Morgunblaðið - 19.09.1993, Page 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1993
Vesturbærinn
DRAUMALANDID ER...
„SÁ STAÐUR sem mér er kærastur af öllum er Vesturbærinn
I Reylgavík. Ég hef borið gæfu til að vera kominn þangað
aftur,“ segir séra Halldór S. Gröndal, KR-ingur og Vesturbæ-
ingur, sem er fluttur aftur á æskuslóðir eftir margra ára
útlegð í Hlíðahverfinu í Reykjavík.
Bestu stundir mínar eru þegar
ég geng niður Bræðraborgar-
stíginn, Ránargötuna, svo Ægis-
götuna og niður á Verbúða-
bryggju. Þar er ein gömul bryggja
eftir frá því að ég var drengur.
Þá fór maður þama að veiða og
fékk stundum að fara um borð hjá
sjómönnunum,“ segir Halldór.
Honum þykir einnig skemmtilegt
að ganga með ströndinni alla leið
vestur í Örfírisey. „Ég hef farið
með bamabömin um Vesturbæ-
inn og skoðað með þeim öll sund
og skúmaskot sem ég þekki eins
og puttana á mér. Blessaður
Vesturbærinn er mér óskaplega
kær.“
Séra Halldór fæddist í húsi
afa síns að Ránargötu 24, um
200 metra þaðan sem hann býr
nú við Bræðraborgarstíg. I
gamla daga stóð bær skósmiðs-
ins í hverfínu á lóð hússins þar sem
Halldór býr og hinum megin við
götuna var Bakarí Jóns Símonar-
sonar, þar sem strákamir fengu
stundum vínarbrauðsenda í svang-
inn. Fjölskylda Halldórs flutti af
Ránargötunni og bjó um hríð við
Vesturgötu, síðar fluttu þau í Laut-
ina á Framnesveginum. Leikvang-
urinn var í Prestsmóum og fjör-
unni sem nú er horfín.
„Maður veiddi oft mikið við
Ufsaklett og lék sér í Selsvörinni.
Við fengum oft að fara með grá-
sleppukörlunum, Pétri Hoffmann
og körlunum í Skuld. Þetta var
allt einn leikvangur. Svo vom auð-
vitað haugarnir vestur á Eiðis-
granda, þangað var manni strang-
lega bannað að fara en stalst samt.
Það var ekki hægt að leyna því
ef maður stalst á haugana, því
maður angaði allur af reykjarlykt,“
segir Halldór.
Bernskufélagar Halldórs búa
enn í Vesturbænum. „Bekkjarsyst-
ir mín, hún Þuríður Kristjánsdótt-
ir, er hér í næstnæsta húsi. Þá eru
hér enn Lilli rauði, sem var á kant-
inum í KR, Diddi og Dússi í Laut-
inni og svo hann Leifi í Skuld, allt
gamlir vinir mínir.“ Halldór var
og er gegnheill KR-ingur og æfði
með félaginu á bernskuárunum.
Knattspymuferillinn endaði þegar
Halldór var sendur í sveit í Borgar-
fírðinum og þá var útséð um að
hann kæmist upp í 3. flokk.
Halldór flutti á fullorðinsáram í
Hlíðahverfið í Reykjavík og bjó
þar. „Ég saknaði alltaf Vesturbæj-
arins og á hveiju einasta vori fór
ég í langa pílagrímsför í Vesturbæ-
inn,“ segir Halldór. „En nú er ég
kominn aftur á gamlar slóðir og
þykir það gott. Það er búið að
gera þennan bæjarhluta svo yndis-
legan. Gamla höfnin er veralega
skemmtileg. Gömlu timburhúsin
hafa verið endurbyggð hvert af
öðra, Gijótaþorpið og gömlu göt-
umar, þetta er allt orðið svo fal-
legt.“
Séra Halldór S.
Gröndal var veitingamaður í Naustinu,
neðst við Vesturgötuna, áður en hann gerðist prestur.
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
Skógræktarkjarkur
Aðalfundur Skógræktarfélags-
ins var haldinn á Þingvöllum
í júní 1955 og þess minnst að 25
áram fyrr, alþingishátíðarárið
1930, var félagið stofnað á þessum
fomhelga stað. Formaður félags-
ins, Valtýr Stefánsson ritstjóri,
hélt ræðu sem birtist í Morgun-
blaðinu 26. júní 1955. Valtýr fjall-
aði bæði um hagnýta og huglæga
þætti skógræktar. Hann rakti nið-
urstöður rannsókna Hákons
Bjarnasonar skógræktarstjóra
sem sýndu að barrskógar eiga
góða vaxtarmöguleika á
Islandi og vék síðan að
draumnum sem búið
hefur með þjóðinni öld-
um saman, draumnum „
um skóga.
„Landsmenn hafa
omað sér við minning-
una um skógana, sem eiga eftir
að skapa þjóðinni aukna velsæld
pg iífsþægindi. Á dimmum dögum
íslendinga fyrir rúmlega 100 árum
kvað listaskáldið góða, skógrækt-
arkjark í þjóð sína með kvæðinu
er hann orti um látinn vin sinn,
Reykholtsprestinn Þorstein Helga-
son; komst hann þannig að orði:
Fagur er dalur og fyllist skógi
og frjáisir menn, þegar aldir renna.
Skáldið hnígur og margir í moldu
með honum búa en þessu trúið. “
Valtýr benti á að
þessi spásögn skálds-
ins væri raunhæf fram-
tíðarsýn náttúrafræð-
ingsins Jónasar Hall-
grímssonar, byggð á
vísindalegri vissu.
Skógræktarmenn undir veggjum Almannagjár. F.v.: Hákon Bjarna-
son skógræktarsljóri, H.J. Hólmjám ritari Skógræktarfélagsins,
Egill Hallgrímsson kennari, og Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
ÉG HEITI___
HLÉR GUÐJÓNSSON
í Snorra-Eddu segir að ann-
að heiti Ægis sé Hlér. Sam-
kvæmt þjóðskrá er einn Is-
lendingur sem ber nafnið
Hlér eitt nafna. Hlér Guð-
jónsson heitir hann, 26 ára
guðfræðinemi.
Hlér segist hafa kunnað
nafni sínu vel. Kemur
reyhdar fyrir að fólk hváir er
það heyrir nafnið fyrsta sinni.
„Annars era óvenjuleg nöfn
orðin svo algeng að það er ekk-
ert tiltökumál lengur,“ segir
hann. Hlér var staddur austur
á Jökuldal á hreindýraveiðum
þegar blaðamaður ræddi við
hann í síma. Gat hann þess að
þar í sveit — á Amórsstöðum —
væri tveggja vetra sveinn sem
héti Húni Hlér.
Þegar Hlér var spurður hvort
mikið væri um óvenjuleg nöfn
í Ijölskyldunni gat hann frænda
sinna tveggja sem heita Kor-
mákur og Dofri.
„Annars skaltu spyija pabba
um Hlés-nafnið, hann er áhuga-
maður um fornsögur og las
Snorra-Eddu fyrir okkur bræð-
ur,“ segir Hlér.
Hlér var annað heiti Ægis
samkvæmt Snorra-Eddu eins
og áður segir en orðið er hið
sama og hlér í merkingunni
sjór. í Eddu er þess getið að
Ægir hafí búið á Hlésey og er
þar komin Læse í Kattegat, að
sögn Guðjóns S. Jóhannessonar,
föður Hlés^ Hlér kemur fyrir í
kvæðinu Áföngum eftir Jón
Helgason og alkunn er vísan:
Auáan kaldinn á oss blés.
Upp skal faldinn draga.
Vdtir aldan vargi hlés.
Við skulum halda á Siglunes.
Vargur hlés er þarna kenning
fyrir skip.
Loks má geta þess að því
hefur verið haldið fram að Hlés-
nafnið sé skylt nafni Lés kon-
ungs.
ÞANNIG...
STÓÐÁ TRÚNAÐIÁ HRAFNAÞING
Syfja
enekki
fiindar-
þörf
Hrafnaþing í uppsiglingu.
Sögur um hrafnaþing eru gamlar og góðar og til þess fallnar
að auka veg hrafnsins umfram aðra fugla. Hrafnaþing þóttu
benda til að það væri rétt sem haldið var um hrafninn, að hann
væri forspár og gáfaðri en aðrir fuglar. Lýsingar á hrafnaþingum
hafa verið nokkuð staðlaðar. Hrafnar hópast saman á ákveðnum
stöðum og segir sagan að þar sé ákveðið hvar hver skuli búa og
hvert hlutverk hvers og eins sé. Fyrir kemur, að sögunum fylgi
lýsing á dómfelli og framgöngu dauðadóms. Sé þá stakur hrafn
hrakinn í burtu og hann jafnvel drepinn.
Lýsing ónafngreinds nútíma-
manns á því sem hann taldi
geta verið hrafnaþing í uppsigl-
ingu er á þessa leið: Hann var á
göngu seinni hluta dags í Heið-
mörk. Degi var tekið að halla, en
bjart hafði verið yfir. Þetta var í
febrúar og snjór yfír öllu. Þá tekur
hann eftir því að hrafnar koma
fljúgandi úr öllum áttum, margir
stakir, í flestum tilvikum þó tveir
og þrír saman. í sumum tilvikum
allt að átta fuglar í hóp. Þeir komu
víða að, en stefndu allir á sama
punkt að því er virtist. Fuglarnir
hurfu allir yfir ákveðna hæð, en
stefnan var hánorður og viðkom-
andi datt í hug að þeir væru á
leiðinni í átt til Esjunnar. Þessi
maður fékk það allt í einu á tilfinn-
inguna að hann væri að horfa upp
á undanfara hrafnaþings. Síðar,
er hann las sig til um háttu
krumma var að sjá að annað kæmi
í Ijós.
Á upplýsinga- og rannsóknaröld
fækkar þeim sem trúa á tilvist
hrafnaþinga, að minnsta kosti af
því tagi sem áður var tiltrúnaður
á. Nú reikna menn með því að
sagnir um hrafnaþing séu vafalítið
að einhveiju eða öllu leyti sprottn-
ar af hópmyndun í grennd við
náttstaði. Einn slíkur er Esjan og
annar slíkur er Ingólfsfjall og
segja vísindamenn að allt að
4—500 fuglar komi saman á
stærstu náttstöðum. Mestur er
fjöldinn á veturna, en er líða tekur
á vorið hverfa fullorðnu fuglarnir
til varpstöðva sinna og eru þá
geldfuglarnir einir eftir.
í seinni tíð hefur eitt og annað
í fari fugla og dýra sem áður hef-
ur verið sveipað dulúð hjátrúar
skýrst mjög og í ljós komið að
hlutimir áttu sér eðlilegar skýring-
ar. Er að sumu leyti sjónarsviptir
af hlutum eins og hrafnaþingum.