Morgunblaðið - 03.10.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 03.10.1993, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 og einbeiti mér að því að na heilsunni á ný Á stöðinni BENEDIKT Lund og Jóhannes Sturla Guðjónsson framan við lögreglu- stöðina í Mosfellsbæ þar sem þeir unnu saman mánuðina fyrir ákeyrsl- una. Með fjölskyldunni JÓHANNES Sturla Guðjónsson heima í garði ásamt konu sinni, Önnu Jónsdóttur og börnum þeirra, Ástu og Guðjóni. segir Jóhannes Sturla Guójónsson, sem slasaóist i vióureign vió eiturlyf jasala eftir Pétur Gunnarsson FYRIR rúmum þrettán mánuðum hlaut ungur lögreglumaður úr Reykjavík, Jóhannes Sturla Guð- jónsson, lífshættulega höfuð- áverka þegar kókaínsmyglari á flótta undan lögreglu með 1.200 grömm af kókaíni ók á ofsahraða á lögreglubíl á Veturlandsvegi. Félagi Jóhannesar, Benedikt Lund, slasaðist sjálfur í ákeyrsl- unni en tókst með hjálp aðvífandi lögreglumanna að draga Jóhann- es meðvitundarlausan út úr aielda bílflakinu. Þessa sögu þekkja sjálfsagt flestir því málið var eitt helsta fréttaefni hér á landi um langt skeið og margir líta ef til vill svo á að því sé lokið þar sem búið er að fjalla um það og fella dóm yfir sökudólginum, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. En einum kafla þessa máls er ólokið og það er sagan af erfiðri og hetjulegri baráttu Jóhannesar Sturlu við að ná heilsu að nýju. Jóhannes segir að þeir Benedikt hefðu átt að vera farnir heim af vaktinni rétt eftir miðnætti mánu- dagskvöidið 18. ágúst. Ástæða þess að þeir töfðust er honum gleymd eins og annað frá þessum degi en Jóhannes segir að ef um venjulegt mánudagskvöld hefði verið að ræða hefði hann eins og svo oft áður átt að vera í líkamsræktarstöð að lyfta lóðum með félaga sínum. Hvað sem tafði voru þeir Benedikt og Jóhannes í lögreglustöðinni í Mosfellsbæ þegar hringt var þangað frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar og þeim sagt að fara út á Vestur- landsveg til að taka þátt í því að stöðva ofsafenginn flótta grunaðs fíkniefnasmyglara. Skömmu síðar varð áreksturinn sem hafði nær kost- að þá báða lífið. Jóhannes man ekki eftir sér næstu mánuðina. Vegna áverkanna, sem hann hlaut á höfði og í lungum, var honum fyrst haldið sofandi í öndun- arvél á gjörgæsludeild Borgarspítal- ans. Síðan var hann fluttur á al- menna deild og loks á Grensásdeild. Meðan mál afbrotamannsins, sem nær hafði orðið Jóhannesi að bana var til meðferðar, fyrst hjá lögreglu og síðan fyrir dómi, var Jóhannes að stíga fyrstu skrefín á langri leið sinni í átt að fullri heilsu því það er markmið hans og enn sem komið er segist hann aidrei leyfa sér að efast um að það náist. Á þessum tíma hefur hann hlotið frábæra umönnun starfsfólks Borgarspítalans, Grens- ásdeildar og nú síðast Reykjalundar. Jóhannes er enn í strangri endur- hæfíngu, með daglegri iðju-, tal- og sjúkraþjálfun. Hann býr á Reykja- lundi virka daga en um helgar er hann heima hjá fjölskyldu sinni, konu og börnum. Heilsa Jóhannesar hefur tekið miklum framförum síðustu mánuði og þeir sem hittu hann í vor og aftur í dag sjá glöggt hve gífurlegum árangri hann hefur náð. Að baki því býr einbeittur vilji til að ná því mark- miði sem Jóhannes hefur enn að leið- arljósi og það er að hann geti snúið aftur til starfa í lögreglunni. Hann er þakklátur félögum sínum og yfir- mönnum í lögreglunni fyrir góðan stuðning í veikindum sínum og von- ast til að um áramót liggi fyrir hvort hann geti tekið boði yfirmanna lög- reglunnar um að snúa aftur til starfa hvenær sem Jiann verður tilbúinn til þess. „Ég vil ekki fara að vinna aft- ur fyrr en ég get og finn að ég er alveg tilbúinn," segir Jóhannes. Úr lögreglunni í Florida til Reykjavíkur Jóhannes, sem varð 31 árs fyrr í mánuðinum, hafði iært bifvélavirkjun þegar hann ákvað að fylgja í fótspor Stefáns bróður síns og gerast lög- reglumaður. Hann fór óvenjulega Ieið að því starfí því áður en hann var ráðinn í Reykjavíkurlögregluna hafði hann verið í iögregluskóla í Tallahassee í Florida og er eftir því sem best er vitað eini íslenski lög- reglumaðurinn sem ' hefur lokið grunnþjálfun í bandarískum lög- regluskóla. Tallahassee, sem er höf- uðborg Florida-fylkis, er á stærð við Reykjavík en þótt hún teljist ekki til stórborga hvað fólksfjölda varðar er þar við mikil afbrotavandamál að etja og 7. hver íbúi borgarinnar verð- ur fórnarlamb glæps á hveiju ári. Jóhannes segir að lögregluskólinn hafi verið mjög frábrugðinn lögreglu- skólanum sem hann fór síðan í gegn- um hér heima. „Þetta var mjög erf- itt líkamlega og það var lögð mikil áhersla á allt sem viðkom byssum, skotþjálfun og annað sem býr menn undir að nota byssur. Mesti munur- inn var sá að í Ameríku eru lögreglu- menn alltaf með hólkinn á lofti og tilbúnir til að beita honurn," segir Jóhannes. Hann segir að slíku hugar- fari kynnist menn ekki í lögreglu á Islandi. Þáttur í náminu var vinna við hlið lögreglumanna á götum Tallahassee og þótt Jóhannes vilji ekki gera mik- ið úr þeirri reynsiu sem hann hafi öðlast vestra kom hann m.a. að vopn- uðu ráni og segir að þá eins og allt- af hafi komið í ljós að lögreglumenn í Florida séu alltaf viðbúnir því að reynt sé að drepa þá og það setji mark á það hvemig lögreglumenn í Bandaríkjunum nálgast öll viðfangs- efni sín og öli samskipti þeirra við fólk utan lögreglunnar. Þeir sem sýni mótþróa séu yfirbugaðir með því að munda byssur en ekki með fortölum eða átökum eins og hér. Um þessar mundir eru níu ár frá því að Jóhannes Sturla Guðjónsson kom frá Bandaríkjunum til að hefja störf í Reykjavíkurlögreglunni og hann segir að starfið eigi svo ve! við sig að hann hafi aldrei nugsað í al- vöru út í það að gera eitthvað ann- að. Meðan á endurhæfingunni hefur staðið hefur hann haldið góðu sam- bandi við félaga sína í lögreglunni, ekki síst Benedikt Lund, sem hann hittir reglulega. Benedikt er nýlega kominn aftur til starfa á lögreglu- stöðinni í Mosfellsbæ en hann var lengi frá vinnu eftir ákeyrsluna og þurfti m.a. að gangast undir skurð- aðgerð vegna háls- og bakmeiðsla. Jóhannes segist sjálfur vonast til að geta fyrr en síðar farið að vinna við lögreglustörf aftur ekki síst til að komast að nýju inn í félagsskapinn og félagsandann sem ríkir meðal lög- reglumanna. Allt sem ég get í haust byijaði Jóhannes að nýju í öldungadeild Menntaskólans í Hamrahlíð þar sem hann átti eftir 18 einingar til stúdentsprófs þegar ákeyrslan setti strik í reikninginn. Hann ætlar að byija hægt og rólega á náminu að nýju og lætur sér nægja einn spænskuáfanga á haustönninni því að þótt hann geti nú aftur sótt sér afþreyingu í lestur vantar mikið á að hann hafi náð sömu lestrar- hæfni og áður. Jóhannes dregur ekki dul á það að undanfarið ár hafi verið sér gífur- lega erfitt og þótt hann hafi náð miklum bata sé enn langt í land að hann geti sagst vera jafngóður og áður. „Kannski verður það aldrei og kannski verður sá sem gerði mér þetta kominn út úr fangelsi áður en ég losna undan þessu. En ég ætla að hugsa um eitthvað jákvæðara og einbeita mér að því að gera allt sem ég get til að verða eins góður og ég get orðið,“ segir Jóhannes Sturla Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.