Morgunblaðið - 19.09.1993, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993
B 15
stofu. Hún var búin með tækninám-
ið og þetta var hentugt sem undir-
búningur fyrir framhaldið. Þar vann
hún í tvö ár. Vegna stríðsins var
ekki mikið um vinnu. Allt var í
lamasessi í Danmörku og atvinnu-
leysi. Hún segist þó oftast hafa
verið í vinnu þar til friður var sam-
inn. Faðir hennar dó 1945 og hún
fór heim í nóvember það ár.
Ég hegg eftir því að hún segir
heim um Islands. „Já, það hefur
alltaf verið heim. Pabbi var af ís-
lenskum ættum, og mamma segir
að ég hafi verið íslendingur frá því
ég steig hér á land,“ svarar hún
um hæl.
Hún hafði skrifað Sigurði Guð-
mundssyni arkitekt, fyrrverandi
vinnuveitanda pabba hennar, sem
sagði henni að koma strax. Hún fór
að vinna á teiknistofu Sigurðar og
félaga hans Eiríks Einarssonar.
Þeir voru þá þá að ljúka við Foss-
vogskapelluna og Þjóðminjasafnið.
Báðar þessar byggingar finnst El-
ísabetu bera meiri keim af Eiríki
Einarssyni, sem var lærður í Þýska-
landi þar sem byggingar voru þá
„monumental".
Hilti strák
Elísabet hugðist vinna sér inn
peninga áður en hún héldi áfram í
arkitektanámið. En næsta vor hitti
hún strákinn - Friðrik Gísla Daní-
elsson frá Hlíðarhúsum í Reykjavík.
Þá kom rugl á rýmið. Þau fóru að
leggjast í ferðalög, bæði Farfuglar.
„Eg ætlaði eitt kvöldið að ganga á
Esju. En þá versnaði veður og ég
stóð þama á veginum og komst
ekki í bæinn. Þá kom kassabíll og
kallað var til mín hvort ég vildi
far. Gísli var að vísu ekki í bílnum,
en systir hans, sem sagði honum
þegar hann kom heim seinna um
kvöldið, að nú hefðu þær fundið
konu handa honum. Og það varð“.
Þar með voru námsáformin fokin
út í veður og vind. Og Elísabet
hætti líka á teiknistofunni: „Við
vorum þá búin að ákveða að byggja
þetta hús í Kópavoginum með mági
mínum, sem bjó í hinum endanum
og móðir þeirra bræðra líka. Og þó
ég sé múrari, þá var mágur minn
betri. Á þeim árum fékkst ekki
neitt, maður þurfti alltaf að vera
uppi í Fjárhagsráði og öllum þessum
nefndum til að fá leyfi fyrir hveijum
hlut. Sjáðu til dæmis hurðirnar, þær
eru ekki eins, við fengum leyfi fýr-
ir tveimur gegn um einn og öðrum
tveimur gegn um annan."
Við sitjum í þessu húsi á Þing-
hólsbrautinni við Kópavoginn, sem
Elísabet Firisen teiknaði sjálf og
byggði með fjölskyldu sinni. Þau
höfðu fengið erfðafestuland niður
að sjónum og þetta var fyrsta íbúð-
arhúsið á svæðinu með byggingar-
leyfi sem slíkt. Þau voru þar frum-
byggjar. Önnur hús höfðu verið
byggð sem sumarbústaðir eða
vinnuskúrar. Nú er þama mikið
breytt, búið að fýlla upp og byggja
fyrir neðan og stór tré umlykja
húsið. Fjaran var rétt fyrir neðan
og sjórinn blasti við. Eitt sinn lágu
flugvélar og herskip þarna úti á
voginum, var víst ein af fyrstu
NATO-æfingunum fyrir framan
gluggana þeirra. Ein vélin slitnaði
upp.
Þau byijuðu að byggja 1947 og
fluttu fljótlega inn þótt húsið væri
ekki íbúðarhæft, eins og Elísabet
segir. Ekkert fékkst í bygginguna
og þá ekki nema með alls kyns leyf-
um. Þau áttu til dæmis miðstöðvar-
ofnana og miðstöðvarketilinn, en
engin leið að fá pípurnar, svo þau
hituðu upp með kolaofni og þótti
gott ef hitinn í húsinu fór upp í 15
stig. „Gerði ekkert til, enda vorum
við vön útilegum," segja hjónin. Þau
hlóðu sjálf upp húsið úr vibrosteini,
en fengu menn til að steypa loftplöt-
una, sem var í einu lagi. „Þá sá ég
að maðurinn sem var að leggja jám-
in ætlaði að spara þau. Eg sagði
við hann að ég vildi hafa þetta eins
og væri á teikningunni. Hann var
dálítið hissa á því hvað þessi kona
væri að segja honum til. Ég komst
svo að því af hveiju hann vildi spara
járnin, hann ætlaði að kaupa af
okkur afgangana. Það var jafn erf-
itt að útvega sér jám eins og allt
annað til bygginga á þeim tírna."
Þarna í húsinu sínu við sjóinn
ólu þau hjónin upp fimm syni, sá
fyrsti fæddist 1950. Þrír þeirra em
skipasmiðir, enda uppaldir við sjó-
inn. í fystu átti fjölskyldan bara
árabát, síðan fengu þau vélbát og
loks færðist sjósóknin yfir í segl-
báta. „Síðast vomm við með segl-
bát hérna fyrir framan, meðan við
áttum land að sjó,“ segja þau. „Nú
era flestir, böm og barnaböm, í
siglingafélaginu Ymi í Kópavogi.
Þetta er fjölskyldudella."
Hætti Elísabet þá alveg við að
teikna hús. „Ég teiknaði svolítið
fyrir fólk öðm hveiju, til dæmis
þegar þurfti viðbyggingar, einkum
meðan Kópavogur var að byggjast.
Fmmbyggjarnir réttu hveijum öðr-
um hjálparhönd. Ef maður fór í
bæinn, var maður gjarnan beðinn
um að kaupa um leið nagla af
ákveðinni gerð. Og maður tók fólk
upp í bílinn á leiðinni."
Elísabet ætlaði að verða arki-
tekt, en fór aldrei alla leið, eins og
hún segir. Sér hún svolítið eftir
þvf? „Nei, það er nú eitthvað ann-
að. Það er fleira í lífínu en að bygg-
ja,“ svarar hún með sannfæring-
arkrafti.
STÓRAR, SMÁAR, ÖFLUGAR,
VANDAÐAR, RYÐFRÍAR,
ALHLIÐA...
DÆLUR
Þú þarft ekki aðfara annað þegar
þig vantar dœlur.
# LOWARA
= HÉOINN =
VERSLUN
SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260
Elisabet vard fimm
barna móóir i
Kópavoginum, þar
sem hún eignaóist
mann og heimili.
Þarna er hún i garó-
inum meó heímilis-
hundinn.
elstu skólum í Danmörku, rakti
rætur sínar aftur til 13. aldar. „En
hann var svo strangur að maður
var skíthræddur. Ég hafði verið í
Landakoti, þar sem var góður agi,
ekkert I líkingu við þetta. Það var
slegið á hendurnar og algengt að
maður væri látinn standa úti. Ég
reyndi þetta allt - auðvitað. Orð
fór af því að sögukennaranum væri
meinilla við ef einhver brosti. Ég
missti blýant í fyrsta tíma hjá hon-
um og beygði mig niður eftir hon-
um. Þegar ég var að rétta mig upp
sá ég að strákur var að glenna sig
framan í mig og brosti út undir
eyru. Fékk auðvitað bágt fyrir.
Þegar ég kom heim var það pabbi
sem varð reiður. Þegar hann kom
upp í skóla hitti hann dönskukenn-
arann, sem sagði: Já, en hún er svo
afskaplega óöguð! Aumingja pabbi,
sem hélt að hann ætti prúða stelpu.
En þessi dönskukennari var samt
ekki svo slæmur. Þegar hann var
reiður við mig, þá sagði hann: Bölv-
aður ísbjöminn þinn. Ef ég svo
gerði góða ritgerð þá kallaði hann
mig Norðurljósið sitt. Þetta var
góður skóli, en maður kom bara
úr allt öðm umhverfí."
Elísabet var samt ákveðin í að
verða arkitekt. í Danmörku var um
tvær leiðir að velja, annars vegar
að taka stúdentspróf og svo skól-
ann, en hins vegar að taka sveins-
próf í t.d. múraraiðn og bygginga-
fræði og fara þá leið í arkitektúr-
inn. „Síðarnefnda leiðin var styttri.
Foreldrar mínir hvöttu mig, en
fannst að ef menntaskólaleiðin væri
farin þá yrði svo langt í að maður
gæti séð fyrir sér. Og svo var ég
stelpa. Þau höfðu í Danmörku séð
að ef stúlka giftist ekki þá var eins
líklegt að hún endaði sem ódýrt
vinnuafl hjá systkinum sínum. Og
við áttum að geta séð fyrir okkur,“
útskýrir Elísabet.
Hún fór því í múraranámið, vann
í því verklega á sumrin og var svo
í byggingafræðinámi á veturna.
Þetta var fjögurra ára nám en þar
sem hún hafði verið í gagnfræða-
skóla, þá tók hún þetta saman og
útskrifaðist múrarasveinn haustið
1942. Verklega námið hlýtur að
hafa verið erfitt fyrir stúlku? „Ég
varð auðvitað að vinna. Það er það
sem múrarar gera. Það er að sumu
leyti erfitt, en þannig lærir maður,“
segir Elísabet hvatlega. „Svo höfðu
múrarar handlangara. Við pabbi
veltum þessu fyrir okkur. Hann
hafði sem múrari hlotið silfurverð-
laun, en ég fékk ekkert nema hrós.“
Það er staðfest á sveinsbréfinu
hennar: Ros! stendur þar.
Eftir að hafa lokið prófínu um
haustið fékk Elísabet vinnu á teikni-
Húsió sitt
teiknaói El-
isabet sjólf
og var meó i
aö byggja
þaó. Þó stóó
þaó vió sjó-
inn, þar sem
nú hefur ver-
ió byggt fyrir
framan. Og
einn góóan
veóurdag
mótti sjó
þarna úti á
Kópavogin-
um herskip
eg fiugvólar,
sem voru aó
taka þátt í
einni af
fyrstu NATO-
œfingunum.
>• S»éSS -» .
Morgunblaðið/Kristinn