Morgunblaðið - 19.09.1993, Side 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993
4-
v
.
Elisabel Finsen
er eina konan ú
íslandi sem lek-
ió hefur prófi i
múraralón. Hér
er hún nýúl-
skrifaóur múr-
arasveinn i
Danmörku.
murarmn
eftir Elínu Pálmadóttur
KVENMÚRARI, hefur nokkur heyrt um
hana? Þó er ein kona á íslandi sem hef-
ur lokið námi í múraraiðn, Elísabet Fins-
en. Það kemur í ljós þegar flett er nýút-
komnu Múraratali og steinsmiða, þar
sem fram eru taldir 1431 fullgildir karl-
múrarar og þessi eina kona. Hún birtist
þar á mynd með múrskeið í hendi, svo
og sveinsbréfið hennar, dagsett í Esbj-
ærg í Danmörku haustið 1942. Elísabet
býr nú, 73ja ára gömul, í Kópavogi, búin
að koma upp fimm börnum. Og einnig
húsinu, sem hún teiknaði sjálf og byggði
með manni sínum Friðrik Gísla Daníels-
syni frá Hlíðarhúsum og mági sínum.
Þar hittum við þessa hressu konu.
E
|g ætlaði að verða arkitekt
og múraranámið var hluti
af því. En þá hitti ég
strák,“ segir hún kánkvís.
Faðir Elísabetar, Arni Finsen (son-
ur Jóns Hilmarssonar Finsens), var
arkitekt og í uppvexti hennar
bjuggu þau í Kaupmannahöfn,
Reykjavík, Stykkishólmi og í Ribe
á Jótlandi. Voru alltaf að flytja,
segir hún. Hingað flutti fjölskyldan
öll 1930, en faðir hennar hafði far-
ið á undan 1928. Faðir hennar
teiknaði m.a. Siglufjarðarkirkju og
húsið í Steinahlíð, þar sem nú er
barnaheimili.
„Það á sér dálítið skemmtilega
sögu,“ segir Elísabet. „Elly Eiríks-
son kom til pabba og sagðist þurfa
að fá lítinn vinnuskúr á erfðafestu-
landi inn við Elliðaár sem þau hjón-
in Halldór Eiríksson og Elly höfðu
keypt, en við Inge dóttir þeirra vor-
um vinkonur. Svo stækkaði bygg-
ingin á teikniborðinu, átti fyrst að
verða skúr til að geyma áhöld í,
síðar vinnuskúr sem hægt væri að
drekka í kaffíð þegar þau væru
þama, þá hús sem mætti gista í
þegar svo bæri undir og loks stórt
íbúðarhús til að búa í, þótt það
þætti að vísu ekki stórt á nútíma
mælikvarða." Um Siglufjarðar-
kirkju minnist Elísabet þess að ein-
hver meiningarmunur var um pred-
ikunarstólinn, sumum Siglfírðing-
um fannst hann minna á síldar-
tunnu, sem ekki væri nógu gott.
Hvort faðir hennar lagfærði eitt-
hvað teikninguna í samræmi við það
veit hún ekki.
Árni Finsen vann fyrstu verðlaun
í samkeppnum hér, svo sem um
Siglufjarðarkirkju og Oddfellow-
húsið, sem hann fékk svo ekki af
því að hann var ekki í þeim félags-
skap. Einnig fyrir Hallgrímskirkju
í Saurbæ, en komin var kreppa og
hans kirkja var aldrei byggð. Hann
vann hér hjá Sigurði Guðmundssyni
arkitekt, hjá Húsameistara ríkisins
og síðast sem eftirlitsmaður Meu-
lenbergs biskups kaþólska safnað-
arins með byggingum í Stykkis-
hólmi.
Þegar hann kom aftur til Reykja-
víkur 1935 var kreppan mikla í al-
gleymingi og ekkert að gera. „Pabbi
hafði frétt að nýlátinn væri arkitekt
í bænum þar sem hann var í
menntaskóla í Danmörku og enginn
arkitekt þar, svo hann brá sér ut-
an. Svo kom skeyti til mömmu:
„Virðist verða Ribe, sendu krakk-
ana strax.“ Og við systurnar vorum
sendar með næstu ferð. Þetta
fannst mér alveg voðalegt. Amma
mín í Danmörku hafði víst áhrif á
það hvað drifið var í þessu, hún
hafði heyrt að lömunarveiki væri
að stinga sér niður á íslandi. Svo
lentum við í Ribe, þar sem pabbi
settist að. Bærinn er á suðvestur
Jótlandi, marflatt út á sjó og miklar
leirur. Ekkert gaman og ferlega
leiðinlegt í skólanum."
Elísabet hafði síðast verið í
Stykkishólmi hjá pabba sínum, en
mamma hennar, Hedvig Scievitz,
sem var af dansk-pólskum ættum,
var um tíma á sjúkrahúsi. „Ég
reyndi við inntökupróf í mennta-
skólann en náði ekki samkeppnis-
grófinu og fór í gagnfræðaskóla,
Ágústarskóla. En þennan vetur var
svo mikill ís á Tjörninni og ég kom
víst alltaf seint inn til að lesa nokk-
uð að gagni, svo mamma sagði að
ég væri of óþroskuð enn og hefði
gott af því að taka hlé í einn vet-
ur. Þessvegna var ég í Stykkis-
hólmi. Við krakkarnir höfðum það
mjög gott þar í nýstofnaðri fram-
haldsdeild. Presturinn kenndi okkur
dönsku, læknirinn ensku og kaupfé-
lagsstjórinn bókfærslu. Það var
öðru vísi þá, ekki sjálfgefið, að fá
að læra. Árelíus Nielsson, síðar
prestur, kenndi þama og einn góðan
veðurdag kom hann inn í bók-
færslutíma til okkar og bað um að
fá að sitja þar. Þetta þótti okkur
skrýtið, að fulltíða maður skyldi
vilja sitja með okkur í tímum og
varð okkur heilmikil lyftistöng.“
Arkitekl vildi hún veróa
Það var í Stykkishólmi sem áform
Elísabetar að verða arkitekt varð
að staðföstum ásetningi. Þá var hún
13 ára gömul. „Ég er eiginlega alin
upp undir teikniborði, en þama vissi
ég að um ekkert annað væri að
ræða fyrir mig en húsagerðarlist. í
Stykkishólmi var ég alltaf í kring
um byggingarnar og til að gera
eitthvert gagn keyrði ég vatn í
steypuna."
Svo voru þau allt í einu flutt til
Ribe á Jótlandi. Þar var einn af
m
Elisabet hugdist
vinna sér inn pen-
inga áóur en hún
héldi áfram i arki-
tektanámió. En
nœsta vor hitti hún
strákinn - Friórik
Gisla Danielsson frá
Hlióarhúsum i
Reykiavik. Þá kom
rugl á rimió. Þau
fóru aó leggjast i
feróalög, bœói Far-
fuglar.
* i
\
l \
■;mmmm
. • J
■
■(IPf