Morgunblaðið - 03.10.1993, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
Hjálmar R. Bárðarson beitti sér í áratugi að öryggismálum sjómanna og
vörnum gegn mengun sjávar, heima og á alþjóðavettvangi. Fyrir þau störf
sín hlaut hann Alþjóða siglingamálaverólaunin 1983. Og á 20 ára af-
mæli Lundúnasamningsins um varnir gegn mengun sjávar 1992 var hann
heiðursgestur, enda var hann þar í forustu sem forseti fyrstu 4 mótunarárin.
Upphefóín
kemiii' aó iilan
eftir Elínu Pálmadóttur
.. “ *” ~ ~ *“ ‘ smíðastöðinni. Dvölin í Beverly og
kynni mín þar af smíði minni stál-
skipa varð mér einnig að miklu
gagni."
Fyrsta stálskípið
Þegar Hjálmar hóf störf heima
hafði meginverkefni Stálsmiðjunnar
hf. verið stálskipaviðgerðir í drátt-
arbrautum Slippfélagsins. Nýsmíði
gat hún ekki tekið að sér og það
tók nokkur ár að afla þeirra tækja
og búnaðar sem til þurfti og þjálfa
starfsmenn. „Árið 1950 var orðið
tímabært að leita eftir mögulegu
verkefni,_svo að stálskipasmíði gæti
hafist á íslandi. Mér kom verulega
á óvart hve ótrúlega rótgróin var
sú skoðun margra að of mikil bjart-
sýni væri að til greina gæti komið
að smíða stálskip á íslandi. Aldrei
verður því nógsamlega þakkað það
traust sem Valgeir Björnsson, hafn-
arstjóri Reykjavíkurhafnar, sýndi
mér persónulega og því undirbún-
ingsstarfi sem þegar hafði verið
unnið, þegar hann fór þess á leit
að ég gerði teikningar að nýjum
dráttarbáti fyrir Reykjavíkurhöfn,
ásamt smíðalýsingum og kostnað-
aráætlun, miðað við að skipið yrði
smíðað í Stálsmiðjunni. Dráttarbát-
urinn Magni var sjósettur 15. októ-
ber 1954 og afhentur Reykjavíkur-
höfn 25. júní 1955. Þá hófst 32 ára
farsæll starfsferill þessa fyrsta stál-
skips, sem smíðað var á íslandi“,
segir Hjálmar.
Ólafur Th. Sveinsson skipaskoðun-
arstjóri, sem hafði eftirlit með smíði
Magna, var 1954 að hætta störfum.
Ólafur var vélfræðingur að mennt
og hafði hug á að tæknimenntaður
maður tæki við þessari stöðu, m.a.
vegna síaukins alþjóðasamstarfs og
ráðstefna og funda á þeim vett-
vangi. Hann hvatti því Hjálmar til
að sækja um starfíð. „Ég sótti um,
en nokkur tími leið án þess að Ólaf-
ur Thors ráðherra tæki afstöðu til
umsóknanna. Meðal umsækjenda
var reyndur skipstjóri, traustur
stuðningsmaður Sjálfstæðisflokks-
ins og hafði auk þess meðmæli fé-
lagasamtaka farmanna. Meðan
þetta mál var í biðstöðu barst mér
tilboð um stöðu yfírverkfræðings á
danskri skipasmíðastöð og gert ráð
fyrir að sá tæki við störfum gamla
forstjórans innan fárra ára. Þetta
var því freistandi tilboð, sem ég
þurfti að svara fljótlega. Ég fór því
á fund Ólafs Thors ráðherra og tjáði
honum vanda minn. Innan fárra
daga ákvað hann að veita mér stöð-
una og var ég skipaður í starf skipa-
skoðunarstjóra og skipaskráningar-
stjóra frá 1. maí 1954“.
Hjálmar var svo í þessu starfi til
1970 og Siglingamálastjóri frá
stofnun þess embættis það ár og
rlljott netur venó um Hjalmar K. Baróarson sióan hann
fyrir aldurs sakir hætti starfi siglingamálastjóra. En við
að hitta hann á förnum vegi nýlega ryfjuðust upp fyrir
gömlum fréttamanni ýmis málefni, á erlendum og innlend-
um vettvangi, sem Hjálmar hafði barist við að koma á eða
dregið úr og stundum hlotið fyrir harkalega andstöðu og
árásir í blöðum. Mál sem nú þykja sjálfsögð. Ber þar hæst
ýmislegt í sambandi við stöðugleika fiskiskipa, öryggismál
sjómanna gúmmíbáta og sleppibúnað þeirra. Einnig for-
usta hans í ýmsum málum sem forseti Alþjóða siglingamála-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra nefnda, m.a.
um mengun hafsins, sem þá þótti hér á landi varla taka
því að sinna. A alþjóðavettvangi hefur það þó verið metið
enda hefur Hjálmar verið heiðraður og honum þakkað þar
fyrir þessi forustustörf, síðast í fyrra. Þótti ástæða til að
birta glefsur úr þessari upprifjun.
Að afloknu prófí í skipa-
verkfræði um áramótin
1946-47, bauðst Hjálm-
ari starf skipaverkfræð-
ings við hönnunardeild Helsingör
Skipsvært í Danmörku og var þar
að störfum þegar forstjórar Stál-
smiðjunnar í Reykjavík, þeir Bene-
dikt Gröndal og Sveinn Guðmunds-
son, höfðu samband við föður hans,
Bárð Guðmund Tómasson, skipa-
verkfræðing, um að fá Hjálmar
heim til starfa í Stálsmiðjunni, með
það í huga að hefja þar smíði stál-
skipa. „Þarf engan að undra, sem
þekkti starfsferil föður míns og
áhuga hans á að heíja stálskipa-
smíði á íslandi, að hann var þess
mjög hvetjandi að ég tæki þessu
tilboði", segir Hjálmar. Það varð
úr. „Hjá Helsingör Skibsvært hafði
ég svo til eingöngu starfað við
hönnun stærri skipa, og mér var
ljóst að gagnlegt væri að komast í
nánari kynni við smíði minni stál-
skipa. Þá einna helst að kynnast
togarasmíðastöð, en til þess þurfti
að fá atvinnuleyfi í Bretlandi, sem
ekki var hlaupið að“, útskýrir
Hjálmar.„Þótt nýskipunartogararn-
ir svonefndu væru þá í smíðum í
Bretlandi fyrir íslenska kaupendur,
reyndist heldur ekki hægt að fá
starf við eftirlitið hjá íslensku aðil-
unum. Ég fór þó til Englands upp
á von og óvon. Eftirlitsmaður með
smíði íslensku togaranna var Er-
lingur Þorkelsson vélfræðingur.
Hann leyfði mér fúslega að vera
með sér í næstu ferðum á stöðvarn-
ar. Á skipasmíðastöðinni í Beverley
ræddi ég við forstjórann Ambrose
Hunter um togarasmíði og spurði
m.a. hvort ég mætti fá að sjá stöð-
ugleikaútreikningana fyrir íslensku
togarana. Hann sagði það einmitt
vanda skipasmíðastöðvarinnar
þessa stundina. Skipaverkfræð-
ingnum, sem átti að hafa með hönd-
um útreikningana, hafði boðist
betra starf og var hættur. Því höfðu
þeir ennþá ekki getað reiknað út
stöðugleikann. Ég spurði þá hvort
hann hefði áhuga á að ég gerði
þessa útreikninga. Tók Ambrose
Hunter því fegins hendi. Ég gerði
svo alla útreikninga á stöðugleika
íslensku togaranna og einnig fleiri
skipa í smíðum þarna. Þá útbjó ég
forrit fyrir stöðugleikaútreikninga,
með nauðsynlegum skýringum,
þannig að tæknifræðingamir á
stöðinni gátu gert sömu útreikninga
eftir að ég hætti. Áratug síðar frétti
ég að þetta forrit yfír stöðugleikaút-
reikninga væri enn í notkun á skipa-
Á fyrsta þingi Hjálmars sem forseti var samþykkt að taka boði
Breta um aðalstöðvar fyrir Alþjóða siglingamálastofnunina í Lond-
on. Hjálmar var því gestgjafi við vígslu nýrra aðalstöðva IMCO, nú
IMO, við Piccadilly og er þarna að taka á móti Philip prins hertoga
af Edinborg, sem var heiðursgestur.
Hjálmar R. Bárðarson var 1969 kjörinn forseti Alþjóða siglingamálastofnunarinnar til tveggja ára. Frá
vinstri:T. Mensab (frá Bandaríkjunum) forstöðumaður lagadeildar IMO, Colin Goad (frá Bretlandi) fram-
kvæmdastjóri IMO, Hjálmar R. Bárðarson forseti stjórnar fundi á 6. þinginu og V. Nadeinski ( frá
Sovétríkjunum) ritari siglingaöryggisnefndarinnar.
Hjálmar R. Bárðarson hlaut Alþjóða sigl-
ingamálaverðlaunin 1983 fyrir störf sín að
öryggismálum sjófarenda og vörnum gegn
mengun sjávar. Framkvæmdastjóri IMO
C.P. Srivastava afhendir Hjálmari verð-
launin við hátiðlega athöfn i London.