Morgunblaðið - 19.09.1993, Page 10

Morgunblaðið - 19.09.1993, Page 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 KAUPMANNAHAFNARBRÉF Tónn tímans ÞÁÐ ERU fleiri en íslendingar sem ræða um þróun og breyting- ar móðurmálsins. Og yfirleitt kveður við sami söngurinn: mál- inu fer aftur. Þegar rætt er um opinbert mál, það er mál í fjöl- miðlum og stjórnmálaumræðum, er gjarnan talað um að málið verði æ einfaldara, en um leið óhátíðlegra, að það verði tækni- legra og um leið illskiljanlegra fyrir flesta og einnig að það verði eins og grunnfærnara og óljós- ara. Fyrirbæri eins og stofnana- mál er ekki séríslenskt. Tæpast getur þetta allt staðist, en ein- hver hreyfing er alltaf á málinu. Og það eru til fræðimenn, sem gera þessu skil í rannsóknum sín- um. í nýrri sænskri bók er gerð út- tekt á málbreytingum og breyttri málnotkun í opinberum umræðum í Svíþjóð, ekki síst stjórnmálaum- ræðum. Bókin heitir „Sprák och offentlighet. Om sprákbruks- förandringer i den politiska offentl- ighet“ og er eftir Jan Svensson, sem starfar við háskólann í Lundi. í bókinni er meðal annars athugað Ódýr haustferð 3 i\W 7. okt. ti! 28.okt. Góöir gististaöir: Verð frá kr. 57.252,- 2 í íbúð. ' Taktu eftir: Skattar og gjöld innifalin í verði. Verðið innifelur einnig flug, gistingu, íslenska fararstjórn og flutning til og frá Alicante flugvelli. Það er ótrúlega ódýrt að borða, versla, dvelja á Benidorm núna. V/SA Fáðu upplýsingar QATI'A$& hjá okkur. eurocard. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 SÍMI621490 málfar í þingumræðum á arunum 1945-1985 og svo leiðarar og frétt- ir dagblaðanna á sama tímabili. Slagorð í stað rökræðna Fyrsta tilgátan sem Svenson hugar að er hvort umræður og rök- ræður, sem séu uppistaðan í opin- berri umræðu, hafi svo gott sem horfíð, en yfírlýsingar komið í stað- inn. Þróunin í þingumræðum og fréttaskrifum styður tilgátuna ein- dregið. Framan af tímabilinu not- uðu þingmenn tímann í að rökræða þau mál, sem lágu fyrir. Þeir reif- uðu skoðanir sínar, rökstuddu þær og gáfu sér tíma til að skýra þær. Nú er þessu öðruvísi farið. Þingum- ræðumar eru notaðar til að lýsa yfír skoðunum, en hvorki til að rökstyðja þær eða skýra. Skýringin kann að liggja í breyttri fjölmiðlun og fréttaflutn- ingi, en einnig f breyttum starfs- aðferðum á þingi. Umræðumar fara fram í þingflokkum og nefndum. Þingumræðurnar em svo notaðar til að miðla skoðunum, en ekki til að ræða málið, því það hefur verið gert utan þingsalarins. Málin eru unnin og rædd utan salar, en af- greidd í honum. Þingsalurinn er orðinn afgreiðslustaður, en ekki umræðuvettvangur. Og um leið breytist tungumálið í þingumræð- unum einnig, hættir að vera dag- legt mál, samræðumál, en líkist skýrslu- og dagblaðamáli. Þróunin í fréttaskrifum er að nokkm leyti sú sama. Þó áherslan í fréttunum færist meir yfír á ein- staklinga og skoðanir þeirra eða öllu heldur skoðanaágreining, þá er ekki þar með sagt að gerð sé grein fyrir röksemdum þeirra. Frét- taflutningurinn endurspeglar yfír- lýsingastílinn á þingi. Fréttimar greina frá hvað hverjum fínnst, ólíkum skoðunum stillt upp án sam- hengis við forsendur eða yfírleitt skýringar. Hins vegar hafa leiðarar dagblaðanna lítt eða ekki breytt. Form þeirra var þegar fundið 1945 og hefur ekki breyst síðan. Afleiðingin af því að rökræðun- um er sleppt og yfirlýsingar Iátnar nægja hefur svo orðið að þingmenn hneigjast til að nota slagorð í rík- ari mæli. Samkvæmt athugun Svensons vom þau óþekkt í kring- um 1945. Og slagorðastill þing- manna skilar sér í fréttirnar, þar sem frasar þeirra em gleyptir hrá- ir, án nokkurra frekari röksemda. Þó einstök mál iai mun meiri um- fjöllun en tíðkaðist áður í blöðum, þá er umfangsmeiri umfjöllun ekki endilega ýtarlegri, heldur bara orð- fleiri. Oft væri hægt að stytta frétt- irnar til muna án þess að missa úr innihaldinu. Með slagorðastílnum í blöðunum eykst líka tilhneiging til að blöðin slái fréttum upp á drama- tiskan hátt. Skoðanaágreiningur er blásinn upp í leikrænar víddir með tilheyrandi orðabólgu. Hann er fest- OPINBER REKSTUR Breyta hverju og hvers vegna? Opinn fundur á Hótel Borg, miðvikudaginn 22. september kl. 20.30 Opinber rekstur - æskilegt umfang, markmið og skipulag er í brennidepli í þeirri þjóðfélagsumræðu endurmats og uppstokkunar sem nú á sér stað víða um heim, á íslandi sem annars staðar. Á tímum samdráttar og ■ atvinnuleysis er brýnna en ella að skiptast á skoðunum um hlutverk hins opinbera. Frummælendur: Þórarinn V. Þórarinsson, Guðrún Alda Harðardóttir, framkvæmdastjóri VSf: formaður Fóstrufélags fslands: Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra: Sjöfn Ingólfsdóttir, varaformaður BSRB, Opinber þjónusta - opinber rekstur. Markmið með opin- berum rekstri. Þróun og skipulag opinbers rekstrar. Umræður og fyrirspumir. BSRB formaður St.Rv.: Sjónarmið þeirra sem þjónustuna veita. ur á ákveðna menn og um leið per- sónugerður. Fréttir fyrir fávita eða venjulegt fólk Með árunum hefur hlutverk bæði stjórnmálamanna og blaðamanna breyst og öll framsetning orðið staðlaðri og faglegri. í kringum 1945 röktu þingmenn skoðanir sín- ar í þingsalnum sem sínar eigin, þó þær væru að sjálfsögðu í sam- ræmi við stefnu flokksins. Þeir rök- studdu þær á persónulegan hátt og notuðu óhikað 1. persónufornafnið „ég“. Nú flytja stjórnmálamenn skoðanir flokksins á þann hát, sem þær hafa verið mótaðar og felldar í orð innan flokksins. Hið persónu- lega er horfið, „ég“-ið er orðið „við“ eða bara „Flokkurinn“. Hin faglega ásýnd blaðamanna er einnig komin í stað persónuein- kenna. Fréttir eru skrifaðar í stöðl- uðu formi, án persónulegs stíls. Það eru reyndar ekki til stjómmála- mannaskólar ennþá, en blaða- mannaskólar eru til og þar er hægt að læra til verka. Svenson kemst að þeirri niðurstöðu að mannanöfn séu algengari í fréttum en áður, vísast vegna þess hve fréttir snúast í auknum mæli um menn en ekki málefni. Lýsingarorðum hefur hríðfækkað, vísast vegna kröfu um meiri hlutlægni í fréttaflutningi. Reikniorð og tölur eru mun algeng- ari en áður, væntanlega í anda hlut- lægni, en einnig vegna þess hve þjóðfélagið hefur á sér vísindalegri brag en áður. Hluti af stöðlun í ?réttaskrifum er svo.að færri til- irigði eru í orðavali en áður. Það er kannski nokkuð öfugsnúið að um leið og fréttirnar verða skrif- aðar á faglegri hátt en áður, rýrnar inniháldið. Hið faglega verður ein- faldara og auðmeltanlegra en áður. Í Danmörku heyrist oft talað um að hitt og þetta eigi að höfða til allra, tala til allra. En um leið er verið að tala til lægsta samnefnara og erindið verður með öllu óáhuga- vert ef það er miðað við fávita. Hvorki stjórnmálamenn né bíaða- menn geta náð til allra, svo það er alveg óþarfi að reyna það. Sigrún Davíðsdóttir ♦ » ♦ Gömul óperumynd í bíósal M El KVIKMYNDIN Evgeny Onegin, byggð á samnefndri óperu eftir Pjotr Tsjaíkovskjj, verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 19. september, kl. 16. Þetta er gömul mynd, nær 40 ára gömul, en þó í fullu gildi þar sem margir fremstu listamenn Bolshoj- leikhússins í Moskvu á ofanverðum sjötta áratug aldarinnar koma fram í myndinni. Meðal söngvaranna sem syngja í kvikmyndinni má nefna Galínu Visnjevskaju, sem var ein af skærustu stjörnum Bolshoj-leikhúss- ins á tökuárum kvikmyndarinnar, segir í frétt frá MÍR. Enskur texti er með myndinni. Aðgangur að kvikmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. SÉRPANTANIR ttnu*n 0 . Borgartúni 29 slmi 620640

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.