw - sem út-
varpaði áróðri frá Hamborg,
dæmdur til dauða.
1955 Heraflinn í Argentínu
steypir Juan Perón forseta af
stóli.
1973 Karl XVI Gústaf kemur
til ríkis í Svíþjóð.
AFMÆLISDAGAR
Jean-Baptiste Delembre
1749. Franskur stjörnufræð-
ingur og stærðfræðingur.
Lajos Kossuth 1802. Ung-
versk byltingarhetja og leið-
togi þjóðernissinna.
Páll Skúlason 1894. Stofnaði
Spegilinn 1926 og var rit-
stjóri hans og útgefandi til
ársloka 1960.
Sir William Golding 1911.
Brezkur rithöfundur, sem er
kunnastur fyrir Flugnahöfð-
ingjann og hlaut bókmennta-
verðlaun Nóbels 1983.
Þórarinn Þórarinsson 1914.
Ritstjóri Tímans um árabil (frá
1938).
Jóhann Hafstein 1915. For-
sætisráðherra 1970-1971;
áður dómsmálaráðherra
(1961 og 1963-1970).
Trommusettió
sprakk í loft upp
1967 Tveggja mánaða
hljómleikaferð brezku rokk-
sveitarinnar Who í Bandaríkj-
unum lauk í kvöld með villtari
tónleikum en venjulega. Yfir-
leitt kóróna sveitarmeðlimirnir
tónleika sína með því að bijóta
hljóðfæri sín af hamslausri
heift. Sú var þó ekki ætlunin
þegar þeir komu fram í beinni
sjónvarpsútsendingu í kvöld,
en fiassdufti hafði verið komið
fyrir í trommusetti Keiths
Moons og það sprakk í loft
upp. Eldurinn læsti sig í gítar-
leikarann Peter Townsend, en
hann slapp með lítils háttar
brunasár og hlustarverk.
Mexíkóborg í rústum
1985 Geysikröftugur jarð-
skjálfti lagði stóran hluta Mexí-
kóborgar og nágrennis í rúst í
dag og mörg þúsund munu
hafa látið lífið. Þúsundir bygg-
inga og íbúðarhúsa eyðlögðust
í skjálftanum, sem mældist 8,1
stig á Richterskvarða og er sá
langöflugasti sem orðið hefur í
Mexíkó á þessari öld. Margir
óttast að annar landskjálfti
muni fylgja í kjölfarið, en víð-
tækar björgunaraðgerðir eru
hafnar.
Balboa fiiinur
útliaf í lestri
1513 Spænski konkvistadorinn
Vasco Nunez de Balboa kom til
vesturstrandar Ameríku í dag
og leit vesturhafið augum fyrst-
ur Evrópumanna. Hafið nefnir
hann Suðurhaf. Balboa kom til
Nýja heimsins árið 1500 og hóf
búskap á eynni Hispaníólu, erl
varð gjaldþrota fyrir nokkrum
árum og flúði til meginlandsins
til þess að losna við lánardrottna
sína. Hann stofnsetti spænska
nýlendu í Panama og gaf henni
nafnið Darien. Fyrir fjórum vik-
um fór hópur Spánverja undir
stjórn Balboa yfir eiði milli Norð-
ur- og Suður-Ameríku, þar sem
þeir urðu að ryðja sér braut
gegnum þéttan frumskóg og
berjast við Ijandsamlega indí-
ána. I dag kom leiðangurinn að
fjalli, sem Balboa kleif, og þá
sannfærðist hann um að hann
og menn hans stæðu á strönd
nýs úthafs.
Mikki mús
fær múlid
1928 Listamaðurinn Walt
Disney í Hollywood sendi í dag
frá sér fyrstu teiknimynd sína
með tali, Steamboat Willy.
Mikki mús kemur fram í mynd-
inni og talar með rödd Dis-
neys. Mikki hét upphaflega
Mortimer þegar Disney fékk
hugmyndina að honum í fyrra.
Disney og helzti samstarfs-
maður hans, Ub Iwerke, vinna
að hugmyndum um fleiri
teiknimyndapersónur.
Rússar
sigraóir
í Nióur-
löndum
1799 Árás Frakka á sam-
eiginlegt lið Breta og Rússa
í Hollandi var hrundið í dag.
Þrjátíu og fimm þúsund
Bretar og Rússar undir
stjórn hertogans af York áttu
í höggi við 22.000 hermenn
franska hershöfðingjans
Brune við virkisbæinn Berg-
en-op-Zoom. Rússar fóru
hinar mestu hrakfarir og
yfirmaður þeirra var tekinn
til fanga ásamt mestöllu her-
fylki sínu. Bretar hrundu
árás Frakka, en aðgerðir
bandamanna voru illa sam-
ræmdar og þeir neyddust til
að hörfa til Zijp. Frakkar
misstu um 3.000 menn fallna
og særða og Bretar 500, en
Rússar 3.500 menn og 26
fallbyssur. York hertogi hef-
ur tæplega yfir nógu öflug-
um her að ráða til þess að
geta hrakið Frakka frá Hol-
landi.
Svarti prinsinn
sigrar Frakka
1356 Englendingar sigruðu
Frakka við Poitiers í dag, tíu
árum eftir orrustuna við Crécy.
Enn hefur enskur her sigrað
franskan her „þar sem riddaral-
iðarnir börðust á hestbaki, en
þeir ensku stigu af hestum sín-
um“. Her Englendinga var skip-
aður 6.000 bogmönnum og
hestliðum, en her Frakka 20.500
mönnum. Jóhannn II Frakka-
konungur var tekinn til fanga
auk margra franskra hermanna
og hermt er að fyrir hann verði
krafizt 500.000 pundá lausnar-
gjald - „samsvarandi 15-földum
árslaunum Englandskonungs“.
Frakkar misstu 4.500 menn
fallna og særða, en lítið mann-
fall varð í liði Englendinga, sem
hörfuðu heilir á húfi til Borde-
aux. Enski herinn var undir
stjórn Játvarðar prins af Wales,
Svarta prinsins, sem er sonur
Játvarðar III og einn af mestu
herforingjum stríðsins. Búizt er
við að Svarti prinsinn verði æðsti
valdhafi Englendinga í Aquit-
aníu.
LOFTBELGUR
YFIR VERSÖLUM
1783 Tveir franskir papp-
írsgerðarmenn, Joseph og
Jacques Montgolfier, hófu á
loft risastóran loftbelg fylltan
reyk í Versölum í dag, Loðvíki
konungi XVI og hirð hans til
ánægju og skemmtunar. í loft-
belgnum voru sauðkind, hani
og önd. Belgurinn komst í 457
metra hæð og lenti í 1600
metra fjarlægð. Haninn fórst
í lendingu, en kindina og önd-
ina sakaði ekki. Fyrir þremur
mánuðum sendu bræðurnir
fyrsta loftbelg sinn á loft í
Ánnonay. í dag vildu þeir
prófa áhrif hæðar á lifandi
verur.