Morgunblaðið - 19.09.1993, Page 27

Morgunblaðið - 19.09.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 19. SEFTEMBER 1993 B 27 Morgunblaðið/Ól. K. M. Skógræktarmenn höfðu fund í Almannagjá þar sem afhjúpuð var áletrun í tilefni þess að aldarfjórðungur var liðinn frá stofnun Skógræktarfélags íslands. H.J. Hólmjárn, ritari félagsins frá upphafi stýrði fundinum. Guðmundur Marteinsson formað- ur Skógræktarfélags Reykjavíkur afhenti áletrunina sem félagið Iét gera í Almannagjá. SÍMTALID... ER VIÐ SILJUDÖGG KRISTJÁNSDÓTTUR SKAR TGRJPASMIÐ ÍSLENSKIR SKARTGRIPIR 675749 Halló - Góðan dag, þetta er á Morg- unblaðinu, gæti ég fengið að tala við Silju Dögg Kristjánsdóttur? Það er Silja. - Jú komdu sæl. Ég var að heyra að þú byggir til skartgripi, fallega og vandaða, sem ungar stúlkur væru mjög hrifnar af? Já, ég og samstarfskona mín, Kolbrún Þyri Bragadóttir. - Hvernig er það, eruð þið með verkstæði? Nei við vinnum við þetta heima í frístundum. - Nú eru þetta mjög frumlegir skartgripir og vel unnir, eruð þið búnar að gera þetta lengi? Við höfum verið að dútla við skartgripasmíði í tvö ár, en fórum að vinna að þessu af alvöru fyrir tveimur árum. - Bíddu nú við, hvað ertu göm- ul með leyfi og hvað starfar þú að öðru leyti? Ég er tvítug og er í öldunga- deild MH núna. Hef líka verið að vinna á Landspítalanum. - Hvernig byijaði þetta með skartgripina? Ég var í sveit í fyrra þar sem rekinn var reiðskóli fyrir börn og sá þá svo mikið af hrossatönnum. Ég hugsaði með mér að það hlyti að vera hægt að nota þær í eitthvað, til dæmis skartgripi. Kolbrún var þá ný- komin að utan með hugmyndir og skart- gripi úr leðri sem hún hafði verið að gera, og þar sem við höfðum báðar ánægju af að skapa og með ógrynni af hugmyndum, ákváðum við að vinna saman. Síðan hefur 1 i . samstarfið þróast, bæði vinnu- brögð og hugmyndir. Ég held mér sé óhætt að segja að frágangurinn hjá okkur núna sé hundrað pró- sent. Það er stefna okkar að hafa skartgripina vandaða og vel unna. - Hvaðan fáið þið hugmyndirn- ar? Ja, við getum tekið sem dæmi þessi indíánamen sem eru í tísku. Okkur fannst þau bæði plastleg og óvönduð, þannig að við ákváð- um að hanna og búa til hálsmen þar sem hugmyndir væru bæði sóttar til indíána og úr goðafræð- inni. Þótt við notum að hluta til gamlar hugmyndir utan úr heimi, eru skartgripirnir íslenskir. - Hvaða efni notið þið? Við erum nú ekkert áíjáðar í að upplýsa það, en sem dæmi get ég nefnt að við notum leir, grá- gæsafjaðrir og hrossatennur. - Sem sagt alíslenskt hráefni? Já, og þótt við notum tennur úr dýrum eru það aðeins tennur sem við hirðum á víðavangi. - Ætlið þið að leggja þetta fyr- ir ykkur? Já, Kolbrún ætlar í gullsmíði og ég ætla að læra hönnun, en er ekki alveg búin að ákveða hvers konar hönnun. En draumur okkar beggja er að geta unnið við skartgripi eingöngu og einnig við að hanna föt. Við stefnum að því að halda tískusýningu núna í vetur. - Og hver saumar fótin? Við gerum það líka. - Ég skal segja ykkur það. Hér eru greinilegar ungar hæfileikakonur á ferð. En ég þakka spjallið og óska ykkur góðs gengis. MEISTARAKOKKURINN ER STEFÁN HILMARSSON Gratinemð grísakjöt Stefán Hilmarsson söngvari leggur meistarakokkunum Óskari Finnssyni og Ingvari Sigurðssyni lið að þessu sinni. Gratinerað grísakjöt fyrir fjóra 800 g grísafille eða grísainnlæri 8 sneiðar reykt flesk 200 g sveppir 2,5 dl rjómi lósneiðar ostur salt, pipor, kjötkraftur Aðferð: Grísakjötið skorið í fjórar sneiðar, steikt á pönnu, 4-5 mínútur á hvorri hlið. Kryddað með salti og pipar, síðan eru sneiðarnar settar í eldfast mót. Fleskið steikt á pönnu. Sveppim- ir settir saman við fleskið þegar það er að verða tilbúið og látnir brúnast með því. Þá er rjómanum hellt á pönnuna og soðið niður í 2-3 mínútur, kryddað með smá kjötkrafti. Þegar ijóminn er far- Stefán Hilmarsson inn að þykkna örlítið er öllu hellt yfir grísasneiðarnar. Að lokum er osturinn settur yfir. Þetta er síðan gratinerað í u.þ.b. þijár mínútur eða þar til osturinn hef- ur tekið á sig fallegan lit. Meðlæti: Salat og bakaðar kartöflur. FRÉTTALfÓS ÚR FORTÍÐ Keðjubréf í Reykjavík „Hef fengið 440 þúsund kr.,“ er fyrirsögn á rammafrétt á bak- síðu Morgunblaðsins þann 18. september 1970. í undirfyrirsögn segir að gróðavon unga mannsins sem fyrr er vitnað í sé 1.440.400 krónur og að hann hafi áhyggjur af kvittanaeyðublaðaskorti. Fyrir ofan umræddan ramma er aðal- fréttin: Þrjú keðjubréf ganga í Reykjavík - Réttarrannsókn hafin í málinu - sögur fara af ofsagróða manna. Síðan segir: Keðjubréfa- faraldur tröllríður nú Reykjavík og nágrenni. Um nokkurn tíma hefur verið í gangi sænskt keðju- bréf, Investo og síðastliðinn föstu- dag tóku um 50 manns sig saman og stofnuðu til innlends keðju- bréfs. Þar er upphæð allmiklu hærri en í hinu sænskaeða 1000 krónur á 440 krónum. í gær frétt- ist svo af þriðju keðjunni, sem er innlend að uppruna og kostar þar miðinn 500 krónur. Gangur keðjunnar mun hafa verið á þessa leið: „Sá sem tekur þátt í henni kaupir af einhveijum jniða á 1000, 500 eða 440 krónur, eftir því hver keðjan er. Seljandinn er neðstur á hinum keypta seðli, en síðan greið- ir kaupandinn þeim þremur sem fyrir ofan eru á seðlinum hveijum sömu upphæð. Hann móttekur slðan kvitt- anir fynr greiðslum og sendir þær ásamt miðanum á skrifstofu keðjunn- ar, sem gefiir út fjóra miða, þar sem Gróðavon Þróun keðjunnar er síðan sú, að í fyrsta umgangi, þ.e. þegar viðkom- andi selur fyrstu miðana, fær hann inn þá upphæð sem hann hefur lagt í fyrirtækið. Næst fær hann 16.000 krónur, þá 64.000 krónur og loks áður en hann fellur út af seðlinum 256.000 krónur eða samtals 340.000 krónur. Keðjubréf þessi hafa farið sem eldur í sinu um Reykjavík og nágrannabyggðir. Heyrst hefur um svimandi upphæðir, sem menn hafa hlotið og sumir hveijir hafa lítið ann- að aðhafst en gefa út kvittanir og taka á móti þúsundkrónaseðlum. Er nú svo komið að illmögulegt er að fá kvittanaeyðublöð í verslunum, þar eð j>au eru uppseld víða.“ í umræddri frétt er sagt frá því að Morgunblaðið hafi leitað til ráðu- neytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, Baldurs Möller, og spurst fyrir um lögmæti þessara keðjubréfa. Hann sagði að saksóknari hefði, nú að feng- inni bendingu frá bæjarfógetanum í Hafnarfirði um keðjubréfastofu, sem stofnsett hefði verið á eyðibýlinu Stekk sunnan Hafnarfjarðar og hefði með höndum peningakeðjubréf, farið fram á að stofan yrði tekin til réttar- rannsóknar, til þess að unnt yrði að kanna, hvort starfsemi hennar varð- aði við lög. Sunnudaginn 20. september 1970 er á baksíðu Morgunblaðsins frétt með fyrirsögninni Keðjan enn. Þar segir Bjami Linnet póstmeistari í Hafnarfirði að straumur bréfa til keðjubréfaskrifstofunnar við Stekk hafi minnkað að mun og sé hann nú sáralítill miðað við hinn mikla flaum fáum dögum áður. Tveimur dögum seinna segir í frétt Morgunblaðsins að rannsókn ljúki brátt í keðjubréfa- málinu. Þar er þess ennfremur getið að verið sé að athuga hvort fyrir- brigði þessi séu ólögmæt og bar lög- fróðum mönnum ekki saman um hvort svo væri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.