Morgunblaðið - 03.10.1993, Qupperneq 1
88 SIÐUR B/C/D
224. tbl. 81. árg.
SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Málglaða
Pico skilað
ÞEGAR „Pico-san“ (Pico litli)
páfagaukur japönsku húsfreyj-
unnar Teruko Tsuyukubo hafði
verið týndur í tvær vikur voru
flestir búnir að gefa upp vonina
um að sjá hann á ný, segir í
frétt í japanska blaðinu Tokyo
Shimbun. Hann hafði hins vegar
flogið að bensínstöð í þijátíu
kílómetra fjarlægð og sest þar
á öxl afgreiðslumanns. Hann
kenndi í brjósti um fuglinn litla
og fól nágranna sínum að sjá
um hann. Þegar Pico litli var
búinn að ná sér eftir nokkra
daga fór hann hins vegar að
þylja upp nafnið sitt „Tsuyukubo
Pico“ (Pico hennar Tsuyukubo)
og hvar hann ætti að heima.
A
Ohagstæður
spamaður
BRETINN Frank Gregg ákvað
fyrir tveimur árum að koma fjár-
málunum í lag og fór því á bóka-
safnið og fékk lánaða bókina
„Hvernig á að spara peninga“.
Sú ferð var þó síður en svo til
fjár. Gregg gleymdi að skila
bókinni ásamt annarri sem hann
tók að láni og á dögunum dæmdi
dómstóll í Liverpool hann til að
greiða um 50 þúsund krónur í
sekt vegna þessa. Gregg viður-
kenndi að hafa gleymt bókunum
og því væri réttmætt að hann
yrði að greiða sekt. Upphæðina
sagði hann hins vegar vera „fár-
ánlega“. Sektir taka mið af tekj-
um viðkomandi og þar sem
Gregg hafði gleymt að fylla út
eyðublað þar sem slíkar upplýs-
ingar ber að skrá var hann sjálf-
krafa dæmdur til að greiða há-
markssekt.
Þrálátir
skuldarar
YFIRVÖLD í Washington eru
orðin langþreytt á erlendum
sendiráðum sem ekki greiða
stöðumælasektir. Hefur því
þingið lagt til að fjárhagsaðstoð
verði skorin niður sem nemi úti-
standandi skuldum viðkomandi
ríkja vegna stöðumælasekta.
Þessari tillögu er fyrst og fremst
beint að Rússum en þeir þrjósk-
ast við að viðurkenna um 200
milljóna króna uppsafnaða skuld
sem Sovétríkin skildu eftir sig
er þau voru leyst upp. Aðrir
svartir sauðir eru t.d. sendiráð
Nígeríu, Egyptalands, Suður-
Kóreu, Zimbabwe og Búlgaríu.
I rústum heimilisins
Reuter
INDVERSK yfirvöld segjast nú óttast að rúmlega þrjátíu þúsund'manns
hafí farist í jarðskjálftunum sem riðu yfir landið á fimmtudagsmorgun.
Fjöldi slasaðra er talinn í tugþúsundum og sum dagblöð staðhæfðu að
allt að 44 þúsund manns hefðu farist. Alls lögðust um 36 þorp í rúst.
Fleiri jarðskjálftar mældust á sama svæði, um 450 kílómetra austur af
borginni Bombay, aðfaranótt laugardagsins en ekki hafa borist fregnir
um mannskaða af völdum þeirra. Narashimha Rao, forsætisráðherra Ind-
lands, ætlaði að heimsækja jarðskjálftasvæðið á laugardag en indverska
ríkissjónvarpið sagði hann hafa aflýst heimsókn sinni vegna mikilla rign-
inga en þær hafa einnig gert hjálparstarf mun erfiðara á þessum slóðum.
Indverska ríkisstjórnin sagðist í gær ætla að taka við erlendri aðstoð til
að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftanna. Verður það í fyrsta skipti frá því
ríkið fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1947 að Indveijar fá fjárhagsaðstoð
vegna náttúruhamfara.
Poti við Svartahaf á valdi
hersveita Gamsakhúrdía
Tblisi. Reuter.
HERSVEITIR hliðhollar Zvíad Gamsakhúrdía, fyrrum forseta Georgíu,
náðu í gær hafnarborginni Poti við Svartahaf á sitt vald. Að sögn tals-
manns varnarmálaráðuneytis Georgíu féll borgin eftir tangarsókn her-
sveita forsetans fyrrverandi sem hrakinn var frá völdum í janúarmán-
uði í fyrra. Með þessari árás hefur verið staðfestur sá ótti margra að
búast megi við hörðum bardögum sveita Gamsakhúrdía og stjórnarhers-
ins, sem lýtur stjórn Edúards Shevardnadze, forseta Georgíu.
Talsmaður varnarmálaráðuneytis-
ins sagði að bardagamir hefðu stað-
ið yfir í nokkrar klukkustundir og
að borgin hefði fallið eftir þunga
tangarsókn „Zvíadista" en svo eru
fýlgismenn Gamsakhúrdía, fyrsta
lýðræðislega kjörna forseta Georgíu,
nefndir. Hann kvað ótiltekinn fjölda
manna hafi fallið og særst og sagði
að sveitir uppreisnarmanna hefðu
hertekið skrifstofu borgarstjóra Poti.
Með þessari árás er sýnt að banda-
lag það sem Gamsakhúrdía og She-
vardnadze náðu að mynda í síðasta
mánuði til að veija héraðið Abkhazíu
heyrir sögunni til. Héraðið er nú á
valdi Abkhaza, múhameðstrúar-
manna sem beijast fyrir aðskilnaði
frá Georgíu og njóta stuðnings harð-
línumanna i Rússlandi. Talsmenn
Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að
neyðarástand ríki í Abkhazíu, tug-
þúsundir manna hafa flúið heimili
sín, margir til fjalla og höfúðborg
héraðsins, Sukhumi, er í rústum eft-
ir bardaga undanfarinna vikna.
Gamsakhúrdía sneri aftur úr út-
legð er sýnt þótti að georgíski stjórn-
arherinn myndi ekki ná að halda
Abkhazíu en fylgismenn forsetans
fyrrverandi hafa á sínu valdi land-
svæði í vesturhluta landsins.
Ófarir stjómarhersins em í senn
mikið persónulegt og pólitískt áfall
fyrir Shevardnadze en staða Gams-
akhúrdía þykir að sama skapi hafa
styrkst mjög við fall Poti. Hún er
mikjvæg olíuhöfn áuk þess sem
hjálpargögn erlendis frá hafa verið
ser\d til borgarinnar.
FÓRNARLÖMB
STALÍNISMANS
Engum
tilgagns
Kl JÍKVŒTT
segir lóhannes Sturla,
sem slasadist í vióureign
við eiturlyjjasala
JAPAN
TIMAMOTIJM
C
BILABLAÐ
ÖKUKENNARANÁM í KENN-
ARAHÁSKÓLANUM • FORD
GAUAXY1959 ÁRGERÐ • RAF-
DRIFIÐ REIÐHJÓL • ÞJÓFA-
FÖRN í L YKLINUM