Morgunblaðið - 03.10.1993, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.10.1993, Qupperneq 6
6 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 Ostameistarar á ostadögnm VERÐLAUNAHAFAR talið frá vinstri: Hermann Jóhannsson, Haukur Pálsson, Oddgeir Sig’urjónsson, Björgvin Guðmundsson, Jóhannes Hauks- son, Óskar H. Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, og Geir Jónsson, formaður dómnefndar. Oddgeir Siguijónsson Ostameistari ’93 Möguleikar í mysuuiii ODDGEIR Siguijónsson, mjólkurfræðmgur hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri, var útnefndur Ostanieistari Islands '93 við upphaf ostadaga Osta-og smjörsölunnar í gær. Titilinn hlaut Oddgeir fyrir ijómamysu- ost sem nýkominn er á markað, en þetta er í þriðja sinn sem Oddgeir hlýtur titilinn Ostameistari Islands 77 afbrigði osta voru dæmd í ár og í máli Oskars H. Gunnarssonar, forstjóra Osta-og smjörsölunnar, kom fram að dæmt var eftir svipuðu kerfi og stuðst er við í stórum alþjóð- legum keppnum. Ostakeppni hefur verið haldin annaðhvert ár undanfar- in 10 ár, en fyrsti Ostameistari Is- lands var einmitt sigurvegarinn í ár, Oddgeir Siguijónsson, sem hlaut tit- ilinn þá. Er þetta í þriðja sinn sem hann sigrar í keppninni. Athygli vakti að báðir verðlauna- ostar Oddgeirs eru úr mysu og í samtali við Morgunblaðið sagðist hann hafa sérstaklega gaman af að nýta afurðir mysu. „Hún er góð og holl og býður upp á marga mögu- .leika, þó hingað til hafí ekki mikil áhersla verið lögð á hana.“ Keppt var í þremur flokkum og í 1. flokki, þar sem keppt var um fasta osta, varð 26% maribo-kúmenostur hlutskarpastur, en ostameistari hans er Haukur Pálsson hjá Mjólkursam- lagi KS á Sauðárkróki. Haukur hlaut einnig 3. verðlaun fyrir 26% gouda- ost, en í öðru sæti varð Búri frá Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík. Osta- meistari hans er Hermann Jóhannsson. Landsþing Þroskahjálpar um helgina LANDSÞING landssamtakanna Þroskahjálpar var sett á föstudagskvöld á hótel Sögu. Meginþema þingsins er „Fjölskyldur ungra barna“. Þingið stend- ur um helgina og iýkur á sunnudag. Nýr dægurmálaþáttur hefur göngn sína í Sjónvarpinu Samkeppni um áhorf- endur en ekki efni - segir Signrður G. Valgeirsson ritstjóri Dagsljóss Beðið til morg’uns UMHVERFI Dagsljóss, dægurmálaþáttar Sjónvarpsins, er full- búið og verður vígt formlega annað kvöld þegar þátturinn hefur göngu sína. DAGSLJÓS, nýr dægurmála- þáttur, hefur göngu sína kl. 19.15 annað kvöld í Sjónvarpinu og mun hann verða sendur út fjögur kvöld vikunnar frá mánudegi til fimmtudags. Út- sending stendur þar til kvöld- fréttir hefjast kl. 20 og verður fjallað um stjórnmál, menningu, ýmsa afþreyingu og önnur dæg- urmál. Ritsljóri Dagsljóss er Sigurður G. Valgeirsson og seg- ir hann að þátturinn sé í sam- keppni við Stöð 2 um áhorfend- ur á áttunda tímanum. Ingvi Hrafn Jónsson, fréttasljóri Stöðvar 2, kveðst fagna sam- keppninni en er ósáttur við hvernig fjármunanna sem fara í þáttinn er aflað. Klukkan 19.30 sendir frétta- deild fréttaskot inn í Dagsljós, auk þess sem annað inngrip í dag- skrána verður áður en þátturinn hefst kl. 18.55. Fréttatími Stöðvar 2 er sendur út á sama tíma og seinni fréttaskot Sjónvarpsins og hefur Stöð 2 í nokkur ár sent út blandaða dagskrá af svipuðum toga og Dagsljós leggur áherslu á fyrir fréttir í 19:19. Sigurður G. Valgeirsson segir því ekki að leyna að tímasetningin taki mið af 19:19 og fréttayfirlitið sem hefjist klukk- an hálfátta sé miðað við að fólk þurfi ekki að skipta yfir á Stöð 2 til að hlusta á fréttir raktar þar. „Við verðum náttúrlega að hugsa um hvað samkeppnisaðilinn er að gera og svara því hæfilega, en við erum ekki að gera þátt sem tekur mið af 19:19 á nokkurn hátt. Við erum að keppa um áhorfendur en ekki að bjóða upp á sama efni eins og Stöð 2 gerir, heldur auka á fjölbreytnina. Þetta er ekkert persónulegt. Mér finnst Stöð 2 vera að gera ágætis hluti og við erum að gera verulega góða hluti, að ég held. Við munum t.ð. tefla hraustlegri menningarumfjöllun, s.s. listaumfjöllun- og dómum, gegn fréttum og kanna hvort hún geti skákað fréttaefninu sem menn vilja meina að sé vinsælasta efnið, auk ýmislegs efnis í léttum dúr. Aukin samkeppni á einungis að auka gæðin hjá báðum aðilum.“ Aðspurður um kostnað við gerð Dagsljóss segir Sigurður að þar sem þátturinn leysi ýmsa aðra dagskrárliði af hólmi, s.s. Litróf og Skuggsjá, sé ekki verið að veita nýtt fjármagn til Dagsljóss heldur sé um áherslufærslu að ræða varð- andi fjármagn. Heiðarleg samkeppni af hinu góða Ingvi Hrafn Jónsson, frétta- stjóri Stöðvar 2, segir að vegna tímasetningar Dagsljóss og frétta- innskots liggi í augum uppi að um samkeppni sé að ræða við 19:19. Hann kveðst líta á hana sem af hinu góða, enda fagni hann fijálsri samkeppni og auknu framboði fyrir neytendur meðan það leiði til fjölbreyttara efnis. „Ég býst við að þarna sé metnaðarfullt ungt fólk að störfum og greinilegt að stórar fjárhæðir eru settar í þátt- inn. Ef það er rétt sem við heyrum er um tugmilljónir að ræða, sem ég hef engar áhyggjur af, en minni hins vegar fólk á að það fé er innheimt af landsmönnum með fulltingi sýslumanns. Ég er líka ósáttur við skefjalaus undirboð markaðsdeildar Sjónvarpsins, en við höfum heimildir fyrfr allt að 50% undirboðum af þeirra hálfu við auglýsingasölu og mennta- málaráðherra fær ekki réttar upp- lýsingar um þau vinnubrögð sem þar eru viðhöfð. Það er ár síðan við lögðum fyrir hann sannanir um undirboð, en það er svo með ríkisútvarpið — sem er að hluta til óskabarn þjóðarinnar — að það virðist geta gert hvað sem það vill, óháð ríkisstjórn.“ Ingvi Hrafn segir að staðinn verði vörður um 19:19 með eflingu dagskrár og nýju fréttaumhverfi, auk þess sem Stöð 2 hafi ýmis mótspil upp í erminni sem fólk hafi ekki séð enn. „Ef kannanir sýna að við eigum að færa 19:19 framar í dagskránni, getum við gert það með dagsfyrirvara," seg- ir Ingvi Hrafn. Morgunblaðið/Þorkell Endurmenntun 25 þúsund manns ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands á tíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Alls hafa um 25 þúsund manns sótt námskeið hjá endur- menntunamefnd Háskólans, sem frá og með árinu 1991 varð Endurmenntun- arstofnun HÍ. Frá upphaff hafa verið haldin á annað þúsund námskeið og námstefnur og nú á haustmisseri býður stofnunin sérfræðingum og áhuga- fólki upp á tæplega 100 námskeið. Á myndinni eru Valdimar K. Jónsson prófessor, stjómarformaður Eridurmenntunarstofnunar, Margrét S. Bjöms- dóttir, sem verið hefur endurmenntunarstjóri frá upphafí en hefur nú fengið tímabundið leyfí frá störfum, og Guðrún B. Yngvadóttir, skrifstofustjóri stofn- unarinnar, en hún gegnir starfí endurmenntunarstjóra í fjarveru Margrétar. Mari með tískusýningu Vinnuslys í álverinu STARFSMAÐUR í álverinu í Straumsvík hlaut þriðja stigs bruna á höndum og fótum við vinnu sína í kerskála verksmiðj- unnar á fimmtudag. Talið er að skammhlaup hafi orðið í keri með þeim afleiðingum að maðurinn fékk raflost. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði var maðurinn, sem er á fertugs- aldri, að færa til skaut milli kera. Skammhlaup varð í 750 volta spennu í keri og brunnu vettlingar og buxur mannsins. Hann hlaut þriðja stigs bruna. Læknir kom með sjúkrabíl að slysstað og var maðurinn síðan fluttur á slysadeild. Vinnueftirlitið kom á staðinn og rannsakar málið. --------*—♦—*- Strokufang- innófundmn ARNAR Már Víglundsson, stroku- fanginn sem lögreglan í Reykjavík Iýsti eftir á föstudagskvöld, var enn ófundinn um miðjan dag í gær. Arnar Már strauk úr Hegningar- húsinu á Skólavörðustíg ásamt tveimur öðrum föngum að kvöldi fímmtudags. Tveir þeirra voru hand- teknir aðfaranótt föstudags í íbúð á Kaplaskjólsvegi en Arnar Már geng- HHRHHHhIIbHHHIMIwÉh VERSLUNIN Mari, Hverfisgötu 52 í Reykjavík, hefur nú verið starfrækt í eitt ár sem sérverslun með kvenfatnað frá þekktu ítölsku tískuhúsi MaxMara. í upphafi voru tvær fatalínur á boðstólum, MaxMara og Sportmax, og í vor bættist við fatalínan Week- end. Fljótlega kom í Ijós þörf fyrir kvenfatnað í stærri stærðum en MaxMara framleiðir. Því byijaði verslunin nýlega að flytja inn fatnað frá ítalska tískuhúsinu Marina Rin- aldi sem er systurfyrirtæki MaxMara. Verslunin Mari er nú nýbúin að fá stóra fatasendingu frá þessum tískuhúsum og til að kynna fatnaðinn sem í boði er verður haldin tískusýn- ing á Hótel Borg í dag, 3. október, ki. i5. Ulmtt Morgnnblaðið ritskoðað í Saudi-Arabíu Dánartilkynningar og bíóauglýsingar klipptar úr blaðinu GNÚPUR Halldórsson, starfsmaður flugfélagsins Atlanta í Saudi- Arabíu, hefur fengið Morgunblaðið sent til sín í áskrift í nokkrar vikur en fær það þó ekki í hendur fyrr en lögregluyfirvöld hafa ritskoðað blaðið og klippt úr því dánartilkynningar og smáauglýs- ingar þar sem birtar eru myndir af krossi og einnig bíóauglýsing- ar ef á þeim má sjá myndir af nöktum eða hálfnöktum konum „Það er allt efni blaðsins rit- skoðað og búið að rífa úr síðum blaðsins jarðarfaratilkynningar vegna þess að það er kross í þeim en krossar eru bannaðir í landinu af trúarástæðum og einnig eru rifnar úr blaðinu bíóauglýsingar með myndum af nöktum konum. Það má ekki einu sinni sjást í bera fótleggi,“ sagði Gnúpur í samtali við Morgunblaðið. Allir óttast trúarlögregluna Gnúpur hefur starfað með hópi íslendinga vegna pílagrímaflugs í Saudi-Arabíu frá því í apríl og segist fá blaðið reglulega í hendur en það sé þá yfírleitt orðið tveggja vikna gamalt og hafi alltaf verið ritskoðað með þessum hætti. Einnig segist hann hafa komist að því að rifín hafí verið ein blað- síða úr enskri bók sem hann pant- aði sér þar sem fjallað var um sögu Saudi-Arabíu. „Þarna er að verki trúarlög- regla landsins sem í eru valda- mestu mennirnir í þjóðfélaginu og allir óttast hana. Þeir ganga um götur, mjög sérkennilega klæddir og með sítt skegg og taka fólk sem verður á vegi þeirra ef það er ósiðlega klætt og fylgjast með að öllum veitingastöðum sé lokað á bænatímum, sem eru tvisvar á dag,“ sagði hann. íslensku starfsmennimir hafa ekki orðið fyrir teljandi óþægind- um vegna afskipta lögreglunnar eða strangtrúaðra að sögn Gnúps en hann sagði að íslensku konurn- ar gættu þess þó að klæðast svört- um skikkjum og vera með slæður á höfðinu þegar þær færu út því ef sæist í hárið væri sett út á það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.