Morgunblaðið - 03.10.1993, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
t
MARGRÉT GÍSLADÓTTIR
frá Hoftúni,
Stokkseyrarhreppi,
er lést að Kumbaravogi 26. september sl. verður jarðsungin frá
Stokkseyrarkirkju miðvikudaginn 6. október kl. 14.00.
Unnur Sigrún, Guðrún og Birna
Bjarnþórsdætur og fjölskyldur.
t
Faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi,
HAUKUR PÉTUR GÍSLASON,
Ö. Kristine Lundvegen 9,
lést í Sjúkrahúsinu í Malmö 29. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Anna Kristín Hauksdóttir, Gísli Hjálmar Hauksson,
Halldór Sveinn Hauksson, Birna Guðbjörg Hauksdóttir,
tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabarn
og systkini hins látna.
t
Sambýliskona mín,
JÓHANNA MARÍA
JÓHANNESDÓTTIR,
Seljavegi 25,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 5. október, kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda.
Brynjólfur Ingólfsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞURÍÐUR FINNSDÓTTIR,
Dunhaga 11,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 6. október
kl. 13.30.
Margrét Snorradóttir,
Hallgrímur Snorrason,
Gunnar Snorrason,
Auður Snorradóttir,
Finnur Snorrason,
Halldór Baldursson,
Rut Snorrason,
Ólafur Siemsen,
Lise Bratli Snorrason
og barnabörn.
t
Okkar ástkæra
ANNA ÁRNADÓTTIR,
verður jarðsungin frá Dómkrirkjunni
miðvikudaginn 6. október kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er
bent á heimahlynningu Krabbameins-
félagsins.
Jóna Sigurjónsdóttir,
Guðrún Sigurjónsdóttir,
Anna Björnsdóttir,
tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
bróðir og afi,
GUÐFINNUR J. BERGSSON, .
Hvassahrauni 7,
Grindavik,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði, mánudaginn 4. október kl.
13.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna er
bent á Heimili aldraðra, Víðihlíð, Grinda-
vík,
Helga Jóhannsdóttir,
Jóhann Guðfinnsson,
Guðríður Guðfinnsdóttir,
Grétar Guðfinnsson,
Hallfríður Guðfinnsdóttir,
Þórður V. Magnússon,
og barnabörn.
Jórunn Jórmundsdóttir,
Rami Báara,
Berglind Svavarsdóttir,
Ægir D. Sveinsson,
Amdís Eiríksdóttir,
fv. Ijósmóðirfrá Foss-
hólum — Minning
Fædd 28. febrúar 1906
Dáin 22. ágúst 1993
Minn ágæti skólameistari, Broddi
Jóhannesson, lét einhveiju sinni þau
orð falla að fyrstu kynni manns af
manni ... væru oft varanlegust og
hefðu mikið að segja varðandi af-
stöðu fólks hvors til annars síðar á
lífsleiðinni. Þessi orð koma mér í
hug nú eftir andlát hennar Dísu í
Fosshólum og hugur minn reikar
til þess tíma þegar ég fjögurra ára
barn leit hana fyrst augum. Ég
þykist enn sjá hana fyrir mér há-
vaxna og bjarta yfirlitum, hressa
og glaðværa í tali. Glæsileg var hún
og engu var líkara en einhver bless-
un fylgdi henni. Nokkrum árum
síðar vorum við krakkamir af fáein-
um bæjum syðst í Holtahreppi boð-
uð að Efri-Rauðalæk til bólusetn-
ingar (við einhveiju sem ég man
ekki lengur hvað var). Er þangað
kom var þar fyrir kona sem annað-
ist þetta verk. Kona þessi var svo
„næm“ að hún virtist skynja orð-
lausan beyg okkar sumra af odd-
hvassri nálinni og hún var jafnframt
slíkur „sálfræðingur" að með glað-
væru tali sínu einu sáum við það
og fundum að bólusetningin var lít-
ið og fljótafgreitt mál. Það þurfti
enginn að segja mér hver hún var
þessi kona, ég þekkti að þetta var
hún Dísa í Fosshólum, þó að ég
hafí sennilega þá ekki séð hana síð-
ustu ijögur árin.
Þessi mikilhæfa heiðurs- og
gæðakona lést í Sjúkrahúsi Suður-
lands 22. ágúst sl. hvíldinni fegin.
Útför hennar fór fram frá
Marteinstungukirkju tæpri viku síð-
ar. Ég gat ekki verið þar viðstaddur
og vil því minnast hennar hér. Mér
er hugsað til hennar með virðingu
og miklu þakklæti fyrir afstöðu
hennar í þau skipti sem við réðum
sameiginlega fram úr misþungum
viðfangsefnum.
Amdís fæddist [ Austurhlíð í
Gnúpveijahreppi í Árnessýslu 28.
febrúar 1906. Hún ólst upp hjá
foreldrum sínum sem bjuggu víða
á Suðurlandi. Haustið 1918 fluttist
hún með þeim til Reykjavíkur. Allt-
af leitaði'þó hugur hennar til sveit-
arinnar og þegar grösin tóku að
grænka og farfuglarnir að syngja
fór hún austur fyrir fjall til sum-
ardvalar.
Vorið 1928 gitist Arndís Sigur-
jóni Jónssyni á Lýtingsstöðum í
Holtum. Hlutskipti hennar varð þá
það sama og margra annarra ungra
kvenna að flytjast inní heimili
tengdaforeldra sinna. Slíkt hafði
tíðkast um aldir og litu margir á
það sem sjálfsagðan hlut þótt ekki
þyki það við hæfi á okkar dögum
að tvær konur deili með sér sama
eldhúsinu. Ég ætla að Arndís hafi
verið of stórbrotin persóna til að
una slíku. Þó bar hún ætíð lof á
tengdaforeldra sína og var þeim
þakklát fyrir margþætta hjálp.
Árið 1935 reistu þau Arndís og
Siguijón nýbýlið Fosshóla úr landi
Lýtingsstaða. Ekki spáðu allir vel
fyrir þeirri framkvæmd enda vom
þá tímar kreppu og fátæktar. Þar
sem þau byggðu var landið stórþýft
og grámosavaxið. Aljt umhverfis
voru svaðblautar mýrar og þangað
var yfir brúarlausan læk og veg-
lausa mýri að fara. Hér var allt
reist frá gmnni. Á þessu ári voru
börnin orðin fjögur (þáð elsta sjö
ára), en þau áttu eftir að verða sjö
talsins. Vart höfðu þau fyrr hafið
búskap í Fosshólum en gamaveikin
fór að höggva niður sauðíé bænda.
Skapaði það afkomuleysi margra
heimija. Siguijón brá þá á það ráð
að ráða sig í vegavinnu til ágætis-
mannsins Erlends á Hárlaugsstöð-
um. Um árabil var hann þá lang-
dvölum að heiman frá vori og fram
á vetur. Er bömin uxu úr grasi er
mér sagt að þau hafí orðið verk-
dijúg við bústörfín. Svo kom, að
Siguijón gat helgað sig búskapnum
óskiptur. Er hann lést — um aldur
fram — 1960 var vel búið í Fosshól-
um.
Mér fínnst búskaparsaga þeirra
hjóna afrek út af fyrir sig og það
að vera bóndakona í sveit og upp-
alandi margra barna — við þær
aðstæður sem þá vom — að það
hafí verið fullt og stíft ævistarf.
En því fór fjarri að það eitt hafí
verið starfs- og lífsvettvangur
Amdísar Eiríksdóttur.
Það atvikaðist svo, að fljótlega
uppúr 1930 fluttist ljósmóðirin i
Efri-Holtum úr sveitinni. Var þá
orðað við Arndísi hvort hún vildi
ekki fara í ljósmóðurnám. Menn
hafa fundið að hún var eins og
„fædd“ inn í þetta starf, en því
aðeins hefur hún farið til námsins
að hún hefur fundið hjá sér innri
köllun til þess. Hún útskrifaðist úr
Ljósmæðraskólanum vorið 1932.
Ljósmóðurstarfí gegndi hún svo í
næstum þijátíu ár og var farsæl í
starfí. Á fyrstu ljósmóðurámm
Arndísar vom aðstæður allar gjöró-
líkar því sem nú er. Þá var ekki
sími kominn á sveitabæina, hestur-
inn var eina samgöngutækið, ljós-
móðirin gat verið vakin upp um
miðja nótt.'Þá gilti það eitt að vera
fljót að grípa töskuna og halda út
í éldimma vetrarnóttina. Hugsum
út í það hversu þessar konur urðu
að stóla á sjálfa sig, því það gat
tekið margar klukkustundir að ná
í lækni, sem kannski var þá staddur
í hinum enda sýslunnar. Svo gegndi
“"Ijósmóðirin oft miklu hlutverki á
sviði heilsugæslu og lækninga. Ein-
hveiju sinni hafði drengur á ná-
grannabæ Arndísar næstum höggv-
ið af sér fingur. í dauðans ofboði
var náð í Amdísi (læknirinn var of
langt í burtu). Kunnáttusamlega
gerði hún að sárinu með sínum lyfj-
um, tók fram nál og garn og saum-
aði fingurino fastan. Síðan hefur
fmgurinn verið á sínum stað, en
að vísu dálítið boginn.
Það kom af sjálfu sér, að jafn
frambærileg manneskja og Amdís
kæmist ekki hjá því að vera valin
til trúnaðar- og forsvarsstarfa. Hún
var lengi formaður kvenfélagsins
Einingar í Holtahreppi, fulltrúi fé-
Iagsins á fundum Sambands sunn-
lenskra kvenna (SSK), sat í vara-
stjórn sambandsins, fulltrúi þess_ á
þingum Kvenfélagasambands ís-
lands, í orlofsnefnd SSK og í lands-
nefnd húsmæðraorlofs fyrir Rang-
árvallasýslu. Hún var í barnavernd-
arnefnd Holtahrepps og skipaði
sæti á framboðslista óháðra kjós-
enda í Suðurlandskjördæmi í al-
þingiskosningunum 1978.
Faðir Arndísar var Eiríkur b.m.a.
á Egilsstöðum í Flóa (f. 1851 - d.
1932), sonur Eiríks b. á Laugar-
bökkum í Ölfusi, f. 1827, Eiríksson-
ar. Kona-Eiríks Þorsteinssonar var
Ingibjörg dóttir Eiríks Vigfússonar
á Reykjum á Skeiðum (Reykjaætt)
og Ingunnar Eiríksdóttur frá Bol-
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför
BJARNA BRYNJÓLFSSONAR
frá Skálavík,
Stokkseyri,
Guðfinnur G. Ottósson
og aðrir aðstandendur.
holti á Rangárvöllum (Bolholtsætt).
Móðir Arndísar var Sigríður (f.
1864), dóttir Höskuldar í Stóra-
Klofa í Landsveit, Jónssonar ríka í
Mörk (bróður Árna á Galtalæk),
Finnbogasonar á Reynifelli, d.
1833, Þorgilssonar, ættföður
Reynifellsættarinnar.
Maður Arndísar, Siguijón í Foss-
hólum (f. 14. ágúst 1899 - d. 9.
október 1960) var sonur Sigurleifar
Sigurðardóttur og Jóns b. á Lýt-
ingsstöðum, f. 1864, Þórðarsonar
b. s.st, f. 1839, Gíslasonar í Siglu-
vík í Landeyjum, f. 1811, Eyjólfs-
sonar í Klauf, f. 1772, Einarssonar
á Skúmsstöðum, f. 1724, Guð-
mundssonar í Álfhólum, f. 1682,
Gíslasonar í V-Klasbarða, f. 1635,
Ámasonar.
Börn Arndísar og Siguijóns eru
sem hér segir: 1) María Guðmunda,
f. 1928. M. Bjami Einarsson frá
Varmahlíð, bifreiðastjóri í Kópa-
vogi. 2) Sigurleif Jóna, f. 1930,
hjúkrunarfræðingur. M. Jón Bárð-
arson starfsm. í Álverinu. 3) Eirík-
ur, f. 1934, b. Lýtingsstöðum. M.
Sigrún Haraldsdóttir frá Efri-
Rauðalæk. 4) Tryggvi, f. 1935 -
d. 1969. 5) Sigríður, f. 1937, hjúkr-
unarfræðingur í Kópavogi, er látin.
6) Þórður Matthías, f. 1941, b. í
Fosshólum. M. Vilborg Gísladóttir
frá Vindási í Landsveit. 7) Sigrún
Erna, f. 1943. M. Tómas Gunnar
Sæmundsson b. Hrútatungu,
Hrútafírði. Börn Arndísar mega
vera stolt af því að hafa átt slíka
konu sem hana fyrir móður.
Líf Amdísar var ekki alltaf „dans
á rósurn". Á árunum uppúr 1937
átti hún við alvarlegt heilsuleysi að
stríða. í tvö ár var hún rúmliggj-
andi samfellt á Landakotsspítalan-
um og var talin af. Á sjúkrahúsinu
saknaði hún sárt fjölskyldu sinnar
og heimilis en alltaf hélt hún and-
legu jafnvægi. Gleði hennar varð
mikil þegar heilsan tók að lagast,
hún komst heim og starfskraftarnir
tóku að smáaukast. Það er umhugs-
unarefni hvernig kona með svona
sjúkrasögu að baki hélt geislandi
yfirbragði og glaðværð.
Arndís var draumspök kona og
trúði á framhaldslífið. Hún var ekki
í neinum vafa um það að hulin öfl
væru okkur mannlegum verum oft
hjálplegar. Næstum allt líf hennar
sjálfrar gekk út á það að hjálpa
öðrum og láta gott af sér leiða. Þó
munu þeir flestir nú látnir sem
nutu góðmennsku hennar og mann-
kærleika. Hún hafði samúð með
þeim sem bjuggu við bág kjör og
samgladdist þeim sem lánið lék við.
Hún var bjartsýn og trúði því að
allt færðist til betri vegar. Þrátt
fyrir það að hún væri mjög sterk
persóna var hún hlý í viðmóti og
átti auðvelt með að tala við sér
miklu yngra fólk.
Seint á áttunda áratugnum flutt-
ist Arndís að Lundi, dvalarheimili
aldraðra á Hellu. Starfsævi hennar
var þá enn ekki lokið, því að fyrstu
árin vann hún þar í hálfu starfi og
sá m.a. um lyfjagjafir til vist-
manna. Hin síðustu misseri hafði
heilsu hennar hrakað, svo að hún
var orðin eins og skuggi af sjálfri
sér. En í minningunni verður hún
alltaf eins og hún var, þegar ég
leit hana fyrst augum.
Gunnar Guðmundsson
frá Heiðarbrún.