Morgunblaðið - 19.09.1993, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.09.1993, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993 MÞRATT fyrir vænan söngferil hefur Móeiður Júníusdóttir ekki verið í aðalhlutverki á breiðskífu enn. Á því verður vísast gerð bragarbót á næstu vik- um, því Móeiður er á förum í hljóðver að taka upp efni á eina slíka. Að sögn Móeið- ar verða á breiðskífunni ýmsar jasslummur og göm- ul dægurlög, þar á meðal lítilræði af íslenskum lög- um, en sveifla góð, því hún hyggst fá jasshunda í spil- irí. Móeiður hyggst stýra upptökum ein í slagtogi við Eyþór Arnalds, en ekki er ljóst hver gefa mun út. San Fransisco-sve' VINSÆLASTA erlenda hljómsveitin hér á landi um þess- ar mundir er líklega bandaríski kvartettinn 4 Non Blond- es. Lag sveitarinnar What’s Up er spilað í síbylju og plat- an, sem er frumraun sveitarinnar, selst gríðarvel. 4Non Blondes á rætur víða, ef marka má upp- runa sveitarliða, en hefur þó verið kölluð fyrsta hrein- ræktaða San Fransisco- sveitin síðan á sjöunda ára- tugnum, þegar hver spegla- mussusveitin af annarri spratt þar upp. 4 Non Blondes er hugar- fóstur söngkonu sveitarinn- ar, Lindu Perry, sem er sam- tímis helst lagasmiður henn- ar. Linda hefur lifað skraut- legu lífi, og ekki alltaf kristi- legu, en hún segir að illt líf- erni í æsku hafi kennt henni að fólk vilji tilfmningar en ekki fínheit. Tifinningaríkur söngstíll Lindu er einmitt vörumerki sveitarinnar, ekki síður en litskrúðugt útlit hennar og annarra í sveit- inni. í upphafi var 4 Non Blondes kvennasveit, en kvarnast hefur úr henni með tímanum og nú eru í henni tvær stúlkur og tveir piltar. Sveitarliðar gera þó lítið úr kynferðinu og leggja á það áherslu að það sem máli skipti sé tónlistin. í því, líkt og mörgu öðru, má segja að sveitinni svipi til eldri San Fransisco-sveita, þegar eina leiðin til að greina kynferði sveitarmanna var ef einhver gleymdi að raka sig. Sérkennlleg 4 skolkollar. Stílbrigði Stone Temple Pilots. FRAMLINUROKK BANDARÍSKA rokkbylgjan er ekki hnigin enn, eins og sannast á rokksveitinni Stone Temple Pilots. Sú er í hópi vinsælustu rokksveita hér á landi og siglir örugg- lega upp á við ytra með sína fyrstu breiðskífu, Core. Stone Temple Pilots hefur farið aðrar leiðir upp á stjörnuhimininn en margar sveitir, en fyrsta skrefið var að fýlja sig um set frá Los Angeles til San Diego, til að losna úr gerviveröld Los Angeles-rokksins. Annað skref, sem sýnir að sveitar- menn vita hvað þeir vilja, var að hafna upphitunar- hlutverki hjá Aerosmith og kjósa heldur að leika með furðufuglunum í Butthole Surfers í sumar. Stone Temple Pilots, en nafnið er til orðið vegna skammstöfunarinnar, STP, komst á samning hjá Atl- antic-risanum á síðasta ári og þá fyrst segjast sveitar- menn hafa haft tíma til að æfa og semja, því undan- gengin ár höfðu þeir verið of uppteknir við að spila undir ýmsum nöfnum. Á þeim árum hafa þeir félagar slípað tónmál sitt og skerpt í rokk sem svipar til Seattle- rokksins, an þess þó að draga dám af því, en helsta undrunarefni þeirra sem heyra eru einkennilega súr- realískir textar söngvara sveitarinnar, ekki síður en sá grúi stílbrigða sem hann hefur vald á í söng. Stone Temple Pilots er gjaman nefnd með bestu rokksveitum Vestanhafs um þessar mundir, þykir reynd- ar sameina það besta frá grúa nafntogaðra rokkgoða, og skipar sér með Alice in Chains, Pearl Jam og Nir- vana í framlínuna. DÆGURTÓNLIST Hvað liggurámilli trúabdúrsins og nýbylgjurokksins f MANSÖNGVAR PLOTUÚTGÁFA er happdrætti og margur fer flatt á að gefa út sjálfur. Ekkert er þó betri kynn- ing fyrir tónlistarmann en að sc nda frá sér breið- skifu og sú stund rennur upp hjá hveijum tónlist- armanni að það sé að duga eða drepast, að gefa út eða hætta þessu stússi. Orri Harðarson heitir ungur Skagamaður sem stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun og ákvað að sláta slag standa. Fyrsta breiðskífa hans er væntanleg á næstu dögum. eftir Árni Watthiosson Orri Harðarson á að baki langan tónlist- arferil þó ekki sé hann kominn á efri ár. Hann hefur starfað með ýmsum Skaga- sveitum, þeirra helstum líklega Óþekkt- um and- Iitum og Bróður Ðarwins. Orri segist hafa ákveðið í janúar að tími væri til kominn að gera eitthvað annað að spila með ný- bylgjusveitum eða vera trúbadúr. „Ég ákvað að gera plötu með tónlist sem liggur á milli trúbadúrsins og nýbylgjurokksins og reyna þannig að koma mér á framfæri, kanna hvort það sér grundvöllur fyrir áframhaldandi músíkiðk- un með þesum hætti.“ Orri segist hafa unnið plötuna með hléum í júní og júlí, en hann gefur út sjálfur og Japís sér um dreifíngu og auglýsing- ar. Margir leggja Orra lið á plötunni, helst Jón Olafsson, sem vann með honum út- setningar og stýrði upptökum, Stefán Hjörleifsson, Birgir Baldursson og Friðrik Sturluson. Orri sér sjálfur um söng og fékk tii liðs við sig Onnu Haraldsdótt- ur, sem áður söng með Bróður Darwins, en einnig syngur Valgerður Jóns- dóttir sem söng forðum með Frímanni. Orri segist hafa valið á plötuna með það fyrir aug- um að gera hana útvarps- væna, „Ég var búinn að safna að mér nokkrum tugum laga og valdi 30 léttustu lögin, sem urðu nítján við nánari skoðun og tíu þeirra enduðu á plötunni. Textarnir eru svo allir poppástartextar, mansöngvar. Platan heitir Drög að heimkomu og er samin á meðan ég bjó í Danmörku, líklega full af tregaskotinni heimþrá." Orri heldur útgáfutón- leika í Bíóhöllinni á Akra- nesi 7. október, enda er þar hans markaður, og þar leika með honum allir þeir sem lögðu honum lið á plötunni. Hann segist ein- mitt ekki hafa miklar áhyggjur af að selja fyrir kostnaði, enda eigi hann tryggan hóp stuðnings- manna á Akranesi. Þegar líður á haustið hyggst hann svo smala saman í rokksveit og hefja tón- leikahald. Morgunblaðið/Svorrir Mansöngvar Orri Harðarson. Arftakl Roy Soerorosen. Á efri myndinni má sjá Cliff og Skuggana í árdaga. SKUGGARIMIR SNÚA AFTUR BRESKA rokksveitin Shadows er goðsagnakennd fyrir að hafa lejkið undir með Dorian Gray rokksins, Cliff Richard. Óbrotgjarnari er þó orðstír Skuganna sem vinsælustu hljómsveit sem sinnt hefur leikinni tónlist eingöngu. Vinsældir Shadows skrif- ast að miklu á snjallan gítarleik Hanks B. Marvins, sem var í síst minni metum en Eric Clapton meðal gítar- fróðra á árum áður. Fyrir tveimur árum ákvað Hank upp á sitt eindæmi að leysa sveitina upp, nokkuð sem forðum félagar hans tóku ekki vel. Þeir voru í sárum lengi vel, en hafa nú fundið verðugan arftaka Hanks, hollenska gítarleikarann Roy Soerorosen, sem kunn- ugir kalla einatt Roydon. Roydon varð fyrir valinu fyrir ábendingu Shadows- vinafélags Hollands og seg- ist vart vera búinn að átta sig á upphefðinni enn, en tónleikaferð hans með Shadowsliðum heíjast í næsta mánuði í Bretlandi undir nafninu The Moon- light Shadows.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.