Morgunblaðið - 03.10.1993, Side 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
INNLENT
10-15 millj.
verkefni til
sveitarfélaga
SAMKVÆMT samþykkt ríkis-
stjórnarinnar er gert ráð fyrir
breytingu á tekjuskiptingu ríkis
og sveitarfélaga á næstu tveimur
til þremur árum þannig að þau
geti tekið á sig aukin verkefni
sem áður voru á hendi ríkisins.
Þgrna er um að ræða verkefni á
sviði heilsugæslu, öldrunarmála,
í málefnum fatlaðra og rekstur
grunnskóla og talið er að kostn-
aðurinn sé á bilinu 10-15 millj-
arðar króna. Einnig verður fjár-
magn til Jöfnunarsjóðs sveitárfé-
laga aukið tímabundið vegna
sameiningar sveitarfélaga en síð-
an varanlega vegna verkefnatil-
flutningsins.
Rússar mótmæla veiðum í
Smugunni
Rússar hafa harðlega mótmælt
veiðum íslenskra togara í Smug-
unni. Þetta kom fram á fyrsta
degi opinberrar heimsóknar Þor-
steins Pálssonar sjávarútvegs-
ráðherra til Rússlands. Hafa
Rússar hótað að rifta samstarfs-
samningi rússnesks fyrirtækis
við íslenskt fyrirtæki um kola-
veiðar við strönd Rússlands.
Fjármagnstelguskattur
frestast
Nefnd á vegum stjórnarflokk-
anna sem falið var að semja
frumvarp um fjármagnstekju-
skatt' hefur fengið frest til að
skila af sér áliti til 10. okt. en
áður var ráð fyrir því gert að hún
skilaði af sér um miðjan septem-
ber. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins hefur nefndin
ERLENT
Landskjálfti
á Indlandi
TALIÐ er að 15.000 manns, hið
minnsta, hafi farist í jarðskjálfta
sem reið yfir vesturhluta Ind-
lands á fimmtudag. Mesti skjálft-
inn mældist 6,4 stig á Richter-
kvarða en flestir fórust í borgun-
um Umarga og Khilari í um 450
kílómetra fjarlægð frá Bombay.
Búist var við því að tala látinna
ætti eftir að hækka verulega og
var jafnvel talið að landskjálftinn
hefði orði allt að 25.000 manns
að fjörtjóni. Þetta er mesta
mannfall af völdum jarðskjálfta
í suðurhluta Asíu í rúm 50 ár.
Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd
fyrir óviðunandi skjálftavarnir.
Abkhazía fallin
Hersveitir aðskilnaðarsinna
náðu á fímmtudagsmorgun borg-
inni Ochamchira á sitt vald og
skömmu síðar hertóku þær borg-
ina Gali. Stærstur hluti Abkhaz-
íu-héraðs er því á valdi upp-
reisnarmanna sem berjast fyrir
aðskilnaði frá Georgíu. Ringul-
reið var sögð ríkja S röðum stjórn-
arhersins. Á þriðjudag sneri leið-
togi Georgíu Edúard She-
vardnadze til Tbilisi en hann
hafði haldið til í ^ukhumi, höfuð-
borg héraðsins, og heitið því að
veija borgina til síðasta manns.
Sigur aðskilnaðarsinna er i senn
talinn mikið persónulegt og póli-
tískt áfall fyrir Shevardnadze og
er talið að ófarir stjórnarhersins
geti reynst vatn á myllu helsta
andstæðings hans, þjóðernis-
sinnans Zvíads Gamsakhúrdía,
fyrrum forseta Georgíu.
Kirkjan miðlar málum
Samk'ömulag náðist aðfararnótt
föstudags um að aflétt yrði ums-
átri hers og lögreglu við Hvíta
lagt til að gildistaka skattsins
frestist til 1. júlí á næsta ári en
áður var ráð fyrir því gert að
skatturinn tæki gildi um áramót
og fyrirheit um það gefin í yfir-
lýsingu ríkisstjórnarinnar til aðila
vinnumarkaðarins í tengslum við
gerð kjarasamninga í vor.
Ásgeir Sigurvinsson hættir
hjá Fram
Ásgeir Sigurvinsson hefur
hætt sem þjálfari knattspymufé-
lagsins Fram en hann gerði
samning til tveggja ára við félag-
ið fyrir nýlokið keppnistímabil.
Aðstoðarþjálfari hans lætur einn-
ig af störfum. Þjálfararnir lögðu
til róttækar breytingar á liðinu
fyrir næsta keppnistímabil en
þær fengu ekki hljómgrunn hjá
stjóm Fram.
Rekstri leikskóla
ríkisspítalanna hætt
Heilbrigðisráðherra hefur
ákveðið að hætta rekstri leik-
skóla á sjúkrahúsum til að spara
og var starfsfólki af þeim sökum
sagt upp störfum fyrir mánaða-
mót. Þessar aðgerðir hafa vakið
upp harða andstöðu starfsfólks á
spítölum sem segja leikskólapláss
hluta af ráðningarkjörum og því
þýði þetta uppsögn á ráðningar-
samningi þess. Gert er ráð fyrir
að sveitarfélögin taki við rekstri
leikskólanna.
Fyrsta síldin á land
Fyrsta síldin á þessari vertíð
er komin á land á Höfn í Horna-
firði. Sjávarútvegsráðuneytið
hefur í haust fundað með fulltrú-
um síldarútvegsmanna og síldar-
kaupenda til að leita leiða til að
fá síld í vinnslu en á síðustu ver-
tíð tókst ekki að uppfylla alla
sölusamninga sökum þess að svo
mikið af sfldinni fór í bræðslu.
Óvissa um sölusamninga á nýhaf-
inni vertíð hefur sett málið í bið-
stöðu.
húsið svonefnda í Moskvu gegn
því að varnarsveitir fulltrúaþings-
ins, sem þar situr, afhentu vopn
sín. Samkomulagið náðist vegna
milligöngu Aleksíj H patríarka,
yfirmanns rússnesku rétttrúnað-
arkirkjunnar. Á föstudag lýstu
þingmenn hins vegar yfir því að
þeir gætu ekki samþykkt þessar
málalyktir og fóru þeir fram á
frekari viðræður við fulltrúa Bor-
ís Jeltsíns Rússlandsforseta.
Andstaða við stefnu Jeltsíns
gagnvart þinginu þótti fara vax-
andi í vikunni, einkum í Síberíu.
Friðaráætlun hafnað
Þing Bosriíu-múslima hafnáði á
miðvikudag friðaráætlun sátta-
semjara Evrópubandalágsíns og
Sameinuðu þjóðanna. Krafðist
þingheimur þess að öllum þeim
svæðum sem fallið hefðu í hend-
ur Serba og Króata yrði skilað.
Fréttaskýrendur töldu þessa nið-
urstöðu fela í sér að enn einn
blóði drifinn vetur væri í vændum
í Bosníu.
John Smith og frú.
Mikilvægur sigur Smiths
Leiðtogi Verkamannaflokksins
breska, John Smith vann mikil-
vægan sigur á miðvikudag er
samþykkt var á ársþingi að losa
verulega um tengsl flokksins og
verkalýðsfélaga. Félögin hafa
fram til þessa ráðið mestu um
skipan framboðslista og er talið
að þetta hafi fælt marga kjósend-
ur frá því að styðja flokkinn í
kosningum.
Gagnrýni magnast á hendur viðskiptaráðherra Clintons
Brown neitar að hafa
Sprengingar í London
ÞRJÁR sprengjur sprungu við götuna Finchley Road í miðborg Lundúna aðfaranótt laugardagsins en sprengju-
sérfræðingum lögreglunnar tókst að aftengja eina til viðbótar áður en hún sprakk, Tvær sprungu fyrir utan
pizzastað en sú þriðja við neðanjarðarlestarstöð. Sex manns særðust í sprenginungum, enginn lífshættulega,
sem talið er að Irski lýðveldisherinn beri ábyrgð á.
þegið fé frá Víetnömum
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins.
STYRINN í kringum Ron Brown, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna,
vegna frétta um að hann hafi þegið fé til að vinna að því að afnema
viðskiptahöft Bandaríkjamanna á hendur Víetnömum eykst stöðugt. Á
föstudag greindu tveir fjölmiðlar frá því að bandaríska alríkislögregl-
an, FBI, hefði í fórum sínum minnisblöð, sem víetnamskur kaupsýslu-
maður sendi aðstoðarmanni forsætisráðherra Víetnams. eftir fundi sína
með Brown.
FBI hefur ekki viljað staðfesta
að hafa komist yfir minnisblöðin,
en samkvæmt frásögn sjónvarps-
stöðvarinnar ABC og tímaritsins
US News & World Report er viðræð-
um Browns og kaupsýslumannsins,
Nguyen Van Hao, þar lýst sem ,já-
kvæðum" og gefið til kynna að
Brown hafi tekið að sér að vinna
Aukin
harka í
Moskvu
EINN fulltrúa þingmannanna, sem
hafast við í Hvíta húsinu í Moskvu,
Júrí Voronín, sagði í gær að þeir
krefðust þess að fá að koma fram í
sjónvarpi í beinni útséndingu áður
en þeir myndu hefja viðræður við
Stjóm Boris Jeltsíns Rússlandsfor-
seta á ný.
Voronín, sem er aðstoðarmaður
Rúslans Khasbúlatovs þingforseta,
sagði stjómarliða hafa gefið ranga
mynd af viðræðunum eftir fyrsta
fundinn, sem haldinn var fyrir milli-
göngu Alexíj II patríarka. Því vildu
þingmenn fá að koma sínum sjónar-
miðum á framfæri sjálfir áður en
þeir settust að samningaborðinu á
ný. Eru þessi ummæli talin benda
til að aukin harka sé að færast í
deilu þings og forseta.
að því að afnema viðskiptabannið.
Kom einnig fram að verið væri
að rannsaka hvort greiðslur til
Browns frá Hao eða víetnömskum
embættismönnum hafi farið gegnum
bankaútibú Banque Indosuez í Sin-
gapore.
Brown viðurkennir að hafa átt
þijá fundi með Hao, þar af einn í
febrúar eftir að hann tók við emb-
ætti. Brown kveðst hins vegar ekk-
ert hafa gert af sér og aftekur með
öllu að hafa þegið 700 þúsund doll-
ara gegn því að þrýsta á um að
Bandaríkjastjórn afiétti viðskipta-
banni á Víetnam eins og hann hefur
verið sakaður um.
Málið er þannig vaxið að Brown
hitti kaupsýslumanninn Nguyen Van
Hao í þrígang, fyrst í nóvember og
síðast í febrúar. Hann neitar hins
vegar að hafa átt nokkur viðskipti
við manninn, sem býr í Flórída eða
að hafa þegið af honum fé og kveðst
hafa hafnað erindi hans kurteislega.
Fyrrum viðskiptafélagi Haos, maður
að nafni Binh T. Ly, heldur því fram
að Brown hafí tekið við peningum
frá stjórn Víetnarns gegn því að
hjálpa tií við að ’ áflétta viðskipta-
banninu. Hao hefur borið vitni fyrir
kviðdómnum og Ly fyrir FBI.
Ly hefur sagt að Brown hafi farið
fram á sýnu meira en 700 þúsund
dollara. Hann hafi viljað hlut af olíu-
tekjum og ýmsum framkvæmdum í
Víetnam. „Af hveiju hefur Brown
logið að fjölmiðlum undanfarna mán-
uði,“ spurði Ly á blaðamannafundi,
sem hann hélt eftir að hafa rætt við
áðumefndan þingmannahóp repú-
blikana á fimmtudag.
Tveir repúblikanar, fulltrúadeild-
arþingmennirnir Dana Rohrabacher
og Dan Burton, kröfðust þess í ræð-
um á miðvikudag að skipaður yrði
sérstakur saksóknari í málinu. Janet
Reno dómsmálaráðherra kvaðst á
fimmtudag ekki myndu verða við
þeirri ósk þar sem svo gæti virst sem
um hagsmunaárekstur væri að ræða
ef hún skipaði þann, sem kannaði
framferði samráðherra síns.
Samkvæmt lögum var hægt að
láta óháða nefnd skipa saksóknara
til að kann meint brot stjómarliða,
en repúblikanar sáu til þess að þau
rynnu út þegar átti að endurnýja þau
vegna óánægju með langa og kostn-
aðarsama rannsókn Lawrence Walsh
á íran-kontra-hneykslinu.
Nú kveðst Reno ekki hafa tækið
til að nota í máli, sem gæti verðskuld-
að óháða rannsókn. Clinton kveðst
hins vegar ekki í nokkrum vafa um
heiðarleika ráðherrans. „Hann hefur
sagt mér að hann hafi ekkert gert
rangt," sagði Clinton að Brown við-
stöddum á fimmtudag. „Hann hefur
gert nánast allt rétt í starfi viðskipta-
ráðherra. Ég tel hann hafi staðið sig
mjög vel og hef enga ástæðu til að
trúa honum ekki.“
Haft er fyrir satt að starfsmenn
forsetans hafi viljað að Brown gerði
hreint fyrir sínum dyrum á blaða-
mannafundi, en ráðherrann hafi ekki
viljað það samkvæmt ráði lögfræð-
ings síns. Ríkir að sögn nokkur
óánægja með þessa ákvörðun innan
veggja Hvíta hússins. Vilja menn þar
síst af öllu að repúblikanar einoki
umræðuna um þetta mál með þeim
afleiðingum að það vindi upp á sig
og gerist jafn orkufrekt og deilan
um herþjónustu samkynhneigðra,
ferðaskrifstofu forsetaembættisins
og bamfóstrumá! dómsmálaráð-
herraefnis Clintons. Slíkt gæti dregið
athygli almennings frá heilbrigðisá-
ætlun Clintons og umræðunni um
fríverslunarsáttmála Norður-Amer-
íku (NAFTA).
Rannsókn á umsátrinu um búgarðinn í Waco
Sögðu ósatt um áhlaupið
New York. The Daily Telegraph.
LIÐSMENN sérsveita (ATF) hafa orðið uppvísir að því að gera tilraun
til þess að leyna rannsóknaraðila því sem raunverulega átti sér stað
í umsátrinu um búgarð sértrúarflokks Davids Koresh í Waco í Texas.
Umsátrinu lyktaði með því að búgarðurinn brann og um áttatíu safnað-
armeðlimir fórust. ATF hefur sætt harðri gagnrýni fyrir umsátrið um
búgarðinn.
Upplýsingar þessa efnis komu
fram stuttu áður en Lloyd Bentsen,
fjármálaráðherra Bandaríkjanna
hugðist segja fcá rannsóknum sjálf-
stæðra aðila á atburðunum í Waco.
ATF heyrir undir fjármálaráðuneytið
og það voru liðsmenn ATF sem stóðu
að áhlaupinu á búgarðinn. Búist var
við því að Bentsen myndi boða gagn-
gera endurskoðun á starfsemi- ATF
en forstjórinn, Stephen Higgins, lýsti
því yfir fyrir skömmu að hann væri
sestur í helgan stein, 54 ára.
Áhiaupið á Waco var gert þann
28. febrúar á þessu ári en þá tók
við umsátur sem stóð í 51 dag. Nú
hefur verið upplýst að viku fyrir
áhlaupið var gerð áætlun um það
en þegar áhlaupið mistókst, var
-henni breytt til að -hykna -yfir- -mis-
tökin. Meðal annars var sagt að leið-
toginn, David Koresh, hefði ekki
farið út fyrir búgarðinn í tvö ár og
því hefði verið nauðsynlegt að ráð-
ast til inngöngu. Þessi fullyrðing var
gegn betri vitund ATF sem átti
myndbandsupptökur af Koresh á
næturklúbbum og börum, nokkrum
vikum fyrir áhlaupið. Þá hafa liðs-
menn ATF fullyrt að þeir hafi ekki
haft hugmynd um að Koresh hafi
vitað af áhlaupinu fyrirfram. Hið
rétta er að skömmu fyrir áhlaupið
heyrði einn liðsmaður ATF Koresh
segja að ATF og Þjóðvarðlið væru
-á -leiðinni.-----------------1
L i
1
.
6
*
!
I
I
f