Morgunblaðið - 25.09.1993, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.09.1993, Qupperneq 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 ÉG Á MÉR DRAIIM NÝR aðalhljómsveitarsljóri Sinfóniuhljómsveitar íslands, Osmo Vanska, tók við stjórnsprötanum nú í vikunni, þegar hljómsveit- in hélt opnunartónleika sína fyrir starfsárið 1993-1994. Vanska er hljómsveitinni og tónleikagestum ekki að öllu ókunnur, því hann hefur stjórnað á tónleikum hér þrisvar áður sem gesta- stjórnandi. Morgunblaðið/Kristinn Osmo Vanska í lok fyrstu tónleika sinna sem aðalstjórnandi Sinfó- níuhljóinsveitar íslands Rætt vii Osmo Vanska, hljófflsveitarst jðra Hann hóf tónlistarferil sinn sem klarínettuleikari og var aðeins rúmlega tví- tugur að aldri þegar hann var ráðnn fyrsti klarínettuleikari í Fílharmóníuhljómsveit Turku- borgar í Finnlandi. Sex árum síðar tók hann stöðu fyrsta klarí- nettuleikara Fílharmóníuhljóm- sveitarinnar í Helsinki. Samhliða starfí sínu sem klarínettuleikari nam hann hljómsveitarstjórn hjá hinum fræga kennara, Jorma Panula við Síbelíusarakademín- una í Helsinki. Árið 1982 skráði hann sig til þátttöku í alþjóð- legri keppni ungra hljómsvetar- stjóra sem haldin var í Besan- con. Þar vann hann fyrstu verð- laun og hófst þá glæsilelgur hljómsvetarstjóraferill hans. Vánská hefur stjómað öllum helstu hljómsveitum á Norður- löndum og þekktum hljómsveit- um í Evrópu og Asíu. Hann hef- ur verið aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinar í Lahti í Finn- landi, frá 1985 og hefur tvívegis fengið verðlaun fyrir bestu geisladiskana, sem hann hljóðrit- aði með Lahti sveitinni, fyrst árið 1991, er hann hlaut verðlaun tímaritsins Grammaphone fyrir bestu hljóðritun og árið 1993, þegar hann hlaut Grand Prix du Disque verðlaunin. Finnar em annálaðir fyrir framlag sitt til lista og hjá þeim skipar tónlistin án efa veglegasta sessinn. En nú höfum við fregn- ir af því að kreppuástandið hafi náð að festa klærnar í efnahags- kerfí Finna, sem og annarra þjóða, og því er forvitnilegt að heyra hvort framlög til lista og viðhorfið til þeirra hafí eitthvað breyst. „Tónlistarlífíð í Finnlandi í dag er ríkulegra en nokkm sinni fyrr,“ segir Osmo. „Það er þó ekki komið á það stig að við getum sagt að við séum búin að þessu öllu; að við höfum náð því sem hægt er að ná. En það er ljóst að þegar stjórnmálamenn útdeila peningum úr sameigin- legum sjóðum landsmanna, þá er langur vegur milli þess sem þeir segja og gera. Ég held það sé ekki einsdæmi hjá okkur að þegar valdamenn tala um það sem skiptir mestu máli og þurfa að tína til afreksmenn úr sinni sögu eða samtíð, fleygja þeir gjarnan fram nöfnum lista- manna og eru afskaplega stoltir af þeim. Þeir fleygja aldrei fram nöfnum manna sem starfa í iðn- aði eða pólitík. Hinsvegar er það svo að þegar kemur að því að útdeila fjármagninu, þá er talað við þessa sömu listamenn eins og hveija aðra þurfalinga. Finnar veifa auðvitað alltaf nafni Síbelíusar og í dag er bent á okkar ungu og einstöku hljóm- sveitarstjóra, Salonen og Sa- raste, auk nokkuð margra söngvara sem hafa náð langt á alþjóðamarkaði. Það sama sýnist mér eiga við um ykkur. Hinsveg- ar fara peningarnir í að reyna að byggja upp iðnað, landbúnað eða sjávarútveg. Þegar við lítum á aðrar þjóðir vegum við þær og metum eftir því hversu ríkuleg listsköpun á sér stað þar. Þjóð sem ekki hefur leikhús, sinfóníuhljómsveit eða á merkilega málara á erfíðara upp- dráttar í alþjóðlegum viðskiptum en hinar. Það eru verksmiðjur í hveiju landi og iðnaður sömuleð- is. Ef þið hafið ekkert öðruvísi, vekið þið ekki áhuga annarra þjóða. Það er menningarlífíð sem gerir ykkur öðruvísi. Jafnvel í viðskiptum eruð þið tekin alvar- legar ef þið hafíð sterkt menn- ingarlíf; viðskiptafundir byija oft á léttu hjali og það er algengt að það snúist um listamenn sem starfa á alþjóðlegum vettvangi - nöfnum þeirra er kastað fram. íslendingar hafa til dæmis vakið mikla athygli erlendis fyrir það hvað héðan koma góðir söngvar- ar og þið getið verið viss um að Kristján Jóhannsson og fleiri eiga stóran þátt í því að ímynd ykkar er að breytast. Stórir lista- menn eru tákn fyrir það gildis- mat sem þjóðin hefur. Það er til dæmis ekki vafamál að þegar Finnar fengu sjálfstæði árið 1917 átti Síbelíus stóran þátt í því að við vorum teknir alvarlega sem ríki; gildismati okkar og styrk var treyst.“ Þegar Osmo Vánská tók við Sinfóníuhljómsveitinni í Lahti, árið 1985, hafði hún 45 meðlimi og var bara ein af „þessum litlu', dæmigerðu" dreifbýlishljóm- sveitum Finna. í dag eru í henni 59 hljóðfæraleikarar, hún hefur hlotið tvenn alþjóðleg verðlaun og er fyrsta hljómsveitin utan Helsinki sem hefqr fengið boð um að koma fram á tónlistarhá- tíðum erlendis; í næstu viku kem- ur hljómsveitin fram á tónlistar- hátíð í Hamborg. En hvernig getur vegur lítillar hljómsveitar aukist svo hratt á örfáum árum? „Það sem er sérstakt við Lahti hljómsveitina, er að þar telur hver og einn hljóðfæraleikari sig bera ábyrgð. Maður á því að venjast að vinnutími hljóðfæra- leikara sé svo og svo langur og þegar vinnutímanum er lokið, rísa þeir upp sem einn maður og eru horfnir á hálfri mínútu. En í Lahti er það svo að þegar hljóðfæraleikararnir heyra það eins vel og ég að eitthvert verk er ekki fullæft, spyija þeir hvort ekki sé rétt að æfa meira. Þó vil ég undirstrika að þetta er ekki aðeins spursmál um að hljóðfæraleikararnir og stjórn- andinn hafí það markmið að hljómsveitin verði sífellt betri; þeir sem halda um peningana, verða að gera það mögulegt. Allir sem starfa á einhvern hátt í kringum hljómsveitina verða líka að hafa þetta markmið, hvort sem það er framkvæmda- stjórinn, stjórn hljómsveitarinn- ar, skrifstofufólkið eða þeir sem sjá um hreingerningarnar. Það er hlutverk hljóðfæraleikaranna að leika sífellt betur og þeir sem starfa í kringum hljómsveitina verða að gera þeim það kleift." En nú er Lahti hljómsveitin mjög lítil. Hvernig er hægt að ná þessum árangri án þess að sinfóníuhljómsveit sé fullskipuð? „Hljómsveitargæði fara ekki eftir því hversu stór hún er. Það er hægt að hafa hundrað hljóð- færaleikara sem uppfylla engar sérstakar gæðakröfur og þú færð aldrei neitt út úr þeim. Það getur verið mun betra að hafa sextíu góða hljóðfæraleikara. Þetta er spurning um gæði, ekki magn. Þegar ég segi að hljómsveitin verði að fá það svigrúm sem hún þarf til að verða betri og betri, helst það í hendur við það sem ég var að segja um samskipti ríkja og gildismat á alþjóðavett- vangi. Því betri sem hljómsveitin er, þeim mun fleiri upptökur fær hún. Þar af leiðandi fleiri tón- leikaferðir erlendis. Áhrifamátt- ur gagnrýni í erlendum blöðum og tónlistartímaritum er mikill. Hugsaðu þér bara hvað það mundi kosta að kaupa auglýs- ingar í þessum miðlum til að koma Sinfóníuhljómsveit ís- lands að. Ef þið viljið verða sam- keppnisfær á erlendum vett- vangi og fá góða gagnrýni, þurf- ið þið að setja ykkur það mark- mið að hljómsveitin ykkar hafi svigrúm til að verða betri og betri. Ég á mér draum um Sinfóníu- hljómsveit íslands - þann draum hef ég þegar séð rætast í Lahti - og hann er að gera hljómsveit- ina sífellt betri, þótt ég viti að til þess þarf ég fulltingi margra einstaklinga. En það tókst þar og því ætti það ekki að takast hér? Hljómsveitin fær meira að gera eftir því sem hún vinnur betur, fær betri umfjöllun og gagnrýni erlendis og því fylgja fleiri ugptökur og fleiri tónleika- ferðir. Ég er ekki alveg ókunnug- ur Sinfóníuhljómsveit íslands og það er Ijóst að hún er á réttri leið - þetta tekur allt tíma - en kostar peninga og mikla þolin- mæði.“ En finnst þér ekki gerðar miklar væntingar til þín? „Auðvitað. Það eiga allir að gera kröfur til sín og annarra, þegar uppbyggingarstarf er í gangi. Hinsvegar er hljómsveit- arstjóri bara sá aðili sem hjálpar hljómsveitinni að gera sitt besta. Hver og einn hljóðfæraleikari hefur sína skoðun á því hvaða aðferð sé best hveiju sinni og þú getur ímyndað þér hvar hljómsveitin stæði, ef ætti að vega og meta 70 til 80 ólíkar skoðanir. Þótt gott sé að allir leggi eitthvað af mörkum er það hlutverk hljómsveitarstjórans að taka lokaákvörðun um hvaða aðferð verður fyrir valinu." Þú kemur sem sagt ekki og segir: „Svona á þetta að vera!“ „Nei, þeir tímar eru sem betur fer liðnir að hljómsveitarstjóra- staðan sé pláss fyrir menn sem þurfa að útræsa Napóleonsduld- ina. Sem betur fer eru þeir tímar liðnir að viðmótið sé: „Gerðu svona af því ég segi það.“ Við höfum orðatiltæki í Finnlandi sem segir eitthvað á þá leið, að það sé betra að laða með gulrót- inni en beija með svipunni. Það er vissulega auðveldast að verða reiður, en það hjálpar sjaldan." Starfíð hlýtur að krefjast mik- illar þolinmæði. „Það á líka við um hljómsveit- ina. Það getur vel verið að til séu stjórnendur sem gera aldrei mistök. Ég er ekki þannig stjórn- andi, svo það þarf þolinmæði á báða bóga. Við erum alltaf að takast á við ný verkefni og þurf- um öll tíma til að læra þau.“ Hveiju langar þig að ná fram hér? „í fyrsta lagi vona ég að hægt verði að halda upptökum áfram - það er áhrifaríkasta aðferðin fyrir hljómsveitina til að halda áfram að verða betri. Það er ekki hlutur sem er hægt að ræða eða halda fundi um - hann verð- ur að framkvæma. í öðru lagi vona ég að hægt verði að fara í mun fleiri tónleikaferðir erlend- is. Auðvitað vil ég líka hafa fjöl- breytta efnisskrá; um leið og við leikum klassísku, þýsku verkin, hef ég áhuga á að kynna hér Norðurlandatónskáld, sem eru mjög góð, en virðast lítið þekkt hér, auk þess tónskáld og tónlist frá Ungveijalandi, Frakklandi og Suður-Ameríku. Þar er til gríðarlega mikið af góðum tónsmíðum eftir nútí- matónskáld.“ Hvað eru góðar tónsmíðar? „Það eru til þijár tegundir af tónsmíðum. Gott verk er samtal milli flytjenda og áheyrenda og það er því miður ekki til mikið af þannig verkum. Önnur tegund er „einræðan", þar sem tónskáld- ið vill segja eitthvað, en það er erfítt að skilja nákvæmlega hvað. Það er til mikið af þannig verkum. Þriðja tegundin eru verk sem tónskáldið skilur ekki sjálft hvað það er að reyna að segja - og þannig verka þarfnast enginn. Góð tónsmíð er verk sem áheyrendur vilja heyra aftur og aftur og það skiptir ekki máli í hvaða landi og á hvaða tíma það er og aldur verkanna skiptir engu máli. Þetta er eins og með góðar bækur; þegar þú lest þær öðru sinni, getur þú fundið ný og ný atriði sem þér finnst gera bókina enn betri en við fyrsta lestur. En til þess verður fyrsti lestur að vera þess virði. Þetta á við um tónlist, bókmenntir og leiklist. Hinsvegar er það nú svo, að einbeiting okkar er alltaf að minnka nú á tímum. Það má segja að í dag hafí fólk þriggja mínútna einbeitingu; í sjónvarp- inu eru leikin tónlistarmynd- mönd eftir tónlistarmyndbönd sem öll eru þijár mínútur að lengd. Það er svo mikill hraði í dag og allt þarf að gerast í mikl- um skyndi; fólk borðar skyndi- fæði, myndar skyndisambönd og með þessu firrum við okkur sjálf möguleikunum á raunverulegum verðmætum. Það tekur langan tíma að semja góða tónlist. Það tekur líka langan tíma að æfa hana og hún tekur tíma í flutningi. Það þýðir ekki að reyna að mynda skyndikynni við alvöru tónlist. Við hana er aðeins hægt að mynda ævilangt samband og tónlist er alltaf best á tónleikum, hvort sem hún er eftir Mozart eða Ligetti. Það er dásamlegt að hlusta á tónlist heima hjá sér, en þá er maður venjulega að gera eitthvað annað og tón- listin er undirleikur við daglegt amstur. Á tónleikum er ekkert til að dreifa huganum. Þú sest í þitt sæti og einbeitir þér að því að hlusta; þar ertu heill og óskiptur í sambandi þínu við tónlistina."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.