Morgunblaðið - 19.09.1993, Síða 25

Morgunblaðið - 19.09.1993, Síða 25
MÖRGUNBLiABlÐ VELVAKANDI W&&SM fM PTEMBER 199Í5 B* 25 Þögnin um fóstureyðingar Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: NÚ í LOK tuttugustu aldarinnar á íslandinu góða lætur um sjötti hver íslendingur líf sitt í sogpípunni á fóstureyðingardeildinni á Landspít- alanum. Þetta gera á áttunda hund- rað drengir og stúlkur samanlagt á hveiju ári að jafnaði. Um þetta vafasama framferði er nánast þjóð- arsamstaða. Því má segja að langhættuleg- asti hluti ævi hvers íslendings í dag sé dvölin í móðurkviði. Þeim hluta lífsins sem á öllum hinum ellefu öldum íslandssögunnar var álitið langöruggasti hlutinn í ævi hvers einstaklings. En nú er semsagt öldin önnur. Á þessari öld hátæknivædds heil- brigðiskerfis og menntakerfís með þúsundir hámenntaðs starfsfólks er keppst við að bjarga lífi sérhvers einstaklings nánast í það óendan- lega. Ekkert er til sparað ef minnsta von um björgun eins einasta manns lifandi úr sjávarháska, eða bara hvaða lífsháska sem er. Að ekki sé nú talað um skilvirkni heilbrigðis- kerfisins og hinum gífurlegu fjár- hæðum sem þar eru sífellt lagðar undir til bjargar alvarlega veiku mannfólki. Meðal alvarlega krabba- meinsveik manneskja kostar heil- brigðiskerfið um 3 til 4 milljónir króna. Og sem betur fer finnst eng- um að spara eigi þar. En á meðan milljörðum á millj- arða ofan er eytt í að bjarga lífi einstaklinganna sem þjóðfélagið hefur tekið í sátt (les: hefur verið opinberlega boðið inn í þjóðfélagið en ekki í sogpípuna) sér þetta sam- félag sér ekki fært að leysa það fjárhagsdæmi og þau félagslegu úrlausnarefni sem þessi óvelkomnu fóstureyðingarbörn eru svo óheppin að lenda í. Og um það geta þessi blessuð börn alls engu ráðið. Það er enn ein þjóðarlygin hér sem í flestum öðrum löndum að þessi 12 til 16 vikna fóstur séu ekki orðnar að manneskjum. Því sé allt í lagi að deyða þennan „vef“ í konulíkamanum öllum að skað- lausu. Þessi fullyrðing hefur verið notuð af félagslega geiranum og kvennréttindahreyfingunni til að réttlæta fóstureyðingarnar. Sömu aðilar hafa litið á þessi óvelkomnu börn sem hindrun í vegi kvenna til að öðlast meiri samfélagslegan rétt til handa kvenmanninum. Sannanlega verða konur að fá jafnan rétt á við okkur karlana. Jafnt laun, stöður, menntun, virð- ingu og jafna aðkomu við uppeldi ungviðisins sem og stöðu á heimil- inu. En er ekki eitthvað meira en lítið að því samfélagi sem telur sig þurfa að fórna fóstrunum í móður- kviði til að leysa einhver jafnréttis- mál utan hans? Hér eru því báðir aðilar sekir. Karlveldishlutinn vill halda kon- unum nauðugum við barnauppeldið úr því að þær ganga með börnin af náttúrunnar hendi. Þá sé það áframhaldandi hluti hins náttúru- lega éðlis slíkra mála. Kvennabaráttuhlutur þjóðfélags- ins telur fóstureyðingarnar vera eina af leiðunum til aukins jafnrétt- is við karldýrið úr því að þær fái í reynd of litlu framgengt af sann- gjömum jafnréttiskröfum sínum. Því sé nauðsynlegt að fórna sumum bömum í móðurkviði. Að öðmm kosti verði þær að eilífu hlekkjaðar í viðjar minni menntunar, minni möguleika á stöðum í þjóðfélaginu, og þar af leiðandi minni aðkomu við fjárhag og ákvarðanatöku í samfélaginu í heild sem á einstakl- ingsgrunni. Þetta er því miður lík- lega rétt röksemdafærsla kvenna- hreyfíngarinnar. En uppúr stendur að báðir aðilar eru í aðalatriðum þegjandi sammála um að fórna börnunum í móður- kviði frekar en að ganga af heilind- um til nauðsynlegra breytinga á stöðu kvenna í samfélagi nútímans. Hér á því karldýrið stærri sök því valdið og forréttindin em hans, en því er hann ekki tilbúinn til að fórna. En siðferðissökin er beggja. Að leysa málið á þennan hroðalega hátt nær engu tali. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON Grettisgötu 40b, Reykjavík Köntrí ekki kántrí Frá Geir Magnússyni: UNDANFARIN ár hef ég séð ný- yrðið „kántrý“ í blaðinu og geri ráð fyrir, frá samhenginu, að þetta orð sé notað yfir kjóavæl það og vinnu- konubarlóm, sem hér ríða húsum undir nafninu „Country and west- ern“. (Hvers yegna þessi ófögnuður er kenndur við sveitir og vestrið veit enginn, því þetta gól, sem er hrein plága hér á mölinni, nær hverfur, þegar vestur kemur í dreif- býlið. Líklega stafar nafngiftin af þeirri mannlegu náttúm að kenna öðmm vammimar. Em mörg dæmi þess og má þar nefna kynsjúkdóm þann, er enskir nefna „frönsku veik- ina“ en Frakkar kalla „ensku veik- ina“. Líka má minna á sekkjapíp- una, sem írar fundu upp og hlutu fyrir aðkast og athlægi. írar snem þá við blaðinu og gáfu Skotum heiðurinn af uppfinningunni og Skotar þögðu við, þar sem þetta var gefins.) Nýyrðið virðist vera blanda af tveimur enskum orðum, Country (land eða sveit, þó skyldu menn ekki kalla Landsveit Country- country) borið fram köntrí og hins vegar county (hreppur), borið fram kántí. Er mönnum vorkunn ef þeir rugla saman á og ö orðunum, ou á Frá Kristínu Halldórsdóttur: EKKI MÁ ég, neytandinn, kaupa ódýrt smjörlíki. Ekki má ég, neyt- andinn, kaupa ódýrt svínakjöt eða fimm kjúklinga á 1.000 kr. (Dan- mörk). Eða ef því er að skipta, fjór- ar flöskur af rauðvíni á 1.000 kr. Nei, það er ekki leyfilegt! En það stefnir í að verða leyfilegt að láta mig blæða, bara fyrir það eitt að fá að nota debetkort! Ég verð nátt- úrulega neydd til þess, því ekki nota ég kreditkort og dýrt verður tékkheftið. En þægilegri og öruggari (n.b. kort með mynd) greiðslumáti er vart til, það vita þeir sem til þekkja. Ekki kannast ég við, að hafa þurft að greiða fyrir að nota mitt debet- kort (Danmörk), ég var allavega ekki að borga neinn uppsafnaðan vanda sprenglærðra fræðinga sem sáu sér leik á borði þil að slétta út óráðsíunaL Nei, ég fékk þjónustu fyrir mína peninga, og kortin hugs- uð sem tímasparnaður og hagræð- eftir c er borið fram á ýmsan máta, sem o, ö, á eða ú. Hins vegar skilur enginn enskumælandi manneskja um hvað er talað, þegar köntrí er borið fram kántrí. Ensk stafsetning er alveg afleit og mjög fráhverf framburði. Á þessi misvísun rætur sínar að rekja til þess tíma, er þáverandi bretakóng- ur flutti inn prentsmiðju frá Hol- landi, vélar, áhöld og, því miður, hollenzka setjara. Hollendingar þessir voru drykkfelldir óróaseggir, sem hvorki kunnu ensku né höfðu áhuga á að læra hana. Afleiðingin varð stafsetnirtg, sem enginn ræður við. Margir hafa reynt að betrum- bæta, þar á meðal rithöfundurinn George Bernhard Shaw, sem var meðlimur í félagsskap með endur- bætta stafsetningu að markmiði. Sagði Shaw að tungumál, þar sem bera mætti fram orðið „ghoti“ sem „fish“ (gh=f, eins og í tough, o=i, eins og í women, ti=sh, eins og í nation) þarfnaðist viðgerðar. Eftir- lét hann eigur sínar til félagsskap- arins. Bróðursonur hans, sem næst- ur stóð til arfs, hefði ekki erfðaskrá- in verið gerð, fór í mál til að rifta skjalinu. Enskir dómstólar eru afar tregir til að rifta erfðaskrám, nema ing fyrir bæði banka og neytanda. Ekki sem byrði! Maður fékk meira að segja kort með mynd í, frítt! Hvað skyldi kortið sjálft eiga að kosta hér? Maður byijar bara allur að nötra! Og hvað skyldi það kosta að taka beint út af reikningi í bank- anum sjálfum hjá gjaldkera (kortið fer í gegnum posann). Þeir finna örugglega taxta yfir það líka! Eg, neytandinn, er búinn að fá mig fullsaddan af ráðsmennskunni — hvað með ykkur hin? P.s. hvaða banki býður svo bestu kjörin? — Ég þangað. KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Guðrúnargötu 10, R. sannað sé að hinn látni hafi ekki verið með réttu ráði, þegar hann undirskrifaði skjalið. Dómarinn í málinu dæmdi frændanum í vil með þeim ummælum, að hver sá, sem héldi að hægt væri að leiðrétta enska stafsetningu, væri greinilega ekki með réttu ráði! Þetta var nú útúrdúr. Hins vegar væri rétt að benda áhangendum barlómsins á að bera orðið fram sem „köntrí“ vilji þeir ræða um þetta áhugamál sitt við útlendinga. GEIR MAGNÚSSON, Ekki bankastjóri, Mechanicsburg. Pennavinir FINNSK 24 ára stúlka, sem nemur bókmennta- og listasögu, með margvísleg áhugamál: Pia Lahdenmaa, Kuninkaankatu 13B, 33210 Tampere, Finland. Bandarísk kona sem getur ekki um aldur en kveðst hafa áhuga á bréfaskriftum, tölvum, tónlist o.fl.: Roxanne BAker, P.O. Box 1424, Oakley, California 94561, U.S.A. Frá Ghana skrifar 22 ára stúlka með áhuga á tónlist, íþróttum og ljósmyndun: Dorcas Brown, P.O. Box 788, Oguaa Sate, Ghana. Frá London skrifar 32 ára karl- maður sem kveðst vera franskur, rómantískur og gáfum prýddur. Vill skrifast á við 30-45 ára konur: Djilali Mahi, 109 St. Loys Road, Tottenham N17 6UE, England. Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og kvikmyndum: Miki Takeda, 454-1 Sogoshinmachi, Matto-city, Ishikawa, 924 Japan. Bílamarkaöurlnn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 671800 Fjörug bílaviðskipti Vantar óxg. '88 - '93 á staðinn, ckkert innigiald. Opið laugard. kl. 10 -17, sunnud. kl. 13 -18. Hafta- og einokunar- stefna- Island nútímans! HLÝTTHMIMI -f úlpum frá KLEIN Klassískar, gæðaúlpur, með ekta ski ádömurog Símar 19800 og 13072 1 £ h * I Þönglabakka 1, i húsi Kjöts og Fisks áður Kaupstaður i Mjódd. £Vf \ Allt á sama stað: fatnaður - bækur - sælgæti snyrtivörur - gjafavörur - skór [Einnig mikið úntai aföðrum vörunr, [ Góð aðkoma - Næg bílastæð - Kaffitería i l \—

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.