Morgunblaðið - 19.09.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 19.09.1993, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 12 B Páll Reynisson er i hópi ffremstu lcvikmynda- tökumanna landsins en sýnir nú á sér hina hlióina i Lista- saffni ASj, I jósmyndarann sem leikur sér meó I jós, fform og skugga Páll Reynisson á vinnustofu sinni. Morgunblaðið/RAX Páll Reynisson ljósmyndari og kvikmyndatökumaður sýnir 65 ljósmyndir um þessar mundir í sýningarsal Lista- safns ASÍ, en sýningin stendur til 3. okt. nk. Páll er kunnastur fyrir kvikmyndun í Sjónvarp- inu þar sem hann hefur unnið um árabil og er einn af reynd- ustu kvikmyndatökumönnum landsins, en hann hefur áður haldið ljósmyndasýningar í Gautaborg og á Kjarvalsstöð- um. Ljósmyndasýning Páls er afrakstur fjögurra ára vinnu og skiptist sýningin nær jafnt í litmyndir og svart-hvítar. Þegar meðferð birtu og forms í kvikmyndum þátta Sjón- varpsins vekur sérstaka at- hygli áhorfenda er nafn Páls Reynissonar ósjaldan á næstu grösum og það er einmitt ljós- ið, formið og skugginn sem er höfuðviðfangsefni hans í ljós- mynduninni í leitinni að hinni einu sönnu mynd. „Flestar myndirnar hef ég tekið í sumarleyfistúrum heima og erlendis," sagði Páll í samtali við Morgunblaðið, en í ljósmyndaferðum sínum er hann einn á ferð, „og myndirn- ar tek ég nánast á öllum tímum sólarhingsins. Þá er keyrt og sofið þegar hentar, en margar myndanna eru teknar á skrítn- um tíma sólarhringsins, á miðju kvöldi eða miðri nóttu þegar birtan leikur sína sér- stæðustu tóna. Allt er þetta Ieit, því ennþá hef ég ekki fundið hið eina sanna „mótiv“. Það er kannski merkilegt að þetta er hvíld frá starfinu í Sjónvarpinu, ég næ einhverju út úr þessu, sem ég næ ekki þar. Það er ef til vill merkilegt einnig að í Ijósmyndunum er ekkert fólk, öndvert við það sem er daginn út og daginn inn í slarkinu í Sjónvarpinu þar sem allt byggist á fólki. JÚ, ég viðurkenni að ég vinn ekki eins og hinir strákarnir, um nóttina, en hins vegar er ég með mjög mikla heimavinnu og þar kemur myrkrakompan inn í. Hún er sérlega vel búin tækjum og þótt ljósmynda- vinna sé alltaf mjög tímafrek, er hún mjög mikil hjá mér, það gerir nostrið og sérviskan. Svo stendur maður upp með svona sýningu eftir lotuna, það er spennandi að færa hana í kjólinn, ramma þessa lang- þráðu vinnu inn og auðvitað byggi ég á ákveðnum takti. Það er til að mynda engin vetr- armynd á þessari sýningu, en ég gæti alveg eins séð fyrir mér í framtíðinni sýningu sem væri ekkert 'nema ís og klaki. Stundum spretta sérkenni- legu atvikin fram. í einni fjallaferðinni rakst ég á stóð þar sem ég lagði áherslu á að mynda hest sem stóð við vatn. Einhvern veginn var ég aldrei ánægður með myndina og hugsaði oft um það. Viti menn, ári síðar er ég á ferð á sömu slóðum og rekst á sama hrossa- stóðið við sama pollinn og þá tókst það. Það var líka skemmtilegt þegar ég var að mynda Dettifoss með öll mín tæki á lofti, Pentaxinn með stóru 400 mm linsuna, að hver einasti ferðamaður í rútu sem stansaði, fékk að líta á fossinn í gegnum myndavélina. Enginn vildi missa af því, stemmningin var þannig. Þessar myndir eru einmitt stemmningar, dálítið nærmyndir, litir og slatti af steinum og trjám, en steinarnir hafa alltaf kallað á mig. Hver einstakur steinn er ævintýri og þannig vil ég að myndirnar séu, einhvern veginn vil ég byggja undirbúning myndatö- kunnar þannig upp að eitt skot dugi. Ég býð að’eins eina mynd af hverju myndefni og sýni frummyndirnar á sýningunni. Það er alltaf ferskast að hafa sem fæsta milliliði." - á.j. Ljósmyndasýn- ing Póls er af- rakstnr íjngurra óra vinnu ng skiptist sýning- in nær jafnt í litmyndir ng svart-hvítar dúlla meira, tek 1-3 skot þar sem menn láta venjulega vaða, en það þýðir hins vegar að ég get verið að spá í myndram- mann í langan tíma. Stundum er ég einnig að leita að bak- grunni eða forgrunni, sem ég nota síðan með því að búa til samlokur í vinnustofunni, þriðju myndina í raun og veru. Það er líklega erfiðast í þessu, en það getur líka verið mest gefandi, því það skapast nýtt element. Myndefnið? Mínir eftirlætis- staðir eru Snæfellsnes og Norðausturland, Melrakka- sléttan og það er svo víða sem er heillandi að halla linsunni. Ég hef vakað yfir Lóninu margar nætur þótt ég sýni að- eins tvær ljósmyndir þaðan á sýningunni, en einhverra hluta vegna er ég dálítið í gamla draslinu, það hefur alltaf heill- að mig. Tökutíminn milli 4 og 6 á morgnana hrífur mig og einnig strax eftir miðnætti, þá er birta sem ég vil fiska á fil- muna. Fólki þykir stundum kynlegt þegar ég kem í gisti- stað að kvöldi og tygja mig til heimferðar eftir súrmjólkina í morgunsárið. Minni vinnu lauk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.