Morgunblaðið - 03.10.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
27
KAUPMANNAHAFNARBRÉF
Skiptið ykkur ekki af því
sem ykkur kemur ekki við
í vikunni héldu ungmennasamtök
bændasamtakanna mótmælafund í Ribe
á Jótlandi til að mótmæla afskiptum
stéttarfélagssambands faglærðra verka-
manna af bónda nokkrum á Jótlandi.
Bóndinn hefur ráðið verkamann, sem
vinnur meira og fyrir minna kaup en á
að gera samkvæmt töxtum stéttarfélags-
ins. Verkamaðurinn er ánægður með
kjörin, en það er sambandið ekki fyrir
hans hönd. Það hefur því bannað að
keypt sé af bóndanum mjólkin, en hann
kippir sér ekki upp við það, heldur selur
hana til Þýskalands. Málið hefur vakið
upp umræður enn einu sinni um stefnu
stéttarfélaga og afskipti þeirra.
Laurentius Schilderink er hollenskur
bóndi, sem á þijár jarðir á Jótlandi og rek-
ur þær með myndarbrag. Hann er einn í
vaxandi hópi hollenskra jarðeigenda á Jót-
landi. Æ fleiri danskir bændur hætta bú-
skap vegna rekstrarerfiðleika en líka vegna
þess hve vinnudagurinn er langur og
strangur. Hollenskir bændur eru óbangnir
við langan vinnudag, en eiga við jarðnæðiss-
kort að glíma í heimalandinu, þar sem hver
lófastór blettur er ræktaður. Þeir hafa séð
sér leik á borði að flytja til Danmerkur,
kaupa jarðir þar og gerast bændur á dönsk-
um jörðum. Og sumir láta sér ekki nægja
eina, heldur fleiri jarðir eins og Schilderink.
Hollenskir bændur eru ekki ný bóla í
Danmörku. Árið 1521 fékk Kristján 2.
Danakóngur hóp af Hollendingum til að
nema land á Amákri, til að rækta upp þessa
stóru eyju, þar sem Kastrup liggur nú.
Landið þar var afbragð til grænmetisrækt-
unar og þar kunnu Hollendingar vel til
verka. Þeir tóku boði kóngsins um að ger-
ast landnemar þar og þeirra sér enn stað,
meðal annars á Drageyri, ef vel er að gáð.
Og hollensku bændurnir, sem nú eru ný-
byggjar á Jótlandi víla ekRi fyrir sér að
vinna langan dag. Þar stendur einmitt hníf-
urinn í kúnni, því bæði eru Danir lítt gefn-
ir fyrir slíkt og einnig gæta stéttarfélögin
þess að þeir slíti sér ekki út.
Schilderink var tekinn tali af blaði í sveit-
inni og þar sagði hann meðal annars frá
þessum mun sem væri á Hollendingum og
Dönum hvað vinnu snerti. Hann fengi eng-
an Dana til að vinna frá kl. 4 að morgni
'fram til kl. 19, reyndar með hléum, eins
og venjan væri í Hollandi. Því hefði hann
ráðið landa sinn sem vinnumann. Fulltrúum
stéttarfélagsins fannst þetta ekki eins snið-
ug lausn og bóndanum, svo þeir hringdu í
hann og funduðu með honum. Bóndinn nam
boðskap þeirra um að í Danmörku giltu
ákveðnar reglur um lágmarkslaun og vinnu-
tíma bæði fyrir innfædda og aðflutta, studd-
ar tilskipunum Evrópubandalagsins. Þrátt
fyrir þetta vildi vinnumaðurinn vinna eins
og hann var vanur og bóndinn lét boðskap
stéttarfélagsins sem vind um eyru þjóta.
Mótleikur stéttarfélagsins var að koma
í veg fyrir að bóndinn gæti selt mjólkina
sína í mjólkurfélagið á staðnum, eins og
hann hafði gert áður. Starfsmenn stéttarfé-
lagsins mættu á staðinn og komu í veg
fyrir að hægt væri að afgreiða mjólkina.
Schilderink bóndi hringdi í þýskt mjólkurfé-
lag og þar voru menn meira en glaðir að
fá mjólkina. Nú kemur þýskur mjólkurbíl-
stjóri daglega og sækir mjólkina, sem hann
keyrir svo til Þýskalands. Hann er sjálf-
stæður, er ekki meðlimur í stéttarfélagi og
því alls ónæmur fyrir tilmælum stéttarfé-
lagsins danska um að sýna samstöðu. Hann
er þvert á móti hinn ánægðasti með við-
skiptin og vildi gjarnan flytja mjólk frá fleir-
um suður eftir. Stéttarfélagið reyndi að ná
sambandi við önnur þýsk stéttarfélög, en
árangurslaust. Mjólkurflutningurinn skapar
vinnu í Þýskalandi og þá hagsmuni mátu
þýsku félögin meira en samstöðuna með
dönskum stéttarbræðrum.
Samstaðan riðlast og samúðin glatast
Úm leið hafa meðlimir stéttarfélagsins
danska líka misst þolinmæðina. í síðustu
viku fengu mjólkurbílstjórar lánaða þrjátíu
mjólkurbíla og keyrðu heim til bóndans til
að lýsa andúð sinni á aðferðum og afstöðu
stéttarfélagsins. Félagið hefði gert margt
gott, en í þessu máli hefði það gengið of
langt. Það mikilvægasta væri að halda í
störf, en aðförin að hollenska bóndanum
stefndi þeim í hættu, þegar hún leiddi til
þess að bændur sendu mjólkina úr landi.
Yfirmaður stéttarfélagsins hefur hins vegar
lýst því yfir að þessi aðgerð gagnvart hol-
lenska bóndanum sé aðeins sú fyrsta, fleiri
fylgi á eftir, því hér sé tekist á um gi-und-
vallarlögmál, þegar bændur sniðgangi regl-
ur um laun og vinnutíma. Bóndinn er sam-
mála stéttarfélaginu um að hér sé tekist á
um grundvallarlögmál, en bara ekki um þau
sömu og stéttarfélagið álítur.
Stéttarfélagið álítur ekki að afstaða þess
leiði til að störfum fækki og atvinnuleysi
aukist og það er ekki í vafa um að hol-
lenski bóndinn bijóti dönsk lög. Landbúnað-
arfélagið í Ribe er ekki sama sinnis, en
hefur staðið að baki Schilderinks, meðal
annars með að fá málið tekið upp í Vinnu-
réttinum. Þegar úrslit fást þar verður sölu-
banninu aflétt, en fyrr ekki segja forsvars-
menn stéttarfélagsins. Á meðan selur
Schilderink mjólkina taplaust til Þýska-
lands, en stéttarfélagið tapar samúðinni
heima fyrir.
í vikunni söfnuðust um sex hundruð
ungir bændur og vinnumenn til að mót-
mæla í Ribe að tilhlutan ungmennafélags
bændasamtakanna þar. Með mótmælunum
vildi unga fólkið undirstrika samstöðu með
vinnumanninum, sem vill vinna og bóndan-
um, sem vill hafa hann í vinnu. Meðal þeirra
mætir afstaða stéttarfélagsins takmörkuð-
um skilningi.
Þessi uppákoma stendur yfir um leið og
raddir heyrast úr heilbrigðisgeiranum að
ákvæði stéttarfélaga um vinnutilhögun sé
eitt af því sem hvað mest standi í vegi
fyrir betra skipulagi á sjúkrahúsum, þar
sem sjúklingar bíða allt upp í tvö ár eftir
aðgerðum. Og nú þegar atvinnuleysi eykst
þá er heldur ekki úr vegi að huga að sam-
spili þess og skilyrða stéttarfélaga um
vinnutilhögun.
Sigrún
Davíðsdóttir
BYLTINGI
í HEIMILISÞRIFUM I
Auðveldari þrif!
Uú þarf ekki að vinda með
höndum. Með einu handtaki
er moppan undin með því#
að þrýsta henni í vindunaf
Fata m/vindu á hjólum, skaft og moppa.
aðeins kr.
6.640,
stgr.
Sendum einnig í póstkröfu.
ðS I ui
Nýbýlavegi 18-200 KÓP. - S: (91) 64 198fL
;
I
Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson
Leikmynd og búningar: Guðrún S. Haraldsdóttir
Lýsing: Lárus Björnsson
Leikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir
íAe^
ýyVe'
Leikarar: Sigrún Edda Björnsdóttir,
irgrét Helga Jóhannsdóttir, Hanna María
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR uMmi
fúmom
NEWCASOE
HEIMALEIKIR
NEWCASnEUNmÞ
l&OOOOKIÓBill
NEWCASTUE CLÆSIFERÐIR ÍTAIÍU SUAAARAUKI55470,-
frá 13. okt. til 24. nóv.
Kr. 26.900, fyrir 3ja nátta ferð.
Kr. 31.900, ■ fyrir 4ra nátta ferð.
Innifalið er flug, gisting í tveggja manna herbergi, flutningur til
og frá flugvelli í Newcastle og öll flugvallargjöld.
Innifalið er: Flug frá Keflavík, KAUPMANNAHÖFN,
MÍLANÓ EÐA RÓM, Bílaleigubíll í A flokki,
ótakmarkaður akstur og öll flugvallargjöld.
Brottfarardagar: Miðvikudagar og föstudagar.
Verðið er miðað við mann og að 2 ferðist saman í bíl.
FERPASKRIFSTOFAN ALÍS SÍMI 652266.
Metsölublad á hverjum degi!