Morgunblaðið - 03.10.1993, Page 12

Morgunblaðið - 03.10.1993, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 FÓRNARLÖMB STALÍNTÍMANS í SOVÉTRÍKJUNUM Pálína Mja- snikova: „Það var venjan aá búa lil ein- hverjar nýjar ákærur á hend- ur þeint fðngum sem gátu ekki unnió af ein- hver jum ástæó- um og dæma þá svo til dauóa." ÁKÆRAN VAR TILRÆÐI „ÉG VAK fyrst tekin föst þegar ég var átján ára. Þá sat ég inni í nokkra daga vegna þess að bróðir minn hafði tekið þátt í starfi hóps trotskíista, eftir að búið var að senda Trotskl í útlegð og sljórn- völd snerust af hörku gegn öllum fylgismönnum hans“ segir Pálína Mjasnikova. Þetta var árið 1928. Það liðu samt sex ár áður en hún var sjálf dæmd. 1934 var hún send austur til Kazan á Volgubökkum. nnPPIU á þeim tíma full DURUIn af fólki sem hafði verið sent í útlegð fyrir að hafa unnið með ýmsum öðrum en bolsé- víkum á tímum byltingarinnar. Þarna átti ég að hírast í þrjú ár en 1936 þremur mánuðum áður en útlegðardómurinn rann út var ég tekin föst á nýjan leik og dæmd í tíu ára fangelsi. Ákæran var sú að ég hefði reynt að myrða Stalín, það var ein af algengustu ákærun- um á þessum árum. Það var þröngt í fangelsunum og í þijú ár deildi ég eins manns klefa með annarri konu. Hún var pólskur kommúnisti, nokkuð farin að reskjast, hafði tekið þátt í bylt- ingunni og reyndar setið í fangelsi fyrir byltinguna líka. Við gátum haft dálítið ofan af hvor fyrir ann- arri og við reyndum að gera leik- fimisæfingar. Það hefur líklega bjargað okkur því annars hefði maður varla getað gengið hundrað metra eftir þessa vist. Að loknum þessum þremur árum var ég send austur á bóginn. Okk- ur var ekki sagt hvert ferðinni væri heitið. Við ferðuðumst vikum saman í lest alla leið til Vladivo- stok. En lukkan reyndist mér að hliðholl, því Vladivostok hitt ég bróður minn aftur, fyrir hreina til- viljun. Við höfðum þá ekki sést í yfir tíu ár. I Vladivostok var bið- stöð fyrir fanga sem síðar átti að senda til Kolyma og það tókst þannig til að við bróðir minn gátum hist daglega í heila viku án þess að upp kæmist. Við fórum bæði til Kolyma, en sáumst ekki meir eftir þetta. Hann var tekinn af lífi Pálína Mjasnikova var handtekin hegar hún var 18 ára tveimur árum síðar. Það var verst. Hann var goðið í lífi mínu. Það var venjan framan af að minnsta kosti, að búa til einhverjar nýjar ákærur á hendur þeim föng- um sem voru í slæmu ástandi lík- amlega eða gátu ekki unnið áf ein- hverjum ástæðum og dæma þá svo til dauða. Það sem fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir um sovésku fangabúðirnar er að þær voru ekk- ert annað en þrælabúðir. Stjórnin hafði þörf fyrir vinnuafl fanganna og það var aðalástæðan fyrir fang- elsununum. Það er náttúrlega merkilegt að maður skuli hafa sloppiö lifandi. Eftir alla erfiðisvinnuna oft í hrika- legum veðurhörkum. Samt valdi ég þetta í vissum skilningi sjálf. Það versta við útlegðina í Kazan var að þar var ekki hægt að fá neina vinnu. Maður var bara send- ur þangað og ætlast til að maður bjargaði sér, en enginn mátti ráða útlegðarfólk. Þessvegna var ekki nokkur leið að hafa í sig og á. Eftir að búið var að dæma mig var mér boðið að velja á milli út- legðar og fangabúða. Ég valdi fangabúðir til að vera þó að minnsta kosti viss um að fá að borða. En ég vissi ekki hvað ég var að velja.“ MEÐ HUUDSHJÁLM INN í KREML Nikolai Rat- son: „Á þess- um tima var nauósynlegt aó lenda i fangabúóum til aó kynnast merkilegu fólki." NIKOLAI Ratson var á sautj- ánda ári þegar hann var hand- tekinn árið 1935. væri nú hægt að skrifa gamansögu unj málatil- búnaðinn gegn mér. Á þessum árum var afar erfitt ástand í land- inu, nánst hungursneyð. Stalín var að neyða alla í samyrkjubúskapinn og það var mótþrói í fólki, bændur og búalið var skotið unnvörpum. Allar landbúnaðarafurðir voru af afar skornum skammti. Um hvað ætli ungt fólk hafi svo sem haft að tala á svona tímum? Við veltum því auðvitað oft fyrir okkur hvar einhvern mat væri að hafa. Einn okkar sagðist hafa lesið bók um huliðshjálm sem hægt væri að steypa yfir sig og fara þannig alls- staðar óséður um. Annar segir að það gæti nú verið gott að hafa svona hjálm og laumast inn í bak- arí eða konfektverksmiðju. Og sá þriðji stingur upp á að fara belnt í Kreml, þar séu þó almennileg eld- hús og góðir kokkar. Nú þetta samtal spurðist ein- hvemveginn út og málið var sett þannig upp að við hefðum ætlað okkur með hjálp huliðshjálms að laumast inn í Kreml og myrða fé- laga Stalín. Við vorum sex talsins og fengum mjög misþunga dóma, ýmist 3 ár, 5 eða 10. Ég fékk 3 til að byija með og var sendur á Solovjovskíe eyjar í Hvítahafinu. Þetta var auðvitað hræðilegt að flestu leyti. Hinsvegar tók ég fljótt eftir því að í fangabúðunum var mikið af mjög merkilegu fólki. Þar sátu myndlistamenn, prestar, tón- listarmenn, skáld og fræðimenn, fjöldinn allur af fólki_ sem ómetan- legt var að kynnast. Á þessum tima var nauðsynlegt að lenda í fanga- búðum til að kynnast slíku fólki og það gerði tilveruna bærilegri. Fangabúðirnar voru verksmiðja þar sem maður kom í manns stað. Það varð maður að skilja. Lögmál- ið var ósköp einfalt. Gegn öllum má höfða mál. Spurningin var aldr- ei um sekt eða sakleysi. Fólk var hirt upp hvaðan sem var á nóttu sem degi og sent í fangabúðir, því það þurfti vinnuafl til að leggja vegi og brýr, grafa skipaskurði, námur og til að höggva skóg. Og allt var þetta ókeypis vinnuafl. Nikolai Ratson lét sig dreyoia og fór í Gúlagið 'Þótt einn dæi skipti það engu máli, því það var nóg til af öðru fólki sem hægt var að senda í fangabúð- irnar. Ég man eftir einni flóttatilraun þegar ég var í fangabúðum í Síber- íu. Þá voru hundar sendir á eftir flóttamönnunum. Þeir voru vel þjál- faðir og í góðu formi því hundunum var gefið kjöt þó að fangarnir sæju aldrei kjötbita. Það voru tveir sem höfðu flúið saman. Hundarnir rifu þá í sig og svo frusu lílrin eða það sem eftir var af þeim því þetta var um miðjan vetur. Verðirnir sóttu líkin og stilltu þeim upp við fanga- búðahliðið, þau voru beinfrosin og þessvegna hægt að láta þau standa upprétt. Ég var látinn laus 1938 en bann- að að búa í öllum helstu borgum Sovétríkjanna. Það var venjan um pólitíska fanga. Ég fór hinsvegar til Moskvu 1949, því þá lá móðir mín á banabeðinu. En það fór illa fyrir mér því húsvarðarkerlingin sá mig og lét vita. Skömmu seinna var ég tekinn fastur á nýjan leik og sendur í vinnubúðir í Austur- Síberíu. Svo dó Stalín. Þegar tilkynningin kom um að félagi Stalín væri veik- ur var erfitt að hemja gleðina. Ég man eftir því hvernig einn varð- anna þorfði hneykslaður á mig og félaga minn eftir að við höfðum heyrt fréttirnar og sagði: Hvers- konar menn eruð þið eiginlega? Landsfaðirinn liggur veikur en þið fagnið! Samt liðu nokkur ár áður en við fengum frelsi. Eftir að ég losnaði úr fangabúð- unum reyndist ómögulegt að fá vinnu. Eftir að menn höfðu komist að því hver fortíð mín var hliðruðu þeir sér hjá því að ráða mig. Á endanum áttaði ég mig á því að þetta þjóðfélag er byggt á lygi og því væri best að ljúga sjálfur. Ég sótti um vinnu og sagðist ungur hafa farið norður í land til að vinna að uppbyggingu kommúnismans. Síðar austur til Síberíu að kynna mér lífið á freðmýrunum af fúsum og fijálsum vilja. Og þetta gekk, ég var umsvifalaust ráðinn. Mér finnst lífið eiginlega ekki byijað fyrr en ég var endanlega laus úr fangabúðunum. Þá var ég kominn hátt á fertugsaldur. Ég er alinn upp við ógnarstjórnina en þannig er það því miður um þorra fólks í þessu landi. Þangað til við losnum við hugarfar þrælsins held ég að fátt geti tekið framförum hér. En til þess þarf að vaxa upp alveg ný kynslóð og það tekur tíma.“ YFIRHEYRSLAN TÓK ÁTTA SEKÚNDUR LEV Martjúkhín er 79 ára gam- all og var starfsmaður Kommún- istaflokksins þangað til honum urðu á afdrifarík mistök, snemma árs 1935. UfllflfDIIIJmánuðum eftir nUIIIUIUItI morð Kirovs þegar sagt var frá því í blöðunum að hópur samsærismanna viðriðinn morðið hefði verið tekinn fastur, varð mér að orði að ég ætti bágt með að trúa því að þetta væru sam- særismenn. Ég hefði unnið með mörgum úr þessum hópi og vissi fyrir víst að það væri ágætisfólk. Einhver sendi um mig skýrslu til leynilögreglunnar og bætti því reyndar við að ég hefði einhverntím- ann látið það flakka að Trotskíj hefði nú verið snjall ræðumaður. Það vildi svo einkennilega til að yfirmaður leynilögreglunnar á þessu svæði hafði samband við mig til að segja mér að skýrsla hefði borist. Það var alls ekki vaninn. Ég fékk meira að segja að sjá hana, en mér fannst þetta svo smávægilegt að ég sagðist strax hafa sagt allt sem þar var skrifað, enda hafði ég sagt það. En á þessum tíma fóru fram mikl- ar hreinsanir. Ég var kallaður fyrir Lev Martjúkhin: „Hvernig get ég lýst þessum árum? Ég dá margsinnis, stundum var ég ekkert nema skinnié og bein- in." Lev Maitjúkhín eyddi 12 árum í fangabúðum hjá flokknum og rekinn úr Ungliða- samtökunum. Ég hafði enn ekki náð svo langt að verða félagi í flokknum sjálfum. Þegar ég var kallaður fyrir stóðu þúsundir manna í biðröð við flokksskrifstofurnar. Þá átti alla að reka úr flokknum eða Ungliðasm- tökunum. Það var svo mikið að gera að margir þurftu að bíða alla nótt- ina eftir að komast að. Yfirheyrslan yfir mér tók ekki nema 8 sekúndur í mesta lagi. Daginn eftir var ég handtekinn á hverfísskrifstofu flokksins þar sem ég vann og næstu 12 árum eyddi ég í fangabúðum, fyrst við Hvítahafið, svo á Solovjovskíe eyjum og loks í þrælk- unarbúðunum á Kolyma. Hvernig get ég lýst þessum árum? Ég dó margsinnis, stundum var ég ekkert nema skinnið og beinin. Eft- ir að mér var sleppt 1957 var ég viss um það árum saman að ég yrði tekinn fastur aftur. Það var ekki fyrr en 1964 að ég þorði að fara fram á að vera opinberlega hreins- aður af öllum sökum. Miklu seinna, eftir að Gorbatsjov var kominn til valda var mér boðið að ganga í flokkinn. En ég afþakkaði. Þrátt fyrir allt var það flokkurinn sem sveik mig.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.