Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.10.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 21 Mun Japan hafa skotið öðrum stór- veldum á þessu sviði, svo sem Bandaríkjunum, ref fyrir rass, þeg- ar á fyrstu árum tuttugustu og fyrstu aldarinnar, eða á eftir að skapast meira jafnvægi á milli iðn- aðarstórvelda en í dag virðist vera? „Það er ávallt erfitt að segja til um hvað framtíðin muni b.era í skauti sér. En auðvitað verðum við að huga að því með hvaða hætti samspili þjóðanna á þessu sviði verður háttað á næstu árum og þegar kemur fram á næstu öld. Til að byija með leiddu Evrópuþjóðir efnahagslífið á alþjóðamælikvarða, með Þýskaland og Frakkland í far- arbroddi. Síðan náðu Bandaríkin forystuhlutverkinu og nú má segja að Japan, ásamt Þýskalandi að vissu marki, sé leiðandi í heimsefna- hagsmálunum. En Þýskaland á augljóslega við geysileg innri vandamál að stríða í kjölfar samein- ingar Austur- og Vestur-Þýska- lands - vandamál sem enginn getur sagt fýrir um á þessari stundu hvernig verða leyst. Vegna þess sem ég sagði áðan, um að japönsk fyrirtæki í hundruða- tali hafa nú um nokkurt skeið fært út kvíamar í öðrum Asíulöndum, sérstaklega Kína en einnig Suður- Kóreu, Norður-Kóreu og Taiwan og nýta þarlent vinnuafl fyrir fram- leiðslu sína, þá verður það ekki Japan eitt sem nýtur ávaxtanna af auknum hagvexti og batnandi efnahag í framtíðinni, heldur heimsálfan sem slík. Þannig get ég vel ímyndað mér að í stað 7% til 8% árlegs hagvaxt- ar í Japan geti hann orð- ið í kringum 3% í náinni framtíð. Það viðhorf hér í Japan að japanska þjóðin geti ekki ein setið að asískum hagvexti verður stöðugt útbreiddara. Við gerum okkur grein fyrir þeim skyldum sem hvíla á okk- ur í samfélagi þjóðanna og að Japan verður í framtíðinni að leggja meira af mörkum til hins alþjóðlega samfélags en hingað til. Jafnframt á ég von á því að þátt- taka Japans í alþjóðlegum friðar- og samstarfssamtökum, þróunar- verkefnum, umhverfisverndarsam- tökum og fleiru muni geta orðið meiri á næstu árum og áratugum en hingað til og að japönsk stjórn- völd muni beita sér fyrir því að hafa aukin áhrif á ákvarðanatöku í þeim efnum. Þetta er sú framtíðarsýn sem ég sé fyrir mér og nú þegar stjórnar- tíð LDP (Liberal Democratic Party) er lokið og ríkisstjórn Hosokawas hefur tekið við stjórnartaumunum á ég von á að áherslur í þessa átt verði þær sem einkenna munu þátt- töku Japans á alþjóðavettvangi. Spilling japanskra stjórnmálamanna - Þessi orð yðar um lok stjórnar- tíðar LDP, kalla fram þá spurningu mína hvort þér teljið að umræðan hér innanlands og á alþjóðlegum vettvangi um japönsk stjórnmál, þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á þátt spillingar, mútuþægni stjórnmálamanna, óeðlilegan fjár- stuðning fyrirtækja við einstaklinga og stjórnmálaflokka, einkum þó LDP, leiði til þess að róttækar breytingar eigi sér stað í stjórn- kerfí Japans? Mun þessi umræða leiða til þess að veruleg hreinsun eigi sér stað í stjórnkerfi landsins og hver er skýring yðar á því að stjórnkerfið hafði rotnað með þess- um hætti innan frá? - Eftir síðari heimsstyijöldina þurfti Japan á öllum sínum krafti að halda til þess að ná efnahagsleg- um bata eftir hrunið sem varð hér í stríðinu, eins og ég vék fyrr að. Til þess að svo mætti verða, var öll áhersla lögð á slíkan bata þegar LDP tók við stjórn landsins. Síðan það var hafa lífskjör japönsku þjóð- arinnar batnað stórkostlega og segja má að þjóðin lifi nú í vellyst- ingum. Stjórnmálaumræðan allan stjórn- artíma LDP eða í 38 ár var því á margan hátt einhæf, þar sem tveir stórir flokkar tókust á um hvers konar þjóðfélagskerfi ætti að vera hér í Japan: SDP (Social Democrat- ic Party) barðist jafnan fyrir því að sósíalísku þjóðfélagskerfí yrði komið hér á, en LDP vildi hið fijálsa, lýðræðislega þjóðfélagskerfi þar sem áhersla væri lögð á frelsi einstaklingsins og ágæti einka- framtaksins. Á vissan hátt endur- speglaði stjórnmálaumræðan hér innanlands því heimsumræðuna og átökin á milli Sovétríkjanna sem voru og heimskommúnisma þeirra og Bandaríkjanna með sitt frjálsa þjóðfélag og kapítalíska hagkerfi. Við hrun Berlínarmúrsins og fall heimskommúnismans var svo sem lítið eftir til þess að takast á um í þessum efnum, því heimskommún- isminn reyndist einfaldlega ófram- kvæmanlegt kerfi, sem dæmdi sjálft sig úr leik. Þannig varð boðskapur sósíalista hér í Japan úreltur á einni nóttu, ef svo má að orði komast, eins og annars staðar í heiminum og við það myndaðist ákveðið tóma- rúm í stjómmálaumræðu hér í Jap- an. Nú er staðan sú að allir flokkar hér í Japan eru þeirrar skoðunar að fijálst, óheft þjóðfélag sé hið rétta form, og stefna beri að því að fullkomna það form eins og unnt sem mútuþægni og óeðlilegur fjár- stuðningur við einstaklinga, fyrir- tæki og skriffinna léku allt of stórt hlutverk. Umburðarlyndi og lang- lundargeð japönsku þjóðarinnar er mikið. En japanska þjóðin er einnig mjög skynsöm og þegar hún gerði sér grein fyrir því hvernig var kom- ið fyrir stjómkerfi hennar greip hún sjálf í taumana og sagði: „Hingað og ekki lengra!" Segja má að umburðarlyndi og þolgæði séu þjóðareinkenni Japana, en því em sem betur fer takmörk sett og það er vegna þess að um- burðarlyndi þjóðarinnar gagnvart stjórnmálamönnunum þraut, sem mikil pólitísk endurreisn fer nú fram í japönskum stjórnmálum. Það að þjóðin hafði svo lengi .umburðar- lyndi með LDP, þrátt fyrir þá spill- ingu sem þar viðgekkst, var líkast til vegna sannfæringar þjóðarinnar um að hér ætti að vera fijálst lýð- ræði, en ekki heft skipulag sósíal- ismans. Það að nýir stjórnmála- flokkar vora stofnaðir í kjölfar upp- ljóstrana um spillinguna innan LDP var náttúrlega svar stjórnmála- manna, sem ekki áttu lengur sam- leið með LDP, við ákalli þjóðarinnar um að hún fengi nýja valkosti til þess að velja um í kosningum, án þess að hún ætti það á hættu að vera að kjósa yfir sig sósíalískt þjóð- BUÐIN UM giörvalit Japan eru trúarleo hof sem úetta og flest eru liau helDuð Búdda. er. Allir era samamála því að djúp virðing fyrir frelsi sé grundvallarat- riði í slíkri stefnu. Þetta er auðvitað höfuðskýring þess að SDP, sem jafnan var stærsti stjórnarand- stöðuflokkur LDP, skuli hafa getað tekið þátt í samsteypustjórn Ho- sokawas." Spillir löng stjórnarseta? - Teljið þér að það sé einum stjórnmálaflokki hollt að halda um stjórnartauma lands síns samfleytt í 38 ár eins og LDP gerði, eða var svo löng stjórnarseta LDP aðalskýr- ing þess að japönsk stjórnmál spillt- ust með svo afgerandi hætti? Og hvað segið þér um umræðuna hér í Japan í dag, í þá vera að pólitísk endurreisn sé lífsnauðsynleg jap- önskum stjórnmálum? Hvað segið þér um þá staðhæfingu að spilling- in sem einkennt hafi stjómmálin síðustu ár og misseri hafi gengið svo fram af almenningi þessa lands að umburðarlyndi þjóðarinnar gagnvart stjórnmálamönnum sé uppurið og ekkert nema róttækar breytingar á stjórnarháttum, með- för fjármuna og öflun þeirra geti endurvakið traust þjóðarinnar á stjómmálamönnum sínum? „Þegar stjórnmál staðna og völd era ávallt á sömu hendi, þá er vissu- lega meiri hætta en ella á því að kerfið rotni innan frá. Því er ekki að leyna að þetta gerðist hér í Jap- an. Það er vissulega hörmulegt, en þrátt fyrir þessa staðreynd, stað- hæfi ég að enginn annar flokkur gat haldið um stjórnartaumana á þessum áram en LDP, því eini raun- veralegi valkosturinn var SDP og japanska þjóðjn hafnaði því þjóðfé- lagskerfí sem hann vildi koma hér á - blessunarlega. Við svona langa stjórnarsetu LDP þróaðist mjög náið samband milli hinna þriggja ráðandi þátta japansks þjóðfélags: ríkisstjórnar- innar, fyrirtækjanna og skrifræðis- ins, og afleiðing þessa langvarandi nána sambands varð spillt kerfi, þar skipulag. Hin pólitíska endurreisn sem Hosokawa forsætisráðherra mun leiða verður vonandi til þess að honum takist að endurreisa trú fólksins á japönskum stjórnmála- mönnum. Ugglaust tekur það nokk- urn tíma - hugsanlega langan tíma. Ég er á hinn bóginn ekki í nokkrum vafa um að við erum á réttri braut.“ Tveggja flokka kerfi á ný - En eygið þér einhveija von um að stöðugleiki geti náðst í stjóm- málalífi Japans á næstunni, þar sem við völd er samsteypustjóm átta flokka? Er ekki ólíklegt að svo marg- ir aðilar geti komið sér saman um raunhæfar breytingar, stefnumörk- un til framtíðar og pólitíska endur- reisn sem þjóðin öðlist trú á? Er ekki líklegast að allar ákvarðanir verði hálflitlausar málamiðlanir, sem muni ekki skila sér til þjóðarinnar á þann veg að hún trúi því að róttæk- ar breytingar japansks stjómkerfis séu að verða að veraleika? „Það segir sig sjálft, að það er ekki auðvelt verk að halda saman átta flokka samsteypustjórn, á þann veg að hún virðist sem heildstætt og samhent stjórnarafl. Á vissan hátt er ég þeirrar skoðunar að hér sé um-tímabundið stjórnmálaástand að ræða og japanska þjóðin muni í grófum dráttum kjósa þegar fram líða stundir að hverfa aftur til sög- unnar, það er, að hér verði í megin- dráttum tveggja flokka kerfi, þótt einhverjir smáflokkar verði ugg- laust áfram við lýði. En ég geri mér ákveðnar vonir um að ríkisstjórn Hosokawas sitji að minnsta kosti í tvö ár og komi á þeim tíma vel á veg þeirri póli- tísku og efnahagslegu endurreisn sem að er stefnt, jafnframt því sem skýr stefnumörkun verður að liggja fyrir innan tveggja ára á hvaða hátt Japan ætlar að axla ábyrgð sína í alþjóðlegu samhengi og leggja sitt af mörkum til annarra og meira þurfandi þjóða.“ Kvenúlpur með og án hettu verð frákr. 6.698 - 9.998 ar H BUÐIN, miðbæ Garðabæjar, sími 656550. Frá Lögmönnum Höfðabakka Brynjólfur Kjartansson, hæstaréttarlögmaður, sem rekið hefur eigin lögmannsstofu að Garða- stræti 6, Reykjavík, hefur frá og með 1. októbér 1993 gerst meðeigandi að Lögmönnum Höfða- bakka s.f. Mun hann samkvæmt því reka lög- fræðistofu þessa í félagi við Vilhjálm Árnason, hrl., Ólaf Áxelsson, hrl., Eirík Tómasson, hrl. og Hrein Loftsson, hdl. Reykjavík, 30. september 1993. Lögmenn Höfðabakka Vilhjálmur Árnason, hrl. Brynjólfur Kjartansson, hrl. Olafur Axelsson, hrl. Eiríkur Tómasson, hrl. Hreinn Loftsson, hdl. LÆKKUN! 25% LÆKKUN Á STOFNGJALDI FYRIR BOÐTÆKI Nýttu þér kosti Boðkerfisins sem er sniðið að þörfum nútímafólks á öllum aldri. Nánari upplýsingar um þjónustuna er að finna á bls. 18 í símaskránni, í síma 997000 (grænu upplýsinganúmeri Pósts og síma) og á póst - og símstöðvum um land allt. BOÐKERFI PÓSTS OG SÍMA PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.