Morgunblaðið - 03.10.1993, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
7
SUS mót-
mælir tillög-
um um húsa-
leigubætur
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna mótmælir ófullkomn-
um tillögum félagsmálaráð-
herra um upptöku húsaleigu-
bóta, segir í ályktun frá SUS.
Ennfremur segir: „Hið opinbera
hefur á liðnum árum tekið hús-
næðiskerfið til gagngerrar endur-
skoðunar með það í huga að auð-
velda almenningi húsnæðiskaup.
Það markmið hefur náð fram að
ganga. Láglaunahópar og ungt
fólk sem húsaleigubæturnar eiga
að ná til eiga nú greiðan aðgang
að félagslegu húsnæði og hefur
félagslega kerfið sogað til sín sí-
fellt stærri hlut af fjármagni til
húsnæðisbyggingar. Það keyrir
því um þverbak þegar félagsmála-
ráðherra ætlar þessum málaflokki
enn meira fjármagn. Með því er
engum greiði gerður og einungis
aukið á hallarekstur ríkissjóðs með
tilheyrandi hremmingum.
SUS telur ekki að aðstæður á
leigumarkaðnum séu nú með þeim
hætti að nauðsynlegt sé að grípa
til sérstakra aðgerða. Húsaleigu-
bætur koma heldur ekki til með
að skila tilætluðum árangri, því
að viðbúið er að leiga muni hækka
til jafns við bæturnar.“
Styrkir
veittir til
íþrótta-
félaga
STJÓRN Afreks- og
styrktarsjóðs Reykjavíkur
sem skipuð er fulltrúum
frá Iþrótta- og tómstund-
aráði og íþróttabandalagi
Reykjavíkur hefur ákveð-
ið eftirfarandi úthlutun úr
sjóðnum, samtals 2,1 millj-
ón:
Taflfélagið Hellir. Veitt
vegna byijendastarfs og
vegna stofnunar nýs félags,
200.000 kr. Sundfélagið Æg-
ir. Veitt vegan árangurs fé-
lagsins 1992 og 1993,
300.000 kr. íþróttafélag
kvenna. Veitt vegna starfs á
vegum félagsins, 200.000 kr.
Knattspyrnufélagið Valur,
handknattleiksdeild. Veitt
vegna árangur handknatt-
leiksmanna í meistaraflokki
og yngri flokkum, 300.000 kr.
Knattspyrnufélagið Víkingur,
borðtennisdeild. Veitt vegna
árangurs borðtennismanna fé-
lagsins, 300.000 kr. Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur,
handknattleiksdeild. Veitt
vegna árangurs og starfs á
vegum deildarinnar, 200.000
kr. ísknattleiksfélagið Björn-
inn. Veitt vegna barna- og
unglingastarfs, 200.000 kr.
íþróttafélagið Ösp. Veitt
vegna öflugs félags- og
íþróttastarfs fyrir þroskaheft
og fjöfötluð börn, 200.000 kr.
Glímufélagið Ármann. Veitt
vegna uppbygingastarfs á
vegum deildarinnar og vegna
árangurs 1993, 200.000 kr.
í stjórn sjóðsins eru Hilmar
Guðlaugsson og Ragnheiður
Davíðsdóttir f.h. íþrótta- og
tómstundaráðs og Ari Guð-
mundsson f.h. Iþróttabanda-
lags; Reykjavíkur. . ,ij; ..
í \
jgl$
MH ;$ •
Ío tL
Handsal
KOLBEINN Pálsson formaður Körfuknattleikssambands Islands (t.v.)
og Steve Louis frá TKO Entertainment handsala samkomulagið um
að standa sameiginlega að heimsókn Harlem Globetrotters.
Körfuknattleikssamband íslands
Tekur þátt í heimsókn
Harlem Globetrotters
KORFUKNATTLEIKSSAMBAND Islands og breska fyrirtækið TKO
Entertainment hafa gert með sér samkomulag um að standa saman
að heimsókn hins heimsfræga bandaríska körfuboltaliðs Harlem Globe-
trotters. Auk þess er VISA ísland
Island verður fyrsta landið sem
Globetrotters-liðið heimsækir í þess-
ari Evrópuferð, en meira en helming-
ur liðsmanna eru nýir upprennandi
körfuboltamenn.
Hér keppir Globetrotters við
bandaríska körfuboltaliðið Washing-
ton Generals.
Fyrsti leikurinn verður í Kapla-
stuðningsaðili.
krika í Hafnarfirði 12. október nk.
og daginn eftir leika þeir á Akur-
eyri. Síðasti leikurinn fer fram í
Laugardalshöll 14. október.
Fyrir skömmu urðu eigendaskipti
á Harlem Globetrotters en nýi eig-
andinn er Mannie Jackson, sem í
eitt sinn keppti með iiðinu. Hann er
núna aðstoðarforstjóri bandaríska
stórfyrirtækisins Honeywell.
trvgging fyrir ungt fólk
á leið út i lifið