Morgunblaðið - 03.10.1993, Side 16

Morgunblaðið - 03.10.1993, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 Rekstur Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, undir smásjánni Nakajima forstjóri sakaður um mútugreiðslur og lélega stjórn Undarleg tengsl við 93 ára japanskan milljarðamæring með skrautlegan feril SAMTÖK Sameinuðu þjóðanna eiga við erfiða rekstrarkreppu að Æ, þetta er sárt! WHO náði á sínum tíma verulegum árangri í baráttunni við ýmsa smitsjúkdóma, meðal annars tókst að útrýma bólusótt. Gagnrýn- endur stofnunarinnar segja nú að WHO sé að verða eitt versta dæmið um skrifræði og óstjórn sem um geti hjá SÞ. etja. Það kostar sitt að halda úti tugþúsundum friðargæsluliða víða um heim og gegna þannig hinu nýja hlutverki sem stórveldin hafa eftir endalok kalda stríðsins falið samtökunum. En þetta er ekki eini vandinn; æ fleiri ríki og ráðamenn, meðal þeirra eru Bill Clint- on Bandaríkjaforseti og norrænir stjórnmálamenn, heimta að skorið verði niður hvers skyns bruðl og óráðsía hjá samtökunum og ýmsum dótturstofnunum þeirra. í síðartalda hópnum er Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin, WHO, sem hefur aðalstöðvar í Genf. Er WHO var sett á Iaggimar 1948 var markmiðið háleitt, stefnt skyldi að „fullkominni líkamlegri, andlegri og 'félagslegri vellíðan, ekki látið duga að útrýma sjúkdóm- um og fötlun“. Árangurinn hefur verið misjafn en WHO tókst að vísu að útrýma bólusótt endanlega 1977. Arið 1978 var samþykkt slagorðið „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“ sem enginn virðist fylliiega vita hvernig beri að skilja en það dregur greinilega dám af bjartsýni og óskhyggju upphafsáranna. Hjá WHO starfa nú um 4.500 manns, þar af um 1.400 í Genf í Sviss sem hýsir fleiri stofnanir SÞ. Árleg útgjöld WHO verða samtals um 1,1 milljarður dollara, 76.000 milljónir króna, á næsta ijárlaga- ári. Meðalárslaun starfsmannanna í Genf em samkvæmt niðurstöðum breska blaðsins The Sunday Te- legraph 70.452 pund, nær 7,5 millj- ónir króna og þær skattfijálsar. Bout- ros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri SÞ, sem hét að koma á umbótum er hann tók við í fyrra, sagði ör- væntingarfullur eftir heimsókn til Genfar að þar væm þúsundir SÞ- manna á launum og „helmingurinn gerir ekki neitt“. 80% í stjórnunarkostnað Bandaríkjamaðurinn Robert D. Tollison er prófessor við George Mason-háskólann í Virginíu og var ráðgjafi stjórnar Ronalds Reagans forseta. Tollison gerði úttekt á starfi WHO fyrir breska rannsókna- stofnun, The Social Affairs Unit og er skýrsla hans nú komin út. Tollison fullyrðir að þrír ijórðu hlutar gmndvallarútgjalda næsta fjárlagaárs, sem verða um 61.000 milljónir króna, fari í laun starfs- manna aðalstöðvanna í Genf og sex útibúa annars staðar í heiminum. Aðeins fjórðungi Qárins verði eytt í þeim fátæktarlöndum sem gert er ráð fyrir að stofnunin reyni að hjálpa. Fyrir hverja tvo dollara sem WHO noti í raunvemleg verkefni fari átta í stjómunarkostnað. Óeðlilega mikið af því fé sem ætlað er að nota til að beijast gegn sérstaklega tilgreindum sjúkdóm- um fer að sögn Tollisons í að kljást við ýmis vandamál ríku landanna, s.s. fíkniefnanotkun, umferðarslys og hvers kyns geðræna og félags- lega kvilla. í fátækustu löndum heims; Eþíópíu, Bangladesh og Mósambík, er aðeins varið um sjö krónum - á hvert mannsbarn af fjár- munum WHO til að bæta heilbrigði. Tollison er ekki á því að féð sé notað á markvissan hátt, nefnir sem dæmi að 3.500 milljónum króna sé eytt í fjölmarga alþjóðlega fundi sem „eiga lítinn þátt í að bjarga lífi nauðstaddra". Meðal fundarefn- anna séu „Hreint loft á vinnustað" og „Heilbrigði unglinga". Hann segir stofnunina reyna að fást við öll þau málefni sem hægt sé að tengja heilbrigðismálum. Forstjóri WHO er 65 ára gamall japanskur Iæknir, Hiroshi Nakaj- ima, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir vafasama stjórn- hætti. Heimildarmenn í Genf full- yrða að Nakajima hafi stundað ósvífin hrossakaup til að ná endur- kjöri í embættið fyrir skömmu. Hann hafi heitið fulltrúum ýmissa aðildarríkja góðum stöðum fyrir að styðja sig. Nakajima vílaði heldur ekki fyrir sér að víkja Alsírmannin- um Mohammed Abdelmounene úr stöðu undirforstjóra er hinn síðar- nefndi dirfðist að bjóða sig fram gegn yfirmanni sínum. Utboð eru sjaldan notuð þegar WHO kaupir vörur eða þjónustu og bent er á að sumir stjórnarmenn stofnunarinnar, þeir eru 31, eigi í miklum viðskiptum við hana. Ríkis- endurskoðandi Bretlands, Sir John Boume, fór einnig í saumana á starfi WHO og fann margt ámælis- vert í kaupsamningum WHO við einkafyrirtæki. Fjöldi samninga við fyrirtæki á vegum stjórnarmanna tvöfaldaðist síðari hluta árs 1992, þ. er mánuðina fyrir kjör Nakajima. Þrátt fyrir ágæt laun og viðun- andi starfsálag er loft nú lævi blandið í aðalstöðvum WHO í Genf. Nakajima hefur ávallt þótt fjarrænn" og-einræðiskenndur, hann er sagð- ur safna umhverfis sig fjölda að- stoðarmanna og ráðgjafa með óljóst verksvið. Margir starfsmenn, sem ekki þora að láta nafns síns getið, segjast vinna í andrúmslofti ótta og baktjaldamakks. Sumir eru sannfærðir um að símar þeirra séu hleraðir. Fáir vilja yfirleitt tjá sig en margir þeirra viðurkenna að umtalsverður hluti starfans sé við að semja óteljandi skýrslur, alls 106 milljón blaðsíður í fyrra, sem WHO sendir frá sér í stríðum straumi. Nakajima er frægur fyrir að safna dýrmætum fomgripum, er- lendur sendimaður í Genf sagði heimili hans vera eins og safn af „helgimyndum (íkonum), silki- myndum, veggtjöldum og keramik- skrautmunum". Forstjórinn ferðast mikið og bætir þá í safnið eftir föngum, hefur jafnan sérfræðing með í för er annast þetta verkefni. Fyrir tveim árum sökuðu rússnesk- ir fjölmiðlar Nakajima um að hafa reynt að smygla sex fágætum helgi- myndum frá landinu en hann bar því við að mistök hefðu orðið í ein- hverri pappírsvinnu. Samband Nakajima við 93 ára gamlan, japanskan milljarðamær- ing, Ryoichi Sasakawa, hefur varp- að undarlegum blæ yfir forstjórann og feril hans. Sasakawa, sem forð- um var aðdáandi ítalska fasistafor- ingjans Benitos Mussolinis, var árið 1946 dæmdur í þriggja ára fang- elsi fyrir stríðsglæpi í Kína. Síðar auðgaðist hann á veðmálum með því að notfæra sér glufu í lögum. Tengsl hans við skipulagða vændishringa í Japan eru kunn þar í landi og hann hreykir sér af því að hafa verið drykkjubróðir fræg- asta „guðföður" landsins, Ya- maguchi-gumis. Sasakawa var einnig góðkunningi Ferdinands Marcosar heitins Filippseyjaforseta, sem talinn er hafa stolið þúsundum milljóna dollara af bláðsnauðri þjóð sinni. Einnig var Sasakawa vinur breska blaðakóngsins og svika- hrappsins Roberts Maxwells sem nú er látinn. Langar í Nóbelsverðlaun Sasakawa er sagður eiga sér þann draum að fá friðarverðlaun Nóbels. Hann mun ekki hafa sýnt heilbrigðismálum sérstakan áhuga þar til á seinni árum en styður nú WHO með um 550 milljón króna framlagi á ári úr sérstökum sjóði. Hefur Nakajima látið koma fyrir bijóstmynd af öðlingnum aldraða í aðalstöðvum WHO. Fé úr sjóði Sa- sakawa var m.a. notað til að greiða nokkrum stjórnarmönnum stofnun- arinnar fyrir lítt skilgreind, „sér- stök störf“ en þetta athæfi var harðlega gagnrýnt í skýrslu endur- skoðenda. Það var varla tilviljun að greiðslurnar voru inntar af hendi skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna um embætti Nakajima. Grunur um beinar og óbeinar mútur og hvers skyns óstjórn af hálfu Nakajima minnir á að Seneg- almaðurinn Amadou-Mahter M’Bow, sem var forstjóri Menning- arstofnunar SÞ, UNESCO, varð að segja af sér 1987 eftir dæmalaustt sukk og óstjórn. Bandaríkin og Bretland hættu að styðja UNESCO í mótmælaskyni við M’Bow en ólík- legt er talið að ríkin grípi nú til sama ráðs til að hreinsa til hjá WHO. Háttsettur, ónafngreindur embættismaður hjá WHO sagðist þó vona að svo færi. „WHO er eins og hræ“, sagði hann. BAKSVIÐ eftir Kristján Jónsson Saga veitustofn- ana í Geysishúsinu HITAVEITA, Rafmagnsveita og Vatnsveita Reykjavikur standa að sam- eiginlegri sýningu á sögu fyrirtækjanna í Geysishúsinu. Sýningin er opin almenningi og stendur út mánuðinn. Hitaveitan Á sýningu Hitaveitu Reykjavíkur, eru myndir sem sýna laugamar í Laugardal um aldamótin og hvemig búið var af reykvískum konum á þeim tíma. Fyrsta hitaveita í Reykja- vík var Laugaveita, sem tók til starfa árið 1930 og fengu tæplega sextíu hús heitt vatn frá veitunni. Hitaveit- an var vinsæl strax frá upphafi að ekki var um annað að ræða en leita eftir frekari jarðhita til almennrar húshitunar í Reykjavík, segir í frétt frá veitustofnunum. Reykir í Mos- fellssveit þótti álitlegasti kosturinn og því varð Reykjaveita næsta stór- Listasafn íslands Sýnikennsla í grafíktækni GRAFÍKVERKSTÆÐI verður í Listasafni íslands á hverjum sunnudegi þar til sýningu Braga Ásgeirssonar lýkur 30. október. Ingunn Eydal mun kynna grafík- tæknina Ætingu í /lag kl. 15-17. Það eru félagar í íslenskri grafík, sem standa að þessari sýnikennslu. framkvæmd Hitaveitunnar. Fyrsta húsið í Reykjavík sem fékk heitt vatn frá Reykjaveitu var Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar. Rafmagnsveitan . Á sýningu Rafmagnsveitu Reykja- víkur, eru sýndir munir og myndir frá fyrri tíð en eitt af stærstu verk- efnum rafmagnsveitunnar á fyrstu ámm hennar var að lýsa bæinn. Þegar Elliðaárvirkjun tók til starfa var gaslýsing á nokkmm stöðum, þar með götulýsing og var mikill munur á öllum bæjarbrag með raflýs- ingunni. Rafmagnsveita Reykjavíkur var stofnsett árið 1921 og hefur þjón- að bæjarbúum óslitið síðan. Veitu- svæðið nær frá Garðabæ í suðri til megin hluta Kjalarness í norðri. Vatnsveitan Vatnsveita Reykjavíkur sýnir teikningar eftir Sigurð Guðmundsson listmálara, sem hann gerði árið 1868, að lokinni rannsókn á vatnsveitu ásamt _ útreikningum, sem hann gerði. Árið 1907 lagði Jón Þorláksson landsverkfræðingur, fram útreikn- inga og teikningar af vatnsveitu frá Elliðaám. Þá er einnig til sýnis hluti úr vatnsleiðslu sem lögð var árið 1923 frá Gvendarbrunnum að dælu- stöð vatnsveitunnar á Hraunbrún. MARKÚS Örn Antonsson, borgarstjóri, og Páll Gíslason, formaður stjórnar veitustofnana við opnun sýningarinnar. Mengun og vistkerfi norðurheimskautssvæðanna 200 vísindamenn á ráðstefnu ALÞJÓÐLEG ráðstefna um áhrif mengunar sem berst með lofti í vistkerfi norðurheimsskautssvæðanna (International Symposium on the Ecologieal Effects of Arctic Airborne Contaminants) verður hald- in á íslandi dagana 4. til 8. október nk. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu. Tæplega 200 vísindamenn frá 22 löndum taka þátt í ráðstefnunni. Að utanaðkomandi mengunar- efni finnist í vistkerfum norður- heimsskautssvæðanna hefur verið þekkt í mörg ár. Á undanförnum árum hefur í æ ríkara mæli verið bent á þá hættu sem þessum vist- kerfum kunni að stafa af mengandi efnum sem berist með loftstraum- um. Þessi efni eru t.d. varnaðar- efni, snefilefni, súrt regn og geisla- virk efni. Menn hafa vaxandi áhyggjur af þeásu þar sem sum þessara efna hafa mælst í hærri styrk í efri þrepum fæðukeðjunnar en gert hafði verið ráð fyrir. A ráðstefnunni verður einkum fjallað um áhrif mengunarefnanna á þessi vistkerfi. Vísindamenn frá ýmsum greinum vísinda sem tengj- ast þessu viðfangsefni munu kynna nýjustu rannsóknir sínar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.